Morgunblaðið - 27.01.2007, Blaðsíða 41

Morgunblaðið - 27.01.2007, Blaðsíða 41
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 27. JANÚAR 2007 41 ilmögnum ef einhver var hafður út- undan og þannig var hún alla sína skólavist einstakur friðarstillir og var henni að mæta ef átti að setja einhvern hjá. Ég man alltaf eftir einu atviki úr barnaskóla, en þá bauð Halla okkur öllum heim til sín í Stóru-Mástungu. Þetta var ógleymanlegur dagur, margir leikir leiknir og sungið, við gæddum okkur á góðum mat og kök- um, nýja rafstöðin var skoðuð og okkur sýnd fyrstu raftækin og Ham- arsheiðarbræður fengnir til að sýna okkur hvað mætti eiga von á að raf- væðingin ætti eftir að létta störfin í sveitunum í framtíðinni. Svo var dagur að kvöldi kominn og við kvöddum hjónin og fólkið, sem þá var margt á hverjum bæ, sennilega 12–14 manns í Stóru-Mástungu. En þegar við ætluðum að leggja af stað fram í Ásaskóla og Bjarni bóndi að leggja af stað á fjárhúsin, sem voru um klukkustundargang frá bænum, fyrir innan fjall, þá fann Halla allt í einu að hún yrði að fara með pabba sínum á húsin, eins og hún hefði gert í gamla daga, þegar hann hafði gert eitthvað sérstakt fyrir hana. Hún sagði okkur að hafa engar áhyggjur. Pabbi hennar myndi áreiðanlega reiða hana fram í skóla morguninn eftir, og allt yrði í besta lagi. En ég veitti því síðar eftirtekt á lífsleiðinni að þannig gat Halla oft, þegar einhverjum á heimilinu leið ekki vel, veitt svo mikla hlýju með nærveru sinni sem hún mátti þó varla sjá af vegna vaxandi umstangs á hennar stóra heimili. Það eru nú bráðum 70 ár síðan Halla í Stóru-Mástungu ákvað að hjálpa Einari bróður mínum að gegna bóndastarfinu, með þeirri reisn sem hans uppeldisskyldur buðu honum. Hún hefði getað valið annan og hægari kost og léttari lífs- leið. En ég gleymi því aldrei hvað ég dáðist oft að Höllu og Þórdísi dóttur þeirra hjóna, þegar þær voru að annast Einar bróður minn síðustu sporin hans, fársjúkan, að þá var unnið svo óborganlegt hjálparstarf sem þeir einir geta sem gæddir eru sterkri dáð og hetjulund. Við sem vorum samtíða Höllu á þessum árum þökkum henni öll hennar óeigingjörnu störf, sem einni hinna miklu húsmæðra, sem hafa átt þátt í hinu fallega og mannbætandi heimilislífi, sem mér er svo minn- isstætt frá Hæli þá um langan aldur og aldrei verður fullþakkað nú þegar Halla Bjarnadóttir er kvödd. Hjalti Gestsson. Halla húsmóðir mín á Hæli var að kveðja þennan heim eftir erfið veik- indi. Ljúfar minningar hrannast upp, allt frá bernskudögum til þessa dags. Það var mikil gæfa að fá að alast upp og njóta samvista við svo góða konu sem Halla var. Halla var einstaklega skapgóð, ljúf, hlý, glaðlynd, dugleg og ósér- hlífin, alltaf tilbúin að gera allt það sem hún gat lagt af mörkum til að láta heimafólki og gestum líða vel. Og það tókst. Ég kem sem kaupakona til Höllu og Einars föðurbróður míns sumarið 1956. Ég hafði verið mörg sumur þar á undan hjá þeim bræðrum Einari, Steinþóri og konum þeirra, mest við leik og fékk einnig að vera með við bústörfin. Nú byrjaði nýr kafli í lífi mínu, því nú átti ég að gera eitthvert gagn. Það urðu stórkostleg ár, þar sem ég lærði margt af Höllu varðandi ýmis heimilis- og bústörf við mjög breyti- legar aðstæður. Einkum má nefna sumarið eftir húsbrunann. Bráðabirgðahúsakynn- in voru mjög þröng og allur aðbún- aður erfiður, þar sem við vorum líka sérstaklega mörg í heimili. Sumarið þurfti að nýtast vel. Heimilisfólkið þurfti að komast í varanlegt hús áð- ur en vetur gengi í garð. Það er þakkarvert að hafa fengið tækifæri að vinna með Höllu við þessar aðstæður. Æðruleysi hennar, gleðin og þjónustulundin unnu marga sigra. Húsmæðurnar á Hæli voru ógleymanlegar konur, þær Halla, Steinunn og amma mín Margrét. Unnu þær störf sín af einstakri natni, umhyggju og svo árekstra- laust að við litlum á það sem sjálf- sagðan hlut. Það er notalegt að hugsa til þess hvað Þórdís dóttir hennar og fjöl- skylda hugsuðu vel um Höllu og átti hún mörg góð ár í skjóli þeirra. En síðustu árin dvaldi Halla á hjúkrunarheimilinu Skjóli í Reykja- vík, þrotin að kröftum en börnin hennar og fjölskyldur sameinuðust um að hlúa sem best að henni, svo eftir var tekið. Við sem eftir lifum verðum ríkari að hafa kynnst svo góðri konu sem Halla var. Það verður eitt af hlut- verkum okkar að koma lífsgildum hennar til afkomenda okkar. Ég votta frændfólki mínu frá Hæli og afkomendum þeirra virðingu og þökk. Það verður vel tekið á móti Höllu af heimilisfólkinu frá Hæli sem þeg- ar er gengið. Hafðu þökk fyrir allt. Margrét Hjaltadóttir og fjölskylda. Það er 12. júní árið 1937. Það er vor og sumarið framundan. Það er hátíðisdagur á Hæli. Nunna og Steini, Halla og Einar ganga í hjóna- band þennan dag, nú taka þau við búsforráðum af Margréti ömmu og setjast að í nýbyggðu tvíbýlishúsi sem er þannig gert að mikill sam- gangur milli heimilanna er óhjá- kvæmilegur. Eldhúsin eru samliggj- andi og ungu konurnar elda fyrir sitt fólk á sömu eldavélinni, nánast í sömu pottunum um langt árabil. Þótt þetta nána sambýli gengi með ólíkindum vel gefur auga leið að það hefur reynt á unga fólkið sem þarna hóf búskap, ekki síst konurnar sem voru ekki barnfæddar á staðnum eins og mennirnir þeirra. Orð eins og félagsfærni voru ekki notuð og tæplega til í þá daga, fólk einfaldlega tók því sem að höndum bar og vann úr því með sjálfsögðum hætti. Á næstu 16 árum fæddust tíu börn á Hæli, fimm á hvorum bæ. Þetta voru góðir og glaðir dagar og for- réttindi að fá að alast upp í þessum hópi og njóta fordæmis foreldranna. En þessir dagar eru liðnir, hús- bændurnir hafa kvatt og í dag kveðj- um við Höllu, síðasta þeirra. Þennan umrædda brúðkaupsdag fyrir nær sjötíu árum var Halla tví- tug að aldri, fríð og brosmild með þykkt, ljósgullið hár, smávaxin og kvik í spori og bar íslenska búning- inn vel. Ekki er að efa að margur pilturinn hefði viljað standa í spor- um Einars frænda míns á þessum degi. Halla geislaði af mildi og góð- mennsku, ekki bara þennan dag heldur alla ævi á hverju sem gekk. Þessa nutu allir sem kynntust henni og þá ekki síst krakkahópurinn á Hæli. Halla var ákaflega starfsöm kona, leti var ekki til í hennar fari. Hún vann öll störf húsmóðurinnar með ljúfu geði. Þó finnst mér að útistörf- in hafi verið henni mest að skapi. Hún naut þess að fara í fjós, mjólka og fylgjast með kúnum sínum. Ég sé hana fyrir mér í matjurtagarðinum austur við Brúarhlið. Þar átti hún margar stundir og veifaði brosandi til þeirra sem fóru um veginn. Eins og nærri má geta átti kona með eins ljúfa lund og Halla einstak- lega fallegt samband við börnin sín og bar hag þeirra fyrir brjósti skil- yrðislaust. Heita má að hún og Dísa einkadóttir hennar hafi aldrei skilið, svo náið var samband þeirra. Eng- um gleymist heldur hvernig hún annaðist Einar þegar veikindi herj- uðu á hann á efri árum. Það átti fyrir Höllu að liggja að berjast við þunga elli en brosinu og hlýja viðmótinu hélt hún í gegnum alla erfiðleika. Þá fengu Dísa og strákarnir tækifæri til að endur- gjalda henni ástríkið og gerðu það ríkulega. Það duldist engum. Við sem munum gömlu dagana eigum dýrmætar minningar um Höllu fríska og glaða. Við systkinin úr Vesturbænum þökkum samfylgd- ina við fágæta konu og sendum inni- legar samúðarkveðjur til frændfólks og vina úr Austurbænum. Jóhanna Steinþórsdóttir. Nú þegar löngu lífshlaupi Höllu er lokið leitar margt á hugann. Fyrst og fremst er það þakklæti fyrir að hafa fengið að kynnast henni og átt með henni samleið í mörg ár. Heima á Hæli þar sem nábýli er mikið er ómetanlegt að eiga góða granna og það var Halla svo sannarlega. Fyrsta veturinn eftir að ég hóf bú- skap á Hæli og var einn í Vestur- bænum var ég svo heppinn að Halla bauð mér að koma og borða hjá sér, sem ég þáði. Þær stundir eru mér mjög minnisstæðar. Hún reiddi fram mat eins og hann gerist bestur og gjarnan fylgdi sneið af brúntertu, en brúnterturnar hennar Höllu voru með réttu rómaðar. Umhyggjan sem hún sýndi mér var sem væri ég hennar eigin sonur. Þetta var aðeins einn þáttur því hún lét alla líðan mína sig varða. Halla var mikil prjónakona og það eru ófáar lopa- peysurnar sem hún prjónaði á mig og síðar meir á fjölskyldu mína. Í því samhengi man ég sérstaklega eftir einu. Ég átti nýja lopapeysu, þá fyrstu sem Bolette prjónaði á mig, ekki tókst betur til en svo að hún datt út úr traktornum hjá mér og lenti í heybindivélinni. Sem von var voru báðir málsaðilar heldur leiðir yfir örlögum peysunnar. Einhvern veginn komst Halla á snoðir um þetta og sagðist skyldi laga gripinn sem hún og gerði. Það óx henni ekki í augum að gera eina lopapeysu brúkhæfa á nýjan leik, þetta var lýs- andi fyrir hennar miklu hjálpfýsi, hún var ávallt tilbúin að hjálpa öðr- um. Halla var ræktunarmanneskja á marga vegu, hún ræktaði vináttu við samferðamenn sína en hún var líka ræktunarmanneskja í öðrum skiln- ingi. Hún átti góðan matjurtagarð austur við Brúarhlið, þar sá maður hana oft bograndi yfir plöntunum sínum. Þá er ónefnd hennar mikla rósarækt sem við í Vesturbænum fengum að njóta eftir að hún varð þess áskynja að Bolette var áhuga- söm um þessi fallegu blóm. Þessi samskipti voru nokkuð skemmtileg því að á vorin kom hún með rósa- pottana vesturí og á haustin sótti hún þá svo aftur og gróf niður fyrir frost. Hún sá sem sé alfarið um ræktunina en við nutum augnakon- fektsins. Þetta var lýsandi fyrir Höllu, á sinn hljóða og ljúfa hátt leyfði hún öðrum að njóta verka sinna. Varla er hægt að minnast Höllu án þess að geta þess hversu mikil stoð hún var Einari, ekki síst eftir að heilsa hans brast. Þar sýndi hún mikla umhyggju og alúð. Minningin sem lifir er minning um litla konu með stórt hjarta fullt af hlýju. Sigurður á Hæli. ✝ Elskulegur eiginmaður minn, faðir okkar, tengda- faðir og afi, BERTRAM HENRY MÖLLER, Tunguvegi 24, Reykjavík, sem lést laugardaginn 20. janúar, verður jarðsung- inn frá Hallgrímskirkju mánudaginn 29. janúar kl. 13.00. Guðríður Erla Halldórsdóttir, Hákon Gunnar Möller, Linda Möller, Guðrun Möller, Ólafur Árnason, Sóley Halla Möller, Hjörtur Bergstað, Einar Kári Möller og barnabörn. ✝ Innilegar þakkir til allra þeirra sem sýndu okkur samúð og hlýhug við andlát og útför ástkærs eigin- manns míns, föður okkar, tengdaföður, afa og langafa, ÞORVALDAR SVEINS GUÐJÓNSSONAR netagerðarmeistara, Hríseyjargötu 17, Akureyri. Sérstakar þakkir til starfsfólks á hjúkrunarheimilinu Seli fyrir góða umönnun og hlýju. Helga Margrét Sigurjónsdóttir, Sigríður Jóna Þorvaldsdóttir, Eyjólfur Einarsson, Sigurjón Rafn Þorvaldsson, Daníela Guðmundsdóttir, Ellen Margrét Þorvaldsdóttir, Ármann Þórir Björnsson, afa- og langafabörn. ✝ Ástkær eiginkona mín, móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, SVAVA JÓNA MARKÚSDÓTTIR frá Súðavík, Njörvasundi 37, Reykjavík, sem lést á Landspítalanum laugardaginn 20. janúar, verður jarðsungin frá Langholtskirkju mánudaginn 29. janúar kl. 13:00. Blóm eru vinsamlega afþökkuð en þeim sem vilja minnast hennar er bent á Krabbameinsfélag Íslands. Beinteinn Ásgeirsson, Ásgeir Beinteinsson, Sigurbjörg Baldursdóttir, Halldóra Beinteinsdóttir Hall, Kjell Hall, Einar Beinteinsson, Jóna Björg Hannesdóttir, Sigríður María Beinteinsdóttir, Hulda Ingvarsdóttir Bethke, Jóhanna Beinteinsdóttir, Magnús Thoroddsen, Markús Þorkell Beinteinsson, Elsa Bára Traustadóttir, Berglind Guðrún Beinteinsdóttir, Haraldur Már Gunnarsson, barnabörn og barnabarnabörn. ✝ Innilegar þakkir fyrir samúð og hlýhug við andlát og útför HÁLFDÁNS H. SVEINSSONAR frá Sauðárkróki, (Hálfdán í Segli), Laufbrekku 24, Kópavogi. Ásta Hálfdánardóttir, Sigurjón Ámundason, Hálfdán Sigurjónsson, Páll Sigurjónsson, Chomyong Yongngam. ✝ Móðir mín og amma okkar, SÓLVEIG JÓNSDÓTTIR, áður til heimilis í Lindasíðu 4, lést á hjúkrunarheimilinu Seli á Akureyri föstudag- inn 19. janúar. Útför hennar fer fram frá Akureyrarkirkju þriðjudag- inn 30. janúar kl. 13.30. Þeim sem vilja minnast hennar er bent á aðstandendafélag hjúkrunar- heimilisins Sels. Alda Aradóttir, Birgir Óli Sveinsson, Rósa Hansen, Sólveig Stefánsdóttir, Ægir Þorláksson, Guðrún Ósk Stefánsdóttir, Jón R. Kristjánsson, Elísabet Stefánsdóttir, Finnur Sveinbjörnsson, Íris Ragna Stefánsdóttir, Konráð V. Konráðsson, langömmubörn og langalangömmubörn. ✝ Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir og amma, HJÖRDÍS STURLAUGSDÓTTIR (Lolla) , Stífluseli 11, lést á heimili sínu miðvikudaginn 24. janúar. Sigrún Reynisdóttir, Tryggvi Guðmundsson, Anna Soffía Reynisdóttir, Jónas Freyr Harðarson og barnabörn.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.