Morgunblaðið - 13.02.2007, Síða 39

Morgunblaðið - 13.02.2007, Síða 39
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 13. FEBRÚAR 2007 39 Atvinnuauglýsingar Laus eru til umsóknar störf Slökkviliðs- og sjúkraflutningamanna. Hjá Slökkviliði Akureyrar eru laus til umsóknar störf slökkviliðs- og sjúkraflutningamanna. Um er að ræða 100 % störf í vaktavinnu við sjúkraflutninga, slökkvistörf og reykköfun, björgun og neyðarflutninga. Laun eru skv. kjarasamningi Launanefndar sveitarfélaga og Landssambands slökkviliðs- og sjúkraflutningamanna. Hæfniskröfur: · Umsækjendur þurfa að uppfylla skilyrði 8. gr reglugerðar nr. 792/2001 um Brunamálaskólann og réttindi og skyldur slökkviliðsmanna. · Hafa aukin ökuréttindi til að stjórna vörubifreið og leigubifreið. · Hafa iðnmenntun sem nýtist í starfi slökkviliðs- manna eða sambærilega menntun og reynslu. · Þeir sem ráðnir eru til starfa sem slökkviliðsmenn skulu hafa góða líkamsburði, vera andlega og líkamlega heilbrigðir, reglusamir og háttvísir, hafa góða sjón og heyrn, rétta litaskynjun og ekki vera haldnir lofthræðslu eða innilokunarkennd. · Hafa jákvætt hugarfar og gott vald á mannlegum samkiptum. · Akureyrarbær áskilur sér rétt til að óska eftir meðmælum. · Æskilegt er að umsækjendur geti hafið störf sem fyrst. Framangreindum hæfniskröfum er ekki raðað eftir mikilvægi. Að loknum sex mánaða reynslutíma verður tekin ákvörðun um fastráðningu eftir að umsækjandi hefur gengist undir próf í þeim þáttum sem tilgreindir eru í hæfniskröfum. Umsóknir: Sækja verður um starfið rafrænt á heimasíðu Akureyrabæjar: www.akureyri.is//auglysingar/atvinnuumsokn/- auglyst-starf Umsóknarfrestur er til 23. febrúar 2007. Umsækjendur þurfa að skila inn eftirfarandi fylgigögnum: Læknisvottorð, sakavottorð, prófskírteini og ljósrit af ökuskírteini og ökuferilsskrá. Fylgigögnum má annað hvort skila inn til Slökkviliðs Akureyrar eða senda á rafrænu formi í umsóknarferli á heimasíðu Akureyrarbæjar. Fylgigögnum verður að skila eigi síðar en 23. febrúar. Tekið verður tillit til jafnréttisáætlunar Slökkviliðs Akureyrar og samþykktar bæjarstjórnar Akureyrar- bæjar um jafnréttismál við ráðningu í starfið. Frekari upplýsingar veitir Ingimar Eydal, aðstoðar- slökkviliðsstjóri Slökkviliðs Akureyrar, Árstíg 2, á staðnum eða í síma 461-4200, fax: 461-4205. Slökkviliðsstjórinn á Akureyri. Afgreiðslustarf Úra- og skartgripaverslunin Gull-úrið í Mjódd- inni óskar eftir að ráða starfskraft til afgreiðslu- starfa, ábyrgan, stundvísan og samstarfslipran. Um ca 70% starf er að ræða. Umsækjendur sendi umsókn á axgull@hn.is eða útfyllið umsóknareyðublað í versluninni. Gull-úrið, Álfabakka 16, Mjóddinni. Áhugaverð störf í vesturbænum Húsasmiðjan hvetur alla, á hvaða aldri, sem vilja starfa hjá traustu og góðu fyrirtæki til að sækja um. Fyrir alla Viljum ráða sölu- og afgreiðslumann til framtíðarstarfa í verslun okkar við Fiskislóð. Hæfniskröfur Þekking á byggingarefni kostur. Þjónustulund og samskiptahæfni. Tölvukunnátta æskileg. Stundvísi og heiðarleiki. Húsasmiðjan hf. er stærsti söluaðili byggingarvara á Íslandi og eitt af 25 stærstu fyrirtækjum landsins. Húsasmiðjuverslanir eru 21 á landsvísu. Í verslunum okkar höfum við á boðstólnum yfir 80.000 vörutegundir. Hjá Húsasmiðjunni starfa að jafnaði um 750 manns á öllum aldrei. Við leggjum mikla áherslu á að starfsmenn eigi þess kost að eflast og þróast í starfi. Umsóknarfrestur er til 20 febrúar n.k. Umsóknir berist til starfsmannastjóra Húsasmiðjunnar, Guðrúnar Kristinsdóttir, gudrunk@husa.is, fyrir 20. febrúar. Einnig er hægt að sækja um á heimasíðu Húsasmiðjunnar www.husa.iswww.husa.is Helstu verkefni Sala og þjónusta við viðskiptavini. Áfyllingar. Önnur tilfallandi störf. Einnig viljum við ráða helgar- og afleysingafólk. Vinnutími frá 08-18 virka daga og einhver helgarvinna Jafnréttisstofa óskar eftir að ráða sérfræðing í fullt starf í eitt ár. Helstu verkefni: Svörun erinda sem berast embættinu varðandi jafnréttismál. Upplýsingagjöf og ráðgjöf á sviði jafnréttislaga. Fræðsla og námskeiðahald. Samskipti við einstaklinga, fyrirtæki, sveitar- félög og opinberar stofnanir innanlands og erlendis. Menntunar- og hæfniskröfur: Háskólapróf í félagsvísindum. Próf í sambærilegum greinum kemur einnig til greina. Reynsla af jafnréttismálum. Góð tölvukunnátta. Góð íslenskukunnátta og hæfni í að koma frá sér texta í ræðu og riti. Færni í Norðurlandamáli og ensku. Frumkvæði, sjálfstæði og traust vinnubrögð. Geta til að vinna undir álagi. Sveigjanleiki, þjónustulund og lipurð í mannlegum samskiptum nauðsynleg. Viðkomandi þarf að geta hafið störf nú þegar. Umsóknir skulu sendar til margret@jafnretti.is eða á Jafnréttisstofu, fyrir 1. mars nk. Jafnréttisstofa er staðsett á Akureyri. Launakjör skv. kjarasamningi ríkisins við FÍF. Karlar og konur eru hvött til að sækja um. Öllum umsóknum verður svarað. Upplýsingar veitir Margrét María Sigurðardóttir í síma 460 6200. Raðauglýsingar 569 1100 Fundir/Mannfagnaðir Orðið í öndvegi Samkoma í dag kl. 20 í Kirkjustræti 2. Marianne og Clive Adams tala. Frank Gjeruldsen o.fl. taka þátt. Allir velkomnir. Nauðungarsala Uppboð Uppboð munu byrja á skrifstofu embættisins í Hafnarstræti 107, Akureyri, sem hér segir á eftirfarandi eignum: Bjarkarbraut 3, 01-0201, Dalvíkurbyggð, (215-4688), þingl. eig. Dóra Rut Kristinsdóttir, gerðarbeiðandi Íbúðalánasjóður, föstudaginn 16. febrúar 2007 kl. 10:00. Grundargata 6, Akureyri, (214-6721), þingl. eig. Fannar Geir Ólafsson, gerðarbeiðendur Akureyrarkaupstaður, föstudaginn 16. febrúar 2007 kl. 10:00. Lundargata 17, 01-0101, Akureyri (214-8939), þingl. eig. Eygló Hall- grímsdóttir, gerðarbeiðandi Sparisjóður Norðlendinga, föstudaginn 16. febrúar 2007 kl. 10:00. Vestursíða 30E, 03-0301, eignarhl. Akureyri, (215-1613), þingl. eig. Guðlaug Hrönn Gunnarsdóttir, gerðarbeiðandi Sjóvá-Almennar tryggingar hf., föstudaginn 16. febrúar 2007 kl. 10:00. Sýslumaðurinn á Akureyri, 12. febrúar 2007. Eyþór Þorbergsson, ftr. Tilboð/Útboð Orkuveita Reykjavíkur óskar eftir tilboðum í verkið: Úlfarsfellsræsi 6. áfangi Helstu magntölur eru: Gröftur 9.000 m³ Losun á klöpp 1.700 m³ Aðflutt fylling 4.000 m³ Holræsalagnir Ø600 (efni og vinna) 1.140 m Leggja vatnslögn Ø400 PE 500 m Sáning 5.000 m² Verkinu skal lokið fyrir 15. september 2007. Útboðsgögn er hægt að sækja án greiðslu á vefsíðu Orkuveitunnar www.or.is - útboð/auglýst útboð. Einnig er unnt að kaupa þau hjá þjónustufulltrúum á 1. hæð í húsi Orkuveitu Reykjavíkur, Bæjarhálsi 1, 110 Reykjavík, frá þriðjudeginum 13. febrúar 2007. Verð útboðsgagna er 3.000 kr. Tilboðum skal skilað á sama stað fyrir opnun tilboða þriðjudaginn 6. mars 2007 klukkan 11:00. OR/2007/012 Útboð Orkuveita Reykjavíkur • Bæjarhálsi 1 • 110 Reykjavík Sími 516 6000 • Fax 516 7000 www.or.is/utbod Raðauglýsingar sími 569 1100

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.