Morgunblaðið - 27.01.2007, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 27.01.2007, Blaðsíða 28
Ég kann best við mig í ris-íbúðum og gömlum hús-um sem búið er að haldavel við. Ég átti aðra ris- íbúð sem ég seldi þegar ég keypti þessa,“ segir Sigurbjörg Einarsdóttir sem síðasta sumar fjárfesti í risíbúð í austurbænum og býr þar ásamt hundinum Stelios sem heitir eftir grískum barþjóni, sem Sigurbjörg kynntist á Krít. „Þessi hundur ræður öllu hér á heimilinu en vinkona mín sem bjó hér hjá mér en flutti nýlega til Afríku, hún gaf mér hann áður en hún fór. Þetta er hálfgert dýrahús því það eru tveir stórir hundar á neðri hæðinni og kisur í kjallaranum,“ segir Sigurbjörg sem rétt eins og fyrr- nefnd vinkona er mikið fyrir heims- hornaflakk og þess sjást sannarlega merki á heimili hennar. Þegar komið er inn á stigaganginn sem liggur upp í íbúðina prýða þar veggina margar og misjafnar tré- grímur sem hún hefur keypt á flakki sínu. „Ég er að safna svona hausum, kaupi mér yfirleitt einn haus þegar ég kem á nýjan stað. Ég hef fundið þá í hinum ýmsu löndum, meðal annars í Mexíkó, á Kúbu, í Afríku og á sigl- ingum mínum um Karíbahafið. Ætli þeir séu ekki orðnir yfir þrjátíu tals- ins.“ Litríkar eðlur, gerðar úr perlum og vírum, skríða líka upp um alla veggi. „Sumar þeirra keypti ég þegar ég var um síðustu jól í Jóhannesarborg í Afríku en aðrar hefur vinkona mín gefið mér.“ Kandístangir og gamalt úr Sigurbjörg er fædd og uppalin á Þórshöfn á Langanesi og sérstakur veggur á heimili hennar er tileink- aður gömlum hlutum frá bernsku- slóðunum. „Þetta er mestallt dót sem amma mín og afi áttu, kandístangir, tóbaks- horn, ullarkambur, þvottabretti, vog, veiðarfæri og fleira. En hornhilluna smíðaði pabbi þegar hann var ung- lingur. Frá honum er líka komið úrið stóra sem hann fékk að launum fyrir vinnu hjá Nótastöð á Akureyri. Ég rammaði líka inn ökuskírteinið hans sem er frá 1950, mjög virðulegt kennsluvottorð. Ég fékk suma þessa hluti eftir að hann dó en aðra gaf hann mér sjálfur meðan hann lifði.“ Klæddi stigagang með voxdúk Þegar Sigurbjörg keypti íbúðina breytti hún engu nema hún klæddi stigaganginn að hluta til með vox borðdúk og tók baðherbergið alveg í gegn. „Vinkona mín, sem gaf mér hund- inn, er fatahönnuður og með gott auga fyrir hlutunum. Hún var alveg með það á hreinu hvernig ætti að koma öllu fyrir hér inni. Hún hannaði líka og bjó til gardínurnar í stofunni. Hún valdi flísarnar og allar innrétt- ingar á baðherberginu og reifst við smiðina til að fá öllu sínu framgengt,“ segir Sigurbjörg sem er ekkert sér- staklega mikið fyrir að vera lengi á hverjum stað og finnst gaman að flytja og skipta reglulega um hús- næði. Morgunblaðið/Ásdís Gamalt og nýtt Sigurbjörg er mikið fyrir gamla hluti, en hljómflutningstæki og nýr háfur í eldhúsinu fara vel með spunarokk og snældu. Afrísku grímurnar setja sinn svip á vegginn. Hundurinn stjórnar öllu Gamla hornið Straubolti og nálar til að gera við net eru meðal þeirra hluta sem koma frá Þórshöfn. Húsbóndinn Stelios ber það með sér að vera sá sem öllu ræður. Hún skreytir heimili sitt með hausum sem hún viðar að sér á flakki um Mexíkó, Afríku og eyj- arnar í Karíbahafinu. Kristín Heiða Kristins- dóttir heimsótti konu sem býr í húsi þar sem er skepna á hverri hæð. Sigurbjörg er fædd og uppalin á Þórshöfn á Langanesi og sér- stakur veggur á heimili hennar er tileinkaður gömlum hlutum frá bernskuslóðunum. Afríkukonur Æðrulausar saman. khk@mbl.is lifun 28 LAUGARDAGUR 27. JANÚAR 2007 MORGUNBLAÐIÐ
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.