Morgunblaðið - 13.02.2007, Side 13

Morgunblaðið - 13.02.2007, Side 13
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 13. FEBRÚAR 2007 13 fyrir þessi hlutabréf, sem voru keypt í hlutafjárútboði, heldur var upphæðin færð á viðskiptamannareikning. Lán- ið hefði hins vegar verið greitt. Spurð- ur hvort stjórn Baugs hefði verið kunnugt um lánveitinguna sagði hann að stjórninni hefði verið kunnugt um að gera átti upp vegna Debenhams með hlutafé. Ekki gengið frá skráningu Svipað átti við um skýringar Jóns Ásgeirs vegna ákæruliðar 3 sem varð- ar 4,5 milljón króna lán vegna kaupa á fasteign. Hann taldi ekki að um lán hefði verið að ræða og sagðist ekki vita hvers vegna talað væri um „stað- festingu á lánsveitingu“ í bókhaldi fé- lagsins. Um hefði verið að ræða hlut- deild Baugs í kaupum á fasteign sem nota átti fyrir bókhaldsgögn. Ekki hefði verið gengið frá samningum, þetta hefði einfaldlega verið skilning- ur manna og til marks um það nefndi hann m.a. að Baugur hefði notað hús- næðið án þess að greiða leigu. Þegar Sigurður Tómas hafði spurt út í lánakjör og tryggingar skarst Gestur Jónsson enn á ný í leikinn og spurði hvort það ætti virkilega ekki að spyrja út í ákæruefnið, þ.e. hvort hann hefði veitt þetta lán, ekki væri ákært vegna lánakjara eða trygginga. Það gerði og saksóknarinn og svaraði Jón Ásgeir spurningu hans neitandi eins og við var að búast. Hann sagðist þó ekki vita hver hefði veitt lánið og enn gerði Sigurður athugasemd við að aldrei fengjust svör um hver hefði tekið ákvarðanir hjá Gaumi. Vitlaust stílaður reikningur Spurður um ákærulið 4 sagðist Jón Ásgeir hvergi hafa komið nálægt þessum færslum. Eftir að hafa kynnt sér málið nákvæmlega hefði hann átt- að sig á því að í þessu tilviki væri um að ræða mistök, reikningurinn hefði ranglega verið stílaður á Gaum sem hefði greitt hann og síðan fengið greitt hjá Baugi. Sigurður Tómas spurði hvers vegna Jón Ásgeir hefði borið á allt annan veg hjá lögreglu, benti Jón Ásgeir á að þegar hann hefði mætt í þessa yfirheyrslu, eins og aðrar, hefði hann ekki haft hugmynd um það fyrirfram hvað ætti að spyrja um og svarað eftir bestu vitneskju á þessum tíma. Nú vissi hann hins veg- ar betur. Lengra komst málið ekki fram að hádegi þannig að frá klukkan rúm- lega níu til tólf tókst aðeins að spyrja Jón Ásgeir um þrjá ákæruliði og er vert að minna á að umfjöllun um þá er hvergi nærri lokið, Tryggvi Jónsson verður sjálfsagt spurður út í flesta ef ekki alla ákæruliðina sem fjallað var um í gær, þótt Jón Ásgeir sé einn ákærður og síðan kemur að fram- burði vitna. Laust í reipunum Töluverðar spennu gætti í réttar- salnum í gær, ekki síst fyrir hádegi. Sigurður Tómas kvartaði undan því að ekki fengjust svör, Jón Ásgeir benti á móti á að sífellt væri verið að spyrja sömu spurninganna og verj- andi hans skarst nokkrum sinnum í leikinn til að mótmæla spurningum saksóknara. Áður en fram var haldið eftir hádegishlé sagði Arngrímur Ís- berg, dómsformaður í fjölskipuðum dómi, að honum hefði fundist þing- haldið laust í reipunum og framvegis myndu dómarar byrja á að spyrja Jón Ásgeir einnar til tveggja spurninga, m.a. til að fá fram skýr svör frá hon- um um hvort hann hefði gerst sekur um meint afbrot. Jón Ásgeir neitaði í öllum tilvikum sekt, líkt og hann hef- ur ávallt gert. Spurður af saksóknara út í 5. ákærulið, þ.e. hvernig það hefði kom- ið til að 50,5 milljónir voru skráðar á viðskiptareikning Gaums við Baug, og ákæruvaldið telur ólögmætt lán, sagði Jón Ásgeir að ástæðan væri sú að Gilding, sem var verðbréfafyrir- tæki í Reykjavík en rann seinna inn í Búnaðarbankann, hefði samið við Gaum um að Gaumur myndi skrá sig fyrir hlutafé sem Gilding myndi síðan kaupa. Gilding hefði síðan borgað 290 milljónir til Baugs en eftir hefðu stað- ið 50,5 milljónir. Jón Ásgeir sagðist ekki hafa ákveðið að skrá skuldina á viðskiptareikning. Í ákærunni kemur fram að skuldin var ógreidd 28. ágúst 2002, rúmlega einu og hálfi ári síðar. Sigurður Tóm- as benti á að á hluthafafundi í Baugi í nóvember 2000 hefði verið ákveðið að hluthafar sem skráðu sig í hlutafjár- útboðinu í desember sama ár skyldu staðgreiða fyrir hlutina innan tveggja vikna eða áskriftirnar yrðu felldar niður. Aðspurður hvers vegna ekki hefði verið gengið eftir greiðslu, sagði Jón Ásgeir að hann vissi það ekki, lík- lega hefði sú ákvörðun farið fram á fjármálasviði Baugs. Þá hefði það ver- ið stjórnarinnar að fella niður áskrift- ir ef tilefni væri til. Sigurður benti á að upplýsingar um að lán vegna kaupa á hlutafé hefði verið fært á við- skiptareikning hefði ekki komið fram í ársreikningi og svaraði Jón Ásgeir því þá til að með ársreikningi fylgdi ít- arreikningur og hann væri viss um að stjórnin hefði vitað af þessu. Það væri þó ekki hans að tyggja allt ofan í stjórnina. Tók áhættuna af Baugi Um meint ólögmætt lán upp á 100 milljónir sem ákært er fyrir í 6. ákærulið sagði Jón Ásgeir að hann liti ekki svo á að um lán hefði verið að ræða heldur hefði Gaumur fengið fjármuni til að fara á undan við fjár- festingar í sænsku pitsufélagi sem síðan hefði runnið inn í Baug. Ef hann misminnti ekki hefði það verið Kristín Jóhannesdóttir sem gekk frá þessum viðskiptum af hálfu Gaums. Stjórn Baugs hefði verið upplýst um þetta mál og það m.a. rætt við Hrein Lofts- son stjórnarformann. Þetta væri eitt af fjölmörgum dæmum um að Gaum- ur hefði farið á undan við að afla nýrra viðskipta og tekið á sig upp- hafsáhættu til að Baugur yrði ekki fyrir skellum. Slíkt hefði margoft ver- ið gert og Baugur hefði grætt millj- arða með þessum hætti. „Æpandi vísbendingar“ um Fjárfar Heldur dró úr spennunni í réttar- salnum eftir hádegi en þegar kom að ákæruliðum 7 og 8 jókst hún aftur til muna. Sigurður Tómas spurði ítrekað um eignarhaldið á Fjárfari, sem fékk samtals rúmlega 150 milljónir lánaðar hjá Baugi, að því er segir í ákæru, og sagði að við lögreglurannsóknina hefðu komið fram „æpandi vísbend- ingar“ um að Jón Ásgeir hefði ráðið öllu innan Fjárfars. Hann hefði einnig haft af því alla fjárhagslega hags- muni. Skráðir eigendur, a.m.k. í upp- hafi, voru hins vegar Sigfús [R. Sig- fússon] og Sævar [Jónsson]. Gestur Jónsson brást hart við spurningum Sigurðar Tómasar um eignarhald á Fjárfari, sagði þær þýð- ingarlausar og að þær þjónuðu þeim eina tilgangi að draga inn efnisatriði sem þegar hefði verið vísað frá, þ.e.a.s. 1. lið ákærunnar sem varðaði kaup á 10–11 búðunum en þar var Fjárfar í lykilhlutverki. Dómari leyfði þó áframhaldandi spurningar og gerði Gestur ítrekað athugasemdir við þær sem á eftir fylgdu. Jón Ásgeir sagði að Fjárfar hefði verið stofnað í kringum kaupin á 10– 11. Þeir Sigfús og Sævar hefðu verið fengnir til að koma að félaginu sem seinna varð stór hluthafi í 10–11 og verið lofað að þeir myndu ekki bera af því skaða. Saksóknari benti á að hlutafé í félaginu hefði aldrei verið greitt en Jón Ásgeir kvaðst ekki muna hvernig því var háttað. Spurður hvort Sigfús og Sævar hefðu tekið raunverulegar ákvarðanir fyrir Fjár- far sagði hann að þeir hefðu gert það í byrjun. Kvaðst hann ekki vita ná- kvæmlega hverjir voru hluthafar í fé- laginu á árunum 2000–2001, hann hefði ekki átt Fjárfar og einungis komið fram af hálfu Baugs. Fram kom að á tímabili ræddu hann, Tryggvi Jónsson og Hreinn Loftsson um að kaupa Fjárfar og gera það að e.k. fjárfestingararmi Baugs og sagði Jón Ásgeir að þær umræðum gætu hafa haft einhver áhrif á að ekki var gengið eftir endur- greiðslu. Spurður um stöðu Fjárfars nú sagði Jón Ásgeir að það væri í fjár- haglegri gjörgæslu hjá Gaumi. Teygist á yfirheyrslu Í ákærulið 9 er Jón Ásgeir ákærður fyrir að veita systur sinni, Kristínu Jóhannesdóttur, lán upp á 3,8 millj- ónir til kaupa á hlutafé í Baugi. Þessu neitaði Jón Ásgeir og sagðist engan þátt hafa átt í því að hlutafjárloforð hafi verið fært á viðskiptamanna- reikning en ekki innheimt. Þá hefði hann ekki komið í veg fyrir innheimtu á skuldinni. Sigurður spurði hann þá út í tölvubréf frá Jóhönnu Waagfjörð, fjármálastjóra Baugs, þar sem hún spurði hvort hún mætti innheimta skuldina en Jón Ásgeir hefði þá lagt til að hann myndi klára þetta í sam- ráði við TJ [Tryggva Jónsson]. Jón Ásgeir kvaðst ekki klár á því hvaða hluti bréfið ætti við um en það gæti vel verið að hann hefði ætlað að fara yfir þetta með Tryggva. Lengra var ekki haldið í gær og kom fram hjá saksóknara að hann sæi ekki fram á að geta klárað spurningar til Jóns Ásgeirs fyrir hádegi á mið- vikudag eins og að var stefnt. Hann taldi þó líklegt að vitnum myndi eitt- hvað fækka. Jón Ásgeir Jóhannesson, forstjóri Baugs Group, var í gær spurður út í átta ákæruliðiaf þeim 18 sem eru enn fyrir dómi í Baugs- málinu, þ.e. 2–9. Ákærulið 1 var vísað frá dómi. Jón Ásgeir neitar í öllum tilvikum sök. Stuttur út- dráttir úr ákæruliðunum sjö fer hér á eftir: Meintar ólögmætar lánveitingar til Gaums 2. Ákærða Jóni Ásgeiri er gefið að sök brot gegn hlutafélagalögum með því að hafa, hinn 20. ágúst 1999, látið veita Fjárfestingarfélaginu Gaumi ehf., hluthafa í Baugi hf., lán að fjárhæð kr. 100.000.000 frá Baugi hf., til að fjármagna kaup á hlutafé í Baugi hf., en ákærði var þá jafnframt fram- kvæmdastjóri Fjárfestingarfélagsins Gaums ehf. Gefin var út skrifleg yfirlýsing Baugs hf. til stað- festingar á lánveitingunni og að lánið bæri 12,2% vexti frá 20. júlí 1999 en gjalddagi ekki tilgreindur. Eftir bókunina stóð skuld Fjárfestingarfélagsins Gaums ehf. á viðskiptamannareikningnum í kr. 182.782.689 en staða á lánardrottnareikningi Fjár- festingarfélagsins Gaums ehf. í bókhaldi Baugs hf. þennan dag nam kr. 131.350.000 sem krafa á Fjár- festingarfélagið Gaum ehf. sem þannig skuldaði Baugi hf. samtals kr. 314.132.689. Dráttarvextir voru ekki greiddir og lánsfjárhæðin ekki innheimt í samræmi við hlutafélagalög. Lán þetta var end- urgreitt á tímabilinu 28. október 1999 til 28. júní 2000. 3. Ákærða Jóni Ásgeiri er gefið að sök brot gegn hlutafélagalögum með því að hafa, hinn 11. október 1999, látið veita Fjárfestingarfélaginu Gaumi ehf., hluthafa í Baugi hf., lán að fjárhæð kr. 4.500.000 frá Baugi hf. … vegna kaupa Gaums á hluta fasteign- arinnar að Viðarhöfða 6, Reykjavík. Gefin var út skrifleg yfirlýsing Baugs hf. til staðfestingar á lán- veitingunni og að lánið bæri 11,5% vexti frá 1. októ- ber 1999. Gjalddagi var ekki tilgreindur. Láns- fjárhæðin var ógreidd 28. ágúst 2002. 4. Ákærða Jóni Ásgeiri er gefið að sök brot gegn hlutafélagalögum með því að hafa, hinn 3. desem- ber 1999, látið veita Fjárfestingarfélaginu Gaumi ehf., hluthafa í Baugi hf., lán að fjárhæð kr. 8.000.000 frá Baugi hf. Í bókhaldi Baugs hf. var lánsfjárhæðin eignfærð á viðskiptamannareikning Fjárfestingarfélagsins Gaums ehf. hjá Baugi hf. Eftir bókunina stóð skuld Fjárfestingarfélagsins Gaums ehf. á viðskiptamannareikningnum í kr. 168.031.286. Lánardrottnareikningur Fjárfesting- arfélagsins Gaums ehf. í bókhaldi Baugs hf. stóð á núlli þennan dag. Þetta lán var gert upp 30. júní 2000 án vaxta. 5. Ákærða Jóni Ásgeiri er gefið að sök brot gegn hlutafélagalögum með því að hafa, hinn 13. febrúar 2001, látið veita Fjárfestingarfélaginu Gaumi ehf., hluthafa í Baugi hf., lán að fjárhæð kr. 50.529.987 til að fjármagna kaup á hlutum í Baugi hf. Eftir bókunina stóð skuld Fjárfestingarfélagsins Gaums ehf. á viðskiptamannareikningnum í kr. 145.871.863. Í bókhaldi Baugs hf. stóð lánardrottn- areikningur Fjárfestingarfélagsins Gaums ehf. á núlli þennan dag. Lánið var veitt án skriflegra gagna um endurgreiðslu og greiðslukjör og láns- fjárhæðin ekki innheimt í samræmi við hluta- félagalög. Lánsfjárhæðin var ógreidd 28. ágúst 2002. 6. Ákærða Jóni Ásgeiri er gefið að sök brot gegn hlutafélagalögum með því að hafa, hinn 18. maí 2001, látið veita Fjárfestingarfélaginu Gaumi ehf., hluthafa í Baugi hf., lán að fjárhæð kr. 100.000.000 frá Baugi hf. Í bókhaldi Baugs hf. var láns- fjárhæðin eignfærð á viðskiptamannareikning Fjárfestingarfélagsins Gaums ehf. Eftir bókunina stóð skuld Fjárfestingarfélagsins Gaums ehf. á viðskiptamannareikningnum í kr. 262.836.989. Lánardrottnareikningur Fjárfestingarfélagsins Gaums ehf. í bókhaldi Baugs hf. stóð á núlli þennan dag. Lánið var ógreitt 28. ágúst 2002. Meintar ólögmætar lánveitingar til Fjárfars 7. Ákærða Jóni Ásgeiri er gefið að sök brot gegn hlutafélagalögum með því að hafa, hinn 16. maí 2000, látið veita Fjárfari ehf., hluthafa í Baugi hf., lán að fjárhæð kr. 64.500.000 frá Baugi hf. til að fjármagna kaup á hlutafé í Baugi hf. af félaginu að nafnvirði kr. 5.000.000 en að verðmæti kr. 64.500.000. Hlutaféð var selt í samræmi við óund- irritaðan, skriflegan samning þessara aðila, dag- settan 16. maí 2000, þar sem fram kom að kaup- verðið skyldi greiða 2. júní 2000 en engin greiðsla fór þá fram og engin tilraun gerð til innheimtu lánsins. Í bókhaldi Baugs hf. var lánsfjárhæðin eignfærð á viðskiptamannareikning Fjárfars ehf. 16. maí 2000 og var um að ræða fyrstu færslu á þeim viðskiptamannareikningi. Lánsfjárhæðin var ógreidd 28. ágúst 2002. 8. Ákærða Jóni Ásgeiri er gefið að sök brot gegn hlutafélagalögum með því að hafa, hinn 13. febrúar 2001, látið veita Fjárfari ehf., hluthafa í Baugi hf., lán að fjárhæð kr. 85.758.591 til að fjármagna kaup á hlutum í félaginu. Lánið var veitt með þeim hætti að Fjárfar ehf. skráði sig fyrir hlutafé í Baugi hf. að verðmæti kr. 85.758.591 í hlutafjárútboði í félag- inu í desember árið 2000. Ekki var greitt fyrir hlutaféð og lánsfjárhæðin ekki innheimt í sam- ræmi við hlutafélagalög. Lánsfjárhæðin var ógreidd hinn 28. ágúst 2002. Í bókhaldi Baugs hf. var lánsfjárhæðin eignfærð á viðskiptamanna- reikning Fjárfars ehf. 13. febrúar 2001. Eftir bók- unina stóð skuld Fjárfars ehf. á viðskipta- mannareikningnum í kr. 194.350.540. Meint ólögmæt lánveiting til Kristínar Jóhannesdóttur 9. Ákærða Jóni Ásgeiri er gefið að sök brot gegn hlutafélagalögum með því að hafa, hinn 13. febrúar 2001, látið veita Kristínu Jóhannesdóttur, hluthafa í Baugi hf., lán að fjárhæð kr. 3.786.727 til að fjár- magna kaup á hlutum í félaginu. Í bókhaldi Baugs hf. var lánsfjárhæðin eignfærð á viðskipta- mannareikning Kristínar 13. febrúar 2001 og var það fyrsta færslan á þeim reikningi. Lánið var ógreitt 28. ágúst 2002. Spurður út í átta ákæruliði af 18 Morgunblaðið/ÞÖK Mættir Jón Ásgeir Jóhannesson og Tryggvi Jónsson við upphaf aðalmeðferðar Baugsmálsins í Héraðsdómi Reykjavíkur í gærmorgun. Jakob Möller hrl. verjandi Tryggva og Brynjar Níelsson hrl. verjandi Jóns Geralds Sullenberger standa til hliðar og eru líklega að ræða um eitthvað annað en Baugsmálið.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.