Morgunblaðið - 27.01.2007, Qupperneq 30
brjótast þörf fyrir að brjóta upp hálsbindahefðina,
sem lýsir sér bæði í hinum mjóu sniðum og ekki
síður í því að í sumar munu æ fleiri hafa efstu töl-
una óhneppta og bindið mátulega slakt eftir því.
Gæti menn að því hvernig Frank Sinatra fór að
má vel komast upp með þetta tilbrigði. Óvæntu
tíðindin eru síðan þau að lúmsk endurkoma þver-
slaufunnar gæti orðið fyrr en margan grunar.
Svört slaufa við svört jakkaföt er enda reffilegur
spariklæðnaður og óþarfi að taka fram að slaufan
á að vera hnýtt. Annað er bara plat.
Buxurnar
Rétt eins og jakkafatabuxurnar eru stöku bux-
urnar líka í þrengri kantinum, einkum gallabux-
urnar. Grunnlínan er þá sú að buxurnar eru oftast
í beinu sniði þó að einstaka ofurhugar víli ekki fyr-
ir sér smeygja sér í gulrótarbuxurnar alræmdu.
Sá er slíkum buxum klæðist þarf þó að vera í
grennra lagi til að komast upp með það, enda er
þetta snið algengara fyrir konur.
Beina sniðið blífur hins vegar enda hentar það
flestum. Reyndar eru víðar buxur líka ákjósan-
legar á hlýjum sumardögum þar sem þær eru
svalari en þrengri snið, en slíkt er hins vegar
sjaldnast stórt áhyggjuefni hér á landi.
Eina buxnalínan sem hlaut hvergi náð fyrir
augum tískuhúsanna voru útvíðu buxurnar –
hvergi leynist snefill af hippaáhrifum um þessar
mundir. Sóðalegt og sjúskað á víst ekki upp á pall-
borðið þegar línur og snið eru jafnnútímaleg og
snyrtileg og nú er. Hvað litinn á gallabuxunum
varðar virðast dökkbláu tónarnir, jafnvel indígó-
blátt og svart, ætla að standa af sér hefðbundið
áhlaup sumarlegri ljósblárra tóna og minna um-
burðarlyndi en venjulega reynist gagnvart veru-
lega snjáðum og upplituðum gallabuxum.
Peysan
Peysur eru sjaldan fyrirferðarmiklar í sum-
artískunni, en þunnar og léttar peysur sem og síð-
erma bómullarbolir eru þó alltaf ómissandi. Það
er helst hér sem leynist svigrúm til að blanda lit-
um inn í klæðnaðinn, nú þegar dökkir og kaldir
litir eru allsráðandi. Hvort heldur um er að ræða
blóðrauðan, fölbláan, grasgrænan eða appels-
ínugulan, þá brýtur flík í fallegum lit alltaf upp
jakkafötin og ljær þeim sumarlegan blæ. „V“ er
síðan hálsmálið í sumar, sérstaklega á peysunum,
því það er alveg óþarfi að vera ullarklæddur upp
í háls. Og gusti um hálsinn er betra að eiga
langan og mjóan trefil úr léttu efni í handrað-
anum til að vefja um hálsinn rétt á meðan dval-
ið er utandyra.
Skórnir
Skórnir í sumar verða í fínlegri kant-
inum í takt við það sem verið hefur
undanfarna mánuði. Grófir skór með
þykkum botnum og grófu sólamynstri
eru sjaldséðir þessa dagana, en af
ýmsu er þó að taka og möguleikarnir
eru margir. Hvort sem skórnir
skarta hjartasaum á ristinni eða eru
„mod“-legar mokkasínur, þá gildir
það almennt að táin á herraskóm
skal vera í mjórri kantinum um
þessar mundir – þó að fæstir
kjósi bókstaflega oddmjóa totu-
skó. Mjög mjó tá passar líka
betur við uppháa skó, sem ná
hálfa leið upp kálfana. Það er
semsé „ítalskur“ blær yfir skó-
tauinu og fá teikn á lofti um að
betri skórnir fái grófara yfir-
bragð á næstunni.
Að framangreindu sögðu
er nauðsynlegt að minna á
að ef það er eitthvað
sem er í tísku í sumar
þá er það að skarta
fötum sem bera per-
sónulegum stíl vitni.
Aðalatriðið er að elta
ekki forskriftir að fata-
vali út fyrir það sem
manni hugnast sjálfum,
heldur leita innblást-
urs í því sem efst er á
baugi og velja úr það
sem hentar. Gleðilegt
tískuvor og -sumar.
Virðulegt
Bresk áhrif
hjá Gucci-
tískuhúsinu.
Áhrif Hedi Slimane, yfirhönnuðar herra-fatnaðar hjá tískuhúsi Christian Dior, áherrafatatísku síðustu missera verðaseint ofmetin. Meginsvipur herrafatn-
aðar síðustu tveggja ára er einfaldlega afsprengi
þessa þýska tískuhugsuðar – hvort sem litið er til
jakka, buxna eða alklæðnaðar yfirleitt.
Naumhyggjuleg hönnun hans varð á skömmum
tíma að „norminu“ beggja vegna Atlantsála og
það er ekki að ósekju að gárungar hafa gjarnan
borið nafn hans fram „slim man“. Þröngar buxur
og aðsniðnir jakkar, þröngir í mittið og með
löngum og knöppum boðungum, lakkrísbindi og
örmjóum, svörtum axlaböndum – og flestallt í
svörtu og hvítu – þessa línu hafa sporgöngumenn
útfært á alla kanta í kjölfar þess að herrafatalína
hans fyrir Dior vorið/sumarið 2004 sló í gegn.
Uppruninn er þó óumdeilanlega hjá honum og
áhrifanna gætir enn svo ekki verður um villst.
Jakkafötin
Herratískan í sumar er að þróast í svipaða átt
og undanfarin ár, þ.e. hún er að „fullorðnast“ svo-
lítið. Jakkaföt eru eitt skýrasta dæmið hvað þetta
varðar – jakkarnir eru aðsniðnir með áberandi
mitti og buxurnar í þrengri kantinum. Það er al-
vöruþrunginn blær yfir þessari línu þegar hún er
borin saman við jakkafötin á árunum upp úr síð-
ustu aldamótum; þau samanstóðu af beinum og
frekar sniðlausum jökkum og buxum í víðari kant-
inum.
Tvíhneppt jakkaföt halda að sama skapi áfram
að fikra sig inn í fataskápana, þótt innrásin gangi
hægt. Vinsældir hinna svokölluðu sjóarajakka (e.
peacoat), tvíhnepptra ullarjakka í dimmbláum eða
svörtum lit með sex til átta tölum, munu þó von-
andi reynast lóð á vogarskálar tvíhnepptu jakka-
fatanna, sem eru með glæsilegri herraklæðnaði.
Í bland við hina fullorðinslegu og mittisþröngu
jakka fylgja sumrinu einnig jakkaföt með jökkum
í styttra lagi og þar leynist líklega enn ein birting-
armynd hinnar knöppu hugmyndafræði Hedi
Slimane. Stuttir jakkar eru enda mátulega
strákslegt mótvægi við aðsniðnu jakkana svo allir
ættu að geta fundið eitthvað við sitt hæfi. Ekki
hvað síst þegar fallegir, ljósgráir tónar bjóðast í
bland við dekkri liti.
Að lokum má svo nefna að hin mjög svo virðu-
legu „three-piece suit“, þ.e. jakkaföt með
vesti, hafa ekki enn náð að festa sig í
sessi þótt reikna megi með því að vin-
sældir þeirra eigi eftir að aukast á
næstunni sé mið tekið af straumunum í
átt að fullorðinslegra útliti. Vestin eru
líka löngu búin að sanna sig við galla-
buxur og hvíta skyrtu, svo jakkaföt
með vesti gætu hæglega verið
handan við hornið.
Skyrtan og hálstauið
Skyrtur við jakkaföt eru
jafnan frekar íhaldssamar
flíkur og gefa ekki mikið
svigrúm til öfga eða til-
raunamennsku. Það gildir
sem fyrr að ermar á skyrt-
um verða að vera nægi-
lega langar til að sjást
undan ermunum jakkafat-
anna. Leiki jakkaerm-
arnar nefnilega um bera
úlnliði er líkt og viðkom-
andi sé í stuttermaskyrtu
og þá fer sjarminn fljótt
af múnderingunni. Spíss-
arnir eða horn flipans hafa
heldur verið að dragast sam-
an og einstaka hönnuðir kynntu
vor-/sumarlínur í ár með skyrt-
um þar sem kragahornin höfðu
verið rúnuð alfarið af. Knappir
kragar eru hins vegar bein af-
leiðing mjórra binda og því um
eðlilega þróun að ræða.
Hálsbindi eru þá í mjórri
kantinum þessi misserin, allt
frá settlegum 10–12 sentímetra
breiðum bindum yfir í 3 sentí-
metra breiða lakkrísstrimla.
Hvað sem breiddinni annars líð-
ur er fátt um „saltfiskflök“
framan á skyrtubrjósti herranna
í vor – stíllinn er talsvert naum-
hyggjulegri en svo.
Það er í raun eins og út sé að
Reuters
Sumarlegt Aðsniðin jakkföt í frísklegum grænum
lit frá ítalska tískuhúsinu Moschino.
Grátt er það Stuttur jakki Calvin
Klein með strákslegu yfirbragði.
Það sem þarf Ljósgrá föt frá Dolce & Gabbana, ör-
mjótt silfrað bindi og svo támjóir skór.
Við öll tækifæri Hvort heldur á láði eða legi eiga
Dolce & Gabbana svarið í handraðanum.
Skólastrákatíska Röndótt jakka-
föt frá Etro með litríku belti.
Skínandi Mittismjór leðurblazer við
gallabuxur frá Dolce & Gabbana.
Málmkennt Tvíhneppt spariföt frá
Belstaff með bronsaðri áferð.
Alvöruþrungin
og fullorðinsleg
jonagnar@mbl.is
Sítt og afslappað eða þröngt og herralegt? Herraföt dansa ekki síður
í takt við duttlunga tískunnar en kvenfatnaðurinn. Jón Agnar Ólason
veit hvaða tískustraumar verða ráðandi í herratískunni næsta sumar.
tíska
30 LAUGARDAGUR 27. JANÚAR 2007 MORGUNBLAÐIÐ