Morgunblaðið - 27.01.2007, Page 60
60 LAUGARDAGUR 27. JANÚAR 2007 MORGUNBLAÐIÐ
fólk
Grettir
Smáfólk
Kalvin & Hobbes
Hrólfur hræðilegi
Gæsamamma og Grímur
Úthverfið
Kóngulóarmaðurinn
LÍSU FINNST
BROSIÐ MITT
FALLEGT
MIG
VERKJAR
ÁSTIN
FÆST EKKI
GEFINS
STUNDUM
LIGG ÉG BARA
OG VELTI ÞVÍ
FYRIR MÉR AF
HVERJU ÉG
FÆDDIST
AF HVERJU ER ÉG
HÉRNA Á JÖRÐINNI?
HVER ER TILGANGUR
TILVERU MINNAR?
ÞÁ ÁTTA ÉG
MIG Á ÞVÍ...
AÐ ÉG HEF BARA
EKKI HUGMYND
UM ÞAÐ
ÞETTA ÆTTI AÐ
KENNA MÉR
EITTHVAÐ. ÉG HEF
BARA EKKI
HUGMYND UM
ÞAÐ HVAÐ ÞAÐ ER
ER Í LAGI
AÐ ÉG SPILI
HÉRNA Í
GEGN?
VIÐ
BÍÐUM
BARA!
TAKK
FYRIR!
ÉG ÞOLI EKKI
AÐ BERJAST Í
SKOTLANDI
VOFF! VOFF!
GELT!
GELT!VOFF!
GELT!
VOFF! VOFF!
ÞETTA ER
UPPÁHALDS
ÚTVARPS-
STÖÐIN MÍN
ÉG VAR AÐ
FÁ SENDAN
BÆKLING UM
EINKASKÓLANN
SEM VIÐ
VORUM AÐ
SKOÐA
FRÁBÆRT!
MÁ ÉG FÁ
AÐ SJÁ
SJÁÐU
AÐSTÖÐUNA
OG ALLT SEM
ÞEIR HAFA
UPP Á AÐ
BJÓÐA
EN
HVAÐ
KOSTAR
ÞETTA
EIGINLEGA?
HÉRNA STENDUR HVAÐ
ÞETTA KOSTAR Á ÁRI...
ÞETTA ER ANSI MIKIÐ EN
ÉG HELD AÐ VIÐ GÆTUM
HAFT EFNI Á ÞESSU
HVAÐ ÞETTA KOSTAR Á
ÁRI? ÞETTA ERU
MÁNAÐARLEG GJÖLD
Æ, NEI
ÚFF! EINS GOTT AÐ
ÉG NÁÐI AÐ KOMAST MEÐ
BÚNINGINN MINN ÚT
ÓSÉÐUR
EN HVAÐ EF
BLÓÐPRUFAN SÝNIR HVER ÉG
ER Í RAUN OG VERU
Á MEÐAN...
PETER
HEGÐAÐI SÉR
UNDARLEGA
ÉG HELD AÐ
ÉG FARI
SJÁLFUR Í ÞAÐ
AÐ SKOÐA
BLÓÐPRUFUNA
HANS
Nemar í japönsku við hug-vísindadeild Háskóla Ís-lands efna í samvinnu viðsendiráð Japans til
menningarhátíðarinnar Japan festi-
val í dag, laugardag.
Ólafur Ágúst Sigurðsson er jap-
önskunemi: „Allir nemendur í jap-
önsku taka þátt í skipulagningu og
framkvæmd dagskrárinnar, og bjóða
almenningi að kynna sér ýmsar hlið-
ar japanskrar menningar og um leið
fræðast um japönskunámið við há-
skólann,“ segir Ólafur. „Dagskráin
hefst með völdum fyrirlestrum um
japanskt samfélag og menningu úr
tímum síðustu annar. Sýningarbásar
nemenda verða opnaðir klukkan 14,
og hafa nemendur skipt á milli sín
ýmsum viðfangsefnum, allt frá jap-
önskum sjálfsvarnarlistum og teat-
höfnum til japanskra ófreskja og
matargerðar.“
Haldnar verða sýningar á aikido
og júdó og haldin spurningakeppni á
léttum nótum: „Þar fá áhorfendur að
bregða sér upp á svið til að svara lau-
fléttum og skemmtilegum spurn-
ingum um menningu og sögu þjóð-
arinnar,“ segir Ólafur. Þetta er í
þriðja skipti sem nemendur í jap-
önsku standa fyrir hátíð af þessu
tagi: „Hátíðin hefur gert mikla
lukku, en stuðningur japanska sendi-
ráðsins gerir okkur kleift að gera
dagskrána jafnvel úr garði og raun
ber vitni.“
Japönskunámið við Háskóla Ís-
lands er ungt, hófst haustið 2003, og
hefur farið stigvaxandi ár frá ári:
„Nú stunda 25 manns nám í jap-
önsku, sem er kennd sem 30 eininga
aukagrein og hægt að stunda 60 ein-
inga nám með námsdvöl í Japan í eitt
skólaár, en meirihluti nemenda fer
utan í nám við einhvern þeirra mörgu
samstarfsskóla sem Háskóli Íslands
á í Japan,“ segir Ólafur. „Eins og að-
sókn og áhugi á náminu fer vaxandi
hefur verið hafin vinna í átt að hugs-
anlegri framlengingu á náminu í ná-
inni framtíð um 30 einingar, og verð-
ur þá hægt að taka námið sem 60
eininga aðalgrein hér heima þar sem
taka má eitt námsár erlendis til að
ljúka 90 eininga námsleið.“
Ólafur játar að hafa hálfpartinn
látið kylfu ráða kasti þegar hann
ákvað að hefja nám í japönsku: „Ég
hef fjarri því séð eftir þeirri ákvörð-
un. Bæði er námið stórskemmtilegt,
og um leið persónulegt, því nem-
endahópurinn er nokkuð smár og
vinnur náið saman,“ segir Ólafur.
„Að þekkja japanska tungu og menn-
ingu skapar líka spennandi tækifæri
nú þegar samskipti og viðskipti milli
Íslands og Japans fara ört vaxandi.
Margir mikla fyrir sér japönsku-
námið, enda bæði tungumál og letur
framandi, en það er furðulétt að ná
tökum á málinu. Ef gert er gott
áhlaup á fyrsta þröskuldinn, sem
óneitanlega er nokkuð stór, þá reyn-
ist tungumálið frekar auðvelt við-
ureignar eftir það.“
Auk kennslu í japönsku máli og
ritun læra nemendur um japanska
sögu og menningu, japanskar bók-
menntir og kvikmyndir: „Að loknu
fyrsta vetrinum eiga nemendur að
hafa náð ágætum tökum á málfræði
og grunnorðaforða, og vera færir um
að bjarga sér á kurteisu máli við ein-
faldar hversdagskringumstæður og
lesið helstu ritkerfi.“
Dagskrá Japan festival hefst kl. 13
og lýkur kl. 18. Hátíðin er haldin í há-
tíðarsal aðalbyggingar Háskóla Ís-
lands.
Menntun | Japan festival haldið í hátíðarsal
Háskóla Íslands í dag kl. 13 til 18
Japanskt fjör og
fjölbreytileiki
Ólafur Ágúst
Sigurðsson fædd-
ist í Reykjavík
1979. Hann lauk
stúdentsprófi frá
Fjölbrautaskóla
Vesturlands á
Akranesi 2005.
Ólafur starfaði
sem sundlaug-
arvörður í Sundlaug Borgarness,
hjá Fjölritunar- og útgáfuþjónust-
unni og við verslunarstörf hjá
Kaupfélaginu í Borgarnesi. For-
eldrar Ólafs eru Sigurður Oddur
Ragnarsson bóndi og Guðbjörg
Ólafsdóttir bóndi.
SVÍNIÐ Wilbur kvíðir komandi
hausti því þá veit hann að líklega
komi hann til með á enda á mat-
arborði svínakjötsneytenda.
Til að koma í veg fyrir þau örlög
nýtur hann aðstoðar köngulóarinn-
ar Charlotte en þau koma upp með
áætlun sem bjarga á Wilbur.
Um þetta fjallar Charlotte’s Web,
sem frumsýnd er um helgina.
Myndin er sýnd bæði með ensku
og íslensku tali. Með helstu hlut-
verk í þeirri íslensku fara Ólöf
Kristín Þorsteinsson, Björgvin
Franz Gíslason, Inga María Valdi-
marsdóttir, Jóhanna Vigdís Arnar-
dóttir, Sigurður Sigurjónsson, Örn
Árnason og Hjálmar Hjálmarsson.
Helstu enskumælandi raddirnar eru
hinsvegar í höndum þeirra Julia
Roberts, Steve Buchemi, John
Cleese, Oprah Winfrey og Robert
Redford.
Charlotte’s Web verður sýnd í
Sambíóunum Reykjavík, Keflavík,
Akureyri og Smárabíói.
Frumsýning | Charlotte’s Web
Vefur Karlottu Nær Wilbur að forða sér frá örlögum sínum?
Kónguló kemur til bjargar
Erlendir dómar:
Metacritic: 68/100
The Hollywood Reporter: 100/100
New York Times: 80/100
Variety: 50/100
Allt skv. Metacritic.