Morgunblaðið - 27.01.2007, Blaðsíða 15
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 27. JANÚAR 2007 15
FRÉTTIR
Sjálfstæðisflokkurinn
Háaleitisbraut 1
105 Reykjavík
sími 515 1700
www.xd.is
13.15 Aðalfundur Varðar
– Fulltrúaráðs sjálfstæðisfélaganna í Reykjavík
Venjuleg aðalfundarstörf
Ræða formanns Sjálfstæðisflokksins,
Geirs H. Haarde, forsætisráðherra
Þingforseti:
Erla Ósk Ásgeirsdóttir, stjórnmálafræðingur
14.30 Opinn fundur – allir velkomnir
Umhverfi og velferð
Framsöguræður flytja:
Ásta Möller, alþingismaður
Guðlaugur Þór Þórðarson, alþingismaður,
Illugi Gunnarsson, hagfræðingur og
Ragnar Árnason, prófessor.
Pallborðsumræður.
Stjórnandi: Sigríður Andersen, lögfræðingur.
20.00 Þorrablót sjálfstæðisfélaganna í Reykjavík
í Súlnasal Hótels Sögu. Húsið opnað kl. 19.00
Heiðursgestur: Guðlaugur Þór Þórðarson, alþingismaður.
Blótsstjóri: Illugi Gunnarsson, hagfræðingur.
Umhverfi og velferð
Kjördæmisþing reykvískra sjálfstæðismanna
laugardaginn 27. janúar 2007
í Sunnusal Hótels Sögu.
Eftir Steinunni Ásmundsdóttur
steinunn@mbl.is
MATSNEFND sem var skipuð skv.
samningi Landsvirkjunar og flestra
landeigenda við Jökulsá á Dal, Jök-
ulsá í Fljótsdal og Kelduá og
ákveða mun verðmæti og umfang
vatnsréttinda landeigenda vegna
Kárahnjúkavirkjunar, er að störfum
og úrskurðar hennar líklega að
vænta í vor. Hægt verður að fara
með niðurstöður nefndarinnar fyrir
dómstóla, sætti aðilar sig ekki við
úrskurð hennar.
Lögmenn vatnsréttarhafa munu
leggja fram frekari gögn fyrir mats-
nefndina í lok mánaðarins og mál-
flutningur um kröfur aðila áætlaður
í lok mars nk. Að því búnu verður
málið tekið til úrskurðar og niður-
staða gefin út. Formaður mats-
nefndarinnar er Skúli Pálmason, f.v.
héraðsdómari.
Landeigendur fara fram á að
vatnsréttindin í heild verði metin að
andvirði 60 milljarða króna í mats-
máli gegn Landsvirkjun, sem gerir
kröfu um að þau nemi í hæsta lagi
375 milljónum króna. Krafa landeig-
enda byggist á eingreiðsluuppreikn-
ingi 15% árgreiðslu af brúttótekjum
Kárahnjúkavirkjunar, en sú að-
ferðafræði er að mati lögmanna
Lögmannsstofunnar Regula, sem
starfar að málinu, í samræmi við
verðmyndun sem orðið hefur á
vatnsréttindum eftir gildistöku raf-
orkulaga frá 2003.
Jón Jónsson hdl. hjá Regula, segir
óumdeilda og viðurkennda reglu að
eignarnámsbætur ráðist að jafnaði
af þekktu markaðsverði á eign eða
sambærilegum eignum. „Sú krafa
sem vatnsréttarhafar byggja að
meginstofni á er að eðlilegt hlutfall
af árlegum brúttótekjum Kára-
hnjúkavirkjunar verði ákveðið 15%,
þær árstekjur verði svo reiknaðar
upp með afvöxtunarútreikningi í ein-
greiðslu með tilliti til fyrir-
sjáanlegrar hækkunar á raforku í
framtíðinni“ segir Jón. „Á þeim
grundvelli er þess krafist að heildar-
vatnsréttindi vegna Kárahnjúka-
virkjunar verði metin á u.þ.b. 60
milljarða. Af þeim vatnsréttindum
eiga einkaaðilar einungis hluta og er
þar um að ræða eigendur um 5–60
jarða.“
Engar viðræður farið fram
Með Kárahnjúkavirkjun er Jök-
ulsá á Dal tekin úr farvegi sínum og
flutt í Lagarfljót eftir aðrennslis- og
fallgöngum virkjunarinnar.
Landeigendur við Lagarfljót eru
ósáttir við að Landsvirkjun skuli
ekki ganga til viðræðna um áhrif af
flutningi Jöklu í Lagarfljót, en fyr-
irtækið telur þau verða hverfandi.
Því eru landeigendur ósammála og
vilja krefja Landsvirkjun um fébæt-
ur og frekari rýmkun farvegar Lag-
arfljóts. Þegar er búið að sprengja
burt um 10 þúsund rúmmetra berg-
haft við Lagarfoss til að stækka
vatnsveginn, en ekki gert ráð fyrir
frekari rýmkun hans af Landsvirkj-
unar hálfu.
Landsvirkjun hefur í samvinnu
við heimamenn í Fljótsdalshreppi
látið vinna að gerð varnargarða til
að verja tún sem liggja að farvegi
Jökulsár í Fljótsdal þar sem hún
rennur í Lagarfljót. Þá hafa skv.
Pétri Ingólfssyni hjá Landsvirkjun
verið gerðir samningar við landeig-
endur í Fljótsdal um bætur vegna
túna.
Pétur Elísson, formaður Félags
landeigenda við Lagarfljót (FLL),
telur atriði eins og skerðingu á fisk-
gengd og á silungsveiði, rask á lífríki
vegna kólnunar við Lagarfljót og
landrof geta skaðað hagsmuni land-
eigenda. Jarðirnar meðfram fljótinu
eigi Lagarfljót og hafi ráðstöfunar-
rétt yfir því. Pétur segir landeigend-
ur ekki muni flytja vatnið úr Háls-
lóni endurgjaldslaust fyrir Lands-
virkjun til sjávar.
Kvöð á eigendur vatnsvegar
Kristinn Bjarnason hrl, lögmaður
landeigandafélagsins, segir vera til
skoðunar hver kunni að vera réttindi
þeirra sem eiga land að Jökulsá í
Fljótsdal og Lagarfljóti frá enda frá-
rennslisskurðar og til sjávar. Inn í
þá skoðun spili sú staða að vatn sem
leitt sé yfir í nýjan farveg nýtist við
orkuvinnslu í Lagarfossvirkjun eftir
stækkun hennar sem nú er unnið að.
„Ég hef unnið með stjórn FLL að
því að greina réttarstöðuna og und-
irbúa kröfugerð,“ segir Kristinn.
„Er þar m.a. til skoðunar hvort þeir
sem land eiga að framangreindum
vatnsföllum og eru að íslenskum lög-
um eigendur vatnsbotnsins sem net-
lögum nemur eigi rétt til endur-
gjalds fyrir þá nýtingu sem felst í
því að vatnsfarvegurinn er notaður
til að koma „nýju“ vatni til sjávar
eftir að nýtingu þess við orkuvinnslu
er lokið. Með þeirri heimild sem
virkjunaraðilinn fær til að taka vatn
Jökulsár á Brú úr sínum farvegi,
nýta það til orkuvinnslu og láta það
síðan í nýjan farveg, má líta svo á að
verið sé að leggja kvöð á eigendur
vatnsfarvegarins. Augljóst er að
framkvæmd sú sem verið er að
vinna er möguleg og arðbær af því
þessi vatnsfarvegur er til staðar. Þá
er einnig til skoðunar í þessu sam-
hengi að vatnsfarvegurinn er notað-
ur til miðlunar vatns til Lagarfoss-
virkjunar.“
Kristinn slær þann varnagla að
vatnalög og lög um rannsóknir og
nýtingu á auðlindum í jörðu geti tak-
markað heimildir landeigenda, þ.e.
eigendur netlaga til nýtingar á
vatnsbotni.
Vinna við kröfugerð og undirbún-
ingur að málarekstri er hafinn. Í
þeirri athugun felst einnig að hverj-
um skuli beina kröfum, þ.e. Lands-
virkjun og/eða Rafmagnsveitum rík-
isins.
„Ég vænti þess að málið fari fyrir
dómstóla en meðal þess sem til skoð-
unar er, er hvernig kröfugerð verð-
ur sett fram. Þannig kann að vera að
leitast verði við að fá viðurkenning-
ardóm um greiðsluskylduna áður en
farið verður að stofna til matskostn-
aðar um hæfilegt endurgjald eða
bætur.“
Kristinn segir erfitt að segja til
um fjárhæðir í þessu sambandi enda
ekki fordæmi fyrir hendi. Við kröfu-
gerð yrði væntanlega litið til þeirra
hagsmuna sem í húfi eru, þ.e. verð-
mæti þeirrar nýtingar sem um ræðir
og mæla má í andvirði raforkunnar
sem framleidd er. Hugsanlega megi
að einhverju leyti beita sambæri-
legum aðferðum og notaðar eru við
mat á verðmæti vatnsréttinda til
orkuvinnslu.
Landeigendur við Lagar-
fljót undirbúa kröfugerð
Í HNOTSKURN
»Matnefnd um verðmæti ogumfang vatnsréttinda land-
eigenda á Jökulsá á Dal er að
störfum og mun væntanlega
skila niðurstöðu snemma í vor.
»Lönd og höf skilja að hug-myndir landeigenda og
Landsvirkjunar um eðlilega upp-
hæð bótafjár.
»Landeigendur við Lagarfljótog Jökulsá í Fljótsdal und-
irbúa kröfugerð á hendur Lands-
virkjun vegna flutnings Jökulsár
á Dal um farveg Lagarfljóts til
sjávar.
»Engin fordæmi eru í þessummálum enda vatnaflutningar
af þessari stærðargráðu óþekkt-
ir hér á landi fram til þessa.
Morgunblaðið/Steinunn Ásmundsdóttir
Vatnsverðmæti Landeigendur við Jökulsá á Dal bíða úrskurðar sérskip-
aðrar matsnefndar um virði vatnsréttinda þeirra með óþreyju meðan land-
eigendur við Lagarfljót undirbúa kröfugerð á hendur Landsvirkjun.
Eftir Steinunni Ásmundsdóttur
steinunn@mbl.is
VIÐ höfum fullkomna aðgerðastjórn-
stöð og ágætis viðbragðskerfi sem
sett hefur verið á laggirnar á síðustu
árum og erum tilbúin að takast á við
rýmingu ef vá ber að höndum,“ sagði
Lárus Bjarnason, sýslumaður á Seyð-
isfirði, á opnum fundi um stöðu við-
bragðs- og rýmingaráætlana vegna
hugsanlegs stíflurofs við Hálslón
Kárahnjúkavirkjunar.
Á fundinum, sem haldinn var í Jök-
ulsárhlíð á fimmtudagskvöld, kynntu
fulltrúar frá almannavarnadeild rík-
islögreglustjóra og almannavarna-
nefnd Héraðssvæðis og Borgarfjarð-
ar stöðu mála, en hún er í stuttu máli
sú að rýmingaráætlun er tilbúin fyrir
svæðið en heildarviðbragðsáætlun er
í vinnslu og lýkur í vor með æfingu.
Heimamenn á Fljótsdalshéraði
hafa kallað eftir upplýsingum um alla
áhættuþætti tengda virkjunarfram-
kvæmdinni og átalið seinagang við
gerð viðbragðsáætlunar vegna hugs-
anlegs stíflurofs.
Eiríkur Bj. Björgvinsson, bæjar-
stjóri Fljótsdalshéraðs, sagði við-
bragðsaðila ekki hafa setið auðum
höndum heldur væri fyrirliggjandi
rýmingaráætlun og sl. fjóra mánuði
hefði farið fram vinna sem nýtast
myndi í gerð viðbragðsáætlunar fyrir
svæðið.
„Við höfðum tiltækar upplýsingar
um alla íbúa hér á svæðinu og áður en
byrjað var að fylla í Hálslón var þeim
upplýsingum komið til Neyðarlínu,“
sagði Eiríkur. „Ef eitthvað hefði gerst
eða gerist á næstu vikum erum við því
ekki óviðbúin.“
Stíflurof með löngum fyrirvara
Viðvörunarmerki um yfirvofandi
stíflurof gætu t.d. verið óeðlilegur leki
gegnum Kárahnjúkastíflu, hreyfing á
mannvirkjum og mikil vatnsveður,
jarðskjálftar og óeðlilegt framskrið
jökla. Mælitæki eru víða við lónstæð-
ið, m.a. í stíflunni sjálfri og mæla
hreyfingar og breytingar sem fylgst
er með allan sólarhringinn. Ekkert
hefur komið fram til þessa sem bendir
til annars en að stíflan standist ýtr-
ustu kröfur. Fram kom á fundinum að
ef yrði straumrof við Kárahnjúka-
stíflu væru varaaflsvélar við stífluna
og í stöðvarhúsinu í Fljótsdal. Þannig
væri öruggt að orka héldist á mæli-
kerfi virkjunarinnar. Ef allt um þryti
væri mjög stórt yfirfall við Desjarár-
stíflu sem tæki geysilegt vatnsmagn í
verstu mögulegum tilfellum stíflurofs
og/eða flóða. Fyrirvarar eiga að vera
nokkrir verði stíflurof og þrengstu
mörk skv. útreikningum þau að flóð
nái efstu bæjum á skilgreindu
áhættusvæði á tveimur klukkustund-
um og gefi um 90 mínútna viðbragðs-
tíma, miðað við 150 þúsund rúmmetra
flóð úr Hálslóni til sjávar.
Heimamenn bentu viðbragðsaðil-
um m.a. á að alls óviðunandi gsm-
samband væri víða á skilgreindu
áhættusvæði og í jöðrum þess, eink-
um á Jökuldal og í Jökulsárhlíð, þrátt
fyrir loforð Landsvirkjunar og Sím-
ans um hið gagnstæða. Hét bæjar-
stjóri að fast yrði fylgt eftir að úrbæt-
ur væru gerðar á því.
Tilbúin ef vá
ber að höndum