Morgunblaðið - 27.01.2007, Síða 47

Morgunblaðið - 27.01.2007, Síða 47
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 27. JANÚAR 2007 47 Önnu Þóru bið ég þess að Maja, Eva, Sverrir og aðrir ástvinir henn- ar finni ró og frið í hjarta sínu. Anna Þóra var mér stórkostleg fyr- irmynd. Hún var fylgin sér, ráða- góð en heillandi, bar virðingu fyrir og hafði áhuga á fólki og naut sam- vista við það. Farðu í friði, ljúfa frænka. Ingibjörg Ýr Pálmadóttir. Fréttin um andlát Önnu Guð- mundsdóttur Harned kom eins og þungt högg. Okkur æskuvini henn- ar setti hljóða, við vorum agndofa yfir þessum sorglegu tíðindum. Yndisleg, góð kona og elskuð vin- kona, fallin frá, langt fyrir aldur fram. Yfir fimmtíu ár höfum við hist og deilt saman gleði og sorg- um. Samverustundir sem hófust á unglingsárum á bernskuheimili hennar í litla rauða húsinu á Vest- urgötu 46. Þar bjuggu foreldrar hennar, Þuríður Þórarinsdóttir og Guðmundur Ágústsson bakara- meistari og skákmaður, einstaklega gestrisin og hjartahlý hjón. Við vinir Önnu höfum misst mik- ið. Hún var einn besti og nánasti vinur okkar og við minnumst henn- ar með miklum trega. Betri vin en hana er ekki hægt að eignast á lífs- leiðinni. Hún var gegnheil mann- eskja, vinaföst, góðhjörtuð og ein- læg. Við hittumst skömmu fyrir jól, til að eiga saman stund, eins og við vorum vanar. Anna var þá á spítala í Flórída og við spjölluðum allar við hana í farsíma. Glaðleg rödd hennar og hlátur hljómar enn í hugskotinu. Það er svo skammt síðan, en lífið er hverfult og skjótt skipast veður í lofti, eins og við erum oft svo harkalega minnt á. Ótrúlegur fjöldi fólks, sem hefur átt um sárt að binda, stendur í þakkarskuld við Önnu. Hún mátti ekkert aumt sjá eða vita af, án þess að rétta fram hjálparhönd. Sam- kennd hennar með þeim sem minna máttu sín var djúp. Hún átti stóran þátt í uppbyggingu grunnsins að meðferð við áfengissýki hér á landi. Fyrir það starf var hún sæmd Fálkaorðunni 1983. Þegar við vinir hennar minntumst á það hló hún glaðlega og bryddaði upp á öðru umtalsefni. Kæra vinkona, vertu nú sæl að sinni. Við geymum minningarnar um þig alla tíð. Þær eru hluti af okkur, glitrandi perlur í sálinni. Við óskum þér fararheilla á ljóssins leið. Börnum hennar, Maju, Sverri og Evu, eiginmanni, Ed Harned og systkinum, Ágústu og Edgari og ástvinum hennar öllum, sendum við hugheilar samúðarkveðjur. Góður Guð styrki þau í sorg sinni. Kristjana Sæmundsdóttir, Hulda Erlingsdóttir, Guðrún Narfadóttir, Þórdís Jónsdóttir, Svala Valgeirsdóttir og Sigrun Simons. Hún Anna föðursystir mín var ein af þeim sem gerðu veröldina auðugri með því að dvelja í henni. Ég og dóttir mín heimsóttum Önnu og eiginmann hennar Ed til Flórída fyrir nokkrum árum. Þau hjónin veittu okkur frábærar móttökur eins og þeirra var alltaf von og vísa. Farið var með okkur mæðgur á ströndina, í Disney World og margt fleira. Þau gerðu ferðina ógleym- anlega fyrir dóttur mína sem mun muna eftir þessari ferð alla ævi. Önnu fylgdi alltaf ferskur and- blær að mínu mati. Hún var rösk og ákveðin en jafnframt mannvinur. Hún gaf sér alltaf tíma fyrir ætt- ingja og vini. Oft hafði hún sam- band við okkur mæðgur eða sendi óvæntar gjafir. Það hafa verið for- réttindi að eiga hana Önnu fyrir frænku. Börn hennar og barnabörn bera henni vitni – hvert öðru mann- vænlegra. Kristín Þórarinsdóttir.  Fleiri minningargreinar um Önnu Þóru Guðmundsdóttur Harned bíða birtingar og munu birtast í blaðinu næstu daga. Höf- undar eru: Þórdís og Haukur, Pálmi Ragnar, Elín Kristjánsdóttir, Lízella og Anna Kristine. ✝ Þóra Krist-insdóttir fædd- ist á Þvottá 7. apríl 1956. Hún lést á Líknardeild Land- spítalans 19. janúar síðastliðinn. For- eldrar hennar eru Kristinn Guð- mundsson, f. 24. janúar 1920, og Unnur Guttorms- dóttir, f. 12. mars 1925. Þóra átti þrjú systkini, þau eru: 1) Smári, f. 24. mars 1952. Kona hans er Kolbrún Kjartansdóttir, f. 24. júlí 1953. Þau eiga tvö börn. 2) Hanna, f. 31. mars 1955. Maður hennar er Björn Jónsson, f. 27. desember 1946. Þau eiga fjögur börn. 3) Guðmundur, f 12. desember 1957. Kona hans er Hafdís Gunn- arsdóttir, f. 17. desember 1958. Þau eiga fjórar dætur. Þóra giftist Kára Alfreðssyni, f. 12. október 1956. Foreldrar hans eru Anna Jóhannsdóttir, f. 30. apríl 1924, og Alfreð Sig- urbjörnsson, f. 22. apríl 1922, d. 11. júlí 1993. Börn Þóru og Kára eru: 1) Hlynur, f. 17. desember 1977. 2) Bjarki, f. 28. des- ember 1981, eig- inkona Helga Sveinsdóttir, f. 22. júlí 1977. Börn hennar eru: A) Amalía Petra, f. 22. janúar 1995. B) Gabríel Tandri, f. 11. febrúar 2002. C) Sveinn Tristan, f. 12. desember 2003. Barn þeirra er: Kristel Björk, f. 11. apríl 2005. Leiðir Þóru og Kára lágu sam- an 1976. Þau hófu búskap á Seyðisfirði, en fluttu fljótlega til Hafnar í Hornafirði þar sem þau bjuggu alla tíð síðan. Þóra og Kári giftu sig hinn 19. desember 2006. Þóra vann mest alla sína starfsævi við fiskvinnslu, lengst af sem verkstjóri hjá Borgey, sem síðar varð Skinney Þinga- nes. Úför Þóru verður gerð frá Hafnarkirkju í dag og hefst at- höfnin klukkan 14. Hún Þóra okkar er dáin og verður jörðuð í dag. Hrifin burtu á besta aldri aðeins fimmtug. Framundan hefðu átt að vera ár uppskeru. Ár til að njóta alls þess sem aldrei gafst tóm til í dagsins önn. Þóra fæddist á Þvottá 7. apríl 1956. Hún var þriðja í röðinni af fjór- um systkinum. Við áttum öll góða bernsku í samheldinni fjölskyldu þar sem lífið snerist mest um búskap og það sem honum fylgdi, en líka um að allir kæmust til nokkurs þroska. Þetta voru ljúf ár sem gáfu okkur öll- um gott veganesti fyrir lífið. Þóra hafði listrænt upplag, sem hún því miður gat lítið þróað. Í gegnum sinn listræna glugga sem einkenndist af víðsýni, sá hún oft óvænta og gjarn- an jákvæða fleti á samferðamönnun- um og á viðfangsefnum líðandi stundar. Sá skóli sem boðið var upp í okkar heimasveit átti ekki vel við Þóru, enda ekki spennandi stofnun, sveita- skóli af gömlu gerðinni, þar sem bæði skorti metnað og framsýni. Hún byrjaði því snemma að vinna fyrir sér og læra í skóla lífsins. Hún naut þess mikið að vinna einn vetur í veitingaþjónustunni hjá Leikfélagi Reykjavíkur í Iðnó. Þar kynnist hún leiklistinni og sumum af bestu leik- urum þess tíma í návígi. Þessi sam- vera með fólki sem kryfur mannlífið alla daga reyndist henni mjög dýr- mæt. Í skóla lífsins eru tekin próf á hverjum degi og lífið lagði fyrir Þóru ýmsar snúnar þrautir sem aðrir hefðu ekki leyst betur. Þóra var falleg smekkvís kona. Smekkurinn var látlaus og stíl- hreinn. Strax sem barn hafði Þóra skýrar skoðanir á klæðaburði og samræmi forms og lita. Frá fyrstu tíð fór hún líka alltaf vel með fötin sín og óhreinkaðist að jafnaði ekki þótt hún ynni við óhreinindi. Hún hafði líka mjög næmt lyktarskyn sem hún notaði snemma til að meta gæði þess sem fyrir hana var borið og gat þá verið nokkuð vandlát, en á þeim tíma var ekki búið að finna upp síðasta söludag. Við töluðum um fína nefið hennar Þóru og átti að vera stríðni. Gott lyktarskyn kom sér vel í fisk- vinnslunni þar sem hún eyddi mest- um hluta sinnar starfsævi, lengst af sem verkstjóri. Hér reyndist líka farsælt það látleysi og sú virðing gagnvart náunganum sem hún hafði tileinkað sér. Hún kom eins fram við alla. Þóra hafði mikinn metnað fyrir hönd síns vinnustaðar, fyrst Borg- eyjar og síðan Skinneyjar Þinga- ness. Þekking hennar á því sem sneri að vinnunni var traust enda setti hún að jafnaði þarfir vinnustaðarins framar sínum eigin. Krabbameinið örlagaríka, greind- ist fyrir níu árum. Hún fann meinið sjálf. Henni virtist vegna vel í fyrstu meðferð og var sagt að meðferðin hefði tekist vel og sjúkdómurinn greindist ekki lengur. Fyrir þremur árum tók sjúkdómurinn sig upp og reynst þá óviðráðanlegur. Seinni meðferðin og sjúkdómurinn höfðu verulegar aukaverkanir, sem tekið var með ótrúlegu jafnaðargeði Þóra barðist við sjúkdóm sinn af mikilli hugprýði og æðruleysi, þann- ig að manni stóð vart á sama. Það var ótrúlegt að upplifa hvernig hún gat fárveik rifið sig upp úr lyfjamóki og rætt við vini og vandamenn eins og allt væri í himnalagi. Hún lét ekki undan síga á neinum vígstöðvum fyrr en síðustu vikurnar. Hún fór beint úr vinnunni í sína síðustu sjúkrahúsdvöl. Hún vann fullan vinnudag með mikilli aukavinnu alla tíð og tók að jafnaði eingöngu sjúkradaga til að fara til læknis í reglubundin viðtöl og meðferðir. Hún vildi eiga eðlilegt og innihalds- ríkt líf eins lengi og kostur væri. Þóra sagði að síðustu ár í lífi þeirra Kára hefðu verið stórkostleg og nefndi þar sérstaklega ferðir um náttúru Íslands, en þau fóru víða á sínum jeppa með tjaldvagn. Þau Þóra og Kári voru mjög samrýnd. Stuðningur eiginmannsins sem stóð eins og klettur við hlið hennar á loka- kaflanum var aðdáunarverður. Að leiðarlokum þakka ég Þóru systur samfylgdina. Kveðjustundin er erfið og lífið framundan fátæk- legra fyrir okkur öll. Fyrir hönd foreldra og systkina vil ég þakka öllum sem stóðu við hlið Þóru og léttu henni og Kára lífið sl. vikur. Smári Kristinsson. Það var erfið stund þegar pabbi hringdi í mig og sagði mér að þú værir dáin. Svo óraunverulegt þó að við vissum öll hvert stefndi. Þótt þú hefðir barist við veikindin í mörg ár þá einhvern veginn trúði maður því aldrei að þetta myndi fara svona. Ég hugsaði alltaf: „Hún Þóra er svo sterk og dugleg að hún hlýtur að sigrast á þessu.“ Þú varst stolt og sterk kona og vildir sem minnst gera úr þínum veikindum. Því gerði mað- ur sér kannski minni grein fyrir því hversu alvarlegt þetta í rauninni var og var það því mikið áfall þegar ég frétti hvað þú værir skyndilega orðin veik. Það eru margar tilfinningar og hugsanir sem streyma gegnum hug- ann. Lífið getur verið svo ósann- gjarnt. Þú sem alla tíð vannst svo mikið, varst allra manna duglegust, færð ekki að njóta afraksturs erfiðis- ins á efri árum. Þegar ég, sveitastelpan, þurfti að fara að heiman í gagnfræðaskóla stóð heimili ykkar opið. Ég fékk sér- herbergi og allt var gert til að mér liði eins og heima hjá mér. Hjá ykkur bjó ég meira og minna í tíu til ellefu ár með hléum. Í hvert skipti sem mig vantaði húsaskjól, hvort sem var til að stunda skóla eða vinnu á Höfn, átti ég alltaf vísan stað í gamla her- berginu mínu og er ég þakklát fyrir það. Eftir allan þennan tíma ertu auðvitað svo miklu meira í mínum huga en „bara frænka“ enda nokk- urs konar mamma mín í mörg ár og ég veit að þér fannst þú eiga svolítið mikið í mér. Þegar ég hugsa til baka eru mörg lítil augnablik sem fá mann til að brosa út í annað. Þú varst mik- ill húmoristi og sást spaugilega kanta við margt og marga. Oft var t.d. mikið hlegið þegar þú sagðir frá einhverju fyndnu sem hafði gerst í vinnunni eða þegar þú rifjaðir upp sögur af prakkarastrikum ykkar pabba þegar þið voruð lítil, en þú kunnir að segja skemmtilega frá. Það eru margar svona minningar sem skjóta upp kollinum þessa dag- ana. Það er sárt að kveðja en þetta er víst hluti af lífinu, hvort sem manni líkar betur eða verr. Stórt skarð er höggvið í fjölskylduna sem aldrei verður fyllt. Við eigum þó örugglega eftir að hittast einhvern tímann aft- ur. Takk fyrir allt. Þín Berglind. Þóra Kristinsdóttir Guðrún Lovísa Guðmundsdóttir ✝ Guðrún LovísaGuðmundsdóttir fæddist á Króki í Ásahreppi 28. ágúst 1915. Hún lést á hjúkrunar- og dval- arheimilinu Lundi aðfaranótt 4. janúar síðastliðins og var útför hennar gerð frá Fossvogskirkju 11. janúar. ómyrk í máli þegar slíkt bar á góma. Skoð- anir hennar mótuðust af erfiðri lífsbaráttu og sterkri réttlætis- kennd. Hún fyrirleit óþarfa prjál og eyðslu- semi, enda lifðu þau hjón sparlega og létu ekki margt eftir sér, en gestrisin voru þau með afbrigðum. Lóa naut sín vel að vera í hlutverki veitandans og því glaðari var hún sem meira var á borð borið. Af því að Lóa vann á ýmsum stöð- um í bænum kom það sér afskaplega vel þegar hún, bráðfullorðin, eignað- ist loksins bíl. Það var blá Volkswag- en-bjalla sem hún keyrði bókstaflega upp til agna. Ekki minnist ég þess að hún hafi nokkurn tíma lent í óhappi í akstri sínum um þvert og endilangt Stór-Reykjavíkursvæðið í áratug eða meira. Ég átti ekki marga að sem ég gat leitað til með pössun þegar börnin mín voru lítil, en við höfðum ekki átt lengi heima í Blönduhlíðinni þegar það kom eins og af sjálfu sér að Lóa liti til með strákunum ef ég þurfti að skreppa frá á daginn og hlustaði eftir þeim á kvöldin ef við hjónin fórum út. Hún reyndist mér í því hin trausta hjálparhella eins og hún reyndist í svo mörgu öðru síðar. Það var Lóa sem hringdi á sjúkrabíl og fór með mér upp á fæðingardeild Við áttum heima í sama húsinu lengi, við Lóa. Það var í Blöndu- hlíð 25. Lovísa Guðmundsdóttir og Magnús Kr. Magnússon, maðurinn hennar, keyptu risíbúðina árið 1959 en ég og mín fjölskylda fluttum á hæðina fyrir neðan þrem árum seinna. Ég var með tvo litla stráka, um það bil tveggja og fjögurra ára, heimavinnandi húsmóðir af lífi og sál. Lóa var sjálfstætt starfandi úti- við. Hún tók að sér hreingerningar og önnur heimilisstörf fyrir fólk úti í bæ. Sumum heimilum hafði hún sinnt í tugi ára. Hún útbjó líka veisl- ur fyrir fólk; bakaði fínar tertur og smurði brauð. Hún hafði alltaf mikið að gera. Það fór strax vel á með okkur. Lóa var ekki hvers manns viðhlæjandi en vinföst og raungóð og hún var ekki margmál. Hún talaði ekki mikið um fólk almennt og bar aldrei sögur af þeim sem hún vann fyrir. Hana skorti þó ekki skoðanir á málefnum líðandi stundar og var hún þá oft þegar eldri dóttir mín knúði á um miðjan dag og vildi sjá dagsins ljós. Það var líka Lóa sem hjálpaði mér með börnin þegar ég var komin á kaf í að sauma og leigja út grímubún- inga. Það var hún sem hlustaði á mig og huggaði mig þegar mér fannst ég ekki standa undir móður-, eigin- konu-, húsmóður-, sjálfstætt-hugs- andi-konu-hlutverkinu, eins og það var þá. Aldrei orðmörg, aldrei gust- mikil. Hæglát, traust, góð. Þannig var hún. Eftir að við vorum flutt suður í Kópavog, börnin orðin fjögur, húsið stórt og ég komin í nám, þá var það Lóa sem enn hljóp undir bagga þeg- ar mikið lá við. Hún kom og þreif húsið frá rjáfri út á dyrahellu á svo sem hálfum degi. Hún bakaði og hjálpaði til fyrir fyrstu fermingar- veisluna en fyrst og fremst hélt hún áfram að vera kær vinkona. Árin liðu, samfundum fækkaði, en tengslin rofnuðu aldrei alveg. Lífið hefur sinn gang en það er ekki áfalla- laust. Báðar misstum við ástvini. Mann sinn, Magnús, missti Lóa árið 1985. Hjónaband þeirra hafði verið byggt á trausti og gagnkvæmri virð- ingu. Sonarmissirinn, þegar yngri sonur hennar, Óli Jóhann, dó í blóma lífsins, gekk mjög nærri henni. Ég held að þá hafi heilsu hennar fyrst farið að hraka og hún aldrei orðið söm eftir. Ég sá Lóu seinast sumarið 2005 þegar ég heimsótti hana á dvalar- heimilið Lund á Hellu. Hún var lasin, sagði hún, en hugurinn var í lagi og minnið ótrúlega gott. Hún spurði um börnin mín, hvert og eitt. Hún mundi nöfn maka þeirra og hvað mörg börn hvert þeirra átti og mundi það sem upp hafði komið í fjölskyldu minni og til tíðinda mátti telja. Okkur grunaði báðar að við myndum líklega ekki sjást oftar og reyndum ekki að dylj- ast þess. Við kvöddumst þess vegna með miklum kærleika og hún bað fyrir sérlega góðar kveðjur til allra minna. Ég vil nú senda börnum Lóu, Magnúsi og Dóru, og barnabörnum hennar öllum og öðru tengdafólki, mínar innilegustu samúðarkveðjur. Megi Guðrún Lovísa Guðmunds- dóttir hvíla í friði, blessuð sé minning hennar. Þorbjörg Daníelsdóttir. Morgunblaðið birtir minning- argreinar alla útgáfudagana. Skil | Greinarnar skal senda í gegn- um vefsíðu Morgunblaðsins: mbl.is – smella á reitinn Senda efni til Morg- unblaðsins – þá birtist valkosturinn Minningargreinar ásamt frekari upplýsingum. Skilafrestur | Ef birta á minning- argrein á útfarardegi verður hún að berast fyrir hádegi tveimur virkum dögum fyrr (á föstudegi ef útför er á mánudegi eða þriðjudegi). Ef útför hefur farið fram eða grein berst ekki innan hins tiltekna skilafrests er ekki unnt að lofa ákveðnum birting- ardegi. Þar sem pláss er takmarkað getur birting dregist, enda þótt grein berist áður en skilafrestur rennur út. Lengd | Minningargreinar séu ekki lengri en 3.000 slög (stafir með bilum - mælt í Tools/Word Count). Hægt er að senda örstutta kveðju, HINSTU KVEÐJU, 5-15 línur, og votta þeim sem kvaddur er virðingu sína án þess að það sé gert með langri grein. Minningargreinar

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.