Morgunblaðið - 27.01.2007, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 27.01.2007, Blaðsíða 11
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 27. JANÚAR 2007 11 FRÉTTIR Eftir Önnu Pálu Sverrisdóttur aps@mbl.is „ÉG ræddi þetta séríslenska fyrir- brigði sem atvinnuþátttakan er,“ segir Berglind Ásgeirsdóttir sendi- herra en hún var einn fyrirlesara á málþingi um málefni innflytjenda í gær. Alþjóðasamfélagið, nýtt félag meistaranema í alþjóðasamskiptum við HÍ, og Alþjóðamálastofnun skól- ans buðu til þingsins. „Í innflytjendamálum skerum við okkur algjörlega úr OECD-ríkjum af því að hjá okkur er minnst atvinnu- leysi og útlendingar með enn minna atvinnuleysi en Íslendingar. Á með- an glíma mjög mörg OECD-ríki við hátt hlutfall þess og atvinnuleysi út- lendinga er tvöfalt meira en innlent,“ segir Berglind og bendir á að þar sem innflutningurinn hingað komi til vegna vinnu borgi fólk skatta hér en fá börn og aldraðir fylgi. „Meginat- riðið er að fólk er að leggja sitt af mörkum og við höfum fulla þörf fyrir það.“ Þá vill hún benda á, í ljósi um- ræðu um höft á straum innflytjenda, að með EES-samningnum hafi Ís- lendingar öðlast rétt til atvinnu er- lendis en um leið hvíli á okkur gagn- kvæmnisskyldur sem ekki sé hægt að skirrast við að uppfylla. Um það bil 31.000 Íslendingar séu erlendis á móti um 16.000 erlendum ríkisborg- urum á vinnumarkaði hér. 45% fá ríkisborgararétt Hún segir afar brýnt að huga að þeim stuðningi sem innflytjendur á vinnualdri þurfi. „Það er mjög skyn- samlegt að leggja til markvissan stuðning sem gerir innflytjendum kleift t.d. að fá langskólamenntun eða starfsmenntun viðurkennda. Í þeim efnum þyrftum við að hafa bet- ur í huga jafnréttisvinkilinn. Í lönd- um sem við horfum til hefur konum gengið mjög illa að fá próf viður- kennd og að fóta sig á vinnumarkaði, verr en körlum.“ Berglind segir að mörg mál á borð við þetta séum við ekki byrjuð að ræða hérlendis. „Við vitum heldur ekki hvað mun gerast, hvort fjöl- skyldur og börn fara að koma hing- að. Og eftir því sem við hjálpum fólki að fóta sig betur og því meiri færni sem það hefur öðlast, því meiri líkur eru á að fjölskyldan öll fóti sig vel.“ Þá talaði hún um mikilvægi skóla- kerfisins. „Í öðrum löndum hefur verið skoðað hvernig svokölluð PISA-rannsókn hefur komið út hjá börnum innflytjenda. Alls staðar nema í Kanada og Ástralíu standa börn innflytjenda verr. Við verðum að beina kröftunum að því að þetta gerist ekki hjá okkur.“ Berglind seg- ir einnig að gott samstarf stjórn- valda og atvinnulífsins sé nauðsyn- legt. „Það eru sameiginlegir hagsmunir að fólk nái að aðlagast. Staðreyndin er að um 45% þeirra er- lendu ríkisborgara, sem hingað flytj- ast, eru komnir með ríkisborgararétt sjö árum seinna.“ Lokaorð Berglindar voru á þá leið að við gætum lært bæði af því besta annars staðar og mistökum. En þró- unin í innflytjendamálum væri al- gjörlega undir okkur sjálfum komin. Þyrftum að skoða jafnréttisvinkilinn Berglind Ásgeirsdóttir ræddi stöðu innflytjenda hérlendis og reynsluna í öðrum löndum á fjölsóttu málþingi Fyrirlesarar F.v. Ahn-Dao Tran, Salman Tamimi, Unnur Dís Skaptadóttir, Guðmundur Hálfdanarson, Berglind Ásgeirsdóttir og Björg Kjartansdóttir. Eftir Örlyg Stein Sigurjónsson orsi@mbl.is STÓRAUKIN þjónustu við ferða- fólk á hálendinu, miklar fram- kvæmdir og endurbætur á skálum Ferðafélags Íslands ásamt fjöl- breyttu ferðaúrvali er meðal þess sem FÍ býður upp á á þessu ári sem markar stór tímamót í sögu félagsins en félagið er 80 ára á þessu ári. Félagið var stofnað 27. nóvember árið 1927 og var Jón Þorláksson kos- inn fyrsti forseti félagsins. Aðeins þremur árum síðar var fyrsta sælu- hús FÍ reist við Hvítárnes og hefur það verið í notkun allar götur síðan. Á afmælisárinu verður staðið fyrir gagngerum endurbótum á húsinu með sérstökum stuðningi frá Alþingi til að friða húsið. „Húsið er í upp- runalegri mynd frá byggingarárinu 1930 og er af mörgum talið eins- konar vörumerki Ferðafélagsins,“ segir Ólafur Örn Haraldsson, forseti FÍ. „Þetta er þó aðeins hluti af fyr- irhuguðum framkvæmdum á vegum félagsins, því við stefnum einnig að því að byggja smáhýsi fyrir ferðafólk í Þórsmörk og í Landmannalaugum verður þjónustan aukin verulega frá því sem nú er. Frá 10. febrúar verð- ur gæsla og hiti hafður á í skálanum í Landmannalaugum og rennandi vatn fyrir sturtuaðstöðu og salernin. Þarna verður því allt önnur og manneskjulegri aðstaða í vetur. Jafnframt verður bætt salernis- aðstaðan í Emstrum, við Hagavatn, Hlöðuvelli og víðar. Til viðbótar þessu verður staðið að gagngerum endurbótum í skála FÍ í Nýjadal í samvinnu við Ferðaklúbbinn 4x4. Þetta eru mestu framkvæmdir á vegum FÍ í langan tíma og rótin að þeim eru vaxandi kröfur ferðafólks um þægindi í vinsælustu skálunum þótt ekki sé á neinn hátt verið að hrófla við upplifunum þeirra sem kjósa ögn frumstæðari skilyrði í öðr- um fjallaskálum.“ Fornbílaferð og sigling á Hvítá Ferðir FÍ á afmælisárinu eru fjöl- breyttar og finna má hefðbundnar Ferðafélagsferðir á Hornstrandir, Laugaveginn, Fimmvörðuháls og fleiri rótgrónar ferðir. „Á þessu ári munum við einnig efna til fræðslu- og dagsferða með sérfræðingum þar sem heimsótt verða svæði sem eru mjög í brennidepli um þessar mund- ir. Þessar ferðir eru m.a. í Brenni- steinsfjöll, Langasjó, Þjórsárver og Ölkelduháls. Meðal annarra nýjunga má síðan nefna ferð þann 16. júní í samstarfi við Fornbílaklúbb Íslands, í tilefni af því að 100 ár verða liðin frá komu Friðriks VII Danakonungs 1907, leið hans um Kóngsveginn svonefnda um Þingvelli, Gjábakka og Tungur. Hægt verður að kaupa sér far með fornbílunum og á leiðinni verður stansað á Þingvöllum og Laug- arvatni og minjar Kóngsvegarins skoðaðar. Þá erum við að skipu- leggja siglingu niður Hvítá, sem verður rólegheitasigling með traust- um flúðabát, og ekki er gerð krafa um að þátttakendur þurfi að róa eins og í hefðbundinni ævintýrasiglingu. Siglt verður frá Brúará til móts við Skálholt og lýkur ferðinni með grill- veislu í Þrastarskógi.“ Að sögn Ólafs Arnar hefur fé- lögum í FÍ fjölgað mikið undanfarin misseri og eru nú um 7 þúsund manns félagar. „Það er því mikið líf í félaginu og það er mikið fagnaðar- efni. Síðast en ekki síst skal nefnt að Árbók Ferðafélagsins kemur út á næstunni og höfundur hennar að þessu sinni er Jón Torfason sem fjallar um A-Húnavatnssýslu.“ Ný heimasíða FÍ hefur verið tekin í notkun og má finna ítarlega ferða- dagskrá á vefnum félagsins á slóð- inni www.fi.is. Miklar framkvæmdir og bætt þjónusta á afmælisári Ljósmynd/FÍ 80 ár Sæluhús Ferðafélags Íslands í Hvítárnesi. Húsið var reist árið 1930 og er elsta sæluhús FÍ. Ferðafélag Íslands fagnar 80 ára afmæli félagsins
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.