Morgunblaðið - 27.01.2007, Side 25
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 27. JANÚAR 2007 25
SUÐURNES
Fjársterkir kaupendur óska eftir einbýlishúsum á sunnanverðu
Seltjarnarnesi. Verðhugmyndir eru 80-150 millj.
Góðar greiðslur í boði.
Nánari upplýsingar veita Sverrir Kristinsson lögg. fasteignasali
og Hákon Jónsson lögg. fasteignasali.
Sverrir Kristinsson, löggiltur fasteignasali
EINBÝLISHÚS Á SELTJARNARNESI
Sími
530 6500
Finnbogi Hilmarsson,
Einar Guðmundsson og
Bogi Pétursson
löggiltir fasteignasalar
Opið mán.- fös. frá kl. 9-17
www.heimili.is
Góð 4ra herbegja íbúð á efri hæð
með innbyggðum bílskúr í fjögurra
íbúða húsi. Eldhús með nýjum tækj-
um, Stofa og borðstofa með parketi
og stórum suður svölum. Öll herbergi
með skápum. Baðherbergi með inn-
réttingu, baðkari og glugga. Þvotta-
hús á hæðinni. Mikið útsýni.
ÁLFATÚN VIÐ ÚTIVISTARPARADÍSINA
FOGSVOGSDALINN
Nánari upplýsingar veita
Tryggvi kornelíusson og
Daniel G. Björnsson
Á skrifstofu Heimilis 530-6500
Gsm Tryggvi 891-7307 Daniel 897-2593
Eftir Helga Bjarnason
helgi@mbl.is
Reykjanesbær | „Húsnæðið hentar
starfi okkar mjög vel. Ef ég ætti að
hanna og byggja hnefaleikahöll
myndi ég hafa hana svona,“ segir
Guðjón Vilhelm Sigurðsson, hnefa-
leikaþjálfari hjá Hnefaleikafélagi
Reykjaness (BAG). Félagið fékk
gömlu sundhöllina í Keflavík til af-
nota og hefur nú tekið hana í notkun
sem æfinga- og keppnishöll.
Öflug starfsemi hefur verið hjá
Hnefaleikafélagi Reykjaness. Í
haust ákvað Guðjón Vilhelm að
leggja áherslu á starf með ungling-
um og jókst mjög aðsókn að æfing-
um. Félagið var í ófullnægjandi hús-
næði sem þessi fjöldi sprengdi utan
af sér.
Duglegir félagsmenn
Nú hefur Reykjanesbær lagt fé-
laginu til gömlu sundhöllina í Kefla-
vík, til bráðabirgða. Þurfi að byggja
yfir sundlaugarkerið og gerðu fé-
lagsmenn í BAG það. „Ég viðurkenni
að það óx mér í augum að ráðast í
þessar framkvæmdir en við höfum
ótrúlega góðan mannskap innan
okkar vébanda og það komu nokkrir
félagsmenn og lokuðu sundlaugar-
gatinu á einu degi,“ segir Guðjón Vil-
helm. Þá var settur upp keppnis-
hringur félagsins og enn er verið að
festa upp tæki og tól.
Guðjón segir að þessi aðstaða
gjörbreyti starfsgrundvelli félags-
ins. „Hér getum við látið keppnis-
hringinn standa uppi allt árið, æft
þar og haldið keppnir. Það hefur ver-
ið draumur okkar frá upphafi. Þá er
mjög góð búningsaðstaða hér í sund-
höllinni, bæði fyrir konur og karla,“
segir Guðjón.
Nú eru liðlega 100 iðkendur í
barna og unglingaflokkum og með
nýju aðstöðunni hefur fjölgað aftur í
eldri flokki sem nefndur er byrjend-
ur og framhald. Þar æfa nú um 40
ungmenni á aldrinum 16 til 20 ára.
Eru virkir félagsmen því um 150.
Nú þegar BAG hefur fengið al-
vöruhnefaleikahöll skapast mögu-
leikar á að halda mót og taka á móti
erlendum gestum. Aðstaða er fyrir
áhorfendur og möguleikar á að bæta
hana enn fremur. „Við stefnum að
því að ná 300 til 400 áhorfendum á
keppnir og búa með því til góðan
heimavöll í okkar eigin hnefaleika-
höll,“ segir Guðjón.
Fyrstu gestirnir frá Írlandi
Írskt lið, frá Dyflinni, kemur til
landsins í næsta mánuði og keppir
við Suðurnesjamenn 17. febrúar í
nýju hnefaleikahöllinni. Í liðinu eru
15 hnefaleikamenn og fimm þjálfar-
ar. Yngsti gesturinn er 12 ára og er
Guðjón Vilhelm með einn sprækan
tólf ára strák til að keppa við hann í
svonefndu „diploma boxi“ sem geng-
ur út á tækni og stíl en ekki þung
högg.
Svo hefur félagið sótt um að fá að
halda þarna Íslandsmótið í hnefa-
leikum. Guðjón segir að það mál
skýrist í næstu viku.
Gamla sundhöllin orðin
að alvöru hnefaleikahöll
Morgunblaðið/Helgi Bjarnason
Sippað Krakkarnir æfa af krafti í nýju hnefaleikaaðstöðunni. Hnefaleika-
hringurinn stendur uppi allt árið og nýtist við æfingar og keppni.
Í HNOTSKURN
» Sundlaug var opnuð íKeflavík 1919 og byggt yf-
ir hana 1940. Henni var lokað í
fyrra þegar ný 50 metra inni-
sundlaug var tekin í notkun.
» Nú hefur húsið fengið nýtthlutverk sem hnefa-
leikahöll, til bráðabirgða.
Hafnir | „Mér finnst það ekki hafa
breyst neitt, drykkjarvatnið var
alltaf ágætt hér hjá mér,“ sagði
Jón Borgarsson, fyrrverandi odd-
viti í Höfnum. Hafin er hreinsun
vatnsins þar með nano-síum en það
er ný aðferð hér á landi.
Íbúar í Höfnum hafa fengið
drykkjarvatn úr tveimur grunn-
vatnsholum. Kvartað hefur verið
undan vatninu vegna þess að of
mikið salt hefur verið í því. Stafar
það af því að holurnar eru nálægt
ströndinni og opnu hafi og þar
gætir flóðs og fjöru, og því hversu
þunnt ferskvatnslagið er sem flýt-
ur ofan á sjónum. Á árinu 2004
mældist seltan á bilinu frá 250 og
upp í 350 millígrömm á hvern lítra
en leyfilegt hámark er 250 milli-
grömm samkvæmt reglugerð.
Hitaveitu Suðurnesja, sem rekur
veituna, þótti vænlegra að grípa til
vatnshreinsunar vegna mikils
kostnaðar og óvissu um árangur af
borun nýrra hola og virkjunar
þeirra. Ákveðið var að koma upp
hreinsibúnaði með nano-síum en
með þeirri tækni eru ekki nein efni
notuð við hreinsunina. Seltan er nú
undir 50 millígrömmum á lítra.
Nýja hreinsunarstöðin var opnuð
formlega fyrr í vikunni. Fram kom
að hreinsibúnaðurinn og uppsetn-
ing hans kostar liðlega 24 millj-
ónir.
„Þeir segja það,“ sagði Jón
Borgarson þegar hann var spurður
að því hvort saltið í neysluvatninu
hefði ekki minnkað eitthvað. Hann
sagði að einhverjar aðstæður í
lögnum eða rennsli gerðu það að
verkum að hann hefði ekki orðið
fyrir sömu óþægindum vegna salt-
innihalds vatnsins og aðrir. „Svo
hlýtur fólk að venjast þessu og ég
hef verið hérna allt of lengi,“ sagði
Jón.
Hann þvertók fyrir það að kaffið
hefði batnað. „Það er enginn mun-
ur á því enda nota ég heita vatnið
beint úr krananum í kaffið.“
Ljósmynd/Dagný Gísladóttir
Skál Jón Borgarsson, Árni Sigfússon og Júlíus Jónsson smakka á vatninu.
„Drykkjarvatnið var
alltaf ágætt hjá mér“
Vatnið í Höfnum
hreinsað með
nano-síum
LANDIÐ
Flúðir | Georg Ottósson, sem á og
rekur Flúðasveppi og Garðyrkju-
stöðina Jörfa á Flúðum, ætlar að
bjóða erlendu starfsfólki ókeypis
íslenskukennslu. Þeir eiga kost á
þessu sem starfað hafa hjá garð-
yrkjustöðvum hans í eitt ár eða
ætla að starfa þar í ár.
„Ég hef ákveðið þetta í samráði
við Fræðslunet Suðurlands. Fólkið
þarf aðeins að greiða 3000 krónur
í bókakostnað,“ segir Georg. „Það
er mikill áhugi hjá starfsfólkinu
og flestir þeir sem starfa hjá mér,
sem eru á milli 20 og 30, ætla að
taka þátt. Hér er fólk frá Póllandi,
Rúmeníu og Lettlandi. Fyrir at-
beina Þorgerðar Katrínar Gunn-
arsdóttir menntamálaráðherra var
ákveðið að setja verulegt fjármagn
frá ríkinu í tungumálakennslu út-
lendinga og ég vona að ég fái fjár-
hagsaðstoð til þessa verkefnis,“
bætir hann við. Georg segir að Ís-
ólfur Gylfi Pálmason sveitarstjóri
og sveitarstjórnarfólk útvegi
ókeypis aðstöðu í Flúðaskóla til
kennslunnar.
Georg vonast til að verkefnið
takist vel og það verði hvatning
fyrir önnur fyrirtæki að hefja ís-
lenskukennslu fyrir þá fjölmörgu,
dugmiklu útlendinga sem starfa
hér á landi.
Fjöldi fólks sem er af erlendu
bergi brotið býr og starfar í
Hrunamannahreppi. Er það um
12% af alls 787 íbúum sveitarfé-
lagsins.
Býður
ókeypis
íslensku-
kennslu
Morgunblaðið/Sigurður Sigmundsson
Garðyrkjubóndi Georg Ottósson hefur fjölda útlendinga í vinnu.
Ísafjarðardjúp | Vegagerðin hefur
samið við verktakafyrirtækin KNH
ehf. og Vestfirska verktaka um vega-
gerð á Djúpvegi. Verksamningurinn
er með þeim stærri sem Vegagerðin
hefur gert á síðustu misserum, hljóð-
ar upp á liðlega milljarð kr.
Verkið felur í sér lagningu 14,5 km
kafla á Djúpvegi, milli Reykjaness
og Hörtnár sem er utarlega við vest-
anverðan Mjóafjörð. Auk vegagerð-
arinnar smíðar verktakinn þrjár
brýr, sú stærsta er 130 metra löng
stálbogabrú yfir Mjóafjörð. Liggur
brúin út í Hrútey að austanverðu en
vestan eyjarinnar verður vegfylling.
Hinar brýrnar eru 60 metra brú á
Reykjarfirði og 10 metra brú við
Vatnsfjarðarós.
Nýi vegurinn er álíka langur og
núverandi leið um Eyrarfjall en sú
leið hefur verið erfið yfirferðar á
vetrum og oft lokuð. Nýja leiðin ligg-
ur meira með ströndinni og er því
snjóléttari.
Bundið slitlag með öllu Djúpinu
Þegar framkvæmdum lýkur sem
verður undir lok næsta árs, ásamt
lagningu bundins slitlags á kafla í
vestanverðum Ísafirði, verður Djúp-
vegur lagður bundnu slitlagi allt frá
Hólmavík til Bolungarvíkur.
Samið um vegagerð um Mjóafjörð