Morgunblaðið - 27.12.2006, Síða 48
48 MIÐVIKUDAGUR 27. DESEMBER 2006 MORGUNBLAÐIÐ
FLAGS OF OUR FATHERS kl. 3 - 4:30 - 7:30 - 9 - 10:30 B.i. 16 ára
FRÁIR FÆTUR m/ísl. tali kl. 2:30 - 4:45 LEYFÐ
HAPPY FEET m/ensku tali kl. 2:30 - 4:45 - 9 LEYFÐ
DÉJÁ VU kl. 8 - 10:30 B.i. 12 ára
NATIVITY STORY kl. 5:50 B.i. 7 ára
SANTA CLAUSE 3 kl. 3:40 LEYFÐ
BOSS OF IT ALL kl. 8 - 10:10 B.i. 7 ára
SKOLAÐ Í BURTU m/ísl. tali kl. 2:30 LEYFÐ
HAGATORGI • SÍMI 530 1919 • WWW.HASKOLABIO.IS
/ AKUREYRI
FLAGS OF OUR FATHERS kl. 5:40 - 8 - 10:30 B.i. 16 ára
FRÁIR FÆTUR m/ísl. tali kl. 2 - 4 - 6 LEYFÐ
HAPPY FEET m/ensku tali kl. 4 - 8:30 LEYFÐ
DÉJÁ VU kl. 10:30 B.I. 12 ára
SKOLAÐ Í BURTU m/ísl. tali kl. 2 LEYFÐ
/ KEFLAVÍK
FLAGS OF OUR FATHERS kl. 8 - 10:30 B.i. 16 ára
ERAGON kl. 3 - 5:30 - 8 B.I. 12 ára
FRÁIR FÆTUR m/ísl. tali kl. 3 - 5:30 LEYFÐ
DÉJÁ VU kl. 10:10 B.I. 12 ára
Óskum landsmönnum
SANNKALLAÐ MEISTARAVERK
SEM KVIKMYNDAÐ VAR AÐ
MESTUM HLUTA Á ÍSLANDI
CLINT EASTWOOD HLAUT
TILNEFNINGU TIL GOLDEN GLOBE
VERÐLAUNA FYRIR BESTU LEIKSTJÓRN
FÁNI FEÐRANNA
ENDURUPPLIFUNIN
DENZEL WASHINGTON VAL
eee
S.V. MBL.
FRAMLEIDD AF STEVEN SPIELBERG EFTIR ÓSKARSVERÐLAUNAHAFANN CLINT EASTWOOD
HINIR FRÁFÖLLNU ÞRJÁR Á TOPPNUM
Netið áður en þú færð
þér kaffi.
x x x
Víkverji hefur tekiðeftir því að jóla-
skapið hefur tekið
völdin í desember og
nær meira að segja inn
í umferðina. Um dag-
inn smeygði Víkverji
sér inn í umferðina úr
bílastæði. Glufa hafði
myndast milli bíla, sem
óku löturhægt í röð og
virtist tilvalið að sæta
lagi. Víkverji hafði ekki
fyrr ekið af stað en fyr-
ir aftan hann var lagst
á flautuna af öllum lífs og sál-
arkröftum. Víkverji hugsaði með
sér að þetta væri sennilega of-
urskiljanlegt: maðurinn hefði nátt-
úrlega getað verið fjórum metrum
framar í umferðinni ef Víkverji
hefði ekki troðið sér fram fyrir
hann. En svo rann upp fyrir Vík-
verja ljós: Bílstjórinn fyrir aftan
væri líklega alls ekki að sýna reiði
sína, heldur þvert á móti að senda
kumpánlega jólakveðju með því að
blása í bíllúðurinn. Skömmu síðar
tók bílstjórinn fram úr á harðakani.
Víkverji vinkaði til hans með bros á
vör en sá ekki hvort kveðjan var
endurgoldin.
Listar af ýmsu tagieru mjög vinsælt
efni í póstsendingum á
Netinu. Fyrir jólin
barst Víkverja ein slík-
ur listi með vísbend-
ingum um það hvernig
ráða mætti að hann
væri uppi árið 2006:
Þú slærð lykilorðið
þitt óvart inn í ör-
bylgjuofninn.
Þú hefur ekki lagt
kapal með venjulegum
spilum í áraraðir.
Þú ert með 15 síma-
númera lista til að ná í
fjölskyldu þína, sem er
aðeins þriggja manna.
Þú sendir tölvupóst til mannsins
við hliðina á þér.
Þú missir sambandið við vini og
vandamenn vegna þess að þú ert
ekki með netfangið þeirra.
Þegar þú ekur upp að húsinu
þínu notar þú farsímann til að
hringja og spyrja hvort einhver geti
komið út að hjálpa þér að bera inn
innkaupapokana.
Þú færð kvíðakast þegar þú ferð
að heiman og gleymir farsímanum
þínum (sem reyndar var ekki til
fyrstu 20 til 30 ár ævi þinnar ef ekki
60 ár) og snýrð við til að sækja
hann.
Þú vaknar á morgnana og ferð á
víkverji skrifar | vikverji@mbl.is
MORGUNBLAÐIÐ, Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. SÍMI: 569 1100. SÍMBRÉF:
ritstjórn: 569 1181, auglýsingar 569 1110, skrifstofa 569 1118, gjaldkeri 569 1115.
NETFANG: ritstjorn@mbl.is, / Áskriftargjald 2.800 kr. á mánuði innanlands.
Í lausasölu 220 kr. eintakið mánudaga til laugardaga. Sunnudaga 350 kr.
dagbók
Orð dagsins: Daníel tók til máls og sagði: „Lofað
verði nafn Guðs frá eilífð til eilífðar, því hans er
viskan og mátturinn.“ (Daníel 2, 20.)
Í dag er miðvikudagur
27. desember, 361. dagur
ársins 2006
velvakandi
Svarað í síma 5691100 frá 10–12 og 13–15 | velvakandi@mbl.is
Feigðarakstur
FÓLKI þykir orðið nóg um mann-
fórnir ungs fólks í umferðinni.
Ástæður slysa eru margbreyti-
legar og sumu hefði eflaust aldrei
verið forðað né ber vott kæruleysis.
Aldursbil þeirra sem látast í slysum
þessi misserin virðist samt sláandi
líkt. Af því má álykta að áróður gegn
slysum, glannaakstri og óvarkárni
skilar sér engan veginn til ákveðins
aldurshóps.
Nú hljóta þeir sem stýra fræðslu
og áróðri í umferðinni að ástunda
óvægna sjálfsritskoðun og end-
urmeta sín vinnuferli. Þetta virkar
bara ekki.
Alveg eins og þetta lesendabréf
virkar eflaust ekki. Hvers vegna er
það? Vegna þess að áhættuhópurinn,
ungt fólk, nýlega komið með bílpróf,
les eflaust í litlum mæli greinarkorn á
þessum stað í Morgunblaðinu og á
þessu formi.
Fyrirbærið umferðarstofa er í al-
veg sömu stöðu. Virkar þokkalega í
reglulegum skilaboðaskjóðum send-
um til ákveðins aldurshóps. Sennilega
best til hópsins sem hlustar reglulega
á Bylgjuna og Rás 2. En ekki meir.
Hvenær ætlar fólk að átta sig al-
mennilega á sívaxandi hólfaskiptingu
aldurshópa þessa ágæta þjóðfélags?
Ein rás. Ein skilaboð. Liðin tíð.
Gleymið slíku. Ég heyri stöku sinnum
í þeim fm-rásum sem börnin mín
hlusta á. Aldrei hef ég heyrt óðamála
útvarpsmenn að kynna taktfast hrað-
rokk með dúndrandi bassahljóm
segja frá hálku, slæmri spá eða um-
ferðarhnút. Þætti líklega ferlega hall-
ærislegt og gamaldags.
Það rifjast upp í huganum bílaröðin
á leið á Þingvöll 1994. Með börnunum
hlustuðum við á útvarp umferðarráðs
sem þá hét, að koma reglulega með
skilaboð. Allt í sómanum. Þótt allt
væri í hnút. Þangað til glöggur frétta-
maður útvarpsins þástarfandi kveikti
á perunni. Þetta var ekki í lagi og allir
muna hvers vegna. Sama er nú. Ein-
hver utan við sviðið þarf að banka
upp á og segja: Þetta virkar ekki.
Tölvukynslóðin er komin með bíl-
próf. Hún er reyndar búin að keyra
bíl í fullkomnum tölvuhermi inni á
einkaheimilum síðan hún var segjum
átta ára. Hefur náð tökum á stýringu
og inngjöfum. Ákveðinn hópur af
þessari kynslóð virðist halda áfram
með það sem frá var horfið í tölvunni.
Á sama hraða. Út á íslenska vegi. Sú
æfing sem þar fékkst dugir ekki á ís-
lenskum einbreiðum vegum í sí-
breytilegum veðrum. Með lifandi
fólk, hold og rennandi blóð bak við
stálrammann.
Síseljandi eyðslu-, ímyndar- og
áróðursfræðingar í neyslusamfélagi:
Seljið áróðursmönnum fyrir bættu
umferðarsiðferði leiðina til áhættu-
hópsins. Skilaboðin berast ekki.
Valdimar Guðjónsson,
Gaulverjabæ.
Pelskápu saknað
Pelskápa var tekin í misgripum í Ing-
ólfsskála austan Hveragerðis laugar-
daginn 16. desember eftir jólahlað-
borð Suðurverks. Vinsamlega skilið
kápunni á sama stað þar sem önnur er
í óskilum eða hringið í síma 892 5909.
Kápunnar er sárt saknað.
Myndavél týndist við Grens-
áskirkju
Myndavél Pentax týndist líklega á
bílaplani við Grensáskirkju fyrst í
desember. Skilvís finnandi vinsam-
lega hafi samband í síma 553 4145.
árnað heilla
ritstjorn@mbl.is
50 ára af-mæli. Í
gær, 26. desem-
ber, varð fimm-
tugur Einar
Haraldsson. Í
tilefni af þessu
taka Einar og
kona hans, Jó-
hanna, á móti
gestum 29. des-
ember í sal Oddfellow, Grófinni 6, frá
kl. 20–23.
Brúðkaup | Gefin voru saman í hjóna-
band 16. desember sl. á Borg á Mýrum
af séra Þorbirni Hlyni Árnasyni þau
Sonja Lind Eyglóardóttir og Pavle
Estrajher. Heimili þeirra er á Dalvík.
MORGUNBLAÐIÐ birtir tilkynningar
um afmæli, brúðkaup, ættarmót og fleira
lesendum sínum að kostnaðarlausu. Til-
kynningar þurfa að berast með tveggja
daga fyrirvara virka daga og þriggja daga
fyrirvara fyrir sunnudags- og mánudags-
blað. Samþykki afmælisbarns þarf að
fylgja afmælistilkynningum og/eða nafn
ábyrgðarmanns og símanúmer. Fólk get-
ur hringt í síma 569-1100 eða sent á net-
fangið ritstjorn@mbl.is.
Hægt er að senda tilkynningar í gegnum
vefsíðu Morgunblaðsins: mbl.is – smella á
reitinn Senda efni til Morgunblaðsins – þá
birtist valkosturinn Árnað heilla ásamt
frekari upplýsingum.
Einnig er hægt að skrifa:
Árnað heilla,
Morgunblaðinu,
Hádegismóum 2
110 Reykjavík.