Morgunblaðið - 27.01.2007, Síða 14
14 LAUGARDAGUR 27. JANÚAR 2007 MORGUNBLAÐIÐ
FRÉTTIR
Íslenska á vinnustað - já takk
Aðildarfyrirtæki SI eru hvött til að bjóða erlendu starfsfólki kennslu í íslensku. Fyrirtækin geta, að uppfylltum tilteknum skilyrðum, sótt um styrk
til kennslunnar hjá menntamálaráðuneytinu. Umsóknarfrestur rennur út 2. febrúar næstkomandi. Sjá nánar á www.mrn.is
Styrkir til íslenskukennslu fyrir erlent starfsfólk byggjast ásamþykkt ríkisstjórnarinnar frá 10. nóv.sl. Verkefnið er í umsjón menntamálaráðuneytisinsog til þess verður varið 100 millj. kr. á þessu ári.
Eftir Andra Karl
andri@mbl.is
MUNNLEGUR málflutningur um frávísunar-
kröfu núverandi og fyrrverandi forstjóra
stóru olíufélaganna þriggja, Olíuverzlunar Ís-
lands, Olíufélagsins, nú Kers, og Skeljungs,
vegna ákæru ríkisins á hendur þeim fór fram í
héraðsdómi Reykjavíkur í gærdag. Verjendur
forstjóranna gagnrýndu rannsókn lögreglu
harðlega, sögðu jafnræðisreglu ekki hafa ver-
ið virta auk þess að loforð um að gögn sem afl-
að væri með samvinnu forstjóranna yrðu ekki
notuð gegn þeim hefði verið virt að vettugi.
Forstjórarnir eru ákærðir fyrir meint brot á
samkeppnislögum, fyrir að hafa haft ólögmætt
samráð, ýmist sjálfir eða fyrir milligöngu und-
irmanna, með það að markmiði að hafa áhrif á
og koma í veg fyrir samkeppni. Þingfesting
málsins fór fram 9. janúar sl. og var þá farið
fram á frávísun málsins.
Gísli Baldur Garðarsson, verjandi Einars
Benediktssonar forstjóra Olís, hóf málflutning
og sagði rannsókn málsins ekki hafa verið
með eðlilegum hætti. Í kjölfar rannsóknar
samkeppnisyfirvalda hefðu lögreglu m.a. verið
afhentar skýrslur sem teknar voru af ákærðu
í málinu auk gagna úr húsleit þáverandi Sam-
keppnisstofnunnar, og hélt lögregla áfram
rannsókninni. Gísli segir hins vegar litla sem
enga sjálfstæða lögreglurannsókn hafa farið
fram og að málið væri í raun eftirlíking af máli
Samkeppniseftirlitsins.
Að auki fór lögmaðurinn yfir þá stöðu sem
gæti komið upp ef málsmeðferð færi fram og
forstjórarnir yrðu dæmdir til greiðslu sektar.
Þá yrðu það félögin sem þyrftu að greiða, þar
sem aðgerðir forstjóranna voru vegna starfs
þeirra, og því væri tvívegis búið að leggja á fé-
lögin refsingu, en það væri ólögmætt, auk
þess sem félögin yrðu þá þriðji aðili í málinu
sem gæti ekki tekið til varna.
Hann sagði engan vafa leika á því að rann-
sóknin hefði verið ólögmæt og tilraun til máls-
meðferðar ætti að vísa frá dómi.
Verknaðarlýsingu afar ábótavant
„Á að refsa Einari og Kristni fyrir að tala í
síma um útboð, án þess að það liggi fyrir hvað
fór þeim á milli?“ spurði Ragnar H. Hall, verj-
andi Kristins Björnssonar fyrrverandi for-
stjóra Skeljungs, sem gagnrýndi ákæru rík-
issaksóknara harðlega. Kristinn sagði
ósamræmi í ákæru sem lýsti sér m.a. þannig
að í inngangi hennar væri almenn verknaðar-
lýsing á meintum brotum forstjóranna en í öll-
um köflum hennar væri talað um meint sam-
ráð olíufélaganna, fyrir tilstilli ákærðu.
Ragnar sagði tilstilli í lögum ávallt notað sem
aðstoð við að framkvæma eitthvað sem aðrir
eru að gera og spurði þá hvernig hægt væri að
ákæra forstjórana fyrir eitthvað sem þeir
gerðu ekki sjálfir.
Ragnar sagði verknaðarlýsingu einnig afar
ábótavant og að ekki væri mögulegt að sjá
fyrir hvað forstjórarnir væru ákærðir. Lág-
markskrafa væri að ákærðu vissu fyrir hvað
þeir væru ákærðir og vísaði hann í Baugs-
málið svokallaða, þar sem 32 af 40 ákærulið-
um var vísað frá með dómi Hæstaréttar m.a.
vegna ónákvæmrar verknaðarlýsingar. Einnig
sagði hann verknaðarlýsingu jaðra við að vera
skriflegan málflutning ákæruvaldsins, og væri
slíkt jafnvel til þess fallið að ákæruvaldið hefði
ákveðið forskot í málinu.
Ragnar gerði einnig að umtalsefni sínu
frumvarp sem liggur fyrir Alþingi en þar er
gert ráð fyrir ákvæði í samkeppnislögum um
að ábyrgð einstaklinga verði skýrð nánar. Þá
spurði hann hvers vegna verið væri að skerpa
á lögunum ef enginn vafi léki á því að starfs-
menn fyrirtækja beri refsiábyrgð.
Hann vísaði einnig í grein Róberts R.
Spanó, dósents við lagadeild Háskóla Íslands,
en þar segir að vafi leiki á því hvort ein-
staklingar geti borið refsiábyrgð hafi fyrir-
tæki sem þeir starfa hjá stundað ólöglegt
samráð eða misnotað markaðsráðandi stöðu
sína. Allan vafa um heimild til refsingar verði
þá að túlka sakborningi í vil.
Gögnin átti ekki að nota gegn ákærðu
Ragnar Tómas Árnason, lögmaður Geirs
Magnússonar, flutti mál sitt síðastur verj-
enda. Hann fór yfir loforð samkeppnisyfir-
valda, þ.e. að gögn sem yrðu til með samstarfi
forstjóranna yrðu ekki notuð gegn þeim. Í
kjölfar þess að lögmenn félaganna hefðu hafn-
að sáttartilboði samkeppnisyfirvalda hefðu
starfsmenn þeirra farið til ríkislögreglustjóra.
Hann sagði forstjórana hafa fengið fullvissu
um það frá Samkeppnisstofnun að gögnin
yrðu ekki afhent. Óþarfi þótti að hafa það
skriflegt þar sem ekki stóð til að lögreglu-
rannsókn kæmi til. Ragnar sagði ákæruvaldið
hins vegar þurfa að bera hallann af því að hafa
ekki rannsakað þennan hluta sérstaklega,
þrátt fyrir að það hefði komið fram í skýrslu-
töku hjá lögreglu. Auk þess sagði Ragnar að
brotið hefði verið á réttarstöðu ákærðu við
rannsókn málsins hjá Samkeppnisstofnun.
Þeim hefði ekki verið kynntur þagnarréttur
og í raun verið þvingaðir til samstarfs, skv. 39.
grein samkeppnislaga, án þess að hafa rétt-
arstöðu sakborninga, sem eðlilegt hefði verið.
Ragnar sagði þvingun m.a. hafa komið fram í
því að ef þeir væru samvinnufúsir myndu
samkeppnisyfirvöld lækka sektir félaganna.
Því hefði í raun verið þrýstingur frá stjórnum
félaganna um að bera á sig sök, s.s. til að
minnka fjárhagsskaða vinnuveitenda sinna.
Um rannsókn lögreglu sagði Ragnar að hún
hefði aðeins átt að fá haldlögð gögn úr húsleit-
inni en ekki frumgögn frá Skipulagsstofnun.
Þá hefði átt að fara fram sjálfstæð rannsókn
en þess í stað var rannsókn samkeppnisyf-
irvalda gerð að rannsókn ákæruvaldsins.
Hann sagði gögn málsins vera gegnsósa af
upplýsingum sem ekki væru gildar vegna aug-
ljósra annmarka á rannsókninni.
Engum þvingunum beitt
Helgi Magnús Gunnarsson ríkissaksóknari
mótmælti þeim orðum að ósamræmi væri í
ákæru, þar væri einfaldlega verið að lýsa
sama hlutnum á tvo mismunandi vegu. Í
verknaðarlýsingu sagði Helgi að reynt hefði
verið að hafa textann knappan og hafnaði því
algjörlega að um skriflegan málflutning væri
að ræða. Hann sagði ljóst að forstjórarnir
bæru ábyrgð á samráðinu, fyrirtæki væru
ekki gerendur, og taldi hann nauðsynlegt að
málið yrði tekið til efnislegrar meðferðar þar
sem nánar yrði tilgreint um brot einstaka for-
stjóra.
Varðandi efasemdir um hvort einstaklingar
gætu borið refsiábyrgð á gjörðum fyrirtækja
dró hann úr orðum Róberts Spanó, en lagði
það fyrir dómarann að ákveða hvernig tekið
yrði á málinu. Um vægi rannsóknargagna í
málinu sagði Helgi að það væri dómara að
meta, s.s. eftir því hvernig þeirra var aflað, en
taka bæri afstöðu til þess þegar málið yrði
tekið til efnislegrar meðferðar – það væri ekki
ástæða til frávísunar.
Helgi sagði engum þvingunum hafa verið
beitt hjá samkeppnisyfirvöldum. Ekki hefði
þurft að beita þeim þar sem félögin hefðu ver-
ið fús til samstarfs, s.s. í von um lækkun
sekta.
Varðandi loforð milli Samkeppnisstofnunar
og forstjóranna sagði Helgi að engar upplýs-
ingar lægju fyrir um það, nema frá aðilum
tengdum olíufélögunum. Hann vísaði því einn-
ig á bug að jafnræðisreglan hefði verið brotin,
s.s. að þetta mál væri frábrugðið öðrum sem á
undan hafa farið hjá Samkeppnisstofnun,
t.a.m. að umfangi.
Telja engan vafa á að rannsókn
málsins hafi verið ólögmæt
Tekist var á um frávísunarkröfu
vegna málshöfðunar ríkisins á
hendur forstjórum olíufélaganna
í héraðsdómi Reykjavíkur í gær.
Verjendur töluðu í rúmar sex
klst. – sækjandi tæpar tvær.
Morgunblaðið/Sverrir
Glatt á hjalla Létt var yfir lögmönnum í héraðsdómi Reykjavíkur. F.v. Einar Benediktsson, Gísli Baldur Garðarsson og Ragnar Árnason.
Í HNOTSKURN
»Efnahagsbrotadeild ríkislög-reglustjóra lauk rannsókn sinni á
meintu samráði 17. nóvember 2005.
»Málið var þingfest í héraðsdómiReykjavíkur 9. janúar sl. og lögðu
verjendur forstjóranna fram frávís-
unarkröfu, sem tekin var fyrir í gærdag.
»Jónas Jóhannsson, héraðsdómari,sem dæmir málið segist ekki geta
nefnt hvenær úrskurðar er að vænta, en
reynt verði eftir fremsta megni að flýta
honum.