Morgunblaðið - 13.02.2007, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 13.02.2007, Blaðsíða 30
30 ÞRIÐJUDAGUR 13. FEBRÚAR 2007 MORGUNBLAÐIÐ UMRÆÐAN Í UMRÆÐUM um hvort rétt sé að taka upp evru í stað krónunnar hafa komið fram margar merki- legar fullyrðingar sem allar geta verið góðar og gildar eftir því hvernig á málið er litið. Þannig er unnt með nokkr- um rétti að halda því fram að við getum að skaðlausu haldið okk- ur við krónuna ef við högum okkur skyn- samlega í efnahags- stjórninni. En er málið svona einfalt? Evran krefst meiri aga Því miður bendir ekkert til þess að skynsemin verði leidd til öndvegis við núverandi aðstæður þar sem stjórn- málamenn keppast um að lofa kjós- endum fjármunum á bæði borð í allskonar framkvæmdir og rekstur. Að öðrum kosti eiga þeir á hættu að ná ekki setu á Alþingi. Þess vegna erum við eins og klifrari sem er tengdur öryggislínu og veit að hann getur tekið áhættu sem hann léti sér ekki detta í hug að taka ef hann væri ekki tengdur slíkri línu. Hon- um er fullljóst að ef fífldirfskan verður til þess að hann missir fót- anna tekur línan við og forðar honum frá því að slasa sig enda þótt hann geti orðið ansi dasaður á eftir. Með línuna bundna við sig telur þessi klifrari óhætt að tefla á tæpasta vað en dytti það ekki í hug að öðrum kosti. Þannig er farið um efnahags- stjórn síðustu ára og áratuga hér á landi; einlægt treyst á að örygg- islínan – fall krónunnar – bjargi öllu og síðan sé hægt að halda áfram á sömu eyðslubrautinni. Af- leiðingin verður auðvitað óþolandi sveiflur í efnahagslífinu sem skaða allt starfsumhverfi fyrirtækja í harðri alþjóðlegri samkeppni. Í umræðu um hvort taka eigi upp evru hafa andmælendur gjarnan bent á að við værum illa á vegi stödd ef við hefðum ekki þann sveigjanleika sem krónan gefur okkur til að bregðast við þensluástandi í efnahagslífinu. Sú afstaða er að því leyti óábyrg að þá er gert ráð fyrir allt öðrum for- sendum en ríkja þegar treyst er á öryggislínu eins og þá sem hér er tekið tæmi af. Ef stjórnvöld væru hins vegar í evru-umhverfi dytti þeim einfaldlega ekki í hug að vaða upp ókleifa kletta þar sem ekki er hægt að treysta á ör- yggislínuna. Þau myndu haga sér með öðrum hætti og fara að með meiri gát og yfirvegun; þyrftu þá ekki einlægt að taka þátt í hinu ábyrgð- arlausa kapphlaupi um atkvæði og þenslu sem af því leiðir. Evran myndi m.ö.o. krefjast meiri aga í efnahags- stjórnun Íslands sem sannarlega er ekki vanþörf á ef okkur á að takast að skapa at- vinnuvegunum sama starfsumhverfi og er- lendir keppinautar okkar búa við. Frelsið Því hefur löngum verið borið við að stór hluti frelsis þessarar þjóðar birtist í krónunni. Hún sé tákngervingur sjálfstæðisins og því nauðsynlegt að halda í hana hvað sem á dynur. Eins og allir vita er hugtakið frelsi afstætt og getur ýmist verið til eða frá – frelsi til einhvers eða frelsi frá einhverju. Nú er svo komið að þetta ímyndaða frelsi, að halda í vanhæfa krónu, skipar okkur á þilfar lítils báts sem skoppar upp og niður hverja öldu sem veldur ókyrrð um borð þann- ig að áhöfninni líður illa og flestir, sem eiga alla sína tilveru undir að- stæðum á þessum litla báti, æla eins og múkkar. Þetta er sann- arlega slæmt starfsumhverfi, ekki síst þegar þess er gætt að sam- keppnisþjóðirnar sigla við hlið litla bátsins á stóru og stöðugu skipi sem tekur á sig tvær eða þrjár öldur og haggast ekki. Þegar við bætist að mikilvægasti útflutn- ingsmarkaður okkar er uppi á þil- fari stóra skipsins er augljóst að við höfum nýtt frelsið til að halda okkur frá ákjósanlegu starfs- og markaðsumhverfi en valið að starfa við óróa og sveiflur með þeim afleiðingum að atvinnulífið býr við verri skilyrði en erlendir keppinautar. Með því að kjósa þessa leið stöndum við í svipuðum sporum og fólkið í Sumarhúsum þegar fjallkóngurinn spurði Rósu hvernig hún kynni við sig þar í heiðardalnum. Þá svaraði hún „Það er náttúrlega ósköp frjálst“ um leið og hún saug upp í nefið. Allir vita hvernig þeim búskap lyktaði þrátt fyrir meint frelsi. Við erum auðvitað frjáls að því að velja lakari starfsskilyrði en samkeppnisþjóðirnar. Við höfum kosið að veltast eftir hverri öldu og súpa hveljur með reglulegu millibili með hæstu vexti á byggðu bóli í eftirrétt. Ekkert bannar okkur það. En er það vænleg leið til að búa þessari þjóð samkeppn- ishæf lífskjör til langs tíma litið? Það er náttúrlega ósköp frjálst Ingólfur Sverrisson fjallar um gjaldmiðla og efnahagsmál. Ingólfur Sverrisson » Við erumauðvitað frjáls að því að velja lakari starfsskilyrði en samkeppn- isþjóðirnar. Höfundur er deildarstjóri hjá Samtökum iðnaðarins. HIÐ fjórða vald í íslensku sam- félagi, það er „fjölmiðlavaldið“, hef- ur hafið sína helreið í íslensku rétt- arveldi. Málefni er varðar vistun drengja að Breiðavík á Barðaströnd á ár- unum kringum 1950 og fram yfir 1970 hefur hel- tekið fréttamenn svo að annað hefur ekki verið fréttnæmt, hvorki hjá ljósvakamiðlum né prentmiðlum, dögum saman. Meðferð á máli þessu af hálfu frétta- manna er með slíkum eindæmum að áróð- ursmálaráðherra Þýska- lands á tímum nasista, Göbbels, hverfur í skuggann á áróð- ursofstækinu sem fram kemur í fréttaflutningi fjölmiðla síð- ustu daga. Hinir ofstækisfullu fjölmiðlamenn bera á borð fyrir þjóðina einhliða frásagnir manna sem sendir voru til vistunar á umræddu heimili. Eru menn þessir látnir lýsa vist sinni á umræddu heimili fyrir 35–50 árum. Fram hefur komið að piltar sem sendir voru til vistunar á um- ræddu heimili höfðu margir hverjir verið uppivöðslusamir, óhlýðnir og foreldrarnir viljað losna við þá þar sem þeir réðu ekki við þá. Sumir höfðu komist í kast við laganna verði fyrir misgjörðir og óknytti. Borið er á borð fyrir alþjóð að drengirnir hafi verið barðir og þeim misþyrmt kynferðislega. Látið er að því liggja að gerendurnir hafi verið starfsfólkið og einn forstöðumað- urinn sérstaklega. Þrátt fyrir allsérstakar lýsingar mannanna og tárfelli fyrir framan sjónvarpsvélarnar verður ekki horft fram hjá því að sannleikurinn kom ekki fram. Þessir menn, sem á yngri árum gistu á vistunarstaðnum Breiðavík, hafa ekki skýrt frá því ít- arlega hvers vegna þeir voru sendir þangað. Hvernig höguðu þeir sér eftir að þangað var komið? Fóru þeir eftir þeim reglum er þeim voru settar? Hvað gerðu þeir til þess að hrekkja og hrella þá sem áttu að hugsa um þá á þessum stað? Hlýddu þeir starfsfólkinu á staðnum þegar var verið að segja þeim til? Ekki ætla þessir saklausu drengir að halda því fram að þeir hafi aflagt þá óknytti sem þeir viðhöfðu í sinni heimabyggð og leiddi til þess að þeir voru sendir að Breiðavík. Hvar voru for- eldrar þessara pilta? Voru þeir sendir að heiman því að foreldr- arnir gáfust upp á óknyttum þeirra eða var það lögreglan og barnaverndarnefndir sem töldu að þessir piltar væru ekki hæf- ir til að vera innan um annað fólk vegna óstýrilætis og óknytta. Ef málið er skoðað út frá því hvers vegna þessir piltar voru send- ir til vistunar fjarri heimahögum þá var það gert í þeim tilgangi að reyna að fá þá til að skilja að framkoma þeirra væri ekki líðandi. Það sem ekki hafði verið tekið með í áætlun ráðamanna ríkis og bæja um uppeldi þessara pilta var að við það að safna saman hóp af óstýrilátum og uppivöðslusömum piltum á einn stað þá leiddi það til þess að þeir æstu hver annan upp í óæskilegar aðgerðir til að hrella og hrekkja alla sem áttu að annast þá. Sláandi var frásögn eins aðilans sem fram kom í sjónvarpi um það að pilturinn hafði ekki fengið meira að borða þegar beðið var um það og svar þess sem sagði frá hvað hús- móðirin átti að hafa sagt. Út úr þessari frásögn mátti lesa að um- ræddur piltur hefði verið matvandur uppivöðslusamur unglingur sem neitaði að borða nema það sem hon- um þótti gott og þá vildi hann fá margfaldan skammt því að hann var svangur þar sem hann hafði neitað að borða mat sem talinn var full- boðlegur fyrir aðra en hann. Á þessum árum var ástandið í þjóðfélaginu ekki á þann veg að menn fúlsuðu við matnum og vildu aðeins borða kviðfylli sína af ábæt- isréttum. Það gerðu aðeins þeir sem aldrei fengu ætan bita heima hjá sér. Eins og framsetning þessarar fréttar er, sem hefur verið teygð og toguð í marga daga, þá er hún ein- hliða lýsing manna sem ekki hafa komist upp með frekju, yfirgang og óknytti og verið tuktaðir til þess að reyna að fá þá til að hlýða. Eru þess- ir menn að reyna að ná upplyftingu í fjölmiðlafári þar sem þeir aðilar sem mest eru svertir í umfjölluninni eru fallnir frá og geta ekki varið sig. Hvað varðar kynferðislegt ofbeldi sem minnst er á í frásögnum þá hef- ur það ekki komið skýrt fram hverj- ir eru ásakaðir um slíkt. Frétta- menn hafa forðast að fá afdráttarlausar frásagnir eða ekki haft vit til að spyrja og því liggur það í loftinu að þar hafi verið starfs- fólkið svo og þeir vistmenn sem elst- ir voru. Ef tekið er mark á því að þeir vistmenn sem yngri voru hafi verið þvingaðir til að fróa þeim sem eldri voru má alveg eins geta sér til að þeim hafi verið hótað öllu illu ef þeir segðu starfsmönnum frá. Þar af leiðandi eru litlar líkur til þess að neinn starfsmaður hafi haft hug- mynd um þetta framferði þeirra eldri. Á hinn bóginn gefur þetta til- efni til að velta fyrir sér þeirri stjórnsýslu að smala saman á einn stað fjölda drengja með allt að tíu ára aldursmun. Einnig gefur þetta vísbendingu um það hugarfar sem þróast hefur í drengjunum áður en þeir voru sendir að heiman. Erfitt er að trúa því að fréttamenn séu að gefa það í skyn að þetta hafi þeir lært af starfsfólkinu. Hámark ósvífni fulltrúa fjölmiðla kom fram þegar þess var getið að ekki hefði náðst samband við börn þeirra aðila sem svívirðingar beinast aðallega gegn. Er þar um að ræða hámark hins glæpsamlega valds sem fulltrúar fjölmiðla taka sér. Þeir ráðast að afkomendum þeirra sem þeir eru að troða niður í svaðið með ósönnuðum ásökunum en hafa ekki vit á að kynna sér málið til hlít- ar með því að spyrja frásagnaraðila út í það sem vantar í frásagnir þeirra. Það vantar í frásögnina um þeirra eigin óknytti er leiddu til þess að þeir voru hirtir eins og venjan var að gera við óknyttabörn. Í frásögn fjölmiðla er það gefið í skyn að afleiðing þeirrar meðferðar er piltarnir urðu fyrir samkvæmt eigin frásögn hafi leitt til drykkju- skapar, ofneyslu áfengis og vímu- efna og jafnvel sjálfsvíga. Ef horft er til síðustu 40 ára og skoðuð áfengis- og vímuefnaneysla ungs fólks, svo og sjálfsvíg þess fólks sem aldrei hafði komið til Breiðavíkur, eru fullyrðingar sem fram hafa komið í fréttunum í anda æsifréttamennsku og settar fram í aðeins einum tilgangi. Sá tilgangur er að sverta minningu þeirra sem látnir eru. Íslenskir fjölmiðlar og réttlætið Kristján Guðmundsson gerir athugasemd varðandi umfjöll- un fjölmiðla um Breiðavík- urmálið »Hámark ósvífni full-trúa fjölmiðla kom fram þegar þess var getið að ekki hefði náðst samband við börn þeirra aðila sem svívirðingar beinast aðallega gegn. Kristján Guðmundsson Höfundur er fyrrverandi skipstjóri. Í FRÉTT sem birtist í Morg- unblaðinu 5. febrúar s.l. kom fram að nokkrir athafnamenn ásamt nokkr- um sveitarfélögum hafa stofnað fyr- irtæki í því skyni að leggja upphækk- aðan malbikaðan veg yfir Kjöl. Fram kemur að samgöngu- ráðherra hafi nú þegar falið Vegagerðinni að vinna með félaginu og er samkvæmt fréttinni gert ráð fyrir því að vegurinn verði tekinn í notkun eftir u.þ.b. 3 ár. Í leiðara Morgunblaðs- ins sama dag er þessari hugmynd mótmælt kröftuglega og er óhætt að taka undir allar þær athugasemdir sem þar koma fram. Það er undarlegt að þessi tillaga sé sett fram í kjölfar þeirrar umræðu sem átt hefur sér stað um umhverfismál og verndun hálendisins. Tillöguhöfundar halda því reyndar fram að eitt af mark- miðum með framkvæmdinni sé ein- mitt umhverfisvernd, og er það rök- stutt með því að hún muni leiða til minni olíunotkunar, minni mengunar, minni losunar gróðurhúsaloftteg- unda. Hér er málinu alveg snúið á hvolf því að sá umhverfislegi ávinn- ingur sem hlytist af þessu yrði auðvit- að afskaplega lítill miðað við þá rösk- un á umhverfinu sem þessi framkvæmd myndi valda, auk þess sem gera má ráð fyrir auk- inni umferð í kjölfarið. Umhverfisvernd er þó ekki það eina sem vakir fyrir mönnum, því haft er eftir einum af for- svarsmönnum fyrirtæk- isins að gríðarlegur sparnaður verði í kjöl- far lagningar vegarins vegna vöruflutninga. Það er sem sé mein- ingin að beina vöru- flutningum norður í land um Kjöl. Hvernig getur það samrýmst náttúruvernd á hálendinu? Hvaða leið munu vöruflutningabíl- arnir fara til að komast á Kjöl? Um sumarbústaðalöndin í Grímsnesi eða Brekkuskógi? Um þjóðgarðinn á Þingvöllum? Örugglega a.m.k fram hjá Gullfossi, þ.e. um „gullna hring- inn“ sem er mesta ferðamannaleið landsins. Má ekki fljótlega búast við kröfu frá Norðurleið ehf. um viða- mikla vegagerð í uppsveitum Árnes- sýslu til að þjóna þungaflutningum með öllu því raski sem því mundi fylgja? Í greininni segir að með tillögunni muni opnast aðgangur að nýjum ferðamannastöðum. Þetta eru lítt haldbær rök. Í dag geta allir með litlum vandkvæðum ferðast um há- lendið, hvort sem er á eigin far- artækjum eða í skipulögðum ferðum. Með þessari framkvæmd yrði svæðið þvert á móti gert minna aðlaðandi til útivistar. Það vakna líka spurningar við þær fréttir að veggjald muni renna til fyr- irtækisins auk þess sem tillagan gerir ráð fyrir því að fyrirtækið muni eiga veginn um aldur og ævi. Hvað gera þeir sem vilja fara um Kjöl og kæra sig ekki um að greiða fyrirtækinu veggjald, hvaða úrræði munu þeir hafa? Mun gamli vegurinn halda sér? Hvernig hugsa menn sér tengslin við nýjan veg? Hann mun augljóslega tapa sérkennum sínum ef hann liggur meðfram nýjum vegi. Málið snýst þó auðvitað fyrst og fremst um náttúruvernd. Upphækk- aðir malbikaðir vegir með þeirri sjón- mengun og þeim mikla umferð- arhraða sem þeim fylgja eiga einfaldlega ekki heima á hálendinu. Stöndum saman um að halda þeirri ró og þeim frið sem ríkir á hálendinu. Ég er þess fullviss að ef af þessari framkvæmd verður, mun það valda þeim sem eru á móti þessu meira hugarangri en vonbrigði hinna verða ef tillögunni verður hafnað. Að lok- um, það hefur komið fram að þessi vegur muni stytta leiðina frá Reykja- vík til Akureyrar um u.þ.b. hálftíma. Réttlætir það þessar miklu fram- kvæmdir og þessi umhverfispjöll? Nei, hér er betur heima setið en af stað farið. Höfnum nýjum vegi yfir Kjöl Bjarni A. Agnarsson fjallar um náttúruvernd og Kjalveg »Upphækkaðir mal-bikaðir vegir með þeirri sjónmengun og þeim mikla umferð- arhraða sem þeim fylgja eiga einfaldlega ekki heima á hálendinu. Bjarni A. Agnarsson Höfundur er læknir. Fréttir í tölvupósti

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.