Morgunblaðið - 27.01.2007, Blaðsíða 34
34 LAUGARDAGUR 27. JANÚAR 2007 MORGUNBLAÐIÐ
Í RÍKISSTJÓRN?
Í setningarræðu sinni á landsfundiFrjálslynda flokksins, sem hófst ígær, sagði Guðjón Arnar Krist-
jánsson, formaður flokksins, m.a.:
„Við viljum ná þeirri stöðu eftir
næstu alþingiskosningar að eiga aðild
að ríkisstjórn. Við viljum komast í þá
stöðu að hafa áhrif og völd til þess að
koma áherzlum okkar að í stjórn
landsins og löggjöf. Það mun verða
gæfuspor Íslendinga fyrir framtíðina
að skipta um ríkisstjórn í landinu.“
Þessi orð benda til þess að Guðjón
Arnar Kristjánsson hafi ekki áttað sig
á því hvað hefur komið fyrir Frjáls-
lynda flokkinn síðustu mánuði. Staða
flokksins er sú, að það vill enginn ann-
ar stjórnmálaflokkur vinna með hon-
um. Það er sú breyting, sem orðið hef-
ur á stöðu Frjálslynda flokksins.
Ástæðan fyrir þessari breytingu er
einföld. Afstaða flokksins til innflytj-
enda eins og hún hefur komið fram í
málflutningi talsmanna hans er slík að
Frjálslyndi flokkurinn hefur eyðilagt
möguleika sína á samstarfi við aðra
flokka, sem vissulega voru fyrir hendi.
Það er bæði gagnlegt og nauðsyn-
legt fyrir fulltrúa á landsfundi Frjáls-
lynda flokksins að gera sér grein fyrir
þessu. Flokkur þeirra á enga mögu-
leika á að eiga aðild að ríkisstjórn
vegna þess, að enginn flokkur, hvorki
Samfylking né Vinstri grænir, að ekki
sé talað um aðra, vilja eiga líf ríkis-
stjórnar undir flokki, sem aðhyllist þá
stefnu í málefnum innflytjenda, sem
sumir talsmenn Frjálslynda flokksins
hafa boðað. Þar að auki lízt fulltrúum
annarra flokka ekki á blikuna, þegar
kemur að þingflokki Frjálslynda
flokksins, eins og hann er nú skipaður.
Auðvitað er hugsanlegt að breyting
verði á afstöðu annarra flokka til
Frjálslynda flokksins ef einhver
grundvallarbreyting verður á mál-
efnalegri afstöðu flokksins eða á for-
ystu flokksins á þessum landsfundi.
En það á eftir að koma í ljós.
Það þýðir ekkert fyrir Guðjón Arn-
ar Kristjánsson að veifa þeim mögu-
leika framan í flokksmenn sína að
flokkurinn eigi aðild að ríkisstjórn eft-
ir kosningar. Það verður ekki að
óbreyttri afstöðu og forystu.
Dæmi um þá afstöðu Frjálslynda
flokksins, sem hér hefur verið gerð að
umtalsefni, má finna í ræðu flokksfor-
mannsins í gær, þegar hann sagði
m.a.:
„Varla er ofmælt að segja að Ísland
upplifi nú aðstæður, sem aldrei hafa
komið upp fyrr í sögu landsins, þar
sem mikill fjöldi erlends fólks mun
keppa við Íslendinga um vinnu.“
Hvað á Guðjón Arnar Kristjánsson
við? Staðan á vinnumarkaðnum nú er
sú, að við gætum ekki rekið þjóðfélag-
ið án þeirra útlendinga, sem hér hafa
komið. Við gætum ekki mannað marg-
vísleg þjónustustörf og byggingariðn-
aðurinn byggir að verulegu leyti á
vinnuafli frá útlöndum.
Af hverju er hinn merki skipstjóri
frá Vestfjörðum að veifa svona
ómerkilegri dulu framan í fólk?
SÁ SEM MENGAR Á AÐ BORGA
Það á að vera liðin tíð að eigendurfyrirtækja, sem valda umhverf-
isspjöllum, geti firrt sig ábyrgð á því
að hreinsa til eftir sig. Í alþjóðlegum
umhverfisrétti, sem þróazt hefur á
undanförnum áratugum, er mengun-
arbótareglan svokallaða algjört
grundvallaratriði. Hún felst í því að
sá, sem veldur mengun, á að borga
skaðann eða þann kostnað, sem til
fellur við að hreinsa umhverfið og
koma því í samt lag.
Í nágrannalöndum okkar hefur
víða verið gengið langt í að virkja
mengunarbótaregluna. Jafnvel hefur
verið slakað á sönnunarbyrði þannig
að fyrirtæki verða að sanna að starf-
semi þeirra valdi ekki mengun, frem-
ur en að sanna þurfi að þau eigi sök á
menguninni.
Eigendur flutningaskipsins Wil-
sons Muuga, sem strandaði við
Hvalsnes fyrir jól, neita að borga
meira fyrir niðurrif og flutning skips-
ins af strandstað en 74 milljónir
króna og bera þar fyrir sig ákvæði
siglingalaga frá 1985.
Í fréttaskýringu Örlygs Sigurjóns-
sonar, sem birtist hér í blaðinu í
fyrradag, kemur fram að í lögum um
verndun hafs og stranda sé kveðið á
um að eiganda sé skylt að fjarlægja
skip af strandstað innan hálfs árs frá
strandi. Hins vegar kemur fram í
máli Guðmundar Sigurðssonar
lagaprófessors við Háskólann í
Reykjavík að ábyrgðarreglur sigl-
ingalaga og laga um verndun hafs og
strandar séu ekki alltaf samræman-
legar og að hans mati gangi sigl-
ingalögin framar hinni löggjöfinni.
Guðmundur bendir á að þannig sé
komin upp furðuleg staða. Ef eigandi
skipsins taki strax sjálfstæða ákvörð-
un um að fjarlægja flakið, beri hann
sjálfkrafa kostnað af framkvæmd-
inni. haldi hans hins vegar að sér
höndum og bíði eftir að opinberir að-
ilar sendi honum reikninginn þegar
hreinsun er yfirstaðin, geti hann
beitt fyrir sig ábyrgðartakmörkunar-
reglum siglingalaga.
Þetta þýðir að mengunarbótaregl-
an er ekki fyllilega virk í íslenzkum
rétti. Það er óviðunandi staða. Sá,
sem veldur menguninni, hvort sem
það er fyrir slysni eður ei, á auðvitað
að greiða kostnaðinn af hreinsun líf-
ríkisins. Menn eru löngu hættir að
líta á ryðgandi skipsflök við strendur
landsins sem sjálfsagðan hluta um-
hverfisins.
Það er út af fyrir sig jákvætt, sem
fram kemur í máli Jóhannesar Tóm-
assonar, upplýsingafulltrúa sam-
gönguráðuneytisins, í Morgunblaðinu
í gær að skoðað verði hvort breyta
þurfi gildandi lögum. En auðvitað
hefði átt að vera búið að því fyrir
löngu.
Þegar flutningaskipið Vikartindur
strandaði í Háfsfjöru fyrir tæpum tíu
árum, tóku eigendur skipsins á sig
allan kostnað af því að hreinsa um-
hverfið. Nú sjást þar engin ummerki
strandsins lengur.
Það hefði óneitanlega verið meiri
reisn yfir því ef eigendur Wilsons
Muuga hefðu tekið sömu afstöðu,
hvað sem lagakrókum líður.
Við skulum breyta vaxtar-verkjunum í orku fyrirframtíð Frjálslyndaflokksins,“ sagði Guðjón
Arnar Kristjánsson, formaður
Frjálslyndra, í ávarpi sínu við setn-
ingu landsþings flokksins í gær.
Um 300 manns hlýddu á Guðjón
Arnar og fram kom í máli hans að á
50 dögum hefðu 500 nýir liðsmenn
gengið í flokkinn. Guðjón sagði
Frjálslynda flokkinn stefna á að
eiga aðild að næstu ríkisstjórn. „Það
mun verða gæfuspor Íslendinga fyr-
ir framtíðina að skipta um rík-
isstjórn í landinu. Við þingmenn
flokksins viljum leggja okkar af
mörkum til þess að hér verði tekið
upp meira lýðræði og virkara jafn-
ræði fólksins en nú er til staðar á
mörgum sviðum eftir uppskipti auðs
og afla á hendur fárra undanfarin ár
sem ríkisstjórnin hefur valið til að
njóta allsnægtanna. Ég vænti þess
að stjórnarandstaðan felli rík-
isstjórnina og fylgi eftir þeim ásetn-
ingi sínum að mynda nýja rík-
isstjórn með aðrar áherslur en
misskiptingarflokkarnir sem lengi,
alltof lengi, hafa setið að völdum í
landinu.“
Virkja innlent vinnuafl
Guðjón sagði mikilvægt að gera
fólki sem flyst hingað til lands kleift
að aðlagast íslensku samfélagi.
„Margt hefur verið í ólestri um mál-
efni erlendra ríkisborgara á Íslandi.
Fólk býr víða í atvinnuhúsnæði,
skráning og eftirlit er gloppótt. Ís-
lenskukennsla var af skornum
skammti og áfram mátti telja. Mjög
mikið innstreymi hefur verið af fólki
hingað til lands og aldrei meira en
síðustu mánuði. Varla er ofmælt að
segja að Ísland upplifi nú aðstæður
sem aldrei hafa komið upp fyrr í
sögu landsins þar sem mikill fjöldi
erlends fólks mun keppa við Íslend-
inga um vinnu,“ sagði Guðjón og
benti á að Frjálslyndi flokkurinn
hefði verið eini flokkurinn sem and-
mælti því að Alþingi skyldi ekki
óska eftir frestun á frjálsri för
vinnuafls til landsins.
Guðjón sagði mikilvægt að bregð-
ast við áhrifum þessa flæðis, m.a.
með því að fylgjast með fjölgun
starfsmanna á vegum starfs-
mannaleigna og veita stétt-
arfélögum heimildir til að fara í fyr-
irtæki og krefjast þess að fá að sjá
launaseðla, vinnuskýrslur og önnur
gögn. „Við teljum brýnt að kannað
verði hvort þeir, sem vilja setjast
hér að um lengri eða skemmri tíma,
hafi hugsanlega sakaferla. Meta
verður menntun innflytjenda, bæði
hvað varðar iðnmenntun og æðri
menntun. Heilbrigðisyfirvöld þurfa
að vera á varðbergi varðandi smit-
sjúkdóma eins og berkla. Mikilvægt
er að virkja innlent vinnuafl frekar
en nú er gert, og þannig nýta betur
þann mannauð sem fyrir er í land-
inu. Það mætti gera með breyt-
ingum á skattakerfi, þar sem tekið
yrði tillit til skerðingarreglna sem
bitna nú harðast á eldri borgurum
og öryrkjum, sem og því hvernig
skattbyrði hefur þróast gagnvart
lágtekjufólki,“ sagði Guðjón. „Við
viljum reyna að takmarka á ný
frjálst flæði launafólks frá nýjum
ríkjum EES a.m.k. á meðan unnið
er að ráðstöfunum í samfélaginu
sem tryggja hagsmuni bæði þeirra
útlendinga sem hingað vilja koma og
ekki síður þeirra sem eru hér fyrir.
Hér er ekki verið að tala um að loka
landinu eða reka fólk á brott. Okkur
Íslendingum er nauðsynlegt að
stýra sjálf flæði erlendra nýbúa til
landsins. Við erum frekar fámenn
þjóð,“ sagði Guðjón og vísaði til 112.
og 113. greinar EES-samningsins.
„Samkvæmt þeim ákvæðum getur
íslenska ríkið gripið einhliða til við-
eigandi öryggisráðstafana ef upp
koma alvarlegir efnahagslegir, þjóð-
félagslegir eða umhverfislegir erf-
iðleikar í sérstökum atvinnugrein-
um eða á sérstökum svæðum.“
Guðjón sagði að þingmenn Frjáls-
lynda flokksins myndu leggja sitt af
mörkum til að sátt næðist um þær
tillögur sem teknar verða til um-
ræðu á Alþingi um málefni innflytj-
enda, en einnig fylgja eftir sínum
eigin tillögum. „Þessi mál gátu ekki
legið í þagnargildi og við látum ekki
málin sofa. Þau verða rædd hvort
sem fólki líkar það vel eða illa.“
Hollywood-veislur bankanna
Guðjón var harðorður í garð ís-
lenskra banka og sagði Íslendinga
þurfa að sætta sig við mun hærri
vexti en fólk í nágrannalöndunum.
Sívaxandi hluti af tekjum skuldugra
heimila færi í að greiða vexti og af-
borganir af lánum auk þess sem lán-
tökugjöld hefðu farið hraðvaxandi á
síðustu árum. „Þetta hefur gerst í
kjölfar einkavæðingar bankanna
þar sem sumir fengu að kaupa en
aðrir ekki. Viðskiptabankarnir
þurfa að gera grein fyrir því hvers
vegna íslenskur almenningur fær
verri og verri kjör á sama tíma og
hagur bankanna vex sem og þeirra
sem bönkunum var ráðstafað til.
Það sést á ofurhagnaði bankanna og
dýrlegum veislum sem haldnar eru
og eiga frekar við í Hollywood en
300 þúsund manna þjóðfélagi í
Norðurhöfum þar sem flest
alla.“
Guðjón sagði nauðsynleg
aðhald með bönkunum og tr
jafnræði neytenda í viðskip
lánastofnanir. „Íslenskt fjár
málakerfi er orðið hluti af a
umhverfi og þess vegna þar
reglur þess og kjör að því se
mennt gerist í vestrænum r
sagði Guðjón og talaði fyrir
verðtrygginga. „Helstu rök
fyrir verðtryggingu lána á Í
hafa hingað til verið þær að
henni skapist forsendur fyr
vöxtum. Sú hefur þó alls ek
raunin,“ sagði Guðjón og bæ
að afnám verðtryggingar þy
að skerða hag lánveitenda t
tíma þar sem efnahagslífið y
ugra.
Guðjón sagði núverandi s
völd ekki hafa láglaunafólk
gangslista og að það sæist b
forgangsröðun stjórnarliða
afnema hátekjuskatt frekar
hækka tekjuviðmið svo skat
væri raunverulega hátekjus
Um 300 manns hlýddu á setningarræðu Guðjóns Arnar
Breytum vaxtarve
fyrir framtíð Frjál
Áfram í félagi? Guðjón Arnar hefur lýst yfir stuðningi við Magn
Landsþing Frjáls-
lynda flokksins var
sett á Hótel Loft-
leiðum í gær. Halla
Gunnarsdóttir segir
hér frá helstu atriðum
í setningarræðu for-
mannsins.
Kosið í dag Margrét Sver
flokksins. Kosningin fer fr
» Við teljum brýnt að
kannað verði hvort
þeir, sem vilja setjast
hér að um lengri eða
skemmri tíma, hafi
hugsanlega sakaferla.
Meta verður menntun
innflytjenda, bæði hvað
varðar iðnmenntun og
æðri menntun.
Einar Sigurðsson.
Styrmir Gunnarsson.
Forstjóri:
Ritstjóri:
STOFNAÐ 1913
Útgefandi: Árvakur hf., Reykjavík.
Aðstoðarritstjórar:
Karl Blöndal, Ólafur Þ. Stephensen.
Fréttaritstjóri:
Björn Vignir Sigurpálsson.
Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnargreinum Morgunblaðsins á slóðinni http://morgunbladid.blog.is/