Morgunblaðið - 27.01.2007, Síða 56

Morgunblaðið - 27.01.2007, Síða 56
56 LAUGARDAGUR 27. JANÚAR 2007 MORGUNBLAÐIÐ menning TIL tíðinda telst þegar íslenskur konsert er frumfluttur. Það átti sér stað á tónleikum Sinfóníuhljóm- sveitar Íslands á fimmtudagskvöldið, en þá heyrðist í fyrsta sinn konsert fyrir tvær flautur og hljómsveit eftir Karólínu Eiríksdóttur. Skemmst er að segja frá því að þetta er sérlega vel heppnað verk. Vissulega virkaði tónlistin framandi í fyrstu, en fljótlega náði einstök stemningin tökum á manni, enda flestar tónhugmyndir greinilega inn- blásnar. Það var eitthvað sérlega heillandi við innhverft niðurlag fyrsta kaflans, sem leiddi áheyrandann auð- veldlega inn í órætt andrúmsloftið í milliþættinum. Og þar var maður í annarri vídd en þeirri hversdagslegu – sem er alltaf kærkomin tilbreyting! Rytmískur lokakaflinn var ekki síðri, líflegur og snarpur, en samt sjarm- erandi innhverfur. Áður en verkið hófst gengu einleik- ararnir, þau Guðrún Birgisdóttir og Martial Nardeau, fram á sviðið – með heilt flautuknippi í fanginu. Eitt af því sem var svo athyglisvert við tónlist- ina var einmitt það hversu Karólína notfærði sér vel hina miklu breidd í röddum flautunnar, enda er þver- flautan til í öllum stærðum og gerð- um. Mozart sagði reyndar einu sinni að honum fyndist flautan leiðinlegt hljóðfæri, en mikið vatn hefur runnið til sjávar síðan þá. Í dag er það nán- ast lyginni líkast hvað hægt er að gera með flautunni, og margt af því heyrðist glögglega á tónleikunum. Ekki er hægt að komast hjá því að nefna sérstaklega áberandi rödd hörpunnar í millikaflanum, en hún var sérlega ánægjuleg og ávallt þrungin merkingu. Katie Buckley spilaði frábærlega vel á hörpuna, og hið sama má segja um einleikarana, sem stóðu sig á allan hátt með mikilli prýði. Hljómsveitin var líka með sitt á hreinu undir stjórn Roland Kluttig. Þrjár aðrar tónsmíðar voru leiknar á tónleikunum. Ein þeirra var Con- certo breve eftir Herbert H. Ágústs- son og var óneitanlega snyrtilega skrifuð fyrir hljómsveit (sem er eng- an veginn sjálfsagt), en virtist að öðru leyti ekki hafa mikið að segja. Heims- endastemningin í Rendez-vous eftir Erik Júlíus Mogensen var líka býsna klisjukennd og virkaði eins og mis- heppnuð tilraun til að gera eitthvað vitrænt úr tónlist þriðja flokks B- myndar, en mun skemmtilegri var Eftirleikur Örlygs Benediktssonar, sem var líflegur og kom stöðugt á óvart. Upp úr stendur þó konsert Karólínu; vonandi verður hann gefinn út á geisladisk fyrr en síðar. Með flautu- knippi í fanginu TÓNLIST Myrkir músíkdagar Tónlist eftir Karólínu Eiríksdóttur, Örlyg Benediktsson, Erik Júlíus Mogensen og Herbert H. Ágústson. Sinfóníuhlhjóm- sveit Íslands lék undir stjórn Roland Klut- tig. Fimmtudagur 25. janúar. Sinfóníutónleikar - Háskólabíói Jónas Sen Morgunblaðið/Eggert ANNAR riðill Söngvakeppni Sjón- varpsins fer fram í kvöld þegar átta lög verða flutt í beinni út- sendingu í Ríkissjónvarpinu. Í kvöld gefur að heyra og líta lög frá þónokkuð mörgum góðkunn- ingjum keppninnar og má þar nefna til dæmis Grétar Örvarsson, Roland Hartwell og Svein Rúnar Sigurðsson en Eiríkur Hauksson syngur lag þess síðastnefnda. Það verður því um harða keppni að ræða þegar landsmenn grípa til símtólsins eftir að öll lögin hafa verið flutt og velja sitt uppáhalds- lag. Riðill 2 „Ég hef fengið nóg“ Lag: Hljómsveitin VON: Ellert H. Jóhannsson, Gunnar I. Sigurðsson, Sigurður Björnsson, Sigurpáll Aðalsteinsson, Sorin M. Lazar Texti: Magnús Þór Sigmundsson Flytjandi: Hljómsveitin VON Símanúmer: 900 2001 „Dásamleg raun“ Lag og texti: Bergsteinn Björg- úlfsson Flytjandi: Richard Scobie Símanúmer: 900 2002 „Eldur“ Lag: Grétar Örvarsson og Krist- ján Grétarsson Texti: Ingibjörg Gunnarsdóttir Flytjandi: Friðrik Ómar Símanúmer: 900 2003 „Mig dreymdi“ Lag: Óskar Guðnason Texti: Ingólfur Steinsson Flytjandi: Hera Björk Þórhalls- dóttir Símanúmer: 900 2004 „Mig dreymdi“ Lag: Óskar Guðnason Texti: Ingólfur Steinsson Flytj.: Hera Björk Þórhalldóttir Símanúmer: 900 2004 „Segðu mér“ Lag: Trausti Bjarnason Texti: Ragnheiður Bjarnadóttir Flytjandi: Jónsi Símanúmer: 900 2005 „Eitt símtal í burtu“ Lag: Roland Hartwell Texti: Kristján Hreinsson Flytjandi: Guðrún Lísa Ein- arsdóttir Símanúmer: 900 2006 „Fyrir þig“ Lag: Torfi Ólafsson Texti: Þorkell Olgeirsson Flytjandi: Hjalti Ómar Ágústsson Símanúmer: 900 2007 „Ég les í lófa þínum“ Lag: Sveinn Rúnar Sigurðsson Texti: Kristján Hreinsson Flytjandi: Eiríkur Hauksson Símanúmer: 900 2008 Símakosning Eftir að símakosning er hafin gefast um 35 mínútur til þess að kjósa. Einungis þau atkvæði sem greidd eru innan tímarammans eru gild. Eitt atkvæði er gefið ef hringt er eða sent sms í viðkomandi símanúmer. Enginn texti þarf að fylgja sms-skilaboðum. Ekki er hægt að hringja úr númerum sem lokuð eru fyrir hringingar í símatorg. Heimilt er kjósa fimm sinnum úr hverju símanúmeri en gjaldfært er fyrir öll símtöl. Hvert símtal/SMS kostar 99 kr. Það er framleiðslufyrirtækið BaseCamp, sem mun sjá um allan undirbúning og framkvæmd við söngvakeppnina í ár, en í nýja BaseCamp-verinu á Seljavegi 2 er hægt að taka á móti 600 gestum. Sætin eru númeruð og eru miðar fáanlegir í forsölu á www.midi.is, í verslunum Skífunnar í Reykjavík og í verslunum BT utan Reykja- víkur. Sjónvarp | Söngvakeppni Sjónvarpsins 2007 Morgunblaðið/Eggert Kynnir Ragnhildur Steinnunn leiðir áhorfendur í gegnum keppnina . Nokkrir góðkunningjar keppninnar syngja upp stór augu þegar Mínus-menn tóku að skarta Guns’n’Roses-bolum og sumir töluðu um svik við málstað- inn. „Við fundum okkur aldrei í svona stefnum. Okkur langaði bara til að gera það sem okkur þætti skemmti- legt,“ útskýrir Bjarni. „Okkur lang- aði til að prófa okkur áfram og passa okkur á því að festast ekki. Fólk tók þetta allt of alvarlega og gleymdi því sem skiptir aðalmáli; þ.e. tónlist- inni.“ Á tíma var Mínus mikið hampað erlendis, og þá sérstaklega af þunga- rokksblaðinu Kerrang! „Maður fann fyrir því að þeir ætl- uðu að gera okkur að svona „Kerr- ang! Darlings“,“ segir Frosti. „Það var alltaf verið að setja okkur í blað- ið og á þessum tíma var það ekkert nema jákvætt.“ Bjarni segir að Kerrang! hafi þá gert mikið í því að búa til einhverja ímynd af Mínus. „Á tímabili var eins og það væri ekkert annað rokkband í Bretlandi sem drykki eða væri með læti. Það kom t.d. blaðamaður frá Metal Ham- mer með okkur á túr í nokkra daga (hristir hausinn og hlær). Þröstur stakk hann í handlegginn með ein- hverjum litlum hníf og hann fríkaði út. Greyið kallinn … það var mjög auðvelt að ganga fram af þessu fólki sem skilur ekkert í íslenskri fyll- erísmenningu.“ Þremenningarnir segjast ekki beint hafa fundið fyrir einhverri pressu héðan að heiman um að standa sig. „Ég veit það ekki … þetta er eins og að mæta í vinnuna, þar sem mað- ur gerir eins vel og maður getur,“ segir Frosti. „Pressan er frá okkur komin; að gera það sem við erum að gera eins vel og hægt er. Eftir tón- leika ræðum við mikið saman um hvernig hafi gengið, og okkur er annt um að allt hafi gengið sem best. Það skiptir öllu máli. Það er fúlt ef okkur finnst við hafa skilað verkinu illa. Þá förum við á mikinn bömmer.“ Mínus-liðar hafa verið að sýsla ýmislegt síðustu ár. Þeir eiga sér ólíkt líf, Bjössi og Bjarni eru t.d. orðnir pabbar og Krummi er kominn í fatabransann, en hann rekur versl- unina Elvis. Auk þess er Krummi nú búinn að stofna hljómsveit ásamt Daníel Ágústi, sem kallast Esjan. Þá sá Mínus um tónlistina við kvik- myndina Strákana okkar ásamt Barða Jóhannssyni og kom meira að segja fram í myndinni. Frosti hefur þá leikið með Ghostigital á gítar undanfarin misseri. „Menn þurftu að fá smáfrið,“ segir Bjössi. „Það gekk mikið á um tíma.“ Frosti segir að líklega væri platan löngu komin út ef þeir væru í 100% starfi sem rokkstjörnur, en á því hafi þeir einfaldlega ekki áhuga. Hlut- irnir hafi líka verið farnir að brenna dálítið hratt á tíma og strákarnir voru stöðugt í blöðunum út af svo gott sem engu. „Það var alltaf verið að hringja í mann …“ segir Frosti „… og spyrja: „Hvað ætlarðu að horfa á í sjónvarp- inu um helgina?“ eða eitthvað álíka. Maður var orðinn geðveikt pirraður á því að sjá sömu litlu myndina af sér í blöðunum ca. 7.000 sinnum.“ Bræður, ekki vinir Aðspurðir segjast þeir lítið geta tjáð sig um tónlistina á þessu stigi málsins. Bjarni segir að þeir séu of mikið á kafi í henni í augnablikinu. „Hún hljómar öðruvísi en síðustu plötur. Husky er mikið í segulbönd- unum hvað upptökur varðar. Ég veit það ekki, það er einhver hráleiki í gangi og ég myndi segja að hún væri nokkuð myrk.“ Það má í raun segja að Mínus hafi staðið af sér mikinn brotsjó á síðustu árum, og margir furða sig kannski á því að hún skuli yfirhöfuð vera starf- andi. Margar sveitir hefðu lagt upp laupana eftir allt það fár sem um hana lék fyrir nokkrum árum. „Það má reyndar segja að við höf- um fengið slatta af brotsjó á okkur,“ segir Frosti. „Við erum gáttaðir á því sjálfir hvað við höfum staðist margar hindranir. Eitt af því sem heldur þessu gangandi er hversu ólíkir við erum innbyrðis. Það koma allir með sitt að hlaðborðinu, tónlist- arlega sem persónulega.“ Bjössi segist þannig líta á hljóm- sveitarfélaga sína meira sem bræður en vini. „Það er mikil virðing í gangi og það er svo margt sem við höfum gengið í gegnum saman á und- anförnum árum.“ Bjarni tekur undir þetta. „Þetta er búið að vera mjög náið, og mikið af sameiginlegri lífsreynslu sem þú deilir með fólki sem er ekki blóð- skylt þér en tengist þér engu að síð- ur mjög sterkt.“ Þeir félagar sammælast um að hljómsveitin hafi alltaf verið á brún- inni eftir hverja einustu plötu, allir sannfærðir um platan væri hand- ónýt og það væri bara best að hætta þessu. Eitthvað hefur þó ávallt gert að verkum að bræðralagið sem Mín- us er hefur haldið velli. „Við ætlum að halda áfram að gera plötur eins lengi og við höfum burði í það,“ segir Frosti að lokum. „Það skiptir engu máli hversu vel þær eiga eftir að ganga. Bara að þær verði til, og að við séum ánægðir. Það er það eina sem skiptir máli.“ Morgunblaðið/Halldór Kolbeins Harðir Mínus á tónleikum í október 2001 þegar harðkjarnasenan var upp á sitt besta. Bjarni: „Við fundum okkur aldrei í svona stefnum. Okkur langaði bara til að gera það sem okkur þætti skemmtilegt“. myspace.com/minus „Maður fann fyrir því að þeir ætluðu að gera okkur að svona „Kerrang! Darlings“ Frosti: „Maður fann fyrir því að þeir ætluðu að gera okkur að svona „Kerrang! Darlings“.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.