Morgunblaðið - 27.01.2007, Síða 45
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 27. JANÚAR 2007 45
✝ Lilja Sigurð-ardóttir fæddist
í Teigi í Eyjafirði
12. október 1923.
Hún lést á Heil-
brigðisstofnun
Sauðárkróks 13.
janúar síðastliðinn.
Foreldrar hennar
voru Sigurður
Hólm Jónsson, f.
27.8. 1896, d. 26.2.
1981 og Helga
Pálmadóttir, f. 2.7.
1901, d. 13.1. 1927.
Systkini Lilju eru
Helga, f. 4.1. 1927, Jóhann Birg-
ir, f. 22.3. 1930, Jón Svan, f.
25.5. 1931, Gylfi, f. 3.6. 1940,
Logi, f. 2.11. 1942, d. 15.8. 2006,
Smári, f. 13.10. 1947, Svala, f.
11.8. 1949 og Frosti Hlynur, f.
29.1. 1954.
Hinn 29. ágúst 1948 giftist
Lilja Sveini Gíslasyni, f. 10.6.
1921. Synir þeirra eru: 1)
Sveinn, f. 2.10. 1947, maki Anna
Dóra Antonsdóttir, f. 3.10. 1952,
2) Pálmi, f. 26.11.
1948, maki Lilja
Rut Berg, f. 12.11.
1952, og 3) Sig-
urður, f. 27.2. 1955,
maki Jóhanna Þor-
valdsdóttir, f. 7.2.
1963. Barnabörnin
eru níu og barna-
barnabörn eru
fimm.
Lilja ólst upp í
Teigi í Eyjafirði hjá
móðurbræðrum sín-
um Jóhanni og
Brynjólfi Pálmason-
um. Hún stundaði ýmis störf sem
ung stúlka en flutti eftir giftingu
að Frostastöðum í Skagafirði og
var húsfreyja þar til ársins 1976.
Lilja og Sveinn fluttu þá til
Sauðárkróks og bjuggu á Víði-
grund 28. Lilja vann hjá Vega-
gerð ríkisins í mörg ár og síðar
á Sjúkrahúsi Skagfirðinga.
Lilja verður jarðsungin frá
Sauðárkrókskirkju í dag og
hefst athöfnin klukkan 13.30.
Í dag er kvödd tengdamóðir mín,
Lilja Sigurðardóttir frá Frosta-
stöðum. Lífsklukkan hefur stöðv-
ast. Hversu undarlegt sem okkur
finnst, að horfin sé að eilífu sam-
ferðakona í áratugi, þá tjáir ekki á
móti að mæla, því verður ekki
breytt, hún er farin í ferðina miklu.
Lilla var tuttugustu aldar kona
sem lifði tvenna tíma eins og flestir
af hennar kynslóð. Tækni sem við
göngum að sem sjálfsögðum hlut í
dag og meira en það, voru nýjungar
sem gerðu lífsbaráttuna auðveld-
ari, ekki síst störf kvenna. Ung bjó
hún og starfaði á Akureyri, þar var
komið rafmagn og ýmis þægindi
sem léttu lífið. Hún sagði mér
stundum frá viðbrigðunum að
flytja í sveitina þar sem ekkert var
rafmagnið og hún þurfti að rifja
upp gömul kynni af eldri orkugjöf-
um. Ekki er þó hægt að segja að
hún hafi flutt í einangrun því að
hún settist að í fjölbýli í sveit. Þar
bjó fjöldi fólks og barnahópurinn
sem ólst upp í hennar tíð á Frosta-
stöðum var stór. Engan hef ég hitt
af þeim hópi, sem ber annað en
hlýjan hug til hennar.
Ég á Lillu mörg handtökin að
þakka. Hún var eljusöm og vannst
vel, það ætti ég best að vita. Hún
leiddi mig áfram við sveitastörfin,
hægt en örugglega, var óþreytandi
að segja mér til og kom á vettvang
þegar mikið lá við svo sem í haust-
önnum. Lagði á ráðin um mataröfl-
un og birgðir þannig að mér blöskr-
aði fyrst í stað og fannst um of. En
hún hafði rétt, talaði af reynslu
sem ekki sveik. Hún kunni hina ís-
lensku matargerð út í æsar, bjó til
góðan mat og miðlaði óspart af
fróðleik sínum. Einkum var hún
mikil brauðgerðarkona, uppskriftir
hennar eru enn notaðar og mun
verða miðlað áfram til næstu kyn-
slóða.
Spaugið var heldur ekki langt
undan. Lilla hafði ríka kímnigáfu
og henni var lagið að sjá spaugilega
hlið mála, einkum ef sú hlið sneri
að henni sjálfri. Margt var skrafað
við hina endalausu matargerð í eld-
húsinu á Frostastöðum, og haft
gaman af. Og oft var hlegið dátt yf-
ir pökkunum á aðfangadagskvöld,
ekki síst þegar rausnarlegir pakk-
arnir frá Önnu vinkonu voru teknir
upp og skoðaðir. Það var ekki alltaf
á hreinu til hvers ætti að nota það
sem kom í ljós og tillögurnar gátu
verið hinar kostulegustu.
Gestrisni Lillu var við brugðið,
hún bjó aldrei stórt en hafði alltaf
pláss. Hún tók jafnt á móti öllum,
fór ekki í manngreinarálit og gerði
jafnt við alla. Hennar aðal var samt
sem áður umhyggjan fyrir fjöl-
skyldunni, börnum, barnabörnun-
um og okkur öllum. Hún var vakin
og sofin að hugsa um sína. Mér eru
í minni hringingar á óveðursdög-
um, bara til að vita hvort allir væru
tryggilega komnir í hús. Mér var
þetta mikils virði og það gleymist
ekki. Við hittumst síðast um nýliðin
jól og tókum tal saman. Yfir henni
var friður og ró, hún kvaðst hafa
lokið heimanbúnaði, væri sátt við
allt og alla og nú væri ekkert sem
tefði.
Hér við skiljumst
og hittast munum
á feginsdegi fira;
drottinn minn
gefi dauðum ró,
hinum líkn, er lifa.
(Úr Sólarljóðum.)
Ég kveð tengdamóður mína með
söknuði, þakka áratuga samfylgd
og óska henni góðrar ferðar.
Anna Dóra Antonsdóttir.
Nú þegar komið er að kveðju-
stund vil ég þakka tengdamóður
minni og nöfnu fyrir yndisleg kynni
og samfylgd.
Í henni eignaðist ég ekki einung-
is góða tengdamóður heldur líka
góða vinkonu.
Minnist ég allra góðra stunda
með henni, glaðlyndis og dillandi
hláturs sem smitaði alla sem nærri
henni voru.
Fjölskyldan var Lillu allt, og um-
hyggjan fyrir henni var ávallt í fyr-
irrúmi. Síðustu 2 árin hafði heilsu
hennar hrakað, og dvaldi hún á
Sjúkrahúsinu á Sauðárkróki frá því
í september, og naut þar frábærrar
umönnunar. Lést hún á dánardegi
móður hennar, 13. janúar, 80 árum
síðar.
Ég sendi þér kæra kveðju,
nú komin er lífsins nótt.
Þig umvefji blessun og bænir,
ég bið að þú sofir rótt.
Þó svíði sorg mitt hjarta
þá sælt er að vita af því
þú laus ert úr veikinda viðjum,
þín veröld er björt á ný.
Ég þakka þau ár sem ég átti
þá auðnu að hafa þig hér.
Og það er svo margs að minnast,
svo margt sem um hug minn fer.
Þó þú sért horfinn úr heimi,
ég hitti þig ekki um hríð.
Þín minning er ljós sem lifir
og lýsir um ókomna tíð.
(Þórunn Sigurðardóttir.)
Minning þín mun ávallt lifa.
Lilja Ruth.
Amma er dáin. Það er einkenni-
legt að hugsa um þessa staðreynd
og það á eftir að verða skrýtið að
koma í Skagafjörðinn, vitandi að
það verður ekki hægt að fara og
hitta ömmu, spjalla við hana um
heima og geima og fá sér súkkulaði
og kókópuffs. Já, kókópuffs.
Fyrstu minningarnar eru einmitt
tengdar því. Það var alltaf hægt að
ganga að því vísu að það var til nóg
af kókópuffsi í skápnum hjá ömmu
þegar maður kom þangað. Og þetta
brást aldrei allan þann tíma sem
þau afi bjuggu saman á Víðigrund-
inni. Og amma sparaði aldrei mat-
inn við mann og gaf manni alltaf
það sem manni þótti gott að borða.
Amma sjálf var ótrúlega nýtin á
allt og hélt ævinlega upp á alla
hluti. Hún geymdi þá og kom þeim
fyrir á sínum stað. Það var líka allt-
af allt í röð og reglu hjá henni og
aldrei fór neitt til spillis.
Við bræðurnir vorum á heimavist
nokkra vetur á Króknum og vorum
þá gjarnan hjá afa og ömmu um
helgar. Amma tók óumbeðin að sér
að þvo af okkur fötin og öfundsýk-
ina mátti lesa úr augum herberg-
isfélaga okkar á heimavistinni, þeg-
ar við komum með fulla haldapoka
af hreinum þvotti frá ömmu, og
jafnvel nærfötin voru stífstraujuð.
Það var gott að eyða helgunum hjá
afa og ömmu, fullkomin afslöppun
þótt gestagangurinn væri stundum
mikill. Hjá ömmu var nefnilega fé-
lagsmiðstöð stórfjölskyldunnar.
Þangað komu ættingjar til að
spjalla og ræða viðburði líðandi
stundar. Amma sat þá á sínum stað
við eldhúsborðið og kinkaði kolli
eða hristi höfuðið í hneykslun eftir
því sem við átti. En nú er amma
farin, og þó að við bræður kveðjum
hana með sorg í hjarta þá getum
við ekki annað en verið glaðir yfir
því að hafa fengið að njóta samvist-
anna við hana jafn lengi og raun
bar vitni. Bless amma og takk fyrir
okkur.
Þorgeir og Teitur.
Þá er elsku amma mín farin frá
okkur og vil ég minnast hennar
með þessu ljóði.
Hjartakær amma, far í friði,
föðurlandið himneskt á,
þúsundfaldar þakkir hljóttu
þínum litlu vinum frá.
Vertu sæl um allar aldir,
alvaldshendi falin ver;
inn á landið unaðsbjarta,
englar Drottins fylgi þér.
(Höf. ók.)
Hvíl í friði, elsku amma.
Hákon Frosti.
Enn á ný er höggvið skarð í þá
stóru fjölskyldu er átti heima á
Frostastöðum er fjórbýli var og
hét. Áður eru látnir pabbi (Konráð)
og Frosti bróðir hans. Nú hefur
Lilla hans Svenna föðurbróður
kvatt þennan heim. Það er alltaf
sárt að kveðja hinstu kveðju.
Frá því að við tvíburarnir mun-
um fyrst eftir okkur vöndum við
komur okkar til Lillu og Svenna.
Það er gott að hugsa til þess tíma
nú, ekki síst vegna þess, að aldrei
þurftum við neitt dót eða leikföng
hjá þeim. Okkur var veitt öll sú at-
hygli er við þurftum með ótak-
mörkuðum tíma, með því að tala við
okkur um hvað sem var.
Hægt væri að tína til ótal
skemmtilegar minningar frá þess-
um tíma, en það yrði kannski of
langt mál. Þó finnst okkur rétt að
greina frá einu atviki. Við vorum í
fótbolta sunnan við húsið og okkur
varð á að sparka boltanum í gegn
um stofuglugga hjá Lillu. Eftir að
annar okkar hafði talað kjark í hinn
fór sá kjarkaðri upp til Lillu örlítið
smeykur. Sá ótti reyndist þó
ástæðulaus því Lilla sat róleg við
eldhúsgluggann og sagði hvar bolt-
inn væri. Brosti og sagði að þetta
væri allt í lagi en spurði hvort við
vildum ekki fara aðeins lengra út á
tún.
Á unglingsárum okkar stunduð-
um við brúarvinnu á sumrin um
nokkurra ára skeið. Þar stóð Lilla
við eldavélina og það var notalegt
að finna nærveru hennar þar.
Lilla var þeim eiginleikum gædd,
að hún gat umgengist alla og allir
gátu umgengist hana. Aldrei
heyrðum við hana hallmæla nokkr-
um manni eða lítilsvirða skoðanir
annarra. Frekar sneri hún um-
ræðum upp í grín að sjálfri sér.
Eftir að hafa umgengist Lillu
daglega fyrstu 15 ár ævi okkar, að
viðbættum nokkrum sumrum í brú-
arvinnu og mörgum endurfundum
síðan, erum við þó nokkuð vissir
um eitt. Hún þekkti okkur aldrei í
sundur, en það gerði ekkert til því
þetta var Lilla.
Um leið og við kveðjum Lillu vilj-
um við þakka fyrir allt sem hún
gerði fyrir okkur.
Gamla Svenna og fjölskyldu vott-
um við okkar dýpstu samúð.
Kolbeinn og Leifur.
Fyrstu skrefin á nýjum stað eru
oft völt og hikandi og þá er gott að
hitta fyrir traust samferðafólk.
Mér er bæði ljúft og skylt að minn-
ast Lillu, svilkonu minnar og þakka
fyrir samfylgdina á Frostastöðum í
20 ár. Hún studdi mig fyrstu skref-
in er ég kom í Frostastaði haustið
1956, ung og fákunnandi. Þrjár
fjölskyldur bjuggu þar, allar í sama
húsinu og nú var sú fjórða í upp-
siglingu. Ýmislegt var sameiginlegt
innan dyra og vissar hefðir höfðu
myndast. Þegar skipt er um veru-
stað er gott að geta flutt með sér
ljúfar minningar. Þannig eru minn-
ingarnar um samskipti og samveru
okkar Lillu á Frostastöðum. Á
heimili þeirra Sveins ríkti hlýja,
góðvild og gamansemi. Til þeirra
laðaðist fólk, bæði fullorðnir og
börn. Þar var auðvelt að gleyma
sér yfir kaffibolla við eldhúsbekk-
inn. Lilla var mjög árrisul og fyrir
daga rafmagns og þvottavéla var
hún oft búin að þvo stórþvott þegar
kominn var fótaferðartími hjá öðru
fólki. Sama vinnulag hafði hún oft
við bakstur. Síðar deildum við
sama þvottahúsi og þvottavél í ára-
raðir. Aldrei bar þar skugga á. Svo
voru það sumargestirnir hennar
Lillu.
Þar eru minnisstæðust móður-
bróðir hennar sem kallaður var Jói
og Helga konan hans. Lilla kallaði
þennan frænda sinn alltaf Jóa móð-
urbróður, og flest heimilisfólkið á
bænum kallaði hann það líka, þótt
óskylt væri. Það var alltaf eitthvað
svo skemmtilegt í kringum hana
Lillu, og hún gerði óspart grín að
sjálfri sér. Í kvenfélaginu tók hún
virkan þátt og taldi ekki eftir sér
vinnuna þar. Fjórbýlið á Frosta-
stöðum sem nú heyrir sögunni til,
lifir í hugum okkar er þar áttum
heima. Við minnumst og þökkum.
Ég þakka Lillu fyrir mig og
mína, þakka fyrir samfylgdina.
Innilegar samúðarkveðjur til fjöl-
skyldunnar.
Helga Bjarnadóttir frá
Frostastöðum.
Lilja Sigurðardóttir
✝ María Guð-mundsdóttir
fæddist á Skaga-
strönd 27. október
1923. Hún lést á
Heilbrigðisstofnun
Siglufjarðar aðfara-
nótt 22. janúar síð-
astliðins. Foreldrar
hennar voru María
Magnúsdóttir og Ei-
ríkur Guðmundur
Guðmundsson.
María giftist
Ragnari Gíslasyni
útgerðarmanni, f. á
Undhóli í Skagafirði 28. október
1918, d. 11. maí 1998. Börn þeirra
eru: 1) Halldóra Guðlaug, f. 1944,
maki Frímann Gústafsson, börn
Guðmundur, Guðlaug, Hrafnhild-
ur og Sigþór. 2) Ólöf Hafdís, f.
1946, d. 1995, maki Einar Júl-
íusson, börn Vil-
borg, Halldóra,
María Ragna og
Ólöf Hafdís. 3)
María Lillý, f. 1950,
maki Haukur Jóns-
son, börn Rakel,
Guðrún, Ragnar
Haukur, Pétur
Steinn, Jón Rúnar
og Aron Haukur. 4)
Guðmundur, f.
1953, maki Herdís
Sæmundardóttir,
börn Steindór,
Helgi Sæmundur og
Ása María. 5) Kristín, f. 1956,
maki Jón Ásgeirsson, börn Hauk-
ur og María Lillý. 6) Ragnar
Ragnarsson, f. 1957.
Útför Maríu verður gerð frá
Siglufjarðarkirkju í dag og hefst
athöfnin klukkan 11.
Mig langar í örfáum orðum að
minnast elsku ömmu minnar sem
nú er látin. Hún amma var einstök
að mörgu leyti. Hún var ofboðs-
lega góð kona. Hún tók alltaf vel á
móti öllum með bros á vör og hlýju
í hjarta. Ég á margar minningar
um það að vera heima hjá ömmu
og allar eiga þær það sameiginlegt
að þær eru ofboðslega hlýjar og
góðar minningar. Eins og öll sím-
tölin þar sem við gátum talað um
allt á milli himins og jarðar …
stundum voru það heilu klukku-
tímarnir. Hjá ömmu fannst öllum
gott að vera. Þér þótti líka ákaf-
lega vænt um fjölskylduna þína og
það var aðdáunarvert hversu vel
þú fylgdist með henni. Eins og
okkur hérna fyrir sunnan. Alltaf
var stutt í hláturinn hjá þér og
brosið. Enda á ég rosalega margar
góðar minningar við eldhúsborðið
þitt þar sem fjölskyldan hittist og
spjallaði saman og hló mikið. Þó
svo að þú værir orðin svona veik
veit ég það í gegnum fjölskylduna
að ekki var langt í grínið hjá þér.
Alltaf gastu litið á jákvæðu hlið-
arnar á öllu. Alveg sama hverju
það tengdist.
Ekki hefði mér dottið það í hug
að það yrði í síðasta skiptið sem ég
myndi sjá þig þegar við hjónin ætl-
uðum bara rétt að taka okkur smá-
rúnt til Sigló til ömmu alla leiðina
frá Eskifirði sem tók aðeins fjóra
tíma en ég er mjög fegin því núna.
Þá var sko mikið hlegið við eldhús-
borðið fræga yfir þessum rúnti
okkar, eins og svo oft áður. En
mikið rosalega á ég eftir að sakna
allra góðu stundanna með þér
elsku amma mín. Ég hef alltaf litið
á þig sem klettinn í þessari fjöl-
skyldu og dáðst að þér. Þú varst
alltaf svo yndisleg og umvafðir alla
ást og kærleika. Þegar við syst-
urnar fórum til Sigló dvöldum við
alltaf í góðu yfirlæti hjá ömmu og
afa. En ég reyni að hugsa til þess
að þér líði miklu betur núna og
sért hjá honum afa og mömmu.
Þar er eflaust kátt á hjalla.
Ég á eftir að sakna þín mjög
mikið. Elsku amma mín, nú hefur
þú kvatt þennan heim og með
söknuði og hlýhug í hjarta þakka
ég fyrir að hafa haft þig í lífi mínu.
Þín
Ólöf Hafdís.
María Guðmundsdóttir
✝
Innilegar þakkir til allra þeirra sem sýndu okkur
vináttu, samúð og hlýhug við fráfall og útför elsku-
legs eiginmanns míns, föður okkar, tengdaföður,
afa og langafa,
ÞÓRIS GUÐMUNDSSONAR
bifreiðarstjóra,
Brekkubæ 33.
Sérstakar þakkir færum við hjúkrunarþjónustunni
Karitas og krabbameinsdeild Landspítalans.
Fyrir hönd aðstandenda,
Hlíf Samúelsdóttir.