Morgunblaðið - 27.01.2007, Blaðsíða 40
40 LAUGARDAGUR 27. JANÚAR 2007 MORGUNBLAÐIÐ
MINNINGAR
✝ Halla Bjarna-dóttir, fyrrver-
andi húsfreyja á
Hæli í Hreppum,
fæddist í Stóru-
Mástungu 21. ágúst
1916. Hún andaðist
á hjúkrunarheim-
ilinu Skjóli laug-
ardaginn 20. janúar
síðastliðinn. For-
eldrar hennar voru
Bjarni Kolbeinsson,
f. 13.6. 1896, d.
27.10. 1974, og Þór-
dís Eiríksdóttir frá
Votumýri á Skeiðum, f. 18.4. 1890,
d. 13.7. 1946. Halla var næstelst
sex systkina. Hin eru Kolbeinn
Bjarnason, f. 27.4. 1915, d. 26.4.
2006, Eiríkur Bjarnason, f. 8.6.
1918, d. 5.12. 2003, Hörður
Bjarnason, f. 18.2. 1920, d. 22.8.
Gunnari Skúlasyni og eiga þau
fjögur börn. c) Eiríkur, kvæntur
Guðnýju Kjartansdóttur og eiga
þau eina dóttur. 2) Bjarni Ein-
arsson, f. 17.7. 1942, kvæntur
Borghildi Jóhannsdóttur. Þeirra
börn eru: a) Einar, kvæntur
Rögnu Hjördísi Hannesdóttur og
eiga þau þrjú börn. b) Halla Sig-
ríður, gift Birki Þrastarsyni, og
eiga þau fjögur börn. c) Jóhann
Bjarnason, í sambúð með Ölmu
Sigurjónsdóttur og eiga þau tvö
börn. 3) Eiríkur Einarsson, f. 26.6.
1948, á dótturina Körlu Höllu. 4)
Ari Einarsson, f. 6.3. 1950, kvænt-
ur Þórdísi Bjarnadóttur, og eiga
þau soninn Sigurjón. 5) Þórdís
Einarsdóttir, f. 20.8. 1954, gift
Bjarka Harðarsyni. Þeirra börn
eru: a) Örn, sambýliskona Anika
Ýr Böðvarsdóttir, b) Hörður, c)
Halla Margrét. Halla átti 11
barnabörn og 19 barnabarnabörn.
Útför Höllu verður gerð frá
Stóra-Núpskirkju í dag og hefst
athöfnin klukkan 14.
2004, Haraldur
Bjarnason, f. 30.11.
1924, og Jóhanna
Bjarnadóttir, f. 2.2.
1933.
Hinn 12. júní 1937
giftist Halla Einari
Gestssyni á Hæli í
Gnúpverjahreppi, f.
15. okt. 1908, d. 14.
okt. 1984. Foreldrar
hans voru hjónin
Margrét Gísladóttir,
f. 30.9. 1885, d. 7.6.
1969, og Gestur Ein-
arsson, f. 2.6. 1880,
d. 23.11. 1918. Halla og Einar
eignuðust fimm börn. Þau eru: 1)
Gestur Einarsson, f. 12.1. 1941,
kvæntur Valgerði Hjaltested.
Þeirra börn eru: a) Einar, kvænt-
ur Hafdísi Hafsteinsdóttur og eiga
þau fimm börn. b) Guðrún, gift
Við andlát Höllu tengdamóður
minnar lýkur dýrmætum kafla í lífi
mínu. Mér er minnisstætt þegar ég
kynntist Dísu konunni minni, Ödda
og Höllu. Sumir voru undrandi á
þessari ráðstöfun að vilja búa með
tengdamóður sinni. En þeir sem
þekktu Höllu sögðu við mig: „Það
hlýtur að vera mikill munur að fá að
hafa hana Höllu.“ Það urðu orð að
sönnu. Það samfélag sem við lifðum í
hafði mikil mótandi áhrif á mig. Sú
lífssýn sem Halla hafði kenndi
manni öll grunngildin. Vertu heið-
arlegur, jákvæður, hófsamur, for-
dæmdu ekki og sýndu fólki umburð-
arlyndi. Ég hitti mann nýverið sem
var að temja sér að tala eingöngu vel
um fólk. Þegar ég sagði frá þessu
heima, sagði Öddi: „Já, eins og
amma.“ Barnauppeldi snýst um að
vera fyrirmynd. Einhverju sinni
kom ég að Herði syni mínum,
tveggja ára þá, sitjandi á nýbónuðu
eldhúsgólfinu og búinn að dreifa úr
hrísgrjónapakka yfir gólfið. Ég
hvessti róminn og sagði: „Hvað ertu
búinn að gera, drengur?“ en Halla
sagði: „Mikið ertu yndislegur.“ Ég
sneri mér að henni og spurði hana
hvað hún meinti með þessu? „Hugs-
aðu nú, ef hann gæti þetta ekki.“
Hún þurfti ekki á sterkum lýsing-
arorðum að halda, var sérstaklega
orðheppin með ríkan húmor. Það
voru ófáir laugardagsmorgnar sem
við sátum saman þrjú og veltum fyr-
ir okkur veröldinni. Nærvera Höllu
var svo notaleg. Við ferðuðumst
saman fjölskyldan, víða um landið
okkar. Hún var ótrúlega vel að sér
um staði sem hún hafði aldrei komið
á, en hjartað sló heima á Hæli. Í
einni ferðinni eltum við slóðir Fjalla-
Eyvindar um hálendið. Hún var svo
rösk að ganga og vildi allt sjá,
teymdi Ödda okkar um flest minja-
söfn og fræddi um horfna starfs-
hætti. Eitt sinn ókum við upp á
Húsavíkurfjall. Þá týndist Halla. Við
fundum hana niðri við þjóðveg. „Það
lá svo vel við að hlaupa niður,“ sagði
hún. Fyrstu árin sváfum við í tjaldi á
ferðalögum. Ég minnist þess þegar
við vöknuðum í gríðarlegri rigningu í
Borgarfirði eystri. Dísa fór út, en við
Halla nutum þess að hlusta á regnið
bylja á tjaldinu. „Mér finnst ég bara
vera unglingur aftur,“ og það tísti í
henni.
Halla var mjög veðurglögg. Eitt
árið ókum við Vestfirðina. Hún
hlustaði á veðurfregnir og sagði okk-
ur hvenær ráðlegt væri að taka upp
eða vera um kyrrt. Við vorum í tíu
daga í þurru veðri þótt það rigndi í
næstu fjörðum.
Þegar Hörður og Halla Margrét
bættust í hópinn varð meira fjör á
heimilinu. Það eru forréttindi að
hafa fengið að ala upp börnin sín í
návist Höllu. Þau lærðu annan brag
og ríkari málskilning. Hún kunni þá
list að vera tengdamóðir á heimili
enda hafði hún haft tengdamóður
sína hjá sér þar til hún lést. Henni
fannst gott að hafa engar kvaðir, en
geta gengið frjáls til heimilisverka
og naut þess að létta undir. Halla
vildi öllum gera til hæfis.
Þegar minnið fór að gefa sig átti
Halla góða daga í Hlíðarbæ og síðar
á Hjúkrunarheimilinu Skjóli. Við er-
um enn að upplifa mannleg gæði
Höllu nú við andlát hennar. Fólk
sem annaðist hana á síðustu árum og
kynntist henni eftir að heilsu hrak-
aði, hefur haft samband og sent kær-
leikskveðjur. Halla fékk daglegar
heimsóknir sinna nánustu öll árin
eftir að hún flutti frá okkur. Það var
vel hlúð að henni á ævikvöldinu.
Fjölskyldan og Bára voru sterkustu
hlekkirnir í þeirri keðju. Halla skil-
aði gæfuríku lífsstarfi. Ég veit að
góður guð veitir henni góða heim-
komu um leið og ég þakka henni
gæðin öll í minn garð.
Bjarki Harðarson.
Fyrir rúmum 60 árum ók faðir
minn tengdaforeldrum sínum á
þorrablót austur í Gnúpverjahrepp.
Þegar hann kom heim tjáði hann
móður minni að þarna hefði hann séð
konu sem minnti hann á Sigrúnu á
Sunnuhvoli, en hann hafði hrifist
mjög af þeirri sögu sem drengur.
Hann sagðist ekki hafa getað stillt
sig um að bjóða henni upp í dans til
að segja henni þetta og hvað honum
fyndist hún falleg.
Hann var nýbakaður stoltur faðir
og sagði henni að hann ætti dóttur á
fyrsta ári og hún sagðist eiga tvo
litla drengi. Forsjónin hagaði því svo
þannig að annar þessara litlu
drengja varð maðurinn minn.
Ég var sammála pabba þegar ég
hitti tengdamóður mína. Hún var
falleg kona og þegar hún var komin í
upphlutinn með fallegu ljósu flétt-
urnar sínar þá geislaði af henni eins
og landinu okkar þegar það skartar
sínu fegursta.
Einar tengdafaðir minn og Stein-
þór, bróðir hans, giftu sig sama dag
og stofnuðu báðir heimili á Hæli.
Þetta var mannmargt heimili og má
geta nærri að stundum hlýtur að
hafa verið erfitt fyrir þessar ungu
konur að byrja sinn búskap þarna,
þar sem flestallt var sameiginlegt.
Þegar ég kom fyrst að Hæli voru
þessi hjón búin að eiga fimm börn
hvor og voru mörg systkinabörn
þeirra bræðra í sveit svo maður
þurfti aðeins að átta sig á hver til-
heyrði hverjum.
Þarna ríkti mikil glaðværð og var
þessum strákum, sem þarna voru,
sýnd ótrúleg þolinmæði í ærslagangi
sínum. Mér fannst nú alveg nóg um
þegar þeir voru í hanaslag inni í
stofu og felldu bókaskáp með gler-
hurð sem fór í mask.
Ég dáðist oft að því hvað Halla
kom miklu í verk og enn í dag skil ég
ekki hvernig hún fór að því að fara í
fjósið og vera svo tilbúin með veislu-
mat fyrir 15–20 manns rétt eftir að
hún kom inn. Ég spurði hana stund-
um, hvort hún vildi ekki losna við að
fara út í fjós, en, nei, henni fannst
svo gott að slappa af hjá kúnum sín-
um.
Hún var mjög góður kokkur og
allt varð svo lystugt hjá henni. Brún-
tertan hennar var einstök. Þrátt fyr-
ir að fá nákvæma uppskrift hjá
henni varð sú brúna aldrei eins og
„hjá mömmu“. Mér þótti ljóst að
þetta væri bara þessi mömmudýrk-
un en svo kom Halla einu sinni í bæ-
inn með brúntertu og kom okkur
Höllu saman um að ég myndi geyma
hana þangað til hún væri farin og
sanna í eitt skipti fyrir öll að mín
brúnterta væri eins og hennar. Ég
beið spennt þegar tekið var á tert-
unni og eftir nokkra bita þá segir
sonurinn: „Heyrðu, þessi er bara
eins og hjá mömmu.“
Halla er einhver sú ljúfasta mann-
eskja sem ég hef kynnst og betri
tengdamóður og ömmu barnanna
minna hefði ég ekki getað eignast.
Ég kveð þessa frábæru mann-
eskju með virðingu og þakklæti fyrir
allt það sem hún var mér.
Blessuð sé minning hennar.
Valgerður Hjaltested.
Hún amma er loksins búin að fá
hvíldina. Í huga mínum hrannast
upp minningar mínar um ömmu.
Þegar ég var lítill drengur vildi ég
hvergi vera annars staðar en hjá
ömmu og afa á Hæli. Átti ég það til
að fela mig ef foreldrar mínir vildu
taka mig með sér heim. Amma hafði
svo mikið jafnaðargeð. Aldrei
skammaði hún mann heldur notaði
alltaf hrós. Amma var ekta húsfrú af
gamla skólanum og bakaði einstakar
brúntertur, jólakökur og gerði bestu
rabarbarasúpu með skonroki. Auð-
vitað gat hún líka prjónað og kennt
konunni minni að prjóna lopapeysur.
Ég vil þakka henni fyrir alla
hlýjuna sem hún umvafði mig og
einnig hjálpsemina í gegnum árin.
Tel ég einstakt það sem amma gerði
fyrir mig og fjölskyldu mína þegar
hún tók að sér að gæta fyrsta barns-
ins míns svo við foreldrarnir gætum
lokið námi. Enda urðu einstök tengsl
milli hennar og barnsins sem aldrei
rofnuðu. Hafðu þökk fyrir allt og
allt.
Einar Gestsson, Hæli.
Amma á Hæli var einstök mann-
eskja. Hógvær, góð í gegn, glaðvær
og mikill dugnaðarforkur. Það voru
forréttindi að fá að eyða sumrunum
á Hæli sem barn. Ég hélt ég væri
kaupakona en þurfti ekkert að gera
nema það sem mér fannst skemmti-
legt. Stöku sinnum var ég sett í upp-
vaskið, en þegar kom að pottunum
og pönnunum var amma iðulega
mætt til að klára dæmið, hún sagðist
vorkenna mér þetta svo. Gaman var
að elta hana í fjósið, hænsnahúsið og
út í rabarbaragarð. Hlusta á sögurn-
ar hennar á meðan hún prjónaði ull-
arsokka og lopapeysur í tugatali og
borða allt góðgætið sem hún töfraði
fram. Rabarbarasúpa með skonroki
og nýbakaðar kleinur voru í sér-
stöku uppáhaldi. Þar að auki bakaði
hún heimsins bestu brúntertur – og
alltaf fékk maður nægju sína, því
merkilegt nokk, hún átti alltaf meira
í frystinum.
Í mínum augum var amma á Hæli
snillingur sem gat allt og kom ótrú-
lega miklu í verk á sinn yfirvegaða
hátt. Ávallt tók hún á móti manni
með stórum faðmi, hlýlega uppá-
búnu rúmi og öðrum ógleymanleg-
um notalegheitum.
Elsku amma mín, hvíl í friði.
Guðrún Gestsdóttir.
Nærvera og hlýja ömmu Höllu var
einstök. Ég sótti mikið í félagsskap
hennar en skemmtilegast þótti mér
þegar hún sagði mér sögur. Flestar
sögurnar voru um líf hennar á Hæli
eða æsku hennar í Mástungu. Einn-
ig sagði hún mér margar sígildar
sögur eins og söguna um Nípu og
aldrei mun ég gleyma kvæðinu sem
byrjar: Fagur fiskur í sjó...
Hógværð ömmu voru engin tak-
mörk sett en þegar ég bað hana um
að segja mér sögu sagði hún oft: „Ég
kann engar sögur.“ Einnig sagðist
hún oft ekki kunna að elda né baka
þrátt fyrir að hafa oft eldað fyrir á
þriðja tug manna hér áður fyrr.
Kakósúpan hennar er í miklu uppá-
haldi hjá mér.
Amma dekraði mikið við mig og
sagði aldrei nei. Stundum sagði hún
já en oftast sagði hún: „Jamm“. Þeg-
ar ég bullaði hló hún að vitleysunni
og sagði: „Sei sei“. Hún var þó aldrei
hrifin af því þegar ég neytti sætinda
eða annarrar óhollustu. Þegar hún
sá til mín kom hún ávallt hófsömum
mótmælum á framfæri og sagði:
„Finnst þér þetta ekki vont?“ Ég
svaraði því alltaf neitandi og þá
sagði hún: „Mikið vorkenni ég þér að
borða þetta.“
Mér var alltaf ljóst að amma bar
hag minn fyrir brjósti. Í æsku æfði
ég bæði fótbolta og handbolta og á
tímabili var ég í marki í báðum
íþróttum. Þegar ég hélt til keppni
sagði hún: „Gangi þér vel en gættu
þín á að fá ekki boltann í þig.“ Það
var greinilegt að hún tók hag minn
fram fyrir hag liðsins.
Yngri systkini mín voru í miklu
uppáhaldi hjá ömmu og vildi hún
ekki heyra á það minnst að þau væru
óþæg. Eitt sinn spurði ég hana, í
gamni, hvað við ættum að gera við
þessi óþekku börn og þá svaraði
hún: „Heyra í þér, verst að ég næ
ekki til þín annars myndi ég dangla í
þig. Þau eru svo yndisleg þessar
elskur.“ Síðan hélt hún áfram: „Mig
rámar í að þú hafir nú ekki alltaf set-
ið og saumað.“ Þegar ömmu fannst
nóg um stríðnina í mér, tók hún svo
til orða: „Það er svolítill grallari í
þér“ eða „þú ert nú meiri peyinn“.
Það var alltaf mikil gleði og bjart-
sýni sem fylgdi ömmu. Hún sagði oft
að það væri ekkert að henni nema
letin. Á 88. afmælisdegi hennar
minnti ég hana á að hún hefði lofað
mér því, fyrir nokkrum árum, að
verða 100 ára. Hún svaraði: „Ég
verð nú ekki lengi að því.“
Ég man eftir því að amma reiddist
tvisvar. Í fyrra skiptið hafði ég bann-
að konunni minni, í gamni, að fá sér
nammi úr dallinum hennar ömmu og
í seinna skiptið hafði amma áhyggj-
ur af því að ég væri að flytja í
Hrunamannahreppinn því það hefði
hún ómögulega getað lifað við.
Mér leið alltaf vel í návist ömmu
minnar og hef ég aðeins lýst broti af
okkar samskiptum. Hún reyndist
mér afar vel, jafnt á slæmum stund-
um sem góðum. Velvilji, nægjusemi
og gleði hennar verður mér fyrir-
mynd um ókomna tíð. Hún gaf svo
miklu meira en hún þáði. Ég mun
varðveita minningar okkar svo lengi
sem ég lifi.
Örn Þorsteinsson.
Elsku langamma og vinkona mín.
Ég vil þakka þér fyrir þær frábæru
stundir sem við höfum átt saman. Ég
veit ekki alveg hvar ég á að byrja né
enda. Það var alveg ótrúlegt hvað
maður gat sagt þér allt og skemmti-
legast fannst mér alltaf að þú þekkt-
ir mig alveg þangað til við kvödd-
umst í október. Mér leið alltaf best í
kringum þig, því það var ávallt alltaf
svo rólegt og alltaf var svo gaman að
tala við þig. Við skiptumst oft á
bröndurum og alltaf gastu hlegið að
mér gosanum og fannst mér það æð-
islegt. Þegar ég hitti þig í síðustu
skiptin leið mér mjög vel og ég mun
ávallt muna eftir því þeim skiptum.
Þegar ég frétti að þú værir farinn
varð ég mjög sorgmæddur og líka
glaður, glaður af því að ég vissi að
þér liði vel núna og finnst mér það
algjör heiður að þú hefðir látist á af-
mælisdeginum mínum. Ég veit að þú
ert ekki farin alveg frá mér og ég
veit að þú munt alltaf vera í kringum
mig. Ég mun reyna að standa mig í
lífinu fyrir þig. Ég gleymi aldrei
þessum tíma sem við vorum saman,
eins og á Hæli þegar ég bjó uppi hjá
þér og líka þegar ég var pínulítill
polli í feluleik með þér, að leika mér
að bregða þér og í hestaleik og borða
kúlunammi hjá þér sem er nú til
dags uppáhaldsnammið mitt. Þegar
við tókum til saman uppi hjá þér og
vöskuðum upp saman. Ég get haldið
endalaust áfram en einhvers staðar
verður maður að enda.
Þakka þér fyrir góðu ráðin sem þú
hefur gefið mér. Þakka þér fyrir að
kenna mér að vera kurteis og góður.
Þakka þér fyrir umhyggjuna sem þú
hefur alltaf gefið mér. Þakka þér
fyrir að vera enn hjá mér. Þakka þér
fyrir allan góða matinn, nammið og
brúnkökurnar.
Láttu nú ljósið þitt
loga við rúmið mitt.
Hafðu þar sess og sæti,
signaður Jesús mæti.
(Höf. ók.)
Ég fel í sérhvert sinn
sál og líkama minn
í vald og vinskap þinn
vörn og skjól þar ég finn.
(Hallgr. Pét.)
Hér kveðjum við að sinni.
Þinn
Gestur „litli“ Einarsson
frá Hæli.
Halla Bjarnadóttir, húsfreyja á
Hæli í Hreppum, lést mánudaginn
22. janúar sl., þrotin að kröftum eftir
langt og glæsilegt ævistarf. Hún
giftist ung að árum Einari Gestssyni
bónda á Hæli árið 1937, aðeins tutt-
ugu og eins árs að aldri, og þau eign-
uðust sex börn, fimm sonu og eina
dóttur. Fyrsti drengurinn fæddist
andvana, en hin börnin ólust öll upp í
foreldrahúsum til fullorðinsára á
mannmörgu og glöðu rausnarheimili
og virðast ætla að bera arf ættarinn-
ar til öflugs og mannvænlegs mann-
lífs með sér til ókominna kynslóða.
Við unnum lengi saman á búinu
yngstu bræður Einars fjórir og syst-
ir okkar Ragnheiður, síðar um mörg
ár húsfreyja á Ásólfsstöðum í Þjórs-
árdal, og hygg ég, að óvíða hafi þá
glaðari hópur notið lífsins saman en
við systkinin, með mikilhæfri móður
okkar, sem stóð fyrir heimilinu með
miklum myndarbrag, enda fjölgáfuð,
listræn og mjög músíkölsk.
Margt var sér til gamans gert á
heimilinu og við yngri systkinin
skemmtum okkur stundum við það
að stríða Einari bróður okkar með
því að illa gengi hjá honum með
kvonbænirnar. Því að nokkrar efni-
legar stúlkur í sveitinni höfðu flust
burtu, og nú væri varla mikið um
stúlkur í sveitinni á giftingaraldri og
helstu möguleikar til kvonbæna hjá
okkar kæra bróður voru að hann
sækti sér konuefni út yfir Stóru-
Laxá. Og fróðlegt yrði að fylgjast
með ferðum Einars á næstunni, þeg-
ar hann færi að leita kvonfangs hér í
sveitinni. Tíminn leið og við vorum
farin að skrifa ártalið 1936. Þá bár-
ust fréttir til okkar að Hæli, að Ein-
ar væri farinn að venja komur sínar í
Stóru-Mástungu og alls ekki að ráð-
færa sig við húsbóndann og búnað-
arfrömuðinn Bjarna Kolbeinsson,
heldur sæti hann langt fram á kvöld
að viðræðum við dótturina Höllu
sem væri komin á tuttugasta árið, og
yrði með hverjum degi fallegri og
ljúfari stúlka og bæri orðið mjög
áberandi þokka Votamýrarættar-
innar, enda móðir hennar, Þórdís Ei-
ríksdóttir, falleg kona eins og það
frændfólk margt.
Þau Einar og Halla opinberuðu
trúlofun sína vorið 1936 og ákveðið
var, að þau hæfu búskap á hálfri
jörðinni á Hæli á móti Steinþóri
bróður okkar og væntanlegu konu-
efni hans, Steinunni Matthíasdóttur
frá Skarði, en þau hugðust gifta sig
og hefja búskap á hálfri jörðinni á
hæli á móti Einari og Höllu næsta
vor.
Ég þekkti nú konuefni Einars
bróður míns vel, því við höfðum ver-
ið fimm ár saman í skóla, fyrst fjög-
ur ár í barnaskóla og síðan einn vet-
ur í unglingaskóla í Ásaskóla.
Sá vitnisburður sem Halla fær hjá
mér eftir þessa fimm vetur í barna-
og unglingaskóla var náttúrlega al-
veg einstakur.
Það sem einkenndi Höllu mest var
að hún fylkti sér alltaf í flokk með lít-
Halla Bjarnadóttir