Morgunblaðið - 27.01.2007, Síða 10

Morgunblaðið - 27.01.2007, Síða 10
10 LAUGARDAGUR 27. JANÚAR 2007 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR SPENNUFALL er orðið sem fyrst kemur upp í hugann þegar litið er yfir liðna viku á Alþingi. Stjórn- arandstaðan tilkynnti á mánudag að umræðum um Ríkisútvarpið ohf. væri lokið af hennar hálfu og gaf út sameiginlega yfirlýsingu um fram- tíð RÚV. Við blaðamennirnir höfð- um sett okkur í stellingar fyrir langa þingfundi og sama má segja um þingmenn meirihlutans. Þessar snöggu málalyktir komu því dálítið á óvart og það var eins og það tæki fólk smátíma að átta sig á að þing- fundir yrðu með hefðbundnara sniði. Allt datt í dúnalogn í Alþing- ishúsinu þegar þingflokkarnir funduðu hver í sínu horni á mánu- dag. Í framhaldinu fór dagskrá ró- lega af stað og þingfundum hefur lokið á tiltölulega fjölskylduvænum tíma alla vikuna. Flest dagskrármálin hafa verið stjórnarfrumvörp í fyrstu umræðu. Þingmenn hafa þá lagt það til mál- anna sem þeim þykir nauðsynlegt að viðkomandi nefnd skoði en ekki hefur verið hrein andstaða við neitt þessara frumvarpa, heldur aðeins um smærri efniságreining að ræða. Þingið tók þó smám saman við sér eftir því sem leið á vikuna og á fimmtudag voru umræður í upphafi þingfundar heldur fjörlegar þar sem ráðherrar voru m.a. sakaðir um að hafa breytt ráðuneytum sín- um í kosningaskrifstofur. Ögmund- ur Jónasson setti spurningarmerki við það að ráðherrar gætu lofað öllu fögru rétt fyrir kosningar og þá oft fjárútlátum fyrir næstu rík- isstjórn. Þó þótti meirihlutaþing- mönnum ómaklegt að vekja máls á þessu í tengslum við nýja stefnu í málefnum innflytjenda. Frjálslynda flokknum barst lið- styrkur í byrjun vikunnar þegar Valdimar Leó Friðriksson tilkynnti að hann hygðist ganga til liðs við flokkinn. Þetta kom kannski ekkert svakalega á óvart enda hefur Valdi- mar verið orðaður við Frjálslynda í nokkurn tíma og athygli vakti þeg- ar hann sat til borðs með þing- flokknum í matsalnum nýverið. Frjálslyndir eru þá orðnir jafn- margir og áður en Gunnar Örlygs- son sagði sig úr flokknum á vordög- um 2005. Vistaskipti virðast þó hafa mismikil áhrif á menn. Valdimar fíl- efldist eftir að hafa sagt sig úr Sam- fylkingunni og fór margfalt oftar upp í ræðustól. Lítið hefur hins veg- ar farið fyrir Gunnari á þessu þingi og hann hefur aðeins tekið sex sinn- um til máls í allan vetur. Kristinn H. Gunnarsson hefur einnig verið orðaður við Frjáls- lynda flokkinn, þótt hann hafi sjálf- ur engar yfirlýsingar gefið út þess efnis. Færi svo að Kristinn gengi einnig til liðs við Frjálslynda má ætla að flokknum gæti reynst erfitt að koma öllum þessum „þungavigt- armönnum“ fyrir í kjördæmunum án þess að það vekti ákveðna úlfúð hjá „fólkinu á gólfinu“. Líklegt er að einhverjar svipt- ingar verði hjá flokknum nú um helgina og ber þá hæst varafor- mannskjörið. Guðjón Arnar Krist- jánsson, formaður flokksins, hefur tvisvar gefið út yfirlýsingu um stuðning sinn við Magnús Þór Haf- steinsson en mótframbjóðandi hans er sú kona sem hefur verið hvað mest áberandi í störfum flokksins, Margrét Sverrisdóttir. Flokksforystan hefur fengið á sig gagnrýni fyrir harkalega aðför að Margréti og að karlarnir standi saman. Kvenlægar áhyggjur, kall- aði Guðjón Arnar það í viðtali við RÚV. Ósjálfrátt rifjast upp orð Ingi- bjargar Sólrúnar Gísladóttur um samkennd kvenna á þingi. Eitthvað virðist þó fara meira fyrir sam- kennd karla í þessum efnum, ef marka má stórkarlalegan hlátur þegar formaðurinn sagðist ekki endilega þurfa að lýsa opinberlega yfir stuðningi við manninn sem stóð honum við hlið, en gerði það samt, tvisvar. ÞINGBRÉF Halla Gunnarsdóttir Spennufall og samkennd karla halla@mbl.is Eftir Rúnar Pálmason runarp@mbl.is LÖGREGLAN hefði ekki getað not- að tálbeitu með sama hætti og frétta- skýringaþátturinn Kompás gerði þegar hann egndi fyrir dæmdan- barnaníðing við gerð þáttar sem sýndur var sl. sunnudag, að mati Stefáns Eiríkssonar, lögreglustjóra höfuðborgarsvæðisins. Á hinn bóginn gætu gögn sem fréttamenn Kompáss hafa undir höndum nýst lögreglu. Fréttastofa Stöðvar tvö afhendir lög- reglu í gær gögnin, sem lögregla tel- ur sig þurfa til að bera kennsl á 5 ein- staklinga sem myndaðir voru í tengslum við umfjöllunina. Þótt Stefán telji ótvírætt að lög- regla hefði ekki getað notað sömu að- ferðir og Kompás er það alls ekki svo að lögregla geti ekki notað tálbeitur við störf sín. Þær verða einfaldlega að starfa með öðrum hætti. Ítarlega er fjallað um notkun á tálbeitum í skýrslu til dómsmálaráðherra um „sérstakar rannsóknaraðferðir lög- reglu“ frá 1999. Sjónum er sérstak- lega beint að notkun tálbeitna við rannsóknir fíkniefnabrota en ekkert er fjallað um notkun á spjallþráðum netsins enda hafði umræða um mögu- leika sem þeim tengjast ekki ná við- líka hæðum og nú. Munur á virkri og óvirkri tálbeitu Í skýrslunni kemur m.a. fram að gerður er greinarmunur á virkri og óvirkri tálbeitu. Óvirk tálbeita kemur fram sem eins konar agn eða fórn- arlamb í gildru sem sett er á svið, t.d. til að hafa hendur í hári árásarmanns. Slík tálbeita getur til að mynda verið látin ganga um á svæði þar sem mikið hefur verið um líkamsárásir eða nauðganir og ætla má að árásarmað- ur láti aftur til skarar skríða. Notkun tálbeitu með þessum hætti vekur upp fá álitaefni en öðru máli gegnir um notkun virkrar tálbeitu, einkum í tengslum við rannsókn fíkniefna- brota, að því er segir í skýrslunni, því virk tálbeita kemur ekki fram sem fórnarlamb, heldur þátttakandi í broti aðalmanns. Notkun virkrar tálbeitu við lög- reglurannsóknir getur verið var- hugaverð og í skýrslunni segir að meta verði í hverju tilviki fyrir sig hvort beiting þessa úrræðis sé lög- mæt lögregluaðgerð. „Mikilvægasta atriðið sem hefur verið lagt til grund- vallar við mat á því hvort tálbeituað- ferð er lögmæt er að með henni sé afl- að sönnunar um brot sem hefði að öllum líkindum verið framið án tillits til þátttöku tálbeitunnar. Ef tálbeita kallar fram brot sem ætla má að hefði ekki verið framið nema fyrir tilstilli hennar er komið út fyrir mörk lög- mætra aðgerða. Af þessum ástæðum verður tálbeita almennt að haga að- gerðum sínum þannig að verulegar líkur séu á því að brot það, sem hún stuðlar að, hefði verið framið hvort sem var, sama brot eða annað hlið- stætt. Annað skilyrði, sem í reynd er nátengt hinu fyrra, er að rökstuddur grunur verður að liggja fyrir gagn- vart þeim sem tálbeituaðgerðin bein- ist gegn. Þannig má ætla að lögreglu væri óheimilt að fá virkri tálbeitu það hlutverk að leita uppi fíkniefnasala, án þess að nokkur sérstakur lægi undir grun sem seldi tiltekin fíkniefni eða magn fíkniefna í því skyni að unnt væri að handtaka hann við framningu brots.“ Stóðst ekki mann- réttindasáttmála Mannréttindadómstóll Evrópu tók á slíku máli árið 1998 en í því máli hafði lögregla í Portúgal útbúið tvo lögreglumenn sem tálbeitur til þess að leita uppi heróínsala án þess að nokkur sérstakur lægi undir grun. Komust þeir á slóð manns sem hafði aldrei verið grunaður um fíkniefna- brot en var handtekinn eftir að hafa selt tálbeitunum heróín. Varð það niðurstaða dómstólsins að þessi rann- sóknaraðferð bryti í bága við rétt heróínsalans til réttlátrar málsmeð- ferðar. Ekki hvaða tálbeita sem er „Lögregla telur sér heimilt að nota tálbeitur en ekki hvaða tálbeitu sem er,“ sagði Stefán og vísaði sérstak- lega til ofangreinds dóms Mannrétt- indadómstólsins sem væru lög hér. „Ég lít svo á að yfirvöld geti ekki not- að tálbeitu með þeim hætti sem var gert í þættinum. Ég held að það sé hafið yfir allan vafa og nokkuð klárt að það myndi ekki standast Mann- réttindasáttmála Evrópu ef yfirvöld gerðu þetta.“ Aðspurður hvort lög- regla gæti notað gögn sem aflað var með þessum hætti, sagði Stefán að það væri a.m.k. ekki útilokað. Lög- regla þyrfti annars vegar að kanna hvort sá einstaklingar sem fjallað var um í þættinum á sunnudag hefði framið refsiverð brot. Hins vegar lægi það fyrir, samkvæmt upplýsing- um þeirra Kompássmanna, að karl- menn hefðu lýst yfir áhuga sínum, og gengið býsna langt í því, að óska eftir kynferðislegu samneyti við börn. „Við teljum mjög mikilvægt að fá nánari upplýsingar um það út frá al- mannahagsmunum, vegna öryggis borgaranna og barnanna,“ sagði Stefán. Aðspurður hvað lögregla myndi gera við þessar upplýsingar, sagði hann að m.a. yrði kannað hvort þeir kynnu að tengjast óupplýstum málum sem tengjast áreitni o.fl. Lögregla hefði ekki getað notað tálbeitu Kompáss „STAÐAN er ekki nógu góð, það er alveg ljóst. Það hefur sigið mikið saman og bráðnað og það er ekkert sem við getum gert fyrr en það fer að frjósa og snjóa,“ segir Grétar Hallur Þórisson, forstöðumaður skíðasvæða höfuðborgarsvæðisins, en veður hef- ur farið hlýnandi undanfarna daga. Grétar Hallur segir að það sem af er janúar hafi verið opið í fjóra daga í Bláfjöllum, en opnað var síðastliðinn föstudag og var opið fram á mánu- dag. Í janúar í fyrra var opið í Blá- fjöllum í tólf daga í janúar. Grétar Hallur segir að eftir mánudaginn hafi farið að blása af vestri og svo hafi smáhlýnað. „Þetta er engin asa- hláka, það hefur ekki hlánað mjög mikið. En við vorum bara með það lítið af snjó að við máttum ekki við neinu,“ segir hann. Útlitið ekki gott fyrir helgina Útlitið fyrir helgina er ekki gott og kveðst Grétar Hallur ekki bjartsýnn á að hægt verði að opna í Bláfjöllum. Hann segir að janúarmánuður reyn- ist oft ansi erfiður fyrir skíðaiðkend- ur, en orsakirnar virðist vera aðrar nú en fyrr. Áður hafi válynd veður komið í veg fyrir að fólk kæmist á skíði en nú sé það hláka sem valdi. „Engu að síður erum við bjartsýn,“ segir Grétar Hallur og bendir á að enn sé nóg eftir af vetrinum. Beðið er eftir frosti og snjó

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.