Morgunblaðið - 27.01.2007, Side 49

Morgunblaðið - 27.01.2007, Side 49
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 27. JANÚAR 2007 49 KIRKJUSTARF Hjóna- og sambúð- armessur HJÓNA- og sambúðarmessur eru kvöldmessur sem hafa mælst vel fyrir í Garðaprestakalli og eru haldnar síðasta sunnudagskvöld í mánuði. Hjónabandið er ein mik- ilvægasta stofnun samfélagsins og því brýnt að hlúa vel að því. Á vor- önn verður messunum seinkað um hálftíma, og hefjast þær því kl. 20.30. Það er gert til að koma til móts við barnafólk sem þarf að fá rýmri tíma til að ganga frá eftir kvöldmatinn og koma börnunum í ró. Messurnar eru hafðar í Bessa- staða- og Garðakirkju til skiptis, en það eru afar vinsælar kirkjur fyrir hjónavígslur. Garðakirkja 28. janúar kl. 20.30: „Leiðir til að vinna sig út úr skiln- aði.“ Sr. Anna Sigríður Pálsdóttir. Tónlist: Gunnar Gunnarsson á hljómborð, Tómas R. Einarsson á bassa og Þorvaldur Þorvaldsson söngur. Bessastaðakirkja 25. febrúar kl. 20.30: „Áhrif stjúptengsla á hjóna- bönd.“ Valgerður Halldórsdóttir fé- lagsráðgjafi. Tónlist: Gunnar Gunn- arsson á hljómborð, Tómas R. Einarsson á bassa og Kristjana Stefánsdóttir söngur. Garðakirkja 25. mars kl. 20.30: „Hvað er gott kynlíf?“ Jóna Ingi- björg Jónsdóttir kynfræðingur. Tónlist: Aðalheiður Þorsteinsdóttir á hljómborð, Tómas R. Einarsson á bassa og Anna Sigga Helgadóttir söngur. Bessastaðakirkja 29. apríl kl. 20.30: „Er líf eftir makamissi?“ Sr. Guðný Hallgrímsdóttir prestur fatl- aðra. Tónlist: Gunnar Gunnarsson á hljómborð, Tómas R. Einarsson á bassa og Kristjana Stefánsdóttir söngur. Tómasarmessa í Breiðholtskirkju ÁHUGAHÓPUR um svokallaðar Tómasarmessur efnir til fyrstu messunnar á þessu ári í Breiðholts- kirkju í Mjódd sunnudagskvöldið 28. janúar kl. 20. Tómasarmessan hefur unnið sér fastan sess í kirkjulífi borgarinnar, en slík messa hefur verið haldin í Breiðholtskirkju í Mjódd síðasta sunnudag í mánuði, frá hausti til vors, síðustu níu árin. Fram- kvæmdaaðilar að þessu messuhaldi eru Breiðholtskirkja, Kristilega skólahreyfingin, Félag guð- fræðinema og hópur presta og djákna. Tómasarmessan einkennist af fjölbreytilegum söng og tónlist, mikil áhersla er lögð á fyrirbæn- arþjónustu og sömuleiðis á virka þátttöku leikmanna. Stór hópur fólks tekur jafnan þátt í undirbún- ingi og framkvæmd Tómasarmess- unnar, bæði leikmenn, djáknar og prestar. Helgihald í Kolaportinu Sunnudaginn 28. janúar verður helgihald í Kolaportinu í „Kaffi Porti“. Frá kl. 13.30 syngur og spil- ar Þorvaldur Halldórsson ýmis þekkt lög, bæði eigin og annarra. Hann annast einnig tónlistina í helgihaldinu. Ragnheiður Sverr- isdóttir djákni prédikar og sr. Þor- valdur Víðisson leiðir samveruna. Að venju er boðið upp á að koma með fyrirbænarefni og munu Mar- grét Scheving, Ragnheiður og sr. Þorvaldur biðja með og fyrir fólki. Í gegnum tíðina hefur skapast andrúmsloft tilbeiðslu í þessu helgi- haldi. Þó margt sé um að vera í Kolaportinu eru ávallt margir þátt- takendur sem gjarnan fá sér kaffi- sopa, syngja, biðja og hlusta. Í lok stundarinnar er gengið um með ol- íu og krossmark gert í lófa þeirra sem vilja. Um leið eru flutt bless- unarorðin: „Drottinn blessi þig og varðveiti þig“. Allir eru velkomnir, Miðborgarstarfið. Alfa-námskeið í Grindavíkurkirkju ALFA-námskeið verður í Grinda- víkurkirkju mánudagskvöldið 29. janúar kl. 19 til 21.30. Alfa er 10 vikna námskeið (á mánudags- kvöldum) og koma þátttakendur saman einu sinni í viku og hefja hverja samveru með málsverði. Fjallað er um grundvallaratriði kristinnar trúar á auðskilinn og að- gengilegan hátt. Spurninga sem við veltum fyrir okkur eru t.d.: Hefur lífið tilgang? Er Guð til? Námskeiðið er öllum opið, hvar sem þeir standa í trúarefnum. Leiðbeinandi er sr. Elínborg Gísladóttir. Nánari upplýsingar í síma 696 3684 og 426 8675. Opnir 12 spora-fundir í Laugarneskirkju ÞRIÐJUDAGSKVÖLD eru mann- ræktarkvöld í Laugarneskirkju, þar sem mannlífstorg kirkjunnar iðar af lífi ólíkra einstaklinga sem koma saman til að eiga samfélag við Jesú Krist og hvert við annað. Að loknum kvöldsöng í Laug- arneskirkju kl. 20 þriðjudagana 30. janúar og 6. febrúar verða opnir 12 spora-fundir í kirkjunni þar sem fólki gefst kostur á að kynna sér uppbyggingu 12 spora-vinnunnar. 12 spora-vinnan er andlegt ferða- lag til uppbyggingar og sjálfs- hjálpar, til að rækta trúna og kær- leikann hið innra og í samfélagi með öðrum. Verkefnisstjóri er Guð- rún K. Þórsdóttir djákni. Allir vel- komnir. Kvöldsöngur er í Laugarnes- kirkju öll þriðjudagskvöld kl. 20. Það eru Þorvaldur Halldórsson og Gunnar Gunnarsson sem leika á hljóðfæri og leiða sönginn. Sig- urbjörn Þorkelsson framkvæmda- stjóri og meðhjálpari kirkjunnar segir nokkur og leiðir bæn. Nk. þriðjudagskvöld, 30. janúar, kl. 20.30 að loknum kvöldsöngnum mun Sigurbjörn hafa stutt erindi um bænina og bjóða til spjalls á jafningjagrunni. Hvers vegna að biðja? Er bænin meira en inn- kaupalisti eða sjálfsali? Allir vel- komnir án frekari skuldbindinga. Athygli eldri borgara er vakin á því að fimmtudaginn 1. febrúar kl. 14 verður Ragnhildur Ásgeirsdóttir djákni gestur á samveru eldri borg- ara í Laugarneskirkju og sér um efni samverunnar. Sigurbjörn Þor- kelsson framkvæmdastjóri, Gunn- hildur Einarsdóttir kirkjuvörður og þjónustuhópur kirkjunnar held- ur utan um samverurnar. Boðið upp á kaffi og kökur. Allir eldri borgarar velkomnir. Davíð Þór prédikar í Neskirkju PRÉDIKARI í Neskirkju sunnudag- inn 28. janúar er kunnur af ýmsum hlutverkum. En það verður þó ekki Radíusbróðirinn, uppistandarinn, þýðandinn, spurningahöfundur eða ljóðskáldið, sem stígur í stólinn heldur kirkjumaðurinn Davíð Þór Jónsson. Messan hefst kl. 11 árdegis og er, eins og allar messur kirkjunnar, öllum opnar. Ensk messa í Hallgrímskirkju Á morgun, sunnudag, 28. janúar kl. 14, verður haldin ensk messa í Hall- grímskirkju. David Hamid, biskup í Evrópubiskupsdæmi Ensku bisk- upakirkjunnar, prédikar og þjónar fyrir altari ásamt biskupi Íslands, hr. Karli Sigurbjörnssyni. Sr. Jón Dalbú Hróbjartsson, prófastur í Reykjavíkurprófastsdæmi vestra tekur þátt í athöfninni ásamt sr. Bjarna Þór Bjarnasyni, sem settur verður inn í embætti af David Ha- mid sem prestur Ensku bisk- upakirkjunnar á Íslandi. Organisti verður Hörður Áskelsson. Guðrún Finnbjarnardóttir mun leiða al- mennan safnaðarsöng. Sjötta árið í röð er boðið upp á enskar messur í Hallgrímskirkju síðasta sunnudag hvers mánaðar. Messukaffi. Service in English SERVICE in English at the Church of Hallgrímur (Hallgrímskirkja) 28th of January, at 2 pm. Holy Communion. The Fourth Sunday after the Epiphany. Celebrant and Preacher: The Right Revd. David Hamid, Suffragan Bishop of the Diocese in Europe. The Right Revd. Karl Sigurbjörnsson, the Bishop of Iceland, the Very Revd. Jón Dalbú Hróbjartsson, The Area Dean of Reykjavík West Deanery and The Revd. Bjarni Thor Bjarnason, take part in the Service. The Revd. Bjarni Thor will be given a per- mission by Bishop David to officiate within the Anglican Diocese in Eu- rope, particularly in Iceland. Org- anist: Hörður Áskelsson. Leading singer: Guðrún Finnbjarnardóttir. Refreshments after the Service. Kristur og konurnar Námskeið á vegum Leikmannskóla Þjóðkirkjunnar hefst mánudaginn 29. janúar um Krist og konurnar. Kennari á námskeiðinu er dr. Arn- fríður Guðmundsdóttir dósent við HÍ. Á námskeiðinu verður fjallað um konurnar í Nýja testamentinu og samskipti þeirra við Krist, viðhorf þeirra til Krists og viðhorf Krists til þeirra en þau voru mjög sérstök og frábrugðin viðhorfum annarra í samfélaginu til kvenna á þessum tíma. Þetta voru konur eins og María móðir Jesú, María Magda- lena og systurnar Marta og María. Síðan voru líka konur sem hafa ekki nöfn í guðspjöllunum, s.s. dótt- ir Jaírusar, kanverska konan, sam- verska konan og hórseka konan, svo einhverjar séu nefndar. Námskeiðið er í Grensáskirkju og hefst kl. 18, 29. janúar. Kennt er í fjögur skipti, tvo tíma í senn. Hægt er að skrá sig í síma 535 1500 eða á vef Leikmannaskólans, www.kirkjan.is/leikmannaskoli Fullorðinsfræðsla Hafnarfjarðarkirkju Á aðalsafnaðarfundi Hafnarfjarð- arkirkju árið 2003 var samþykkt að stofna Fullorðinsfræðslu Hafn- arfjarðarkirkju til að halda utan um og efla það mikla fræðslustarf sem unnið er á vegum kirkjunnar. Undanfarin ár hefur starf Full- orðinsfræðslunnar farið vaxandi. Á námskeiðum á hennar vegum er tekið á fjölmörgum spurningum er snerta trú og samfélag en einnig er leitast við að bjóða upp á námskeið er styðja við einstaklinginn og fjöl- skylduna í samtímanum. Hjóna- námskeið Fullorðinsfræðslu Hafn- arfjarðarkirkju eru þannig vel þekkt, en yfir 7.500 manns hafa sótt þau. Einnig hefur verið boðið upp á Alfa-námskeið og fræðslukvöld um kristna trú og kristnar lífsskoðanir. Leiðbeinendur koma úr ýmsum átt- um og vinna námskeiðin í samvinnu við presta kirkjunnar. Vorönnin að þessu sinni byrjar með námskeiði sem kallast „Kór- aninn og Biblían“. Þar verða þessi áhrifamiklu trúarrit borin saman, saga þeirra og tilurð skoðuð og reynt að komast að því hvað er líkt með þeim og hvað ólíkt. Þá tekur við námskeið er ber yf- irskriftina „Leyndardómar Da Vinci lykilsins“. Á því námskeiði eru raktar kenningar metsölubók- arinnar Da Vinci lykillinn. Þetta námskeið sóttu um 1.000 manns á liðnu ári. Í kjölfar Da Vinci lykilsins hafa sprottið upp fjölmargar sam- særiskenningar er snerta kristna trú. Einnig verður litið yfir það svið allt og leitað svara við áleitnum spurningum um trúverðugleika kirkjunnar og kristinnar trúar. Síðasta námskeið fyrir páska fjallar um Dauðann og eilífðina og kenningar Biblíunnar um lífið eftir dauðann. Eftir páska lýkur starfinu með námskeiði um Opinberunarbók Jó- hannesar og spádóma hennar um heimsendi. Opinberunarbókin er ákaflega litskrúðugt og magnað rit og hefur hún haft mikil áhrif á bók- menntasögu, listsköpun og heim- spekikenningar Vesturlanda. Frá- sagnir hennar endurspeglast í kvikmyndum eins og The Matrix og Lord of the Rings. Á námskeiðinu verða þessar kvikmyndir meðal annars skoðaðar í þessu ljósi. Allir eru velkomnir á námskeið Fullorð- insfræðslu Hafnarfjarðarkirkju óháð trúfélagsaðild. Þórhallur Heimisson. Ellen Kristjánsdóttir og Eyþór Gunnarsson í Léttmessu í Árbæj- arkirkju HJÓNIN Ellen Kristjánsdóttir og Eyþór Gunnarsson koma í Létt- messu í Árbæjarkirkju sunnudags- kvöldið 28. janúar kl. 20 og sjá um tónlistina. Þetta er fyrsta Létt- messa ársins 2007, en þær eru orðn- ar fastur liður í Árbæjarkirkju. Þau munu flytja sálma og önnur lög ásamt því að leiða söng. Sr. Sig- rún Óskarsdóttir prestur í Árbæj- arkirkju og Erna Björk Harð- ardóttir starfsmaður kirkjunnar munu leiða stundina ásamt því að flytja hugvekju. Eftir messuna verður boðið upp á léttar veitingar og gott samfélag í safnaðarheimilinu. Dómkirkjan – Messa og fræðslufundur ferm- ingarbarna og foreldra NÚ líður senn á veturinn og ferm- ingarfræðsluna, en aðeins eru um tveir mánuðir til ferminganna. Fræðslufundirnir hefjast nú aftur á sunnudaginn. Fermingarbörn vorsins eru ásamt fjölskyldum sínum boðin til messu sunnudaginn 28. janúar kl. 11. Eftir stutt matarhlé á kirkjuloft- inu tekur við fyrirlestur: „Sam- skipti unglinga og foreldra.“ Einar Gylfi Jónsson sálfræðingur fjallar um breytingarnar sem fylgja ung- lingsárunum og þau áhrif sem þær hafa á fjölskyldumynstrið. Einar Gylfi mun síðan svara spurningum þátttakenda. Nú er mikilvægt að enginn sker- ist úr leik. Allir velkomnir, ferm- ingarbörn og foreldrar. Dómkirkjan. Hjónanámskeið í Safnaðarheimili Lágafellssóknar FÖSTUDAGANA 2. og 9. febrúar verður haldið hjónanámskeið á veg- um Lágafellssóknar í safn- aðarheimilinu Þverholti 3. Leið- beinandi verður sr. Þórhallur Heimisson, prestur í Hafnarfjarð- arkirkju. Þegar hafa 7.500 manns sótt námskeið hans sem hann hefur haldið víða frá árinu 1996 . Fyrir jól kom út bókin ,,Hjónaband og sam- búð“ sem byggist einmitt á hjóna- námskeiðum hans. Hjónanámskeiðin eru ætluð öll- um þeim sem eru í hjónabandi eða sambúð og vilja efla og styrkja sam- band sitt. Námskeiðið er tvö kvöld frá kl. 20 til kl. 22. Nánari upplýs- ingar og innritun fer fram á skrif- stofu Lágafellssóknar í síma 566 7113 á milli kl. 10 og 13. Lágafellssókn. Sorgarvinnuhópur ungs fólks STOFNAÐUR hefur verið sorg- arvinnuhópur ungs fólks. Samver- urnar verða haldnar síðasta mið- vikudag í mánuði kl. 19.30 í safnaðarheimili Vídalínskirkju. Þessi hópur er ekki aðeins opinn ungu fólki í Garðaprestakalli, því er hægt að hafa samband við Ár- mann Hákon Gunnarsson æskulýðs- fulltrúa í Vídalínskirkju í síma 565 6380 eða á netfangið armann- @gardasokn.is til að óska eftir þátttöku í starfinu, óháð búsetu. Þátttaka er unga fólkinu að kostn- aðarlausu. Auk Ármanns Hákons halda utan um starfið Sigríður Tryggvadóttir guðfræðingur og Andri Bjarnason BA í sálarfræði. Vigfús Albertsson sjúkrahúsprestur og Jóna Hrönn Bolladóttir sóknarprestur í Garða- prestakalli eru einnig til ráðgjafar. Næsta samvera er miðvikudaginn 31. janúar kl. 19.30 í safnaðarheim- ili Vídalínskirkju. Innsetning prests Ensku biskupakirkj- unnar á Íslandi SR. Bjarni Þór Bjarnason verður settur inn í embætti sem prestur Ensku biskupakirkjunnar á Íslandi við enska messu í Hallgrímskirkju sunnudaginn 28. janúar. Messan hefst kl. 14 og þar mun David Ha- mid, biskup í Evrópubiskupsdæmi Ensku biskupakirkjunnar setja sr. Bjarna í embætti. Sr. Bjarni Þór Bjarnason hefur undanfarin fimm ár haft umsjón með messum á ensku í Hallgríms- kirkju og fylgt helgisiðum Ensku biskupakirkjunnar. Við innsetninguna tengjast ensku messurnar formlega Ensku bisk- upakirkjunni. Innsetning sr. Bjarna Þórs er gerð á grundvelli sérstaks sáttmála, Porvoo sáttmálans, sem undirritaður var fyrir 10 árum, milli biskupakirkna á Bretlands- eyjum og flestra lútherskra kirkna á Norðurlöndum og í Eystrasalts- ríkjum. Samkvæmt honum geta prestar þessara kirkna starfað í öðrum Porvoo kirkjum. Sr. Bjarni Þór Bjarnason starfaði meðal ann- ars í þrjú ár í Ensku biskupakirkj- unni í Englandi eftir að Porvoo sáttmálinn tók gildi. Við messuna á sunnudag mun David Hamid biskup predika og þjóna fyrir altari ásamt Karli Sig- urbjörnssyni, biskupi Íslands. Sr. Jón Dalbú Hróbjartsson, prófastur í Reykjavíkurprófastsdæmi vestra, tekur einnig þátt í athöfninni. Org- anisti verður Hörður Áskelsson og Guðrún Finnbjarnardóttir leiðir al- mennan messusöng. Boðið verður upp á veitingar að messu lokinni. Morgunblaðið/Ómar Bessastaðir

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.