Morgunblaðið - 27.01.2007, Qupperneq 18

Morgunblaðið - 27.01.2007, Qupperneq 18
18 LAUGARDAGUR 27. JANÚAR 2007 MORGUNBLAÐIÐ VIÐSKIPTI/ATHAFNALÍF ÞETTA HELST ... VIÐSKIPTI ● ÚRVALSVÍSITALA Kauphallar Ís- lands hækkaði um 1,63% í gær og endaði í 6.986 stigum, sem er nýtt met, gamla metið var sett sl. mánu- dag og var 6.929 stig. Hlutabréf Mosaic hækkuðu um 3,17%, bréf Landsbankans hækk- uðu um 3,09% y bréf Straums Burð- aráss um 2,22%. Bréf Atlantic Petr- olium lækkuðu um 0,79%. Krónan styrktist um 0,65% í gær samkvæmt upplýsingum frá Lands- bankanum. Veltan á millibankamark- aði nam rétt rúmum 19 milljörðum króna. Gengi Bandaríkjadals er nú 69,45 kr., evran er 89,66 kr. og pundið kostar 136,10 kr. Nýtt met vísitölunnar ● HAGNAÐUR SP-fjármögnunar eftir skatta nam 802,7 milljónum króna á síðasta ári sem er 67% aukning frá árinu 2005 er hagn- aðurinn var 479,7 milljónir króna. Mikil aukning var í útlánum félagsins á árinu og stækkaði efna- hagsreikningur félagsins um 72% og var í árslok 38,5 milljarðar, þar af eru útlán félagsins 37,1 millj- arður. Hagnaður fyrir skatta var 1.007,6 milljónir sem er besti árangur í sögu fyrirtækisins, að því er segir í tilkynningu. Staða vanskila í árslok 2006 nam um 313,7 milljónum króna, eða 0,85% af heildarútlánum. Hagnaður upp á 800 milljónir króna Uppgjör - Landsbankinn Eftir Arnór Gísla Ólafsson ÝTUM methagnaði og arðsemi til hliðar um stund; úr uppgjöri Lands- bankans almennt má nefnilega lesa mjög jákvæða þróun, ekki síst ef tek- ið er mið af því sem erlendir grein- endur hafa helst fundið að í rekstri íslensku bankana. En þeir sem höndla með hlutabréf tóku uppgjör- inu líka einkar vel því gengi bréfa Landsbankans hækkaði um 3,1% í Kauphöllinni í gær. En að tímamótunum: nú gerðist það í fyrsta sinn hjá Landsbankan- um að meirihluti teknanna eða 52% varð til utan Íslands – þróun sem augljóslega styrkir tekjugrundvöll hans og gerir bankann um leið síður háðan íslensku efnhagsástandi. Bresku pundin streyma inn Ekki er síður athyglisvert að inn- lán viðskiptavina Landsbankans lið- lega tvöfölduðust á milli ára og er nú svo komið að innlánin nema orðið 47,5% af útlánum til viðskiptavina bankans en hlutfallið var tæplega 34% í upphafi ársins. Sem aftur tákn- ar að bankinn þarf þá í minna mæli að leita á alþjóðlega fjármálamark- aði til þess að sækja sér fé en erlend- ir greinendur hafa verið óþreytandi að minna á það og lágt hlutfall inn- lána hjá íslensku bönkunum. Greini- legt er að bresk pund hafa flætt inn í bankann á undanförnum mánuðum í gegnum sparnaðarleiðina Icesave: innlán Icesave námu nær 110 millj- örðum í lok ársins (16% af heildar- innlánum) og voru þó ekki liðnir nema þrír mánuðir síðan reikning- urinn var opnaður. Í þriðja lagi má svo nefna að grunntekjur Lands- bankans (ekki gengishagnaður) juk- ust um 30 milljarða eða um 76%. Eiginfjárhlutfall bankans var 14,8% í lok árs á móti 13,1% í upphafi þess en lögbundið hlutfall er 8% þannig að ljóst er eiginfjárstaðan er traust og bankinn hefði – ef því væri að skipta – fjárhagslega burði til uppkaupa. En ekki má gleyma: hagnaður Landsbankans eftir skatta í fyrra sló met og losaði 40 milljarða á móti 25 milljörðum árið 2005. Um helmingur hagnaðarins í fyrra var af erlendri starfsemi. Og hagnaðurinn á þriðja ársfjórðungi var verulega yfir vænt- ingum flestra greinenda eða 14,1 milljarður. Eigendur Landsbankans hafa væntanlega ekki heldur verið freklega ósáttir við ávöxtunina – 36,3% arðsemi eigin fjár eftir skatta. Þeir munu síðan fá greidda 4,4 millj- arða króna í arð. Lánshæfismat hækkað? Landsbankinn er með lægri láns- hæfiseinkunn en Glitnir og Kaup- þing banki eða A2 en fyrir skemmstu spáðu sérfræðingar UBS að Moody’s myndi hækka lánshæfismat Lands- bankans og uppgjörið mun vafalaust ekki draga úr líkunum á því. Og í reynd gera fjárfestar ekki lengur greinarmun á Landsbankanum og Glitni ef miðað er við skuldtrygg- ingarálag á bréfum þeirra nú en það er nánast orðið hið sama en álagið á Kaupþing er um 0,1% hærra en á Landsbanka og Glitni. Landsbankinn styrkir stöðu sína með öflugu uppgjöri Hlutfall innlána af heildarútlánum hækkar og er komið fast að 50% Metafkoma Björgólfur Guðmundsson, bankaráðsformaður Landsbank- ans, ávarpaði fundinn í gær, þar sem metafkoma bankans var kynnt. %        < @ ! < @ ! "    %& A   ! " %  %& " !  " '(%     )      /../7' 1/2// ))* 0-1.0 *)+, .(>(( )),*) 00-1 /.71  3 !   # 3 ; =; E;F '7'(20' //0'(' 220.- 0.00/ ++**, .-1(. ,$*- '712-  +. >-20 '--  FG FH /'1>07/ //77>1  !"# ;H $%&'&# % ;G I ; JH I ; JG arnorg@mbl.is HALLDÓR J. Kristjánsson, bankastjóri Landsbankans, segir uppgjörið vera yfir vænt- ingum mark- aðarins. Allir þættir starfsem- innar skili góðri afkomu og vöxt- ur bankans skili sér í auknum vaxta- og þókn- unartekjum. Halldór segir kjarnaafkomu bankans vera að styrkjast, stoð- irnar hafi verið styrktar enn meir. Einnig hafi vakið mikla athygli á kynn- ingarfundi bankans í London í gær sú umbreyting sem hafi orðið á uppbyggingu efnahagsreiknings- ins. Bankinn sé að ná feykilega góðum árangri í töku innlána með- al almennings í Bretlandi. Frá því að hafa opnað innlánsreikninginn Icesave í október sl. séu komnir þar um 44 þúsund viðskiptavinir. Með stórauknum innlánum hafi þörf fyrir erlenda fjármögnun minnkað og þannig sé bankinn að bregðast við gagnrýni í erlendum bankaskýrslum. Telur Halldór að bankinn muni gefa út skuldabréf á árinu fyrir um tvo milljarða evra, samanborið við fjóra milljarða í fyrra. Vaxtaálag á skuldatrygg- ingum bankans sé þegar farið að lækka og eigi jafnvel eftir að lækka enn meir. Traustur tekjugrunnur Sigurjón Þ. Árnason, bankastjóri Landsbankans, segir afkomu síð- asta árs hafa verið einstaklega góða. Grunntekjur bankans haldi áfram að vaxa og tekjur af er- lendri starfsemi nemi nú 52% af heildartekjum samstæðunnar. Því megi segja að tekjugrunnur sam- stæðunnar sé í senn fjölbreyttur og traustur. Vel hafi tekist til með fjármögnun bankans, bæði með skuldabréfaútgáfum og ekki síður með nýjum innlánaafurðum. Umbreyting á reikningnum Halldór J. Kristjánsson Sigurjón Þ. Árnason %(6 < ,.- , 06 <4 0(.4'%%$% 1                       !"  #   $ ## %   "&     ' #  ( ) # * + , - . /+ ' #  & -' # , -  0   0  "    1   2$3 4 "54'  6    )7  " +   8  -   (-+  8  -   9: 5  ;0< $ =>   =>+++ 3 %3  ? %3        14 * + 13 -   !"#$    ($  -  ( 35     % &                 (   )  * +,++- +,./- +,01- #+,/2- +,34- 1,4.- 4,+2- +,0+- #+,3+- 4,52- 3,+6- +,24- 3,4/- 1,11- +,2.- 4,51- +,3.-                 (- 2 3#  - + ='3 @ # - +A .  1                                      2   2  2   2 2 2   2              2  2 2            2  2 2 2   ?3#  @ #B =( C  +   "5%- 3#    2 2  2  2 2 2  2 1@3  3# 3 9 - D 1E        F F "=1) G<       F F HH ;0< 1 ##       F F ;0< . % 9##      F F 8H)< GI J         F F
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.