Morgunblaðið - 27.01.2007, Síða 9

Morgunblaðið - 27.01.2007, Síða 9
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 27. JANÚAR 2007 9 FRÉTTIR LILJA Garðarsdóttir skrifstofumaður lést á líknardeild Landspítal- ans í Kópavogi fimmtu- daginn 25. janúar. Hún var ekkja sr. Árna Bergs Sigurbjörnssonar sókn- arprests í Áskirkju í Reykjavík sem lést 17. september 2005. Lilja fæddist 30. ágúst 1944 á Bíldudal, dóttir hjónanna Unu Thorberg Elíasdóttur og Garðars Jörundssonar sjómanns og ólst þar upp í stórum og góðum systkinahópi. Hún lauk prófi frá Núpsskóla og síðar frá Húsmæðraskólanum í Reykjavík. Þau sr. Árni Bergur gengu í hjóna- band á miðju sumri 1965 og bjuggu fyrst á Bíldudal en fluttust til Reykja- víkur er hann hóf nám við guðfræði- deild Háskóla Íslands. Er hann hafði tekið prestsvígslu 1972 fluttust þau til Ólafs- víkur og störfuðu þar til 1980 er þau urðu prestshjón í Áskirkju í Reykjavík. Þau hjónin voru afar samtaka og samrýnd og veitti Lilja manni sínum ómetanlegan stuðning í hans margþætta og erfiða starfi og var jafnframt burðarás í safnaðarlífi Áskirkju. Lilja vann um 25 ára skeið hjá Tollvörugeymslunni og síð- ar hjá Eimskip. Þau hjónin eignuðust þrjú börn, Hörpu myndlistarmann, Magneu flautuleikara og Garðar þyrluflug- mann. Barnabörnin eru 10 talsins. Lilja Garðarsdóttir Andlát UTANRÍKISRÁÐHERRAR Atlants- hafsbandalagsins, NATO, héldu fund í Brussel í gærmorgun og fjöll- uðu þar einkum um aðstoð við Afg- anistan. Lýstu Bandaríkjamenn því yfir að þeir hygðust veita alls tæpa 11 milljarða dollara til að efla varnir og uppbyggingu í landinu. Valgerður Sverrisdóttir utanrík- isráðherra sat fundinn í gær. „Öll ríkin voru sammála um að aðstoða afgönsk stjórnvöld við að byggja upp eigin getu til að stjórna landinu, um það var mikil samstaða,“ sagði Valgerður. „Meira er nú rætt í NATO um borgaralegt framlag en áður og það má kannski segja að Afganistan sé vendipunkturinn í þeirri umræðu, í þessu felast tæki- færi fyrir okkur Íslendinga til að leggja meira af mörkum en áður. Ég gerði grein fyrir áætlunum okkar um aukin framlög til upp- byggingar og endurreisnar í land- inu. Við höfum boðist til að leiða yf- irfærslu á Kabúl-flugvelli í hendur heimamanna en sú aðgerð er ekki hafin, hún er í undirbúningi. Við er- um að undirbúa samstarf með Ung- verjum um endurreisnarteymi og höfum ákveðið að leggja fram fé í vatnsaflsvirkjanir. Það er mín von að friðargæsluliðar okkar í Afgan- istan gætu um mitt þetta ár verið orðnir um 25,“ sagði Valgerður Sverrisdóttir. Meira rætt um borg- aralegt framlag en áður Fundur Valgerður Sverrisdóttir sat fund Atlantshafsbandalagsins í Bruss- el í gær. Hún segir mikið hafa verið rætt um borgaralegt framlag NATO. HEILDARSAMTÖK aldraðra og fatlaðra koma á engan hátt að und- irbúningi framboða til Alþingis sem kynnt hafa verið sem framboð ör- yrkja og aldraðra. Hér á eftir fer yf- irlýsing frá formönnum Landssam- bands eldri borgara, Sjálfsbjargar – landssambands fatlaðra og Öryrkja- bandalags Íslands, þeim Ólafi Ólafs- syni, Ragnari Gunnari Þórhallssyni og Sigursteini Mássyni. „Heildarsamtök aldraðra og fatl- aðra koma á engan hátt að undirbún- ingi framboða til Alþingis sem kynnt hafa verið sem framboð öryrkja og aldraðra. Samtök aldraðra og fatlaðra starfa á þverpólitískum grundvelli að hagsmunamálum félagsmanna sinna og hafa engin áform uppi um framboð til Alþingis í kosningunum í vor. Undirritaðir leggja áherslu á kröf- una um eitt samfélag fyrir alla sem og kjörorðin ekkert um okkur án okkar og hvetja á þeim grunni öryrkja og aldraða til að vera virka þátttakendur á vettvangi stjórnmálanna, hvar í flokki sem þeir standa, og sinna þann- ig borgaralegum réttindum og skyld- um sem fullgildir þátttakendur í sam- félaginu.“ Heildarsamtök koma ekki að framboðum SÍÐUMÚLA 11 - 108 REYKJAVÍK - SÍMI 575 8500 - www.fasteignamidlun.is Pálmi Almarsson lögg. fasteignasali Sverrir Kristjánsson lögg. fasteignasali Brynjar Fransson lögg. fasteignasali Þór Þorgeirsson lögg. fasteignasali TRAUST, ÞEKKING, FAGMENNSKA OG REYNSLA ERU OKKAR LYKILORÐ ERUM TIL ÞJÓNUSTU REIÐUBÚNIR - 100 ÁRA SAMANLÖGÐ REYNSLA Spennandi útsölufatnaður enn meiri verðlækkun Eddufelli 2 Bæjarlind 6 sími 557 1730 sími 554 7030 Opið mán.-fös. kl. 10-18, lau. kl. 10-16 iðunn tískuverslun Kringlunni, s. 588 1680 Laugavegi 51 s 561 1680 Útsala Útsala 20% auka afsláttur af útsöluvöru Höf›abakka 9 Sími: 511-1575 www.hreyfigreining.is S J Ú K R A fi J Á L F U N O G L Í K A M S R Æ K T Viltu ver›a li›ugri? Sex vikna yoganámskei› fyrir stir›a kroppa hefst 30. janúar. firi›judaga og fimmtudaga kl. 10 Kennari: Gu›mundur Pálmarsson. B Ó K A B Ú Ð S T E I N A R S Ú T S A L A M Ö R G H U N D R U Ð E R L E N D I R T I T L A R O p i ð l a u g a r d a g f r á k l . 1 2 - 1 8 M I K I L L A F S L Á T T U R B e r g s t a ð a s t r æ t i 7 S í m i 5 5 1 2 0 3 0 F a x 5 6 2 6 4 3 0 s t e i n b o o k @ h e i m s n e t . i s O p i ð v i r k a d a g a 1 3 - 1 8 1 0 1 0 .7 Laugavegi 40 - Sími 561 1690 RALPH LAUREN Útsala Útsala 50% afsláttur af öllum vörum Kringlunni - sími 568 1822 www.polarnopyret.se Meiri verðlækkun 50% afsl. af meðgöngufatnaði 50-70% afsl. af barnafatnaði Höf›abakka 9 Sími: 511-1575 www.hreyfigreining.is S J Ú K R A fi J Á L F U N O G L Í K A M S R Æ K T Byrjendanámskei› í yoga Sex vikna byrjendanámskei› hefst 29. janúar. Mánudaga og fimmtudaga kl. 16.40. Kennarar: Talya Freeman og Gu›mundur Pálmarsson. Fréttir í tölvupósti

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.