Morgunblaðið - 27.01.2007, Side 20

Morgunblaðið - 27.01.2007, Side 20
20 LAUGARDAGUR 27. JANÚAR 2007 MORGUNBLAÐIÐ ERLENT Eftir Svein Sigurðsson svs@mbl.is JOHN Howard, forsætisráðherra Ástralíu, viðurkenndi nú fyrir nokkrum dögum, að mengun og loftslagsbreytingar yrðu eitt af stóru málunum í þingkosningunum síðar á þessu ári. Hingað til hefur hann þó þverskallast við öllum áskorunum um sérstakt átak í umhverfismálum og ríkisstjórn hans fór að dæmi rík- isstjórnar George W. Bush Banda- ríkjaforseta og neitaði að undirrita Kýótó-sáttmálann. Sinnaskipti Howards stafa af því, að Ástralar hafa miklar og vaxandi áhyggjur af hugsanlegum loftslags- breytingum. Miklir þurrkar hafa verið í landinu í næstum sex ár sam- fleytt, þeir mestu í að minnsta kosti heila öld og afleiðingarnar fyrir efnahagslífið verða augljósari með degi hverjum. Náttúruhamfarir Howard skýrði frá stefnubreyt- ingu sinni á fundi hjá áströlskum blaðamannasamtökum og sagði þá, að ekki yrði komist hjá mjög róttæk- um aðgerðum. Lýsti hann sjálfum sér sem „raunsæismanni í umhverf- ismálum“ og tilkynnti, að ríkis- stjórnin myndi verja 536 milljörðum ísl. kr. í að verja vatnsbirgðir í land- inu. Stór liður í því er, að ríkið mun taka yfir alla stjórn á Murray-Dar- ling-vatnakerfinu en hún hefur hing- að til verið á forræði fjögurra ástr- alskra ríkja. Sagði Howard, að með núverandi vatnsnotkun stefndi í stórslys enda hefði innstreymi í vatnakerfið minnkað um 40%. Ástralía er mikið velmegunarríki en linni ekki þurrkunum í bráð blas- ir ekkert annað við landsmönnum en stórkostlegir erfiðleikar og sam- félagshrun, að minnsta kosti á sum- um svæðum. Kornuppskeran minnk- aði um þriðjung á síðasta fjórðungi liðins árs og bændur hafa orðið að farga búpeningi í stórum stíl. Svo alvarlegt er ástandið í land- búnaðinum, að síðasta haust var tal- ið, að þá svipti einhver bóndi sig lífi fjórða hvern dag. Vatnsskorturinn hefur valdið mik- illi breytingu á lífi fólks, til dæmis í bænum Goulburn, sem er skammt fyrir sunnan Sydney. Þar er einfald- lega bannað að nota vatn nema til brýnustu nauðþurfta að viðlögðum háum sektum. Bannað að þvo bíla og vökva garðinn svo eitthvað sé nefnt. Fyrir tveimur mánuðum skilaði opinber nefnd frá sér skýrslu þar sem því var spáð, að meðalhiti á sumum svæðum landsins myndi hækka um allt að 6°C og úrkoman minnka um 40%. Um þetta og þá einkum um þurrkana eru þó ekki all- ir vísindamenn sammála og segja sumir, að þeir séu ekkert einsdæmi í þessari þurrustu álfu í heimi. Um hitt er ekki deilt, að þurrkarnir eru náttúruhamfarir, sem ekki sér fyrir endann á. Langvinnir þurrkar í Ástralíu farnir að hafa alvarleg áhrif Neyðarástand blasir við í vatnsmálunum AP Þurrkur Uppþornaður og margsprunginn árfarvegur. Sums staðar hafa íþróttamenn lagt af æfingar vegna þess, að jörðin er hörð eins og steypa. Eftir Kristján Jónsson kjon@mbl.is TALIÐ er líklegt að Íranar muni innna skamms skjóta gervihnetti út í geiminn, að því er sagði á vefsíðu ritsins Aviation Week and Space Technology í vikunni. Er vitnað í ræðu sem Alaoddin Boroujerdi, for- maður íranskrar þingnefndar, mun hafa flutt á fundi með stúdentum og múslímaklerkum í borginni Qom. Breska blaðið The Daily Telegraph segir að Norður-Kóreumenn og Ír- anar hafi samið um að hinir síðar- nefndu fái fullan aðgang að upplýs- ingum um kjarnorkusprengju N-Kóreumanna og geti þetta flýtt mjög fyrir því að Íranar komi sér upp kjarnorkuvopnum. Bandarískir leyniþjónustumenn telja að Íranar muni nota endur- bætta eldflaug af gerðinni Shahab 3, um 30 tonna ferlíki til að koma gervi- hnetti á loft. Gæti eldflaugin verið undanfari þess að þeir smíði eftirlík- ingu af langdrægri, n-kóreskri flaug, Taepodong 2C/3. Endurbætt flaug Írana er talin geta dregið allt að 1.600 km og varnarmálaráðuneytið í Washington telur að Íranar gætu ár- ið 2015 hafa komið sér upp flaug er dragi 4.800 km.Myndu þeir þá geta hæft skotmörk í Vestur-Evrópu. Ljóst er að áhyggjur Vesturveld- anna af stefnu Írana aukast enn ef þeim tekst að ná skjóta upp gervi- hnetti. Slíkt tækniafrek myndi auk þess efla mjög pólitísk áhrif klerka- stjórnarinnar í Miðausturlöndum. Aukin dirfska Fullyrt er Íranar hafi orðið djarf- ari í kjarnorkumálum er þeir sáu að ekki var gripið til neinna refsinga gegn N-Kóreu í kjölfar tilrauna- sprengingarinnar sl. haust. Heimild- armaður The Daily Telegraph segir að yfirvöld í N-Kóreu hafi boðið hóp íranskra vísindamanna í heimsókn til rannsaka niðurstöður tilrauna- sprengingarinnar neðanjarðar í október en það gæti orðið til að flýta fyrir því að Íranar efni til eigin sprengingar, hugsanlega fyrir lok þessa árs. „Við höfum orðið vör við aukna starfsemi á öllum kjarnorkutilrauna- stöðvum Írana eftir áramótin,“ sagði heimildarmaðurinn. Er sagt líklegt að um verði að ræða tiltölulega litla sprengju, með afl er svari til minna en 500 tonna af TNT-sprengiefni. Ekki sé vitað hvar tilraunastaðurinn verði, líklega einhvers staðar í fjall- lendi sem erfitt sé að láta njósna- hnetti fylgjast vel með. Írönskum stjórnvöldum tókst lengi að leyan staðsetningu nokkurra kjarnorkutil- raunastöðva sinna en íranskir and- ófsmenn ljóstruðu upp um staðina fyrir þrem árum. Fullyrt að Íran muni skjóta upp gervihnetti Sagðir eiga fullt samstarf við N-Kóreu í eldflauga- og kjarnorkumálum AP Harðlína Mahmoud Ahmadinejad, forseti Írans, vísar á bug allri gagn- rýni á kjarnorkustefnuna. Í HNOTSKURN »Nokkrar þjóðir hafa þegarskotið gervihnöttum á loft en aðeins þrjár mönnuðum geimför- um, Bandaríkjamenn, Rússar og Kínverjar. »Markmið Írana með vænt-anlegu geimskoti er sagt vera að koma sér upp njósna- hnöttum og sýna um leið hvað þeir séu tæknilega háþróaðir. »Bandaríkin vilja koma á fótkerfi ratsjárstöðva og gagn- flauga í Evrópu til að geta brugðist við ógn frá Íran. Davos, Jerúsalem. AFP. | Shimon Per- es, aðstoðarforsætisráðherra Ísr- aels, segir að hann hafi náð sam- komulagi við fulltrúa Jórdana og Palestínumanna um að skapað verði sameiginlegt efnahagsvæði þjóð- anna þriggja. Nefndi hann svæðið „Friðardal“ og sagðist telja rétt að þótt leysa bæri stjórnmálalega ágreininginn með viðræðum Ísraela og Palestínumanna þyrfti að stýra efnahagsmálum svæðisins með þátt- töku umræddra þriggja þjóða. Peres, sem er 83 ára gamall, tók þátt í heimsráðstefnunni í Davos í Sviss en þar voru fleiri leiðtogar Ísr- aela auk Palestínumanna og Jórd- ana. Peres er nú talinn líklegur til að taka við forsetaembætti í Ísrael af Moshe Katsav sem hefur sagt af sér vegna ákæru um nauðganir. Ísrael, Jórdanía og Palestínu- stjórn kynntu í desember tveggja ára áætlun um sameiginlegq könnun á því hvernig hægt sé að bjarga Dauðahafinu frá því að þorna upp en vatnsborð þess lækkar nú hratt. All- ar þjóðirnar nota vatn úr ánni Jórd- an til áveituframkvæmda í landbún- aði. Peres hefur lengi boðað hugmynd- ina um sameiginlegt efnahagssvæði er myndi verða til að efla mjög hag bæði Ísraela og Palestínumanna og draga úr viðsjám. Hann segir að hugmyndin sé m.a. að tryggja náið samstarf um vatnsöflun, landbúnað, flugvallarekstur og ferðaþjónustu. Geysistór markaður geti skapast í arabaríkjunum næsta áratuginn og efla verði þar fjárfestingar. „Það gæti dregið úr æsingi og slökkt loga andspyrnunnar meðal múslíma og það gæti gerst mjög hratt,“ sagði Peres. Ephraim Sneh, aðstoðarvarnar- málaráðherra Ísraels, sagði að um- rætt efnahagssvæði myndi ná frá Akaba við Rauðahaf allt að Galíleu- vatni. Hugmynd Peres myndi ekki verða að veruleika á næstu vikum en hún yrði framkvæmd, sagði hann. Er „Friðardalur“ í burðarliðnum? Formúla-1 | Fótbolti | Golf | Handbolti | Körfubolti | Úrslitaþjónustan | Fréttir vikunar | SMS þjónusta Áfram Ísland! Fréttirnar • Úrslitin • Næstu leikir • Riðlarnir • Staðan Fylgstu með HM á mbl.is! Allt sem þú vilt vita um HM í handbolta í Þýskalandi er á mbl.is. Blaðamenn á staðnum flytja þér fréttir af keppninni jafnóðum og þær gerast ásamt viðtölum við landsliðsmenn og þjálfara. Fylgstu með á mbl.is og styddu strákana. Íþróttir

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.