Morgunblaðið - 27.01.2007, Blaðsíða 37

Morgunblaðið - 27.01.2007, Blaðsíða 37
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 27. JANÚAR 2007 37 ÞAÐ er merkisdagur á Íslandi í dag. Kvenréttindafélag Íslands fagn- ar hundrað ára afmæli. Á þeim tíma- mótum er vert að minnast þess að við eigum allt að þakka þeim konum sem voru reiðubúnar til að efast og þrasa um viðtekna hluti þótt þær mættu miklum mótbyr. Þær opnuðu okkur nýja út- sýn og færðu bæði kon- um og körlum nýja landvinninga. Nú er óðum að mótast ný heimsmynd þar sem konur og karlar eru sameiginlega í öndvegi en það hefur sann- arlega tekið tíma. Að- dragandann má rekja allt aftur til upphafs nítjándu aldar þegar konur kvöddu sér fyrst hljóðs á opinberum vettvangi með hugsanir sínar og hugmyndir um frelsi og réttindi kvenna. En verkefninu er hvergi nærri lokið. Í upphafi var áherslan öll á jafnrétti kynjanna gagnvart lögunum og stærsti ávinn- ingurinn var auðvitað kosningaréttur kvenna sem víðast hvar var í höfn um 1915. Við eigum enn ólokið því verk- efni að tryggja að viðhorf og reynsla beggja kynja séu jafngild við mótun samfélags okkar. Sigrar og baráttuaðferðir Eftir 1915 lagði kvennahreyfingin – í öllum sínum fjölbreytileika – höf- uðáhersluna á að konum væru búin þau skilyrði í samfélaginu að þær gætu nýtt sér nýfengin formleg rétt- indi. Með margvíslegum þrýstiað- gerðum beittu konur sér fyrir breyt- ingum á tryggingalöggjöf og skattalöggjöf, réttindum ógiftra mæðra, sjálfsákvörðunarrétti kvenna til fóstureyðinga, jafnlaunastefnu, menntun kvenna og svona mætti áfram telja. Mín skoðun er sú að þessu tímabili þrýstiaðgerða hafi í raun lokið um 1980 og að kvennafrídagurinn árið 1975 hafi markað upphafið að því sem koma skyldi. Í kjölfarið sigldi fram- boð frú Vigdísar Finnbogadóttur til forseta Íslands og sérframboð kvenna í sveitarstjórnum og til al- þingis. Það er í rauninni varla fyrr en eftir 1975 sem kosningarétturinn slær í gegn hjá konum og þær fara að sækja fast á um að geta nýtt sér hann til fulls með fullgildri pólitískri þátt- töku – með kröfu um eðlilega hlut- deild í hinu pólitíska valdi. Nú er þar komið sögu að konur vilja völd og áhrif og eru margar hverjar óhrædd- ar við að segja það. Fyrir alllöngu varð almenn við- horfsbreyting meðal kvenna. Nú er víðtæk samstaða um að konur eigi ákveðinn rétt og að þeim beri ákveðin hlutdeild í mótun samfélagsins. Í hjarta allra kvenna býr vitneskjan um að konur bera skarðan hlut frá borði. Með okkur öllum býr þrá til að breyta þessu. Sú þrá er reyndar mis- sterk – hjá sumum óljós en öðrum brennandi. Og það er einmitt þessi þrá sem fær okkur til að takast verk á hendur sem einfaldast væri kannski að láta öðrum eftir eða láta ógerð. Veruleikinn og sýndarveruleikinn Og nú blasa við ný verkefni sem svo brýnt er að leysa en of margar raddir tala gegn, vinna gegn eða þagga niður. Tíðarandinn er mót- sagnakenndur. Í orði kveðnu er við- urkenning á því að konur og karlar eigi að sitja við sama borð en það er feimnismál að ræða aðgerðir sem geta stuðlað að því. Þess vegna kjósa flestir að láta eins og ekkert sé. Stundum verður sýndarveruleiki svo ágengur í kringum okkur að veruleiki venjulegs fólks – kvenna og karla – fellur í skuggann. Stjórnmálin eru oft sama marki brennd og of fátt fólk í stjórnmálum segir það sem það meinar og meinar það sem segir. Ef veruleiki kvenna á að rata inn í stjórnmálin þá gildir það sama og fyrr: Konur þurfa að segja frá og þær þurfa að tala saman. Hvernig líður frjálsum íslenskum kon- um á 21. öld? Hvað út- heimtir móðurhlut- verkið af konum við nútímaaðstæður? Þarf vinnutími á Íslandi að vera svona miklu lengri en í nágrannalöndum? Hver axlar ábyrgð á úr- ræðaleysi samfélagsins þegar kemur að öldr- uðum? Taka dæturnar við? Hví skyldu konur taka þátt í þögninni um launin ef þær tapa alltaf sjálfar? Í hjarta hverrar konu þarf að vaxa vissan um að upplifun og reynsla sem hún oft telur varða sig eina og vera per- sónulegt vandamál er í raun almenn reynsla kvenna og þar með pólitískt mál. Í þessari vissu felst kvenfrelsið sem getur verið krafta- verk í lífi hverrar konu og vakning til pólitískrar hlutdeildar í valdinu. Við- urkenning á reynslu, þekkingu og viðhorfum kvenna er forsenda lífs- gæða í samfélagi sem ætlast til að all- ar séu ofurkonur. Réttmæt hlutdeild í ríkisstjórn Fyrir rúmum tólf árum tókum við hjá Reykjavíkurborg við tossalista ráðamanna sem höfðu gleymt að hlusta á konur og við settum börn og fjölskyldur í forgang. Það var gerð leikskólabylting því þörfin var svo rík. Nú þarf að gera eins í málefnum aldraðra á landsvísu því ef sam- félagsleg úrræði eru ekki fyrir hendi taka konur við byrðunum. Þess vegna hefur kvenfrelsið alltaf átt samleið með félagshyggju og jafn- aðarstefnu. Konur á 21. öld eiga ekki að vera knúnar til að velja milli starfsframa og fjölskyldu. Þær eiga ekki að þurfa að una við lægri laun. Kynbundið ofbeldi er hægt að gera útlægt. Ég hef undanfarnar vikur ferðast vítt og breitt um landið og hitt fólk á opnum fundum. Alls staðar hafa jafn- réttismál verið rædd, opinskátt og af einlægni. Jafnréttismál liggja líka körlum á hjarta. Ójöfn staða kvenna og karla dregur úr því svigrúmi sem þeir hafa til að velja sér farveg í lífinu í samræmi við eðli sitt og langanir. Reynslan hefur kennt mér að það skiptir höfuðmáli að fjölga konum hvarvetna þar sem mikilvæg mál eru til lykta leidd. Þess vegna hef ég lýst því yfir að ég muni gæta þess, þegar flokkur minn sest í ríkisstjórn, að jafnræði verði milli kvenna og karla í okkar ráðherrahópi. Ég upplifði það líka í ráðhúsinu að forsenda árangurs í jafnréttismálum er að æðstu stjórn- endur láti þau til sín taka. Þess vegna er ég þeirrar skoðunar að það eigi að færa ábyrgðina á jafnréttismálum til forsætisráðuneytisins. Við höfum verk að vinna og eigum að vera órög að takast á við þau rétt eins og konurnar sem stofnuðu Kven- réttindafélagið fyrir 100 árum. Ég óska konum og Kvenréttindafélaginu til hamingju með daginn og starf þeirra í þágu samfélagsins í öll þessi ár. Í hjarta allra kvenna Ingibjörg Sólrún Gísladóttir skrifar í tilefni af 100 ára afmæli Kven- réttindafélags Íslands Ingibjörg Sólrún Gísladóttir » Viðurkenn-ing á reynslu, þekk- ingu og við- horfum kvenna er forsenda lífs- gæða í sam- félagi sem ætl- ast til að allar séu ofurkonur. Höfundur er formaður Samfylkingarinnar. Á LIÐNUM misserum hefur töluvert verið rætt um mikinn við- skiptahalla íslenska þjóðarbúsins sem stefni efnahagslífinu og gengi krónunnar í hættu. Skv. nýútkom- inni þjóðhagsspá fjármálaráðuneyt- isins er hann talinn hafa verið 22,4% af landsframleiðslu á árinu 2006. En er viðskiptajöfnuðurinn rétt mældur? Skýrslugerð um við- skiptajöfnuð er í sam- ræmi við staðal Al- þjóðagjaldeyrissjóðs- ins (IMF). Undir lið- inn þáttatekjur innan viðskiptajöfnuðar fell- ur m.a. ávöxtun hluta- fjár og er gerður greinarmunur á beinni fjárfestingu (ef hlutur í viðkomandi fyrirtæki er 10% eða stærri) og verðbréfafjárfestingu (ef hluturinn er minni en 10%). Íslenskir lífeyrissjóðir og aðrir innlendir fjárfestar hafa á liðnum árum byggt upp talsverða eign í erlendum hlutabréfum. Í flestum tilvikum er eign innlenda fjárfest- isins í viðkomandi fyrirtæki langt undir 10% mörkunum, a.m.k. á það við um fjárfestingar lífeyrissjóð- anna. Í öðrum tilvikum hafa ís- lensku bankarnir, fjárfestingafélög og aðrir aðilar fjárfest umtalsvert í erlendum fyrirtækjum, ýmist yfir eða undir 10%, með það að mark- miði að hagnast, ýmist gegnum hlutdeild í hagnaði til lengri tíma eða með innlausn gengishagnaðar. Á sama tíma hefur eign erlendra aðila í íslenskum fyrirtækjum farið vaxandi, verðbréfafjárfesting (markaðsverðbréf) og bein fjárfest- ing (eigið fjármagn), sem skil- greind er sem skuld og því dregin frá þegar rætt er um nettóeign. Samkvæmt Hagtölum Seðla- bankans frá 30.9. 2006 nemur nettóeign undir verðbréfafjárfest- ingu 500,9 mja.kr. Til samanburðar má áætla að erlend hlutabréfaeign lífeyrissjóðanna sé nú ekki fjarri 400 milljörðum króna, sem öll fell- ur undir verðbréfafjárfestingu. Og nettóeign undir beinni fjárfestingu nemur 287,5 mja.kr. Samtals nem- ur því nettó hlutabréfaeign ís- lenska þjóðarbúsins 788,4 mja.kr. pr. 30.9. sl. Í fyrrnefndri þjóð- hagsspá er landsframleiðslan 2006 áætluð 1.038 mja.kr. og því ljóst eignin er hátt hlutfall af lands- framleiðslu. En hvernig er afrakstur af er- lendum fjárfestingum af þessu tagi, hagnaður eða tap, mældur í viðskiptajöfnuði? Í staðli IMF er ekki tekið tillit til geng- ishagnaðar eða -taps af verðbréfa- viðskiptum við út- reikning á þátta- tekjum í greiðslujöfnuði, hvort sem um er að ræða verðbréfafjárfestingu eða beina fjárfestingu. Þó er ef um beina fjárfestingu er að ræða tekið tillit til hlutdeildar í hagnaði eða tapi viðkomandi félags á eign- arhaldstíma. Og stöðutölur í er- lendri stöðu þjóðarbúsins eru upp- færðar um áramót m.v. upplýsingar frá markaðsaðilum og áætlaðar ársfjórðungslega út frá flæði og þróun heimsvísitölu hluta- bréfa. Þannig er ljóst að afraksturinn af þessari stóru nettóeign þjóð- arbúsins í erlendum hlutabréfum skilar sér ekki nema að hluta inn í viðskiptajöfnuð hverju sinni. A.m.k. að engu leyti vegna verðbréfa- fjárfestingar sem að mestu er í eigu lífeyrissjóðanna, og óvíst með afrakstur beinnar fjárfestingar. Að jafnaði hafa erlend hlutabréf skilað umtalsverðri jákvæðri ávöxt- un ef horft er til lengri tíma. Þann- ig hefur heimsvísitala hlutabréfa hækkað að meðaltali um 16,8% p.a. síðustu þrjú ár og 11,5% síðustu fimm ár og hækkaði um 20,1% á árinu 2006 í USD. Þetta hefur m.a. komið fram í ágætri ávöxtun lífeyr- issjóða af þessum eignaflokki und- anfarin ár. Erfiðara er að meta beinar fjár- festingar. Hér er m.a. um að ræða útrás íslenskra fyrirtækja en einn- ig nokkrar stöðutökur íslenskra fjárfestingafélaga. Að verulegu leyti skilar afrakstur þeirra fjár- festinga sér inn í viðskiptajöfnuð gegnum hlutdeild í rekstrarhagnaði eða -tapi á eignarhaldstímanum. En þó einungis ef eignarhluturinn er yfir 10%. En innleystur geng- ishagnaður við sölu umfram hlut- deildina skilar sér hins vegar ekki í viðskiptajöfnuð. Afrakstur erlendrar verðbréfa- eignar virðist því viðvarandi van- metinn svo verulegu máli skiptir í mati á viðskiptahalla. Vissulega er hann og verður ávallt sveiflu- kenndur, og gæti jafnvel orðið nei- kvæður á tímabili þegar illa árar á hlutabréfamörkuðum, en til lengri tíma ætti hann að skila þjóð- arbúinu tekjum sem eðlilegt hlýtur að vera að taka með í reikninginn í ljósi þess hve nettóeignin er stór og fer vaxandi. Það er sérstaklega bagalegt að ekki sé tekið tillit til afraksturs erlendrar hlutabréfa- eignar lífeyrissjóðanna við mat á viðskiptahalla þjóðarinnar, en arð- ur af hlutabréfaeigninni hefur meiri þýðingu fyrir íslenska skýrslugerð um utanríkisviðskipti heldur en hjá öðrum þjóðum vegna stærra sparnaðarhlutfalls sem hlutfall af landsframleiðslu í lífeyr- issjóðum hérlendis en erlendis. Sérstaklega þarf að hafa þetta í huga nú þegar hvað mest er rætt um mikinn viðskiptahalla á árinu 2006. Vanmat á afrakstri erlendu verðbréfaeignarinnar í heild telur líklega í tugum milljarða króna. Ef tekið væri tillit til þessa myndi áætlaður 22,4% viðskiptahalli minnka um mörg prósent, svo mörg að einhverjir kynnu að end- urskoða mat sitt á áhættu íslenska hagkerfisins. Er viðskiptahallinn ofmetinn? Gunnlaugur Briem fjallar um efnahagsmál » Afrakstur erlendrarverðbréfaeignar virðist því viðvarandi vanmetinn svo verulegu máli skiptir í mati á við- skiptahalla. Gunnlaugur Briem Höfundur er viðskiptafræðingur og starfar við eignastýringu hjá Lífeyr- issjóði verzlunarmanna. Sagt var: Þeir fóru í föt hvors annars. Rétt væri: Þeir fóru hvor í annars föt. Gætum tungunnar Í DAG eru liðin 100 ár frá því að Kvenréttindafélag Íslands var stofnað á fundi á heimili Bríetar Bjarnhéðinsdóttur í Reykjavík og var hún kjörin fyrsti formað- ur félagsins. Í 2. gr. fyrstu laga félagsins segir að tilgangur þess sé ,,...að starfa að því að íslenskar konur fái fullt stjórn- málajafnrétti á við karlmenn, kosninga- rétt, kjörgengi svo og rétt til embætta og atvinnu með sömu skilyrðum og þeir.“ Frá stofnun félagins hefur margt breyst til batnaðar. Árið 1915 fengu konur kosningarétt og sjö árum síðar settist Ingibjörg H. Bjarnason fyrst kvenna á þing fyrir Kvennalista. Engu að síður er langt í að konur og menn sitji við sama borð hvað varðar fjöl- marga hluti. Til að mynda er gríð- arlegur launamunur kynjanna vandamál sem þarf að uppræta. Annað sem þarf ætíð að huga að er staða kvenna innan stjórnmálaflokkanna. Frá stofnun hefur Samfylkingin ætíð lagt mikla áherslu á rétt- indabaráttu kvenna og sýnt það, svo um mun- ar, í verki. Eftir al- þingiskosningarnar 1999 var þannig meiri- hluti þingmanna flokksins konur og í kosningunum fyrir fjórum árum voru níu Samfylkingarkonur kjörnar á þing og komu hlutfalls- lega langflestar konur inn á þing það árið fyrir Samfylkinguna. Þegar litið er til æðstu embætta flokksins sést vel hve mikil áhersla er lögð á jafnræði milli kynjanna. Talsmaður flokksins í kosningunum 1999 var kona. Af tveim einstaklingum sem hafa gegnt embætti formanns, hefur annar verið kona. Einungis einn af þremur varaformönnum flokksins hefur verið karlkyns og þrír af fjórum þingflokksformönnum hafa verið kvenkyns. Á þessum tímamótum, sér í lagi þar sem alþingiskosningar nálg- ast, er mjög svo viðeigandi að rifja upp þessar staðreyndir. Það virð- ist ætla að taka enn lengri tíma fyrir konur að öðlast sjálfsögð réttindi til jafns við karlmenn. Það er verkefni sem allir verða að taka þátt í, hvar í flokki sem þeir standa. Ég óska okkur öllum, og sér í lagi konum, til hamingju með dag- inn. Barátta í 100 ár Magnús Már Guðmundsson fjallar um Kvenréttindafélag Íslands. Magnús Már Guðmundsson » Það virðist ætla aðtaka enn lengri tíma fyrir konur að öðlast sjálfsögð réttindi til jafns við karlmenn. Höfundur er formaður Ungra jafn- aðarmanna, ungliðahreyfingar Sam- fylkingarinnar.flísar Stórhöfða 21, við Gullinbrú, sími 545 5500. www.flis.is ● netfang: flis@flis.is Allt fyrir baðherbergið
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.