Morgunblaðið - 27.01.2007, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 27.01.2007, Blaðsíða 22
22 LAUGARDAGUR 27. JANÚAR 2007 MORGUNBLAÐIÐ MENNING ÖÐRU starfsári Sinfóníu- hljómsveitar tónlistarskól- anna, sem hófst 17. desember síðastliðinn, lýkur með tón- leikum í Langholtskirkju í dag klukkan 16. Liðlega 100 tónlistarnem- endur skipa sveitina. Stjórnandi hennar að þessu sinni er Guðni Franzson og einleikari á klarinett Ingimar Andersen. Hljómsveitin er samstarfsverkefni tónlistar- skóla á höfuðborgarsvæðinu en nemendur nokk- urra tónlistarskóla af landsbyggðinni taka einnig þátt í námskeiðinu. Tónleikar Sinfóníuhljómsveit tónlistarskólanna Guðni Franzson GÍTARLEIKARINN Kristinn Árnason heldur tónleika í Ás- kirkju í dag, 27. janúar, klukk- an 15. Á efnisskránni eru verk eftir Weiss, Bach, Barrios, Giuliani og Granados. Einnig frum- flytur Kristinn verk eftir sjálf- an sig. Kristinn hóf ungur nám í klassískum gítarleik og stund- aði framhaldsnám í New York, Englandi og á Spáni. Kristinn hefur leikið inn á fjölda geisladiska og hlaut diskur hans með verkum eftir Sor og Ponce Íslenku tónlistarverðlaunin árið 1997. Tónleikar Gítartónleikar í Áskirkju Kristinn Árnason EINYRKINN Pétur Ben treður upp í kvöld ásamt hljómsveitinum Ske og Shadow Parade á Café Amst- erdam. Pétur er nýkominn frá Hollandi þar sem hann tók þátt í tónlistaráðstefnu sem þar fór fram en miklar vonir eru bundnar við að tón- list Péturs nái út fyrir land- steinana. Ske lauk nýverið við hljóðmynd fyrir leikritið Svartan kött sem LA sýnir en sveitin vinnur nú hörðum höndum að því að klára nýja plötu fyrir næsta sumar. Tónleikarnir hefjast kl. 23.30 og er aðgangseyrir 500 krónur. Tónleikar Rokktónleikar á Café Amsterdam Pétur Ben Eftir Bergþóru Jónsdóttur begga@mbl.is VERIÐ, heimili Söngvakeppni Sjón- varpsins í ár, hefur vakið forvitni fyr- ir ýmissa hluta sakir. Verið er stórt upptökuver, sem á árum áður hýsti vélasmiðjur Héðins á Mýrargötunni en hefur nú fengið nýtt hlutverk. Þetta er það sem á útlensku er kallað black box; svartur kassi, svart, autt rými með rám í lofti sem hægt er að hengja ýmiss konar tæknibúnað í. Salir af þessu tagi eru vinsælir er- lendis til ýmiss konar verkefna á sviði kvikmynda- og auglýsingagerðar – sem alhliða stúdíó, leikhús, tónleika- salir og jafnvel veislusalir svo eitt- hvað sé nefnt. Það er fyrirtækið Basecamp sem rekur þennan nýja sal, en Basecamp, sem einnig rekur Loftkastalasalinn, sinnir ýmiss konar viðburðatengdri þjónustu auk þess að framleiða kvikmynda- og sjónvarps- efni. Basecamp framleiðir Söngva- keppnina fyrir ríkisútvarpið. Rafn Rafnsson er eigandi og fram- kvæmdastjóri fyrirtækisins. Hann segir að fleiri verkefni bíði þess að komast í Verið að Söngvakeppninni lokinni, bæði sjónvarpsupptökuverk- efni og fleira. Til ýmissa hluta nytsamlegt „Svörtu boxi á að vera hægt að breyta í hvað sem er,“ segir Rafn. „Í Söngvakeppninni röðum við upp 634 stólum, en þeir gætu verið fleiri eða færri. Sviðið gæti líka verið hvar sem er í salnum.“ Verið er nýtt fyrir hvort tveggja: eigin framleiðslu og verkefni Base- camp og önnur utanaðkomandi verk- efni. „Það getur verið hvað sem er: veisla eitt kvöld, þess vegna; þriggja mánaða leiksýning, kvikmynda- upptaka í einn mánuð eða sjónvarps- upptökur í tvær vikur.“ Rafn segir tæknibúnað ekki fylgja Verinu – það sé einfaldlega tómur svartur kassi. „Í Söngvakeppninni er- um við í samstarfi við Exton, sem sér um allan ljósa- og tækjabúnað fyrir okkur. Þeir skaffa okkur þau tæki sem við þurfum til okkar framleiðslu, en aðrir sem nýta Verið geta haft sinn hátt á.“ Rafn segir rekstrarhorfur Versins góðar, en upphaf rekstrarhugmynd- arinnar liggur einmitt í Söngva- keppninni. „Við leituðum lengi að húsnæði fyrir keppnina. Vandamálið með hana er það að leikmynd, ljós og annað þarf að standa í allar þær fimm vikur sem tekur að vinna verkefnið. Fyrir utan útsendingarnar eru æfing- ar á hverjum degi og annars konar undirbúningur. Það leigir enginn Laugardalshöllina í fimm vikur. Það dýrasta í framkvæmdinni er að setja allt upp og taka niður. Þess vegna urðum við að finna hús sem væri nógu ódýrt í leigu og væri bara hrár kassi. Þegar við fórum inn í húsnæðið fór fólk að sýna þessu áhuga og aðrir möguleikar opnuðust. Það eru margir búnir að koma og skoða salinn bæði til tónleikahalds, leiksýninga og ann- ars. Ég tel að rekstrargrundvöllurinn sé góður meðan húsnæðið er nógu hrátt – nánast bara skjól fyrir veðri og vindum – og leiguverðið er ekki það hátt að það sligi fólk. Við segjum að horfurnar séu góðar og að við munum læra heilmikið af að reyna okkur í þessum rekstri.“ Verið í Héðinshúsinu er nýr stúdíókostur og býður upp á ýmsa möguleika Einfaldlega tómur, svartur kassi Verið „Ég tel að rekstrargrundvöllur sé góður meðan húsnæðið er nógu hrátt og leiguverðið ekki það hátt að það sligi fólk,“ segir Rafn Rafnsson. Góðar rekstrarhorfur í Verinu Óperusöngvar- inn frægi Plac- ido Domingo ætl- ar að færa sig úr hlutverki tenórs í barítón í upp- færslu á óper- unni Simon Boccanegra eftir tónskáldið Verdi. Spænski söngvarinn, sem varð 66 ára í vikunni, mun fara með hlutverk sjálfs Simons Bocc- anegra í óperunni sem verður frumsýnd í Staatsoper Unter den Linden í Berlín árið 2009. Oft er sagt að hlutverk Boccanegra sé eitt erfiðasta barítónhlutverk sem Verdi skrifaði. Domingo mun einnig flytja verk- ið í La Scala-óperunni í Mílanó á Ítalíu og í Konunglega óperuhús- inu í Covent Garden í London. Það var í apríl árið 2005 sem Domingo sagði að hann vildi láta draum sinn rætast um að syngja barítónhlutverk Boccanegra áður en hann settist í helgan stein, en hann sagði ekki til um hvenær það yrði. „Eftir þetta hlutverk mun ég lík- lega segja Amen,“ sagði söngv- arinn í viðtali við dagblaðið Ob- server. Einn af Tenórunum þremur Domingo fæddist í Madríd á Spáni en flutti til Mexíkó átta ára gamall. Í Mexíkóborg lærði hann á píanó og hljómsveitastjórnun en kom fyrst fram sem söngvari árið 1959 í Marina í Degollado-leikhúsinu í Guadalajara as Pascual. Árið 1962 gekk hann til liðs við þjóðaróperuna í Ísrael, sem var staðsett í Tel Aviv, þar var hann í tvö og hálf ár. Það var svo 1968 sem hann kom fram í Metropolitan-óperunni í New York og eftir það lá leiðin að- eins uppávið hjá Domingo og í dag er hann einn þekktasti óperu- söngvari í heimi. Hann hefur nú sungið yfir 120 hlutverk á sviði og inn á fjöldann allan af plötum og naut mikilla vin- sælda sem hluti af Tenórunum þremur með þeim Jose Carreras og Luciano Pavarotti. Ákvörðun hans um að syngja Boccanegra var tilkynnt í febr- úarútgáfu breska óperublaðsins. Domingo fer úr tenór í barítón Syngur aðalhlut- verkið í Boccanegra Domingo í Fyrsta keisaranum. Á AÐALFUNDI Bandalags ís- lenskra listamanna fyrir skömmu voru samþykktar ályktanir sem kveða á um þau atriði er bandalagið leggur áherslu á í menningar- stefnumótun sinni. Bandalagið bendir til að mynda á „nauðsyn þess að fjölga starfs- launum listamanna. Í heilan áratug hefur fjöldi starfslauna listamanna staðið í stað. Á sama tíma hefur flest annað tekið stórfelldum breytingum, til dæmis hefur þjóðinni fjölgað um 13% og landsmenn búið við hagvöxt og vaxandi velmegun,“ eins og segir í fréttatilkynningu þess. Bandalagið skorar því á alþingismenn að ráða á þessu bót. Stofnað verði menningarráðuneyti Fundurinn lagði jafnframt il að „stofnað verði sérstakt menning- arráðuneyti. Margt bendir til þess að verðmætasköpun framtíðarinnar verði hvað mest í hinum skapandi at- vinnugreinum – en alveg burtséð frá því er löngu tímabært að mikilvægi lista í íslensku samfélagi verði við- urkennt.“ Jafnframt er skorað á stjórnvöld „að viðurkenna hugverk sem eign er lúti sömu lögmálum og aðrar eignir á borð við húsnæði, hlutabréf og kvóta og beri samkvæmt því 10% fjármagnstekjuskatt.“ Vilja fjölbreytta íslenska dag- skrárgerð í Ríkisútvarpinu Loks ályktaði fundurinn um menningarhlutverk Ríkisútvarpsins á þessa leið: „Aðalfundur BÍL vill enn og aftur benda á menningar- hlutverk Ríkisútvarpsins og hve mikilvægt það er að á vegum þess fari fram fjölbreytt íslensk dag- skrárgerð og þá ekki síst vandað leikið efni. Brýnt er einnig að Ríkisútvarpið leitist við að bregða ljósi á þá grósku sem ríkir í listsköpun landsmanna, og í því sambandi ber að fagna glæsilegum þáttum um íslenska tón- listarmenn sem nýlega hafa verið á dagskrá sjónvarpsins, auk stuttra þátta um myndlistarmenn. En betur má ef duga skal og það er ekki vansalaust að eini fasti þáttur sjón- varpsins um listir skuli hafa verið lagður niður og brýnt að ráðin verði bót á því sem bráðast. Aðalfundurinn lýsir ánægju sinni með að sérstakur fréttamaður skuli nú sjá um menningarfréttir á rás eitt í útvarpinu.“ Telur að tónlistarhús muni efla tónlistarlífið í borginni Síðasta ályktunin sem samþykkt var laut að byggingu tónlistarhúss í Reykjavík, en fundurinn lýsti yfir „ánægju sinni með að hafin sé bygg- ing tónlistarhúss í Reykjavík, sem víst er að muni enn efla hið blómlega tónlistarlíf í borginni.“ Bandalag íslenskra listamanna ályktar um stefnumótun á sviði menningar Vilja sérstakt menningarráðuneyti Morgunblaðið/Jim Smart Stundin okkar Barnatími sjónvarpsins á sunnudögum er það innlenda dag- skrárefni sem einna best hefur náð fótfestu í innlendri dagskrárgerð. BÍL krefst nú aukinnar áherslu á innlenda dagskrárgerð í sjónvarpi. Í HNOTSKURN » Framleiðslufyrirtækið Base-camp leigir og rekur Verið og nýtir sem upptökuver. » Verið er svokallaður svarturkassi, hrár, tómur salur, sem getur verið með hvaða móti sem er innanstokks, eftir þörfum. » Basecamp fremleiðirSöngvakeppni Sjónvarpsins fyrir RÚV í Verinu. » Hugmyndir hafa kviknað aðnýtingu Versins fyrir leik- sýningar, tónleika, upptökur og fleira. » Framtíð Versins í Héðins-húsinu er óljós vegna fyr- irhugaðra nýbygginga á svæð- inu.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.