Morgunblaðið - 13.02.2007, Síða 17

Morgunblaðið - 13.02.2007, Síða 17
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 13. FEBRÚAR 2007 17 -hágæðaheimilistæki Miele ryksugur á einstöku tilboðsverði Miele S381 Tango Plus ryksuga með 1800W mótor Verð áður kr. 24.600 Tilboð: Kr. 15.990 Fáanlegir fylgihlutir t.d.: Hebafilter sem hreinsar loftið af ofnæmisvaldandi efnum. Kolafilter sem hreinsar óæskilega lykt. Hentar vel fyrri þá sem eru með gæludýr. Parketbursti úr hrosshárum sem skilar parketinu glansandi. Miele ryksugurnar eru traustar og kraftmiklar. Þær eru með stillanlegu röri og mikið úrval fylgihluta er innbyggt í vélina. Verið velkomin í Eirvík og kynnið ykkur Miele heimilistækin í einni glæsilegustu heimilistækjaverslun landsins. AFSLÁTTUR 35% vi lb or ga @ ce nt ru m .is Suðurlandsbraut 20, Reykjavík | Baldursnes 6, Akureyri Sími 588 0200 | www.eirvik.is Allahabad. AP. | Meðal trúaðra hind- úa hefur Ganges-fljót mörg nöfn: Hið hreina, Tortímandi synda, Ljós- ið í myrkri fáviskunnar. Flestir kalla þó fljótið „Ganges-mömmu“ og dýrka það þrátt fyrir allt sorpið, sem safnast þar fyrir og myndar eins konar hólma, og öll hættulegu efnin sem renna í fljótið. Áætlað er að um milljarður lítra af skolpi renni í Ganges á hverjum degi og breiði út sjúkdóma meðal um 350 milljóna manna, sem búa í grennd við fljótið, eða um tuttugasta hluta mannkyns. Vísindamenn hafa komist að því að á sumum stöðum er magn saur- gerla 4.000 sinnum yfir hættumörk- um sem Alþjóðaheilbrigðismála- stofnunin (WHO) hefur skilgreint fyrir baðvatn. Gerlamengunin veldur milljónum sjúkdómstilfella á ári hverju, allt frá blóðkreppusótt, sem er svæsin iðra- veiki, til lifrarbólgu. Nokkrir vís- indamenn hafa áætlað að á hverri mínútu deyi einn maður af völdum sjúkdóma sem berast með menguðu vatni Ganges-fljóts. Sögð hreinsa þá af syndum Hindúar líta þó enn á Ganges sem lifandi gyðju sem geti hreinsað þá af syndum. „Ganges er mamma mín. Jafnvel þótt hún sé skítug þá elska ég mömmu mína,“ sagði Chandra Ma- dash, einn helgra manna sem nefn- ast „sadhus“ meðal hindúa. „Hvern- ig getur fólk gert henni þetta?“ Hópur helgra hindúa hefur blásið til herferðar gegn vatnsmenguninni, höfðað mál, efnt til blaðamanna- funda og skipulagt mótmæli. Nokkr- ir þeirra hafa jafnvel hótað að fyr- irfara sér verði stjórnvöld ekki við kröfum þeirra um tafarlausar ráð- stafanir til að hreinsa Ganges. „Stjórnin hefur lofað okkur að koma í veg fyrir að skítugt vatn renni í Ganges-mömmu en það ger- ist samt enn,“ sagði einn helgu mannanna, Narendranand Saras- wati. „Við viljum að öll þjóðin viti að við hættum ekki fyrr en fljótið er orðið hreint!“ Tugir milljóna hindúa baða sig í Ganges á trúarhátíð sem nefnist Ardh Kumbh Mela og haldin er á sex ára fresti. Hindúar telja að bað í Ganges-fljóti, þar sem það samein- ast fljótunum Yamuna og Saraswati, hreinsi þá af syndum og leysi þá undan hringrás endurfæðinga. Sagt er að guðir og djöflar hafi í fyrndinni barist um ódáinsveig og hluti veig- arinnar hafi hellst niður þar sem fljótin mætast. Engin trúarhátíð í heiminum á sér jafnlanga samfellda sögu og Kumbh Mela á Indlandi. Fyrstu heimildir um hátíðahöld á þessum tíma í Al- lahabad við Sangam eru frá árinu 3464 fyrir Krist og hátíðin á sér því að minnsta kosti 5.500 ára sögu. Talið er að alls hafi um 70 millj- ónir manna baðað sig á svæðinu á föstudaginn kemur þegar hátíðinni lýkur. Staðið verði við loforðin „Hvernig getur Ganges verið skít- ugt?“ spurði hindúi sem beið í röð á bakka fljótsins eftir því að geta bað- að sig í því. „Við drekkum úr því, böðum okkur í því og dýrkum vatnið í því.“ „Stjórnin hlustar á okkur meðan á Kumbh Mela stendur,“ sagði Binduji Maharaj, einn leiðtoga helgu mannanna. „En því miður eiga þeir það til að gleyma okkur þegar hátíð- inni er lokið.“ Stjórn Indlands hét því á níunda áratug aldarinnar sem leið að hreinsa Ganges-fljót og síðan þá hef- ur hún varið andvirði rúmra 20 millj- arða króna í aðgerðir til að stemma stigu við menguninni. Þær hafa mis- tekist hrapallega og ráðherra í stjórninni sagði á dögunum að verja þyrfti sem svarar rúmum hundrað milljörðum króna í frekari aðgerðir til að hreinsa Ganges. „Þessir embættismenn hafa ekki gert neitt,“ sagði Veer Bhadra Mishra, leiðtogi helgra manna í mik- ilvægu hofi í Varanasi, en hann er einnig verkfræðiprófessor og hefur lengi barist fyrir umhverfisvernd. Mishra efast um að barátta helgu mannanna beri mikinn árangur. Hann telur of marga þeirra tengjast spilltum stjórnmálamönnum og of fáa þeirra hafa þekkingu á vísindum. Indverjar hafi það einnig fyrir venju að gleyma loforðum sínum í um- hverfismálum. Hann segir þó ekki koma til greina að gefast upp. „Það þarf að auðmýkja þessa embættismenn,“ sagði Mishra og hækkaði róminn. „Þeir ættu að skammast sín fyrir að láta það viðgangast að Ganges-fljót sé saurgað!“ Fljótið helga saurgað Sjúkdómar vegna skolps í Ganges tald- ir valda einu dauðsfalli á hverri mínútu AP Hreinsast af synd Hindúi á bæn í menguðu vatni Ganges við Allahabad á Indlandi á 45 daga trúarhátíð sem lýkur á föstudaginn kemur. Hindúar trúa því að þeir geti hreinsað sig af synd með því að baða sig í fljótinu. » „Ganges er mamma mín. Jafnvel þótt hún sé skítug þá elska ég mömmu mína. Hvernig getur fólk gert henni þetta?“ Lissabon. AFP. | Portúgalar sam- þykktu í þjóðaratkvæðagreiðslu á sunnudag tillögu um að lögum yrði breytt til að auðvelda konum að fá fóstureyðingu. Niðurstaða atkvæða- greiðslunnar er sögð mikið áfall fyrir kaþólsku kirkjuna sem beitti sér gegn tillögunni. „Þetta er ef til vill mesti ósigur kaþólsku kirkjunnar í Portúgal frá því að lýðræði var komið á að nýju [árið 1974],“ sagði portúgalska dag- blaðið Publico. Rétt rúm 59% þeirra sem greiddu atkvæði samþykktu tillögu stjórnar- innar um að heimila fóstureyðingar á fyrstu tíu vikum meðgöngu. Kjör- sóknin var aðeins 44% en að minnsta kosti helmingur þeirra sem eru á kjörskrá þurfti að kjósa til að nið- urstaðan væri lagalega bindandi. Forsætisráðherra landsins, Jose Socrates, sagði þó að Sósíalistaflokk- urinn hygðist beita meirihluta sínum á þinginu til að breyta lögunum vegna þess að niðurstaða þjóðarat- kvæðisins væri mjög afgerandi. Samkvæmt núgildandi lögum eru fóstureyðingar aðeins leyfðar ef líf konunnar er í hættu, henni hefur verið nauðgað eða ef fóstrið er van- skapað. Mikill ósigur fyrir kirkjuna                                        ! 0123456789:;4$58+8<;7;4            &  '( ')  '*  + * ( ! ','  -  . +/ 0            !" # $ % ## & ' ##  ( )# ' *  ( *   + #   ,  #-.## * -    /   -    /       -    /   0      / / 1 1  /.  2 3 $       3  4567%+5

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.