Morgunblaðið - 27.01.2007, Side 39

Morgunblaðið - 27.01.2007, Side 39
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 27. JANÚAR 2007 39 anna í Súðavík þar sem ég drull- umallaði heil ósköp og þóttist standa þér jafnfætis í eldhúsverkunum. Ég minnist ævintýratíma inni í Djúpi og uppi á Breiðadalsheiði þar sem þú varst að elda ofan í vega- vinnukallana. Alltaf fékk lítil skotta að vera með ömmu sinni. Ég minnist sumarsins okkar inni á Langeyri þegar ég hélt af stað á óstyrkum fótum í fyrstu sumarvinn- una mína í Frosta – hversu fullorðin og veraldarvön ég þóttist vera orðin, í sloppnum með húfuna! Ég minnist sumranna í Hnífsdal hjá ykkur Jóa- kim; alltaf fullt hús gesta á Bakka- veginum, iðandi af lífi frá morgni til kvölds. Ég minnist þess ávallt hversu vel þú reyndist mér, ungri stúlkunni, er ég eignaðist Andra. Hjá þér voru einfaldlega engin vandamál til, ein- ungis verkefni að leysa. Ég minnist þess er þú fluttist til Akureyrar, í næsta nágrenni við okkur. Hvað þeim þótti gott að eiga langömmu í næsta húsi, Daníel, Elmu og Gabríelu – langömmu sem alltaf átti kanilsnúða og kleinur ásamt öðru góðgæti. Ég minnist þín á uppáhaldsstaðn- um þínum, í eldhúskróknum á Tún- götunni eftir að húsið komst í eigu fjölskyldunnar aftur. Hvergi naustu þín betur en einmitt þar því fátt þótt þér ánægjulegra en að gleðja aðra með þínum einstaka hætti. Ég minnist þess með djúpstæðri gleði þau sumur sem þú fékkst tæki- færi til að endurnýja kynnin við þína elskuðu Súðavík. Ég minnist þess bjarta dags er þú fagnaðir 80 ára afmæli þínu, þegar íslensk náttúra stendur í mestum blóma og þú áttir ljúfa stund með fjölskyldu þinni og vinum í Túngöt- unni. Ég minnist þín fyrst og síðast sem yndislegrar manneskju sem óhikað hefðir gengið veginn á enda fyrir fjölskyldu þína og vini. Elsku mamma, Grétar, Sævar, Olli og fjölskyldur, öll getum við ylj- að okkur við allar góðu minningarn- ar um Siggu ömmu. Blessuð sé minn- ing hennar. Þín dótturdóttir, Dagný Sigríður. Hún Sigga amma eða öllu heldur amma í Súkkulaðivík verður borin til grafar í Súðavík í dag. Amma bjó í Súðavík þegar ég var barn og þá sjaldan sem ég kom í heimsókn til hennar var góðgætinu troðið í mig. Ég dró því þá ályktun að Súðavík héti í raun Súkkulaðivík. Mér þótti ákaflega spennandi að heimsækja ömmu þegar ég var lítil. Hún dró alltaf fram myndaalbúm svo ég gæti skoðað myndir af pabba heitnum og oftast fór ég með ein- hverja mynd með mér heim eftir dvölina hjá henni og fannst ég hafa uppgötvað nýjan sannleika um föður minn sem ég aldrei kynntist. Í seinni tíð áttum við amma mörg skemmti- leg og gefandi samtöl um lífið og til- veruna. Hún bjó yfir mikilli lífs- reynslu sem gerði það að verkum að ég átti auðvelt með að tala við hana um það sem mér lá á hjarta. Hún benti mér oft á það hversu mikilvægt væri að vera þakklátur fyrir það sem maður á í stað þess að dvelja við það sem maður væri búinn að missa eða ætti ekki. Nokkru eftir að ég missti mömmu heimsótti ég ömmu, en hún bjó þá á Akureyri. Eins og svo oft áð- ur sátum við í eldhúsinu og spjöll- uðum saman. Líklega hefur ömmu ekki líkað tónninn í mér því hún sá ástæðu til þess að benda mér á mik- ilvægi þess að lifa með þeim lifandi en ekki með þeim dauðu, þeir væru á sínum stað og að þeirra tími kæmi seinna. Skylda okkar er við þá lif- andi, sagði hún. Það eru þeir sem við þurfum að sinna. Það felst mikill sannleikur í þessu. Það er gott að ylja sér við minningar en við verðum að vera dugleg að skapa nýjar góðar minningar með samferðamönnum okkar. Nú hafa leiðir okkar ömmu skilið og ég er þakklát fyrir allar þær stundir sem við áttum saman, góðu samtölin og þakklát fyrir þann trún- að sem hún veitti mér í seinni tíð. Minning mín um ömmu er ljúf og góð, minning um fallega, stolta , glaða konu sem aldrei þreyttist á því að stjana í kringum fólkið sitt og bar sig vel í lífsins ólgusjó. Ég kveð hana með söknuði og yl í hjarta. Vertu yfir og allt um kring með eilífri blessun þinni, sitji Guðs englar saman í hring sænginni yfir minni. (Sig. Jónsson frá Presthólum.) Í Jesú nafni. Amen. Jóna Lovísa (Lúlla). Í dag verður móðuramma mín, Sigríður Sigurgeirsdóttir, borin til hinstu hvíldar í heimabyggð sinni, Súðavík. Er ég minnist hennar koma upp í hugann margar ljúfar minningar um þær stundir sem við áttum saman. Sem unglingur vann ég í Hraðfrysti- húsinu í Hnífsdal og dvaldi ég hjá ömmu Siggu og hennar sambýlis- manni, Jóakim Pálssyni í Hnífsdal. Þá lagði amma grunninn að því sem ég seinna meir lærði betur af henni, þegar ég og fjölskyldan mín fluttum við hliðina á ömmu og afa Jóa á Bakkaveginn í Hnífsdal. Mér er efst í huga þakklæti vegna hennar fórn- fýsi og hjálpsemi því að á þessum tíma átti ég þrjú ung börn og var hún alltaf boðin og búin til að aðstoða og leiðbeina. Það var mínum börnum ómetanlegt að fá að kynnast og vera samvistum við langömmu sína. Að lokum langar mig að kveðja ömmu með versi sem hún kenndi mér. Ó, ljóssins faðir, lof sé þér, að líf og heilsu gafstu mér og föður minn og móður. Nú sest ég upp, því sólin skín, þú sendir ljós þitt inn til mín. Ó, hvað þú, Guð, ert góður! (Matthías Jochumsson) Elsku amma, hafðu þökk fyrir allt. Hvíl í friði, Þín Helga. Elsku amma, við eigum endalaust til af góðum minningum um þig og það voru forréttindi fyrir okkur að fá að alast upp í sömu götu og þú. Við vorum alltaf velkomin inn á heimili ykkar afa Jóakims á Bakkaveginum og við áttum ógleymanlegar stundir þar. Það var alveg öruggt að þú áttir alltaf eitthvað gott í gogginn þegar við komum við hjá þér og ekkert betra en að fá nýbakaðar kleinur og kalda mjólk með og svo má ekki gleyma kvöldkaffinu í eldhúskrókn- um að loknum útileikjum. Við feng- um oft að vera í pössun hjá þér þegar mamma og pabbi fóru í ferðalög og munum við aldrei gleyma bæninni sem þú fórst alltaf með þegar við vorum á leið út úr húsi á morgnana: Nú er ég klæddur og kominn á ról, Kristur Jesús veri mitt skjól, í guðsóttanum gefðu mér, að ganga í dag, svo líki þér. (Höf. ók.) Þegar við hugsum til baka finnst okkur ótrúlegt hvað þú hafðir mikla þolinmæði með öll þessi börn alltaf inni á heimilinu. Við lékum okkur út um allt hús, í öllum herbergjum, og munum við sérstaklega eftir stóra gráa svefnsófanum í norðurherberg- inu. Við lékum okkur inni í skápum, sulluðum niður, rifum upp rabar- bara, dönsuðum, renndum okkur í stiganum, stálum harðfiski, Prins Póló og drukkum endalaust magn af Sodastream. Það var alveg sama hvað við gerðum, við munum ekki eftir einu einasta skipti sem þú skammaðir okkur. Síðasta minning okkar úr Hnífsdal var sumarið 1996 þegar Rakel fékk að búa hjá þér á hótel ömmu en seint það ár þurftir þú að yfirgefa Bakkaveginn þegar þú ákvaðst að flytja til Akureyrar. Við vorum ekki nógu dugleg að heimsækja þig norður en það var alltaf eins og það hefðu bara liðið nokkrir dagar milli heimsókna því þú tókst alltaf jafn vel á móti okkur. Við munum sérstaklega eftir því þegar við vorum að keyra norður í heim- sókn til þín og vorum seint á ferð að þú tókst ekki annað í mál en að hafa tilbúinn mat þegar við kæmum og svo þegar við renndum í hlað á mið- nætti varstu tilbúin með læri og brúnaðar kartöflur með öllu öðru til- heyrandi. Elsku amma, takk fyrir allar þær stundir sem við áttum með þér og allar þær minningar sem við eigum um þig núna sem við munum varð- veita alla ævi. Þín barnabörn Rakel, Bryndís og Birgir. Fallegi fjörðurinn minn, Álfta- fjörður við Ísafjarðardjúp, skartar bara sól í minningunni. Barnssálin býr að fyrstu gerð að sagt er og þannig er það í minningu minni um veru mína í Súðavík sem barn á sumrin og reyndar æði oft síðan. Ein af sterku stoðunum í þessari minningu er Sigga föðursystir mín sem jarðsett er í dag. Hún ásamt ömmu Margréti og öllum hinum hugsuðu ávallt um krakkahrúguna og velferð þeirra. Þegar ég sest nið- ur og hugsa um Siggu frænku mína, sem ég leit ávallt upp til, þá koma at- vikin og minningarbrotin upp og keppast við að komast á blað hvert af öðru. Ég sé Siggu fyrir mér með öll börnin sín og alltaf var pláss að fá að sofa. Ég man lyktina af rabarbar- asultunni, hún gerði þá bestu í heimi. Ég man eftir drekkutímunum, allaf alls kyns kökur. Ég man þegar hún sætti liðið þegar við vorum að rífast. Ég man þegar hún hvatti okkur til að fara út að leika eða veiða. Ég man þegar hún kom í heimsókn að vestan. Ég man þegar hún var að koma úr vinnunni í frystihúsinu. Ég man svo þegar við seinna komum í heimsókn vestur með börnin okkar hvað hún tók vel á móti okkur. Í dag er talað um ofurkonur, þetta var ofurkona síns tíma, kjörin oft kröpp, þægindin af skornum skammti, oftar en ekki þreytt eftir langan vinnudag, aldrei kvartað og tími fyrir alla og bros. Svona vil ég muna Siggu frænku mína. En lífshlaup hennar væri sennilega efni í heila bók og lífið fór ekki alltaf um hana mjúkum hönd- um. Hún missti föður sinn ung og fór í fóstur. Systkinin voru fjögur, þrjú þeirra fóru í fóstur en eitt varð eftir hjá móður þeirra. Þau eru nú öll lát- in. Seinna giftist amma mín aftur og á einn son, Kjartan Geir, sem býr í Súðavík. Hjónaböndin hennar Siggu urðu þrjú og börnin fimm. Erfiðasti kaflinn í lífi hennar er án efa þegar hún sá á eftir eiginmanni og syni sem drukknuðu með Freyju frá Súðavík. Hún kvartaði ekki þrátt fyrir að missa heyrn að miklu leyti eftir áfall- ið. Hún kaus að lifa í sínum heimi síð- asta árið. Hún var alltaf tíguleg og falleg kona sem mér þótti afar vænt um og vil minnast hennar með þessum fáu orðum. Blessuð sé minning hennar. Hafðu þökk fyrir allt sem þú gerðir fyrir mig og mína, elsku Sigga mín. Við Helgi sendum innilegar samúð- arkveðjur til allra þinna. Sigríður Gróa Kristjánsdóttir. Í dagsins önnum dreymdi mig þinn djúpa frið, og svo varð nótt. Ég sagði í hljóði: Sofðu rótt, þeim svefni enginn rænir þig. En samt var nafn þitt nálægt mér og nóttin full af söngvaklið svo oft, og þetta auða svið bar ætíð svip af þér. Og þungur gnýr sem hrynji höf mitt hjarta lýstur enn eitt sinn: Mín hljóða sorg og hlátur þinn, sem hlutu sömu gröf. (Steinn Steinarr.) Amma Sigga kvaddi þennan heim 82 ára að aldri. Nóttin var friðsæl er hún fór og snjókorn féllu hægt af himnum ofan. Amma var dugleg, sterk og ákveð- in kona. Ég átti góðar stundir með ömmu Siggu í Hnífsdal þegar ég var yngri, við skruppum gjarnan til Bol- ungarvíkur í sund, röltum í búðina, eða fórum í bíltúr með afa Jóakim. Ég minnist ömmu í eldhúsinu, bæði á Bakkaveginum í Hnífsdal hér áður fyrr og Tjarnalundinum þar sem hún bjó síðustu ár. Hún var iðin við bakstur og aðra matseld og var iðu- lega til heimabakað kaffibrauð hjá ömmu Siggu og afa Jóakim og líkt og margur annar taldi hún nei ekki svar og tíndi fram ýmislegt úr búrinu, allt frá heimalöguðum sultum að vínar- brauði, og bauð gestum sínum. Ömmu þótti gaman að hannyrðum og fengu sennilega öll barnabörn og barnabarnabörn lopaleista frá ömmu einhvertímann á lífsleiðinni. Eftir að hún flutti til Akureyrar árið 1996 sótti hún gjarnan ýmsar aðrar hann- yrðir í Víðilundi, leirlist, bútasaum og aðrar tómstundir og rann afrakst- urinn út úr höndum hennar líkt og um verksmiðjustarfsemi væri um að ræða og munu minningar um ömmu lifa áfram í þeim hlutum. Amma hefur nú fengið friðinn og þakka ég henni samfylgdina. Bless- uð sé minning þín, amma mín. Selma Dögg Okkur systurnar langar til að minnast ömmu Siggu. Hún var sam- býliskona afa okkar, Jóakims Páls- sonar. Hún kom inn í líf okkar þegar við vorum tveggja ára. Amma Sigga var okkur alltaf kær. Á uppvaxtarár- um okkar í Hnífsdal var lífið ljúft og öruggt. Amma og afi á næsta horni og alltaf stutt til ömmu að fá sér hressingu eftir útileiki dagsins. Rak- el besta vinkona okkar og barnabarn ömmu Siggu fluttist til Hnífsdals þegar við vorum sex ára. Þá hafði amma samband við okkur og bað okkur að vera góðar við Rakel sína, en hún átti sérstakan stað í hjarta hennar. Við systurnar tókum þetta hlutverk okkar mjög alvarlega og urðum við óaðskiljanlegar eftir það. Það var ýmislegt brallað saman. Alltaf stóð húsið á Bakkavegi 4 okk- ur opið. Þar var farið í leiki út um allt hús, og aldrei varð amma þreytt á þessum uppátækjum okkar. Frekar naut hún þess að hafa líf í kring um sig og undirbjó kaffibrauð fyrir okk- ur og lagði fallega á borð eins og höfðingjar væru að koma í kaffi. Amma Sigga var mikil húsmóðir og dugleg kona, heimili þeirra var ávallt snyrtilegt og vel við haldið. Ömmu féll nánast aldrei verk úr hendi, ef hún var ekki að elda eða baka þá voru prjónarnir teknir upp. Elsku amma, við þökkum þér alla þá hlýju sem þú sýndir okkur og fyr- ir að hafa hugsað svona vel um afa okkar þann tíma sem þið bjugguð saman. Minning þín mun ávallt lifa í hjörtum okkar. Gabríela og Anna Að- albjörnsdætur. Sigríður Sigurgeirsdóttir eða Sigga eins og við kölluðum hana hóf búskap með afa Jóakim í Hnífsdal nokkrum árum eftir að Gabríela amma okkar lést. Á þeim tíma vorum við systkinin á viðkvæmum aldri og áttum oft skjól á Bakkaveginum hjá ömmu og afa. Þegar Sigga kemur svo inn í okkar líf vorum við feimin og óörugg en fundum fljótt að við vorum ávallt velkomin hjá henni. Sigga og afi áttu góð ár saman þar til afi lést árið 1996, en þá flutti hún norður til Akureyrar og hittumst við sjaldnar eftir það. Við áttum þó góð- ar stundir með Siggu er hún dvaldi í Súðavík á sumrin síðustu árin. Í Súðavík kunni hún best við sig og verður jarðsett þar í dag. Með þessum fátæklegu orðum viljum við þakka Sigríði samfylgd- ina. Fjölskyldu hennar og aðstand- endum öllum sendum við okkar inni- legustu samúðarkveðjur. Agnes, Karl, Ásgeir og fjölskyldur. ✝ Elsku eiginmaður minn, faðir okkar og tengdafaðir, KÁRI VIÐAR ÁRNASON, Hallbjarnarstöðum, Tjörnesi, varð bráðkvaddur mánudaginn 22. janúar. Útför hans fer fram frá Húsavíkurkirkju þriðjudag- inn 30. janúar kl. 14.00. Fyrir hönd aðstandenda, Fanney Sigtryggsdóttir, Árni Viðar Kárason, Sigrún Hulda Káradóttir, David Cook. ✝ Móðir okkar, LILJA GARÐARSDÓTTIR, Sporðagrunni 8, Reykjavík, lést á líknardeild Landspítalans í Kópavogi fimmtu- daginn 25. janúar. Harpa Árnadóttir, Magnea Árnadóttir, Garðar Árnason. ✝ Ástkær eiginkona mín, THEÓDÓRA ARNDÍS BERNDSEN, lést á Heilbrigðisstofnuninni á Blönduósi fimmtu- daginn 25. janúar. Útförin verður auglýst síðar. Fyrir hönd fjölskyldunnar, Knútur V. Berndsen. ✝ Hjartkær eiginkona mín, EDITH DAM RAGNARSSON, lést á Landspítalanum mánudaginn 22. janúar sl. Útförin fer fram frá Víkurkirkju í Mýrdal fimmtudag- inn 1. febrúar kl. 14.00. Fyrir hönd barna, barnabarna og langömmubarna, Reynir Ragnarsson, Vík í Mýrdal.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.