Morgunblaðið - 27.01.2007, Síða 19

Morgunblaðið - 27.01.2007, Síða 19
Actavis skoðar Merck ACTAVIS staðfesti á fundi með fjárfestum og grein- ingardeildum í dag að félagið væri að skoða möguleg kaup á samheitalyfjahluta Merck og að töluverð tæki- færi gæfust hjá sameiginlegu félagi. Í þessu efni voru nefnd ný markaðssvæði á borð við Japan, Ástralíu, Kanada og Brasilíu. Er sagt frá þessu í Vegvísi Lands- bankans. Gera ráð fyrir 10–13% vexti Þessu til viðbótar er Merck með starfsemi í Suður- Evrópu sem Actavis hefur litið hýru auga, einkum á Ítalíu. Merck er með starfsemi bæði í Bandaríkjunum og Evrópu, eins og Actavis, og má reikna með ein- hverri skörun, þá einkum í Bretlandi, Hollandi og Skandinavíu. Forsvarsmenn Actavis reikna þó ekki með neinni skörun á Bandaríkjamarkaði. Á fundinum var farið yfir helstu markaði og framtíð- arsýn félagsins. Var m.a. farið yfir markmið félagsins næstu þrjú árin (2007–2009). Félagið hafði áður gefið út rekstrarmarkmið fyrir árin 2007 og 2008 og voru þau staðfest. Actavis gerir ráð fyrir 10–13% innri vexti næstu þrjú árin og að EBITDA-framlegð félagsins verði komin í 25% í árslok 2009. Fundargestir Sigurður Óli Ólafsson, Fjalar Krist- jánsson, Róbert Wessman og Hafrún Friðriksdóttir. MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 27. JANÚAR 2007 19 Dagskráin í dag Sögusýning Landsbankans Aðalstræti 6 (húsnæði TM) Sími: 410 4300 Opið virka daga kl. 11:00-17:00 og um helgar kl. 13:00-17:00 Enginn aðgangseyrir Á Sögusýningu Landsbankans er margt markvert að sjá og skoða, ekki aðeins úr bankasögunni heldur eru dregnar upp myndir úr þjóðlífi fyrri tíðar enda saga bankans og þjóðar- innar samtvinnuð á ýmsan hátt. Í dag, laugardag: Leiðsögn í boði kl. 13:30 og 15:30 Eggert Þór Bernharðsson sagnfræðingur og Sveinbjörn Guðbjarnarson fara með hópa um sýninguna, deila sérfræðikunnáttu sinni á sýningargripum og gefa aukna innsýn í sögu banka og þjóðar. ÍS L E N S K A S IA .I S L B I 35 93 7 01 /0 7 Sögusýningin spannar 120 ára sögu bankans og þjóðarinnar og er skemmtileg upplifun fyrir alla fjölskylduna. Lesendum Nyhedsav- isen fjölgar – en hægt FRÍBLAÐIÐ 24timer er mest lesna fríblaðið í Danmörku en lesendur þess eru að jafnaði 420 þúsund. Lesendum Nyhedsavisen, sem er í eigu Íslendinga, hefur fjölgað um 18% að undanförnu, í um 233 þúsund, og það er annað mest lesna fríblaðið þar í landi en lesendur Dato eru 205.000. Þetta kemur fram á danska fréttavefnum Er- hverv på Nettet. „Okkur finnst að uppsafnaður lestur ætti að vaxa hrað- ar. Staðreyndin er sú að þetta tekur lengri tíma en gert var ráð fyrir,“ segir Morten Nissen Nielsen, fram- kvæmdastjóri Nyhedsavisen. Poul Madsen, aðalritstjóri 24timer, segir við Ritzau fréttastofuna, að lesendum blaðsins hafi fjölgað um 22 þúsund frá síðustu mælingu í byrjun desember. „Mark- mið okkar er að ná 500 þúsund lesendum og við erum ekki langt frá því,“ segir Madsen. Kreditkort hf. skiptist í tvö félög STJÓRN Kreditkorts hf. hefur ákveðið að gera breyt- ingar á skipulagi kortastarfsemi félagsins. Samkvæmt fréttatilkynningu frá félaginu er tilgangur breyting- arinnar sá að efla kortaútgáfu og þjónustu sem henni tengist. Þannig verður útgáfa félagsins á alþjóðlegum kreditkortum aðgreind í sérstakt félag, en starfsemi Kreditkorts hf. í framtíðinni miðuð að færsluhirðingu og þjónustu við útgefendur korta. Dótturfélagið, sem ekki hefur fengið nafn, mun taka við allri þjónustu við korthafa félagsins og er gert ráð fyrir að félagið taki til starfa í marsmánuði á þessu ári. Starfsmenn hins nýja félags verða ríflega 30 talsins og hefur Hafliði Kristjánsson verið ráðinn framkvæmdastjóri félagsins, en hann var áður fram- kvæmdastjóri sölu- og markaðssviðs Kaupþings banka.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.