Morgunblaðið - 13.02.2007, Side 28

Morgunblaðið - 13.02.2007, Side 28
28 ÞRIÐJUDAGUR 13. FEBRÚAR 2007 MORGUNBLAÐIÐ UMRÆÐAN ELDRI borgarar fögnuðu því og væntu gagngerðra breytinga á sínum högum þegar ríkisstjórnin skipaði samráðsnefnd með fulltrú- um ríkisvaldsins og fulltrúum Landssambands eldri borgara (LEB) í byrjun árs 2005 til að endurskoða lög um almannatrygg- ingar, en því miður urðu von- brigðin sláandi og þeim sár þegar niðurstaðan var lesin upp fyrir alþjóð í sumar sem leið. Þrátt fyrir að kom- ið væri að nokkru leyti til móts við kröf- ur lífeyrisþega, með lögum 166/2006 og til- heyrandi reglugerð, nægði sú breyting ekki, því eftir sem áð- ur er troðið á grund- vallarmannréttindum eldri borgara, hvað varðar efnahagslegt sjálfstæði. Í áranna rás hafa þingmenn allra flokka lagt fram frumvörp og tillögur til að bæta kjör aldraðra og margir annast þann málaflokk með miklum sóma, en því miður hafa þingmál þeirra of sjaldan fengið samhljóm þing- heims til að verða samþykkt. Þingmenn hafa oft á tíðum sýnt einhug og snarræði við brýnar lagasetningar og má nefna þegar þingmenn allra flokka stóðu að frumvarpi til laga um eftirlaun forseta Íslands, ráðherra, alþing- ismanna og hæstaréttardómara sem varð að lögum nr. 141/2003. Verður slík afkastageta þeirra og einhugur lengi í minnum höfð, enda tók umræðan tæpar 5 klst. Frumvarpið var lagt fram mið- vikudaginn 10. des. og samþykkt mánudaginn 15. des. 2003. Kom þingheimur saman á laugardeg- inum, í miðjum jólaönnum til að flýta fyrir afgreiðslu laganna. Þessi jólaglaðningur kom flest- um umbjóðendum þingmanna mjög á óvart, enda ekki getið í kosningaloforði flokkana að bæta þyrfti sérstaklega lífskjör ofan- greindra manna. Ljóst er að ekki þurfti að fara út í flókna útreikninga til að fá kjarabót þeirra framfylgt, né at- huga stöðu ríkissjóðs vegna henn- ar, gagnstætt því sem gert var við lagafrumvarp almannatrygginga, vegna ellilífeyris hins almenna borgara, þó hvort tveggja sé tekið úr sama sjóði. Sjóði allra lands- manna. Í umræðunni um fátækt á Ís- landi telja sumir fátækt vera nán- ast náttúrulögmál. Fátækt lífeyr- isþega sem lifa fábrotnu lífi er ekki náttúrulögmál, heldur fátækt af mannavöldum, sem er ánauð. Almannatryggingakerfið er sameiginlegur sjóður landsmanna sem á að tryggja fólki mannsæmandi fram- færslu að ævistarfi loknu, en ekki hugsað sem ölmusa þess, heldur tryggð eign, sem stjórnvöld hafa skert og skattlagt langt niður fyrir lág- marksframfærslu. Sanngjarnt væri að fella flestar bætur undir einn lið, rétti- lega eftirlaun í líkingu við eftirlaun embætt- ismanna og hætta flóknum útreikningum við plús – mínus-prósentukerfið, ásamt tekjutengingu hjóna og að TR slái sinni eign á allar auka- tekjur, þ.m.t. úttekt sparifjár úr söfnunarsjóði lífeyrisþega, og að afnema þetta hryggilega hags- tjórnarkerfi ríkisvaldsins sem mið- ar að því að gera hina fátæku fá- tækari en hina ríku ríkari. Með þessu hagstjórnarkerfi hef- ur lífeyrisþegum, einkum með skerta lífeyrissjóði, verið haldið í fátæktargildru, þannig að þeir verst settu eiga vart fyrir brýn- ustu nauðsynjum og stöðugt geng- ur á höfuðstól eigna annarra, sem betur eru stæðir. Skattbyrði beggja hópanna er 35,72, en eldri borgarar sem lifa á fjármagns- tekjum greiða 10% í fjármagns- tekjuskatt, sem væri réttlátt ef allir lífeyrisþegar nytu þess sama af lögbundnum sparnaði sínum, þ.e. greiðslum lífeyrissjóða og þar með talinn ellilífeyrir TR. Dæmið sannar að þeir lífeyr- isþegar sem greiða af skorti sínum leggja meira til samfélagsins. Þakklæti þjóðfélagsins til þeirra er að narta meir og meir í tekjur þeirra, en þeim sem greiða af nægtum sínum er launað með ýmsum fríðindum, t.d. að vera undanþegnir lögboðnum gjöldum til samfélagsins s.s. greiðslu út- svars til sveitarfélaga og afnota- gjalds RÚV. Samkvæmt máli nr. 4647 / 2006 hjá Umboðsmanni Alþingis kom fram að 1000 andmæli voru send til TR vegna endurreikninga bóta ársins 2004. TR greinir frá því í svari til umboðsmanns að fyrirséð sé að vegna manneklu og rekstr- arfjárskorts geti allt að 6-8 mán- uðir liðið þar til unnt er að svara þessum erindum. Í áliti umboðs- manns sést glöggt við hvaða vanda TR á að etja við að framfylgja líf- eyrissjóðskafla laga um almanna- tryggingar. Æskilegasta og sjálfsagðasta staða lífeyrisþega er að geta greitt af nægtum sínum, eftir eðlilega framfærslu. Víst má telja að hækki lífeyrir aldraðra og öryrkja þá skili hann sér fljótt með aukn- um kaupmætti í hringrás við- skiptalífsins og þar af leiðandi með margfeldisáhrifum aftur í rík- iskassann og bónusinn ofan á allt er að viðkomandi einstaklingar geta notið meiri lífsgæða og sjálf- sagðra mannréttinda. Undirrituð vonar að sitjandi Al- þingi vinni heilshugar að breyt- ingu laga í átt til meiri mannúðar í málefnum eldri borgara, einkum þeirra sem eru með skertar lífeyr- issjóðsgreiðslur, af þeim einhug sem þingmenn sýndu við sam- þykki lagafrumvarps sinna eigin eftirlauna, þannig að sæmd sé að og með mannréttindasáttmála Evrópu og Sameinuðu þjóðanna að leiðarljósi. Það myndi einnig létta störf og spara rekstrarkostnað Tryggingastofnunar ríkisins. Lögbundin ánauð Guðríður Bryndís Jónsdóttir fjallar um málefni eldri borgara »Undirrituð vonar aðsitjandi Alþingi vinni heilshugar að breytingu laga í átt til meiri mannúðar í mál- efnum eldri borgara, einkum þeirra sem eru með skertar lífeyr- issjóðsgreiðslur ... Guðríður Bryndís Jónsdóttir Höfundur er félagi í FEB og með- stjórnandi í stjórn Baráttusamtaka eldri borgara og öryrkja. Þ etta byrjaði allt á fimmtudagskvöldið. Ég var nýbúinn að opna tölvuna þegar kunn- uglegir hljómar bárust frá henni og rautt merki birtist á skjánum með orðunum „BBC News Alert“. Síðan opnaðist lítill rammi með stórfréttinni. BBC sendir ekki oft svona stór- fréttatilkynningar, og þær snúast ætíð um sannkallaða stórviðburði eins og aftökuna á Saddam Huss- ein, mikið mannfall í tilræði í Bag- dad eða framvindu mála fyrir botni Miðjarðarhafs. En nú bar nýrra við: „Anna Ni- cole Smith látin, að því er lögmað- ur hennar segir,“ stóð í stór- fréttarammanum undir merki BBC. Ég segi ekki að ég hafi grip- ið andann á lofti, en mér fannst þetta þó nógu merkilegt til að segja nærstöddum frá því. Svo hvarflaði að mér sú hugsun að það væri út af fyrir sig merki- legt að sjálft BBC skyldi senda „news alert“ um þetta. Rifjaðist upp fyrir mér þegar Associated Press og CNN sendu svipaða til- kynningu um að Britney Spears væri skilin. Merki um breytta tíma. Það var ekki að sökum að spyrja. Fréttin sem mbl.is birti skömmu síðar um kvöldið um and- lát Önnu Nicole var á svipstundu komin efst á listann yfir mest lesnu fréttirnar þar á bæ, og allan næsta dag sat hún sem fastast í efsta sætinu. Það sem meira var, þessi frétt var opnuð rúmlega helmingi oftar en næsta frétt á eft- ir, svo munaði á annan tug þús- unda opnana. Ekki svo að skilja að þetta hafi komið á óvart. Fréttir af Holly- wood-stjörnum og öðrum frægum stjörnum hafa lengi verið vinsæl- asta lesefnið á mbl.is, ásamt frétt- um af heimssögulegum viðburðum, stórslysum og íþróttum. Það hafa margir – til dæmis ötulir bloggarar – orðið til að hneykslast á þessum mikla áhuga lesenda á fræga fólkinu, ekki síst París blessaðri Hilton. Það sem Anna Nicole átti einmitt sameig- inlegt með París var að hún var eiginlega ekki fræg fyrir neitt nema að vera fræg. Hún hafði ekki „afrekað“ neitt – var til dæmis hvorki kvikmyndastjarna né íþróttastjarna, og ekki heldur af moldríkum komin. Hún var bara venjuleg stelpa frá Texas sem varð stjarna, með ein- hverjum að því er virtist gjör- samlega óskiljanlegum hætti. Og áhugi íslenskra lesenda á dauða hennar – og öllum þeim frásögnum um líf hennar sem fylgt hafa í kjöl- farið – hefur verið gríðarlegur. Ég er eiginlega viss um að fréttin um dauða hennar er einhver mest lesna frétt á mbl.is frá því mæl- ingar hófust. Slagaði áreiðanlega hátt í fréttina um aftökuna á Sadd- am. Kannski ekki skrítið að spurt væri í forundran: Hvernig má þetta vera? Ég verð að viðurkenna að í huganum spurði ég þessarar sömu spurningar. Svo fór að rifjast upp fyrir mér atriði úr sjónvarps- þættinum Boston Legal, þar sem ein aðalpersónan, lögfræðingurinn Alan Shore (leikinn af stakri snilld af James Spader), flutti varn- arræðu fyrir fræga sjónvarpskonu sem sökuð var um að hafa drepið ágengan ljósmyndara (papp- arassa). Í varnarræðunni sagði Shore frá rannsókn sem taugalíffræðingur hefði gert á öpum. Aparnir voru þyrstir. En þegar þeim var boðið að velja á milli þess að fá að svala þorstanum með uppáhalds kirsu- berjasafanum sínum eða horfa á mynd af forustuapanum í flokknum þeirra – „fræga apanum“ – vildu þeir miklu fremur horfa á myndina en svala þorstanum. Þetta, sagði Shore, sýnir að stjörnudýrkun er öpunum eðlislæg. Heilinn í þeim er að einhverju leyti þannig úr garði gerður að þeir lað- ast af miklum krafti að „frægum öpum“. Það sama á við um okkur mannfólkið, sem heillumst gjör- samlega af „frægu fólki“. Ég þurfti ekki að leita lengi á Netinu (ætli leitarorðin „celebrity“ og „monkey“ dugi ekki í Google) til að komast að raun um að þessi rannsókn var enginn uppspuni handritshöfunda þáttarins. Hún var í raun og veru gerð. Taugalíffræðingur við Duke- háskóla í Bandaríkjunum gerði þessa rannsókn fyrir þrem eða fjórum árum á 12 rhesus-öpum, eins og til dæmis má lesa um í frétt frá árinu 2005 á vef ABC- sjónvarpsstöðvarinnar bandarísku. Niðurstöðurnar voru eins og fram kom í þættinum, að aparnir vildu fremur horfa á fræga apann en svala þorstanum. En aparnir höfðu engan áhuga á að horfa á myndir af einhverjum meðalapa. Í frétt ABC var haft eftir líf- fræðingnum, dr. Michael Platt, að í augum apanna væri „frægur api“ sá sem komist hefði til metorða. Og sá sem öðlast frægð og kemst til metorða hefur mat, völd og kyn- ferðislegt aðdráttarafl; allt það sem hinir aparnir þrá umfram ann- að. Það þarf kannski slatta af hug- arflugi til að tengja þessa rann- sókn á nokkrum rhesus-öpum við gríðarlegan áhuga heimsbyggð- arinnar á bandarískri ljósku sem virðist ekki hafa unnið sér neitt til frægðar, en ég held samt að þetta segi talsverða sögu. Og þá skiptir engu máli hvers vegna stjarnan er fræg – hún er stjarna og þar með fer heilinn í okkur af stað, sama þótt okkur finnist það fáránlegt. Það hafa margir, ekki síst síðan á fimmtudagskvöldið, hneykslast á þessum gríðarlega áhuga fólks á Önnu Nicole og París og öðru frægu fólki, og talið hann til marks um fádæma grunnhyggni og yf- irborðsmennsku. En ég held að aparannsóknin sé kannski vísbending um að þarna sé ekki um að ræða yfirborðs- mennsku, heldur megi þvert á móti sjá þarna glitta í eitthvað sem býr djúpt í mannlegu eðli, sem rétt eina ferðina kemur aftan að manni. Stórar fréttir » Aparnir voru þyrstir. En þegar þeim var boðiðað velja á milli þess að fá að svala þorstanum með uppáhalds kirsuberjasafanum sínum eða horfa á mynd af forustuapanum í flokknum þeirra – „fræga apanum“ – vildu þeir miklu fremur horfa á myndina en svala þorstanum. BLOGG: kga.blog.is VIÐHORF Kristján G. Arngrímsson kga@mbl.is UNDARLEG ósköp að verða vitni að því að Íslensku bók- menntaverðlaunin í flokknum „íslensk rit- verk önnur en skáld- verk“ skuli nú veitt áróðursritinu Draumalandinu, sjálfshjálparbók handa hræddri þjóð, eftir Andra Snæ Magnason. Sam- kvæmt reglugerð fyr- ir Íslensku bók- menntaverðlaunin eiga í þessum flokki að vera „fræðirit, frá- sagnir, handbækur eða hvert það verk annað sem ekki telst skáld- verk eða fagurbókmenntir“. Hing- að til hafa nær eingöngu fræðirit, sem rísa undir nafni, hlotið verð- laun í þessum flokki. Draumalandið er ekki fræðirit, svo einhliða sem afstaða höfundar er og víða hallað réttu máli. Ekki er heldur unnt að telja verkið handbók, þótt undirtitill sé sjálfs- hjálparbók. Hugsanlega mætti kalla hluta bókarinnar frásagnir – skáldlegar frásagnir, en það nægir ekki. Verðlaunaveitingin er því í hæsta máta undarleg. Undarleg ósköp að verða einnig vitni að því að Aldingarðurinn eftir Ólaf Jóhann Ólafsson hlýtur verð- laun í flokknum „frumsamið íslenskt skáldverk“ þegar bók- in er borin saman við ljóðræna dulúð í kvæðabók Hannesar Péturssonar Fyrir kvölddyrum. Megintilgangur Ís- lensku bókmennta- verðlaunanna er sagður vera að „styrkja stöðu frumsaminna ís- lenskra bóka, efla vandaða bóka- útgáfu, auka umfjöllun um bók- menntir í fjölmiðlum og hvetja almenna lesendur til umræðna um bókmenntir“. Ekki verður séð að verðlaunaveitingin nú hafi náð neinu af þessum markmiðum. Í reglugerð Íslensku bók- menntaverðlaunanna segir: „Félag íslenskra bókaútgefenda skipar valinkunna menn til starfans.“ Undarleg ósköp að í reglugerðinni er ekkert kveðið á um að þessir valinkunnu menn hafi komið ná- lægt bókmenntastarfi, því síður að þeir hafi hlotið menntun eða reynslu á sviði bókmenntafræða. Því hlýtur sú spurning að vakna hvort Íslensku bókmenntaverð- launin séu orðin hluti af auglýs- ingakostnaði Félags íslenskra bókaútgefenda og þá eins konar áróðursverðlaun? Áróðursverðlaun íslenskra bókmennta Tryggvi Gíslason fjallar um Íslensku bókmenntaverðlaunin »Undarleg ósköpað verða vitni að því að Íslensku bók- menntaverðlaunin skuli veitt áróðursritinu Draumalandinu, sjálfshjálparbók handa hræddri þjóð. Tryggvi Gíslason Höfundur í magister í íslensku.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.