Morgunblaðið - 27.01.2007, Blaðsíða 42
42 LAUGARDAGUR 27. JANÚAR 2007 MORGUNBLAÐIÐ
MINNINGAR
✝ Björn Sigurðs-son fæddist í
Sauðhaga á Völlum
20. september 1927.
Hann andaðist á
sjúkradeild Heil-
brigðisstofnunar
Austurlands á Eg-
ilsstöðum 20. jan-
úar síðastliðinn.
Björn var sonur
Sigurðar Björns-
sonar bónda í Sauð-
haga, f. 17.9. 1885,
d. 2.12. 1939 og
Magneu Herborgar
Jónsdóttur húsfreyju, f. 26.1.
1892, d. 17.3. 1967. Sigurður var
sonur Björns Ívarssonar bónda á
Vaði og Ingibjargar Bjarnadóttur
frá Viðfirði. Magnea var fædd á
Ormsstöðum í Skógum dóttir Pál-
ínu Jónsdóttur og Jóns Péturs-
sonar. Systkini Björns voru Anna
Björg bóndi á Gunnlaugsstöðum,
f. 11.11. 1920, d. 13.2. 2003, Ingi-
björg á Hallormsstað, f. 15.9.
1924, Páll, f. 22.7. 1926, býr á Eg-
ilsstöðum en var bóndi í Sauð-
haga 1, Magnús bóndi á Úlfs-
Magnús, f. 3.4. 1983 nemi. 2)
Magnea Herborg leikskólakenn-
ari í Keflavík, f. 3.1. 1958, gift
Sigmari Björnssyni trésmið, f.
7.4. 1958. Sonur þeirra er Bald-
vin, f. 18.8. 1997. Magnea var áð-
ur gift Má Hallgeirssyni trésmið,
f. 2.4. 1946. Börn þeirra eru
Freyja íþróttakennari, f. 30.9.
1983 og Björn Geir nemi, f. 6.5.
1989. 3) Amalía dósent við Kenn-
araháskóla Íslands, f. 22.6. 1966, í
sambúð með Sigurði Ragnari
gleriðnaðarmanni, f. 3.8. 1965.
Auk dætranna þriggja dvaldi
fram að 7 ára aldri, hjá Birni og
Ásbjörgu systursonur Ásbjargar,
Þorsteinn Bergsson bóndi á
Unaósi, f. 27.6. 1964, kvæntur
Soffíu Ingvarsdóttur mennta-
skólakennara, f. 11.2. 1963 og
eiga þau börnin Ingvar, f. 8.12.
1996 og Ásu, f. 19.3. 1999. Björn
bjó í Sauðhaga 2 og stundaði þar
hefðbundinn fjárbúskap. Hann
átti einnig vörubifreið og var í
vegavinnu og keyrði fé fyrir
Kaupfélag Héraðsbúa. Frá haust-
inu 2003 bjó hann á heimili Ólaf-
ar Sölvadóttur á Egilsstöðum.
Útför Björns verður gerð frá
Egilsstaðakirkju í dag og hefst
athöfnin klukkan 14. Jarðsett
verður í Vallaneskirkjugarði.
stöðum, f. 5.11. 1928
og Jón, f. 11.10.
1931, á Egilsstöðum,
var bóndi í Lundi á
Völlum. Björn
kvæntist 3.8. 1950
Ásbjörgu Þorkels-
dóttur, f. 28.4. 1929,
d. 14.1. 1992, reyk-
vískri dóttur Þorkels
Gíslasonar verka-
manns, f. 29.5. 1902,
d. 10.4. 1979 og k.h.
Freyju Pétursdóttur
húsmóður, f. 12.7.
1907, d. 28.4. 1990.
Björn og Ásbjörg kynntust þegar
Ásbjörg var við nám á Hús-
mæðraskólanum á Hallormsstað
og Björn vann þar sem kyndari.
Björn og Ásbjörg eignuðust þrjár
dætur, þær eru: 1) Jóhanna
Freyja kirkjuvörður í Reykjavík,
f. 7.5. 1951, gift Magnúsi S.
Magnússyni vélvirkja, f. 25.9.
1949. Börn þeirra eru: a) Ásbjörg
iðjuþjálfi, f. 10.10. 1974, í sambúð
með Erlingi Þorkelssyni tækni-
fræðingi, f. 31.5. 1974, b) Hrafn-
hildur nemi, f. 28.4. 1980 og c)
Elsku afi minn, það er skrítið að
hugsa til þess að þú sért farinn.
Ég var svo heppin að eiga afa og
ömmu í sveitinni þar sem enn var bú-
skapur þó að hann hafi nú verið far-
inn að minnka seinni árin sem við
krakkarnir vorum hjá ykkur ömmu.
Maður beið spenntur á vorin að
komast austur í góða veðrið því að
auðvitað var alltaf gott veður í Sauð-
haga 2. Það var gaman að geta feng-
ið að heyja og best var að hlaupa á
eftir baggasleðanum þegar það var
verið að hirða. Baggarnir voru nú
reyndar sumir of þungir fyrir okkur
en afi var bara þolinmóður að bíða.
Svo fór maður heim í kaffi hjá
ömmu. Á morgnana var líka farið að
gefa kálfunum sem var nú verk okk-
ar krakkanna og svo ef nautin voru
spök þá máttum við gefa þeim hey
líka en afi passaði nú vel upp á okk-
ur. Mikið var brallað en mest spenn-
andi var að vita hvað afi var að gera
og hvort maður mátti ekki koma með
og alltaf mátti maður það. En oft sá
maður afa labba upp á mela og hund-
inn á eftir og svo fylgdi gamla kisa
oft með. Svo á haustin var maður
brúnn og stæltur þegar mætt var í
skólann og montaði sig á afrekum
sumarsins.
Það var áfall fyrir afa þegar amma
dó 1992 og margt breyttist þá. Bú-
skapurinn hætti smám saman og þú
eltist nú frekar hratt. En svo vorum
við svo heppin að þú endurnýjaðir
kynni þín af Ollu þinni og þá var nóg
að gera í spilamennsku og föndri. Og
eftir að þú fluttir í Egilsstaði til
hennar hafðirðu oft ekkert tíma til
að röfla við okkur en það var nú allt í
lagi. Það er mjög gaman að eiga
hlutina eftir þig sem eru snilldarvel
gerðir.
Ég segi nú oft að ég erfi þrjóskuna
í gegnum afa því að hann gat nú ver-
ið fastur á sínu þegar hann var búinn
að ákveða eitthvað. Og þegar það er
verið að skamma mig fyrir að blóta
bendi ég bara á það að hann afi minn
í sveitinni kunni nú að blóta almenni-
lega og auðvitað mátti ég þá líka
blóta.
Hann afi minn passaði nú alltaf
upp á að við krakkarnir værum vel
til fara og ósjaldan heyrðist „og ætl-
arðu að vera í þessu?“ eða „borg-
aðirðu fyrir götin líka?“ og svo kom
glottið. Hann gat verið stríðinn og
hafði svartan húmor. Skemmtilegast
var þó þegar hann tók út úr sér tenn-
urnar og gretti sig fyrir okkur áður
en hann fór að sofa.
Nú ertu kominn á góðan stað og
tekur amma örugglega vel á móti
þér með heitt kaffi og með því.
Kær kveðja
Hrafnhildur.
Elsku afi minn, það er skrítið að
hugsa til þess að þú sért farinn frá
okkur, skrýtið að hugsa um sveitina
án þín. Alveg síðan ég man eftir mér
gat ég farið í sveitina til þín og
ömmu. Ég vissi ekkert skemmti-
legra en að heyja í sveitinni, sama
hversu mikið ofnæmi ég fékk af frjó-
kornunum varð ég alltaf að taka
þátt. Ég man hvað ég var stoltur
þegar ég gat loftað fyrsta bagganum
alla leið upp á vagninn og þegar ég
gat gefið öllum kálfunum vatn alveg
sjálfur.
Það var svo gaman að elta þig upp
í girðingu til að líta eftir hestunum
og reka beljurnar á rétta staði, þú
leyfðir mér alltaf að vera með, sama
hvað ég var lítill og vitlaus, ég fékk
alltaf að vera með.
Áramótin voru skemmtileg hjá
okkur, þú komst alltaf í heimsókn í
og þú gast tuðað endalaust yfir þess-
um vitleysingum sem eyddu öllum
peningunum sínum í flugelda og
kvartaðir yfir þessum hávaða sem
væri sko ekki í sveitinni. En þrátt
fyrir að það voru bara vitleysingar
sem eyddu peningum í svona flug-
elda fannst þér nú alveg í lagi að
gefa mér peninga til að ég gæti
keypt mér flugelda, gleði mín skipti
nú meira máli heldur en smáhávaði
og vitleysisgangur.
Þegar ég varð eldri þá fækkaði
heimsóknum mínum í sveitina, ég
þurfti alltaf að vinna og gaf mér ekki
tíma í heimsóknir eins og áður. Mér
finnst sorglegt að hugsa til þess að
síðustu árin sá ég þig í raun aldrei
nema þegar þú varst veikur, ég fór
aldrei austur og þú komst aldrei suð-
ur nema þegar þú þurftir að fara á
spítalann. Þrátt fyrir þetta fannst
mér þú alltaf hraustur og alltaf
hress, ég veit ekki hvort þú hafir vilj-
andi látið eins og þú værir hraustari
þegar ég kom eða hvort ég hafi í
raun bara verið svona heppinn þegar
ég hitti á þig. Það brást aldrei, sama
hversu veikur þú varst, þú þurftir
alltaf að vita hvernig mér gengi í
skóla og það sem skipti meira máli,
hvernig stelpumálin gengju hjá mér.
Ég fékk að heyra það fyrir stuttu
að ég tuðaði þegar ég svæfi, ég veit
að þetta hljómar skringilega en ég
varð soldið ánægður að heyra þetta.
Alltaf þegar fólk segir að ég tuði
soldið mikið þá veit ég að ég fékk það
frá þér. Ég held að fáir hafi tuðað
jafn mikið og þú, en þú meintir það
alltaf svo vel, þú vildir alltaf það
besta fyrir mig og alla í kringum þig.
Ég á eftir að sakna þín, afi minn,
og ég bið kærlega að heilsa ömmu
sem bíður örugglega eftir þér með
góðan alvörusveitamat handa þér.
Kær kveðja,
Magnús.
Á tímum græðgi og yfirborðs-
mennsku er gott að hafa þekkt fólk
eins og Björn í Sauðhaga sem við
kveðjum í dag. Fámæltur en skýr-
mæltur, hægfara en vinnusamur,
hljóðlátur, en ákveðinn, þannig var
hann og þannig munum við minnast
hans.
„Sjaldan brýtur gæfumaður gler“.
Björn mágur minn braut aldrei
neitt, en hann lagaði allt sem við hin
skemmdum, allt frá bernsku nýttist
honum meðfædd handlagni og út-
sjónarsemi að breyta og bæta það
sem þurfti á bernskuheimili sínu og
síðar á sínu eigin heimili.
Björn var fjórði í röð sex systkina
frá Sauðhaga sem öll lifðu starfsævi
sína í Vallahreppi og settu saman
heimili þar í sveit. Fjögur lifa enn og
bera vitni þess góða uppeldis sem
þau fengu í Sauðhaga.
Björn giftist systur minni, Ás-
björgu, 1950 og þau byggðu nýbýlið
Sauðhaga II. Þar áttum við Gísli,
bróðir okkar, draumaland í bernsku.
Þvílík forréttindi fyrir Reykjavíkur-
krakka að eiga systur sem var gift
Bjössa í Sauðhaga og gat tekið á
móti okkur „ í sveit“. Gísli var þar
frá 1951–55 og ég frá 1956–59.
A.m.k. fjóra mánuði ár hvert nutum
við þess systkinin að búa nánast í út-
löndum, svo víðs fjarri Reykjavík,
þar sem sólin skein bjartar, hitinn
var meiri og rigningin var nánast
óþekkt, aðeins þoka var okkur til
ama á stundum við leit að kúm norð-
ur á Skógarási.
Fyrir rúmri hálfri öld, þegar
Björn byrjaði sinn búskap, lágu pen-
ingar ekki eins og hráviði um allt,
bara til þess að taka að láni og borga
svo eftir hentisemi eða verða gerður
upp. Nei, menn með hans lífgildi
spöruðu, nýttu og hentu ekki, létu
sér nægja lítið en bættu við á hverju
ári. Þannig tókum við systkinin þátt
í því að byggja upp farsælt bú í
Sauðhaga II. Meðan við vorum í
sveit bjuggum við í kjallaranum í
Sauðhaga I. Í því hús þreifst gott
mannlíf. Við hittumst uppi eða niðri í
kaffi eftir hádegismat þar sem málin
voru rædd og kynslóðabilið var ekki
til. Þarna lærðum við systkinin að
meta vináttu, samstöðu og sam-
vinnu, því við heyskaparhætti fyrri
tíma gilti fyrst og fremst samvinna.
Til þess að koma góðu heyi í hlöðu
urðu allir að vinna vel, ekki bara ein-
hver risafjárfestir, með tölvuna fulla
af peningum. Í Sauðhaga lærðum við
að standa saman, ekki bara í fram-
leiðslu, ekki bara í vináttu, heldur
líka til að byggja upp góða framtíð.
Síðar, þegar ég stóð frammi fyrir
því að búa sem einstæð móðir í
Reykjavík (rigningin var að fara
með mig) ákváðu Bjössi og Ásbjörg
og Björn Stefánsson kaupfélags-
stjóri að ég og Þorsteinn, sonur
minn, flyttum austur og hann yrði í
fóstri í Sauðhaga.
Þetta varð til þess að hér erum við
enn, ég og sonur minn, og viljum
hvergi annars staðar vera en á Aust-
urlandi. Draumalandið okkar Gísla
bróður varð framtíðarland mitt og
afkomenda minna.
Fósturlaunin getum við aldrei
goldið Bjössa á annan hátt en að
vera börnum og ungu fólki velviljuð.
Þorsteinn mun gjalda fósturlaunin
með því að vera góður bóndi á Hér-
aði.
Dætrum Björns og fjölskyldum
þeirra sendum við einlægar samúð-
arkveðjur, þakklæti sendum við
systkinin Ólöfu, vinkonu Bjössa, og
starfsfólki sjúkrahússins á Egils-
stöðum sem gáfu okkar besta vini
gott ævikvöld.
Ágústa Þorkelsdóttir.
„Komdu sæl, ég er frændi þinn.“
Þessi fyrsta setning sem Bjössi í
Sauðhaga sagði við mig er sem
brennd í huga mér, þó ég hafi enn
verið á unglingsaldri þegar hún var
sögð.
Þarna var kominn einn úr frænd-
garðinum í Sauðhaga, sem Guðjón
afi á Skorrastað hafði alltaf heimsótt
vor og haust, það stóð jafn glöggt og
að farfuglarnir koma á vorin og
kveðja á haustin. Samskipti okkar
Bjössa jukust mikið með árunum og
í honum eignaðist ég traustan vin
sem gott var að ræða málin við,
hvort sem var í gamni eða alvöru.
Stundirnar sem við áttum við eld-
húsborðið í Sauðhaga eru ógleyman-
legar. Ekki þurftum við alltaf að tala
mikið, stundum bara dottuðum við
sitt hvorum megin við borðið, hann
liggjandi á eldhúsbekknum, ég sitj-
andi með lappirnar uppá stól og
saman drógum við ýsur við undirspil
gömlu Gufunnar.
Samræður okkar áttu það til að
fara um víðan völl, allt frá stríðni til
alvarlegri umræðna, svo sem um
dauðann. Bjössi glímdi við erfið
veikindi síðustu árin af miklu æðru-
leysi og var stundum ekki langt frá
því að fara alla leið í ljósið, oftar en
einu sinni var hann búinn að kveðja
mig og sagðist vera tilbúinn til að
fara. Í Bjössa fann ég marga eig-
inleika sem mér finnst fólk vera öf-
undsvert af að hafa. Meðal annars
mat ég hreinskilni hans mikils, ég
gat verið viss um að hann færi ekki
eins og köttur í kringum heitan
graut ef hann vildi vita eitthvað er
við kom mér sjálfri. Þá var ég bara
spurð beint og ef ég vildi ekki svara
þá náði það ekki lengra. Það var
hægt að segja og ræða allt við
Bjössa, það fór ekki lengra og hann
var ekki fyrir slúður eða sleggju-
dóma, hins vegar hafði hann næmt
auga fyrir spaugilegum atvikum og
uppákomum.
Fyrir nokkrum árum fluttist
Bjössi frá Sauðhaga til Ollu vinkonu
sinnar á Egilsstöðum sem hefur
reynst honum alveg einstaklega vel í
veikindum hans undanfarin ár. Það
létti líka áhyggjum af ættingjum
hans að vita af honum þar frekar en
einum og oft heilsulitlum í Sauð-
haga.
Bjössi talaði um að heimsóknum
mínum hefði fækkað fyrst eftir að
hann flutti á Stekkjartröðina til Ollu.
Þá fannst mér ekki ónýtt að ná mér
aðeins niðri á honum og stríða hon-
um. Það væri ekki vert að trufla
hann í tilhugalífinu, enda svo stutt
síðan að ég hefði gengið í gegnum
það sjálf og myndi vel hvað þetta
væri mikil vinna, hvað þá fyrir mann
á hans aldri. Þá flissaði frændi mikið
og sagði ,,þú ert nú meiri asninn“ en
ég held að honum hafi nú ekki leiðst
skensið.
Mörg augnablik tengd Bjössa
skjóta upp kollinum, mörg tengd
hestum sem hann hafði gaman af.
Árla vors eitt árið fékk ég að halda
skjóttu merunum mínum undir
Kjark í Sauðhaga, fékk svo ekki fyl í
aðra merina og mætti með hana aft-
ur síðsumars til að halda henni undir
graðhestinn hans, Óðin, og gekk
merin með hestinum langt fram á
haust. Þetta sumar var Bjössi að
glíma við veikindi í lungum og hafði
hann oft á orði við mig að ég hefði
næstum gengið af honum dauðum á
stússinu við að koma folaldi í merina.
Nú er komið að leiðarlokum og
héðan af fer ég ekki í síðustu heim-
sóknina, ég var alltaf á leiðinni, vissi
að tíminn styttist. Aftur er ég minnt
á að dauðinn bíður ekki, það minnir
mig á að draga ekki að hafa sam-
skipti við fólk. Ég er betri mann-
eskja af því að hafa þekkt Bjössa
frænda minn, mann sem ól allan sinn
aldur á fæðingarjörð sinni, gerði
hlutina ekki flóknari en þurfti, lifði
lífinu af æðruleysi og kveður nú sátt-
ur við Guð og menn. Vonandi dvelur
hann nú á grænum grundum umvaf-
inn af ástvinum og gengnum gæð-
ingum. Eftir að hafa kynnst Bjössa
og hans fólki skil ég vel hvað dró
Guðjón afa minn frá Skorrastað upp
í Sauðhaga, vor og haust. Ég vil
þakka fyrir það að hafa verið svo lán-
söm að fá að kynnast þessu frænd-
fólki mínu og eiga samleið með þeim.
Farðu í guðs friði Björn Sigurðsson.
Þóra Sólveig.
Í dag kveðjum við Björn bónda í
Sauðhaga, frænda, vin og nágranna.
Bjössi, eins og hann var ævinlega
kallaður, fæddist í Sauðhaga og átti
þar heima alla tíð. Hann var fjórði í
röð sex systkina.
Bjössi þurfti fljótt að taka til
hendi eins og vant var á þeim tíma
og ekki léttist álagið á þeim systk-
inum þegar faðir þeirra lést er flest
þeirra voru enn á barnsaldri. Tókust
þau á við búskapinn við hlið móður
sinnar eins og þeim var einum lagið
og komu upp sínum bústofni sem
lagði grunninn að framtíð þeirra
flestra. Bjössi var ekki langdvölum
frá Sauðhagaheimilinu, utan far-
skólanáms, vetrartíma hjá Pétri á
Egilsstöðum 1946 og vetrartíma
starfsmaður við Húsmæðraskólann
á Hallormsstað fyrir 1950, þar sem
hann kynntist konuefninu sínu, Ás-
björgu Þorkelsdóttur úr Reykjavík.
Bjössi og Ásbjörg giftu sig 1950,
hófu búskap í Sauðhaga sama ár og
bjuggu þar í kjallaranum. Árið 1953
hófu þau að reisa nýbýlið Sauðhaga
II, byggðu fjárhús innan við bæjar-
lækinn og 1959 var flutt í nýtt íbúð-
arhús þar.
Á meðan á kjallarabúskapnum
stóð fæddust þeim dæturnar Jó-
hanna Freyja og Magnea Herborg,
en þriðja dóttirin, Amalía, fæddist
eftir að þau fluttu í nýja húsið.
Bústofninn var aðallega sauðfé,
nokkrir nautgripir og hestar, en
Bjössi hafði alla tíð mikinn áhuga á
hestum og naut þess að vera í návist
þeirra enda alinn upp á þeim tímum
sem hesturinn var partur af tilver-
unni. Hann var hagur mjög og greip
í söðlasmíði, dyttaði að hnökkum og
beislum og fléttaði gjarðir, sérstak-
lega þegar aldurinn færðist yfir og
meiri tími gafst til slíkra verka.
Bjössi hugsaði ævinlega vel um
sínar skepnur, var mikið snyrti-
menni og hjá honum var hver hlutur
á sínum stað. Hann átti og rak vöru-
bíl með búskapnum, fyrst í vegagerð
en síðar annaðist hann akstur á slát-
urfé um árabil til sláturhúsa á Egils-
stöðum og Fossvöllum. Einnig fór
hann ferðir vestur í Strandasýslu og
Skaftafellssýslu eftir líffé þegar nið-
urskurður vegna riðuveiki stóð yfir.
Í gegnum öll þessi ár var mikill
samgangur milli Sauðhaga og Vaðs
og betri nágranna en þau Bjössa og
Ásbjörgu er varla hægt að hugsa sér
og ég held að hægt sé að fullyrða að
þar hafi aldrei borið skugga á. Greið-
vikni og hjálpsemi var þeim hjónum í
blóð borin og gestrisni mikil á heim-
ilinu og því ófáir sem nutu góðgerða
hjá þeim.
Það var mikill missir fyrir Bjössa
þegar Ásbjörg féll frá í janúar 1992
og mikil viðbrigði að vera orðinn
einbúi í Sauðhaga. Dæturnar búsett-
ar fyrir sunnan og æ fámennara í
sveitum. Bjössi hélt áfram búskapn-
um í Sauðhaga eftir lát Ásbjargar en
einveran átti ekki við hann, enda fé-
laglyndur að eðlisfari. Dæturnar og
barnabörnin litu í heimsókn eins oft
og kostur var og dvaldi hann hjá
þeim í góðu yfirlæti um hátíðar. Ingi
frændi hans frá Vaði var mikið hjá
honum með sína hesta og voru þeir
hver öðrum félagsskapur og stoð.
Aldurinn færðist yfir og heilsan
farin að láta sig. Bjössi fór í mikla
hjartaaðgerð haustið 2001 sem var
mjög erfið og var hann á milli heims
Björn Sigurðsson
Minningarkort
535 1825
www.hjarta.is 5351800