Morgunblaðið - 27.01.2007, Qupperneq 9

Morgunblaðið - 27.01.2007, Qupperneq 9
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 27. JANÚAR 2007 9 FRÉTTIR LILJA Garðarsdóttir skrifstofumaður lést á líknardeild Landspítal- ans í Kópavogi fimmtu- daginn 25. janúar. Hún var ekkja sr. Árna Bergs Sigurbjörnssonar sókn- arprests í Áskirkju í Reykjavík sem lést 17. september 2005. Lilja fæddist 30. ágúst 1944 á Bíldudal, dóttir hjónanna Unu Thorberg Elíasdóttur og Garðars Jörundssonar sjómanns og ólst þar upp í stórum og góðum systkinahópi. Hún lauk prófi frá Núpsskóla og síðar frá Húsmæðraskólanum í Reykjavík. Þau sr. Árni Bergur gengu í hjóna- band á miðju sumri 1965 og bjuggu fyrst á Bíldudal en fluttust til Reykja- víkur er hann hóf nám við guðfræði- deild Háskóla Íslands. Er hann hafði tekið prestsvígslu 1972 fluttust þau til Ólafs- víkur og störfuðu þar til 1980 er þau urðu prestshjón í Áskirkju í Reykjavík. Þau hjónin voru afar samtaka og samrýnd og veitti Lilja manni sínum ómetanlegan stuðning í hans margþætta og erfiða starfi og var jafnframt burðarás í safnaðarlífi Áskirkju. Lilja vann um 25 ára skeið hjá Tollvörugeymslunni og síð- ar hjá Eimskip. Þau hjónin eignuðust þrjú börn, Hörpu myndlistarmann, Magneu flautuleikara og Garðar þyrluflug- mann. Barnabörnin eru 10 talsins. Lilja Garðarsdóttir Andlát UTANRÍKISRÁÐHERRAR Atlants- hafsbandalagsins, NATO, héldu fund í Brussel í gærmorgun og fjöll- uðu þar einkum um aðstoð við Afg- anistan. Lýstu Bandaríkjamenn því yfir að þeir hygðust veita alls tæpa 11 milljarða dollara til að efla varnir og uppbyggingu í landinu. Valgerður Sverrisdóttir utanrík- isráðherra sat fundinn í gær. „Öll ríkin voru sammála um að aðstoða afgönsk stjórnvöld við að byggja upp eigin getu til að stjórna landinu, um það var mikil samstaða,“ sagði Valgerður. „Meira er nú rætt í NATO um borgaralegt framlag en áður og það má kannski segja að Afganistan sé vendipunkturinn í þeirri umræðu, í þessu felast tæki- færi fyrir okkur Íslendinga til að leggja meira af mörkum en áður. Ég gerði grein fyrir áætlunum okkar um aukin framlög til upp- byggingar og endurreisnar í land- inu. Við höfum boðist til að leiða yf- irfærslu á Kabúl-flugvelli í hendur heimamanna en sú aðgerð er ekki hafin, hún er í undirbúningi. Við er- um að undirbúa samstarf með Ung- verjum um endurreisnarteymi og höfum ákveðið að leggja fram fé í vatnsaflsvirkjanir. Það er mín von að friðargæsluliðar okkar í Afgan- istan gætu um mitt þetta ár verið orðnir um 25,“ sagði Valgerður Sverrisdóttir. Meira rætt um borg- aralegt framlag en áður Fundur Valgerður Sverrisdóttir sat fund Atlantshafsbandalagsins í Bruss- el í gær. Hún segir mikið hafa verið rætt um borgaralegt framlag NATO. HEILDARSAMTÖK aldraðra og fatlaðra koma á engan hátt að und- irbúningi framboða til Alþingis sem kynnt hafa verið sem framboð ör- yrkja og aldraðra. Hér á eftir fer yf- irlýsing frá formönnum Landssam- bands eldri borgara, Sjálfsbjargar – landssambands fatlaðra og Öryrkja- bandalags Íslands, þeim Ólafi Ólafs- syni, Ragnari Gunnari Þórhallssyni og Sigursteini Mássyni. „Heildarsamtök aldraðra og fatl- aðra koma á engan hátt að undirbún- ingi framboða til Alþingis sem kynnt hafa verið sem framboð öryrkja og aldraðra. Samtök aldraðra og fatlaðra starfa á þverpólitískum grundvelli að hagsmunamálum félagsmanna sinna og hafa engin áform uppi um framboð til Alþingis í kosningunum í vor. Undirritaðir leggja áherslu á kröf- una um eitt samfélag fyrir alla sem og kjörorðin ekkert um okkur án okkar og hvetja á þeim grunni öryrkja og aldraða til að vera virka þátttakendur á vettvangi stjórnmálanna, hvar í flokki sem þeir standa, og sinna þann- ig borgaralegum réttindum og skyld- um sem fullgildir þátttakendur í sam- félaginu.“ Heildarsamtök koma ekki að framboðum SÍÐUMÚLA 11 - 108 REYKJAVÍK - SÍMI 575 8500 - www.fasteignamidlun.is Pálmi Almarsson lögg. fasteignasali Sverrir Kristjánsson lögg. fasteignasali Brynjar Fransson lögg. fasteignasali Þór Þorgeirsson lögg. fasteignasali TRAUST, ÞEKKING, FAGMENNSKA OG REYNSLA ERU OKKAR LYKILORÐ ERUM TIL ÞJÓNUSTU REIÐUBÚNIR - 100 ÁRA SAMANLÖGÐ REYNSLA Spennandi útsölufatnaður enn meiri verðlækkun Eddufelli 2 Bæjarlind 6 sími 557 1730 sími 554 7030 Opið mán.-fös. kl. 10-18, lau. kl. 10-16 iðunn tískuverslun Kringlunni, s. 588 1680 Laugavegi 51 s 561 1680 Útsala Útsala 20% auka afsláttur af útsöluvöru Höf›abakka 9 Sími: 511-1575 www.hreyfigreining.is S J Ú K R A fi J Á L F U N O G L Í K A M S R Æ K T Viltu ver›a li›ugri? Sex vikna yoganámskei› fyrir stir›a kroppa hefst 30. janúar. firi›judaga og fimmtudaga kl. 10 Kennari: Gu›mundur Pálmarsson. B Ó K A B Ú Ð S T E I N A R S Ú T S A L A M Ö R G H U N D R U Ð E R L E N D I R T I T L A R O p i ð l a u g a r d a g f r á k l . 1 2 - 1 8 M I K I L L A F S L Á T T U R B e r g s t a ð a s t r æ t i 7 S í m i 5 5 1 2 0 3 0 F a x 5 6 2 6 4 3 0 s t e i n b o o k @ h e i m s n e t . i s O p i ð v i r k a d a g a 1 3 - 1 8 1 0 1 0 .7 Laugavegi 40 - Sími 561 1690 RALPH LAUREN Útsala Útsala 50% afsláttur af öllum vörum Kringlunni - sími 568 1822 www.polarnopyret.se Meiri verðlækkun 50% afsl. af meðgöngufatnaði 50-70% afsl. af barnafatnaði Höf›abakka 9 Sími: 511-1575 www.hreyfigreining.is S J Ú K R A fi J Á L F U N O G L Í K A M S R Æ K T Byrjendanámskei› í yoga Sex vikna byrjendanámskei› hefst 29. janúar. Mánudaga og fimmtudaga kl. 16.40. Kennarar: Talya Freeman og Gu›mundur Pálmarsson. Fréttir í tölvupósti
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.