Morgunblaðið - 13.02.2007, Qupperneq 43

Morgunblaðið - 13.02.2007, Qupperneq 43
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 13. FEBRÚAR 2007 43 menning Vissir þú að Ricky Gervaisvar einu sinni umboðs-maður hljómsveitarinnar Suede? Vissir þú einnig að Gerv- ais var annar liðsmanna hljóm- sveitarinnar Seona Dancing sem sló í gegn á Filippseyjum árið 1985?    Ricky Gervais fæddist í Bret-landi árið 1961. Hann lærði líffræði á háskólastigi í London en útskrifaðist með gráðu í sál- fræði. Tónlistin átti samt hug hans allan á þessum árum og hann var sem fyrr segir liðs- maður nýrómantísku sveitarinnar Seona Dancing. Smáskífur sveit- arinnar urðu tvær talsins, „Bitter Heart“ og „More To Lose“, en hvorug þeirra komst inn á topp 40 á smáskífulistanum í Bret- landi. Sú síðarnefnda átti reynd- ar talsverðu fylgi að fagna á Fil- ippseyjum árið 1985, ári eftir að hljómsveitin lagði upp laupana, svo ekkert varð af tónleikaferð austur á bóginn til að fylgja vin- sældunum eftir.    Á leið sinni að því að verðaeinn virtasti og vinsælasti gamanleikari Breta vann Gervais ýmis störf. Hann sá meðal annars um umboðsstörf fyrir hljómsveit- ina Suede í skamman tíma áður en hann var ráðinn á útvarps- stöðina X-FM í London. Þar kynntist hann Steve Merchant, sem átti síðar eftir að verða hans helsti samstarfmaður.    Gervais hóf feril sinn í sjón-varpi árið 1998 þegar hann var einn handritshöfunda Jim Tarvaré Show. Tarvaré sjálfur var svo ánægður með Gervais að hann bauð honum hlutverk í hverjum einasta þætti þáttarað- arinnar. Þar vakti Gervais at- hygli í hlutverki sínu sem hrein- skilni pabbinn; faðir sem syngur óhugnanlega hreinskilnislegar vögguvísur fyrir son sinn á kvöldin.    Hinn brjóstumkennanlegi enfullkomlega óþolandi skrif- stofustjóri David Brent leit svo dagsins ljós árið 2001 þegar fyrsti þáttur The Office var sýnd- ur í Bretlandi. Þættirnir eru hug- arfóstur þeirra Gervais og Merchants og svo vinsæll varð Brent að kostulegur dans hans í einum þáttanna var af þúsundum manna valinn eftirminnilegasta atriði sjónvarpssögunnar, og skákaði þar tunglgöngunni og falli Berlínarmúrsins. Í kjölfarið fylgdu svo Extras, þar sem Gervais bregður sér í hlutverk aukaleikara í harki fyrir hið stóra hlutverk. Fjölmargir þekktir leikarar og tónlistarmenn leika sjálfa sig í þáttunum og gera stólpagrín að sér og kvik- myndabransanum. Að öðrum ólöstuðum er Merchant þó stjarna þáttanna sem hinn vita gagns- lausi umboðsmaður. Sjónvarpið hóf í vikunni að sýna nýjustu þáttaröðina af Extras.    Gervais hefur verið iðinn viðað afþakka boð um að leika í stórmyndum frá Hollywood. Hann segir ástæðuna meðal ann- ars þá að hann langi miklu frekar til að skrifa og leikstýra. „Mig langaði ekkert til að hanga inni á hótelherbergi í Los Angeles í níu vikur til að leika í atriði sem tekur tvær mínútur að sýna,“ sagði Gervais meðal ann- ars spurður hvers vegna hann hefði afþakkað hlutverk í Pirates of the Caribbean. Í viðtali við BBC fyrir hálfu öðru ári má lesa mikinn metnað Gervais fyrir starfi sínu. Hann langar ekki að „koma fyrir sem fyndni brytinn í tíu bíómyndum“ á kostnað þess að skapa eitthvað sjálfur, eitthvað sem hann getur verið stoltur af og skilið eftir sem arfleifð sína. Gervais hefur þó ekki látið Bandaríkjamarkað alveg eiga sig. Hann er meðal annars eini gesta- leikarinn í The Simpsons sem einnig hefur skrifað þann þátt sem hann leikur í. Hann er einnig fyrsti Bretinn sem skrifar handrit að Simpson-þætti.    Þá er ótalið uppistand Gervais:Politics, Animals og nú síðast Fame, sem Gervais sýnir nú í heimalandinu fyrir fullu húsi. Tvennt það fyrrnefnda er mjög vel heppnað og bráðfyndið grín um stjórnmálasöguna og dýrarík- ið. Einnig liggja eftir Gervais tvær barnabækur um Flanimals, hóp ófrýnilegra vera.    Um framtíðarverkefni sagðiGervais í viðtali við Marie Claire á dögunum: „Við Steve höfum gengið með hugmynd að þáttum í maganum í um fjögur ár. Þeir segja frá hópi fólks á þrítugsaldri árið 1970. Þau búa í smábæ sem kynlífsbylt- ingin hefur enn ekki náð til og fyrirbærið „ungmenni“ er ekki til.“ Eftirminnilegasti dansari sjónvarpssögunnar Fyndinn Ricky Gervais hefur verið í fylkingarbrjósti hinnar „nýju“ bresku fyndni sem farið hefur sigurför um heiminn á undanförnum misserum. AF LISTUM Birta Björnsdóttir » Þar vakti Gervais at-hygli í hlutverki sínu sem hreinskilni pabb- inn; faðir sem syngur óhugnanlega hreinskiln- islegar vögguvísur fyrir son sinn á kvöldin. birta@mbl.is 10.02.2007 2 18 26 29 35 0 4 2 0 4 4 8 1 1 6 8 07.02.2007 1 14 30 35 38 40 215 36 ÞAÐ GENGUR á með verð- launahátíðum í kvikmyndageiranum þessar vikurnar og á sunnudags- kvöldið voru bresku kvikmyndaverð- launin, BAFTA, afhent í London. Það kom trúlega fáum á óvart að þau Forrest Whitaker og Helen Mir- ren voru verðlaunuð fyrir bestan leik í aðalhlutverki fyrir leik sinn í mynd- unum Last King of Scotland og The Queen. Bættu þau þar með BAFTA- styttunni í sístækkandi safn verð- launagripa og eftir góða vertíð þykir ekki ólíklegt að Óskarsverðlaunin verði einnig þeirra í lok mánaðarins. Svo sigurstrangleg var Mirren tal- in fyrir afhendinguna á sunnudag að keppinautar hennar veðjuðu á að verðlaunin yrðu hennar. „Það er enginn möguleiki á því að ég fari heim með verðlaunin í kvöld,“ sagði Dame Judi Dance, sem einnig var tilnefnd sem besta leikkona í að- alhlutverki. „Ég er mikið fyrir veðmál og ég myndi veðja háum upphæðum á Mirren í kvöld.“ Besta myndin var valin The Queen en besta breska myndin þótti The Last King of Scotland. Það vakti hins vegar athygli að myndirnar voru báðar tilnefndar í báðum flokkum. Alan Arkin var valinn besti leikari í aukahlutverki fyrir hlutverk sitt sem afinn í Little Miss Sunshine og Jennifer Hudson var valin besta leik- kona í aukahlutverki fyrir Dreamg- irls. Leikstjórinn Paul Greengrass þótti svo fremstur meðal jafningja í flokknum leikstjóri ársins en verð- launin hlaut hann fyrir mynd sína United 93. Eva Green fékk svo sérstök verð- laun sem veitt eru ár hvert ungum og upprennandi leikara. Green lék með- al annars í nýjustu Bond-myndinni, Casino Royale. Þetta var í 60. sinn sem BAFTA- verðlaunin voru afhent en hátíðinni hefur vaxið fiskur um hrygg und- anfarin ár. Þau hafa verið veitt rétt á undan Óskarsverðlaununum frá árinu 2001. Drottningin og konungurinn héldu uppteknum hætti Helen Mirren og Forrest Whitaker verðlaunuð fyrir leik á BAFTA-hátíðinni Reuters Vinir Leikstjórinn Pedro Almodov- ar og eftirlætis leikkonan hans, Penelope Cruz, mættu saman. Efnileg Eva Green þykir upprenn- andi stjarna og fékk verðlaunagrip. Fengsæll Forrest Whitaker var valinn besti leikari í aðalhlutverki. James Bond Daniel Graig lét sig ekki vanta en mynd hans Casino Royale var tilnefnd til níu verð- launa að þessu sinni. Leikkonan Helen Mirren bregður á leik með BAFTA-grímuna sína. Töff Leikstjórinn Stephen Frears skartaði eldrauðum strigaskóm á rauða dreglinum.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.