Morgunblaðið - 13.02.2007, Qupperneq 1

Morgunblaðið - 13.02.2007, Qupperneq 1
STOFNAÐ 1913 43. TBL. 95. ÁRG. ÞRIÐJUDAGUR 13. FEBRÚAR 2007 PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS mbl.is                               UNG BALLERÍNA LÍTUR Á BALLETTINN SEM LEIÐ TIL AÐ VERÐA HRAUST OG HEILBRIGÐ >> 25 UPPÞOT ER UPPREISN GEGN FORMUNUM STÓRSKOTALIÐ Í NÝRRI HLJÓMSVEIT >> 41 GERÐ sex jarðganga er að finna í nýrri sam- gönguáætlun en þau eru Héðinsfjarðargöng, Óshlíðargöng, göng milli Arnarfjarðar og Dýrafjarðar, Norðfjarðargöng, Lónsheiðar- göng og Vaðlaheiðargöng. Við gerð Bolungar- víkurganga er stefnt að því að farin verði svo- nefnd Skarfaskersleið til Hnífsdals og þau verði tilbúin 2010. Heildarkostnaður við gerð jarðganga er áætlaður 3,2 til 3,3 milljarðar króna á hverju ári frá og með 2008, „en það svarar til þess að unnt sé að vinna nokkurn veginn samfellt að gerð tvennra jarðganga sam- tímis og stunda rannsóknir jafnframt“, segir í samgönguáætlun. Á ár- unum 2011–2014 á að ljúka við göng milli Arnarfjarðar og Dýrafjarðar og Norðfjarðargöng. Þá verður hafist handa við Lónsheiðargöng. Sex göng áformuð Bolungarvíkurgöng tilbúin 2010 FRÉTTASKÝRING Eftir Egil Ólafsson egol@mbl.is EF HÆTT yrði við að reisa þrjár virkj- anir í neðri hluta Þjórsár er ekki sjáanlegt að Landsvirkjun muni reisa nýjar virkjanir á Suðurlandi í náinni framtíð. Ólíklegt er þó að Landsvirkjun hætti við framkvæmdirnar þrátt fyrir að andstaða sé við þessar virkj- anir meðal heimamanna. Á morgun verða til- boð opnuð í ráðgjöf og hönnun virkjananna. Mjög fjölmennur fundur var haldinn sl. sunnudag þar sem hvatt var til þess að hætt yrði við að reisa virkjanir í neðri hluta Þjórs- ár. Virkjanirnar eru þrjár, Urriðafossvirkj- un (125 MW), Hvammsvirkjun (80 MW) og Holtavirkjun (50 MW). Þessar virkjanir hafa verið í undirbúningi í langan tíma. Grunn- rannsóknir vegna þeirra voru unnar fyrir 20 árum, tilhögun þeirra hefur legið fyrir í u.þ.b. átta ár og umhverfismat fór fram 2003–2004. Tvær umhverfismatsskýrslur voru unnar og komu fram 11 athugasemdir við hvora. Úrskurðir Skipulagsstofnunar voru kærðir til umhverfisráðherra. Ein kæra kom vegna Hvamms- og Holtavirkjunar og fimm vegna Urriðafossvirkjunar. Kæruefnin voru fyrst og fremst vegna lands sem fer á kaf. Fundur Sólar á Suðurlandi skoraði „á ís- lensk stjórnvöld að fórna ekki íslenskri nátt- úru til framkvæmda sem nýtast eiga til mengandi starfsemi“. Orkunni frá virkjun- unum er ætlað að knýja stækkað álver Alcan í Straumsvík. Mjög tvísýnt er hvort Hafn- firðingar samþykkja stækkun álversins. Verði stækkun hafnað má allt eins gera ráð fyrir að Landsvirkjun taki upp viðræður við aðra orkukaupendur eins og t.d. aðila sem vilja reisa kísilflöguverksmiðju í Hvalfirði. Norðlingaalda og Búðarhálsvirkjun „settar á ís“ Það eru ekki margir aðrir virkjunarkostir á Suðurlandi sem Landsvirkjun gæti fari í ef hætt yrði við að virkja í neðri hluta Þjórsár. Norðlingaölduveita hefur verið „sett á ís“ vegna harðra mótmæla umhverfisverndar- sinna. Landsvirkjun áformaði að reisa virkj- un við Búðarháls, en hún þykir ekki hag- kvæm ef ekki kemur til vatnsmiðlun við Norðlingaöldu. Aðrir nærtækir virkjunar- kostir Landsvirkjunar eru á Norðurlandi, s.s. stækkun Kröfluvirkjunar og gufuafls- virkjun við Þeistareyki. Ólíklegt er að farið verði út í þessar virkjanir vegna stórra orku- notenda á Suðvesturlandi. Einn af kostunum við virkjanir í neðri hluta Þjórsár er einmitt að ekki þarf að reisa nýjar stórar raflínur til að flytja orkuna. Morgunblaðið/Sigurður Jónsson Kraftur Ein virkjananna sem fyrirhug- aðar eru er kennd við Urriðafoss í Þjórsá. Síðustu virkjanir á Suðurlandi? Eftir Ómar Friðriksson omfr@mbl.is RÁÐAST á í stórfellda uppbygg- ingu aðalvega út frá Reykjavík á næstu árum samkvæmt nýrri sam- gönguáætlun til ársins 2018. Gert er ráð fyrir að breikkun og aðskiln- aður akstursstefna á Suðurlands- vegi og Vesturlandsvegi út frá höf- uðborginni verði fjármögnuð að hluta með sérstakri fjáröflun og að á árunum 2008 til 2010 fari árlega 3–3,3 milljarðar til þessara fram- kvæmda. Ekki er sérstaklega tekið fram í samgönguáætlun hvort um yrði að ræða breikkun í 2+1-veg eða tvöföldun þjóðveganna. Að- spurður segir Sturla Böðvarsson samgönguráðherra að fram komi varðandi fjármögnun þessara verka að vegurinn austur fyrir fjall verði tvöfaldaður. „Einnig verði vegurinn upp úr Mosfellsbæ sömu- leiðis [tvöfaldaður] og upp á Kjal- arnes frá Sundabrautarmörkunum, þannig að vegurinn um Kjalarnes upp að jarðgöngum og upp í Borg- arnes verði í tímans rás tvöfaldaður með sama hætti og vegurinn til Sel- foss.“ Á árunum 2007 til 2010 verð- ur lokið við breikkun hringvegarins í fjórar akreinar upp í Mosfellsbæ og til 2010 verður ráðist í fjögurra milljarða breikkun og endurbygg- ingu kafla á veginum milli Borgar- ness og Akureyrar.  381 milljarður | Miðopna 2+2-vegir út frá borginni Í HNOTSKURN » Framlög til vegamála íár verða 18 milljarðar, á næsta ári 32 milljarðar, tæplega 28 milljarðar árið 2009 og 26 milljarðar 2010. » Alls á að ráðstafa tæp-um 38 milljörðum til jarðganga á tímabili sam- gönguáætlunar til ársins 2018. 4 milljarðar í breikkun vegarkafla milli Borgarness og Akureyrar til 2010 Eftir Hjálmar Jónsson hjalmar@mbl.is KOMIÐ er í leitirnar málverkið Hvítasunnu- dagur eftir Kjarval, sem er málað í kúbískum anda á árunum 1917–1919 í Kaupmannahöfn. Vitað var um tilvist myndarinnar, en ekki af- drif hennar fyrr en nýlega að verkið fannst í Danmörku. Það hefur alla tíð verið í einka- eigu og ekki boðið til sölu fyrr en nú að það verður boðið upp á listaverkauppboði í Dan- mörku í lok mánaðarins. Kristín G. Guðnadóttir, listfræðingur og höfundur bókar um Kjarval ásamt fleirum sem kom út 2005, sagði að það væri mjög skemmtilegt að þetta verk væri komið í leit- irnar. Á sínum tíma hefði hún gert talsvert til þess að finna það en án árangurs. Mest hefði verið leitað á Íslandi, en vitað hefði verið um tilvist þess þar sem til voru skissur að því. „Verkið er frá þessu kúbíska tímabili og gefur okkur ítarlegri og fyllri mynd af því tímabili á hans ferli,“ sagði Kristín. Hún sagði að Kjarval hefði verið að prófa sig áfram með þennan stíl, sem eiginlega mætti kalla danskan kúbisma, strax eftir að hann kláraði akademíuna. Hann hefði verið leitandi á þessum tíma en verkið hefði verið mjög framsækið þegar það var málað. Hún sagðist aðspurð telja það sæta tals- verðum tíðindum að þetta verk væri komið í leitirnar. „Mér finnst það mjög áhugavert og skemmtilegt að þessi mynd skuli vera komin fram,“ sagði Kristín. „Þetta gefur fyllri mynd af þessu stutta kúbíska skeiði hans, þannig að ég myndi telja að það væri mikill akkur í því að fá það heim og inn á safn hér á landi.“ Fram kemur að málverkið er úr safni Nienstedts heildsala, en Kjarval bjó hjá fjöl- skyldunni þegar hann var við nám í Konung- legu dönsku listakademíunni. Samkvæmt áletrun gaf Kjarval Nienstedts-hjónunum málverkið í silfurbrúðkaupsgjöf í maí árið 1919. Kúbískt verk eftir Kjarval komið fram

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.