Morgunblaðið - 29.03.2007, Síða 6
6 FIMMTUDAGUR 29. MARS 2007 MORGUNBLAÐIÐ
FRÉTTIR
Eftir Andra Karl
andri@mbl.is
EFNT var til fundarins í tilefni af því
að tíu dagar eru liðnir frá því að
Framtíðarlandið lagði fram „Sátt-
mála um framtíð Íslands“ en á þeim
tíma hafa tæplega 8.300 ein-
staklingar skrifað undir sáttmálann.
Þeir fulltrúar sem mættu til að ræða
málin voru Ingibjörg Sólrún Gísla-
dóttir, formaður Samfylkingarinnar,
Illugi Gunnarsson, frambjóðandi
Sjálfstæðisflokks, Kolbrún Halldórs-
dóttir, þingkona VG, Ómar Ragn-
arsson, bráðabirgðaformaður Ís-
landshreyfingarinnar, Guðjón Ólafur
Jónsson, þingmaður Framsókn-
arflokksins, og Kristinn H. Gunn-
arsson, þingmaður Frjálslyndra.
Meðal þess sem kom fram var að
fulltrúar fjögurra stjórnmálaflokka
af sex voru fylgjandi því að staldra
ætti við í stóriðjuframkvæmdum, en
voru þó ekki á eitt sáttir um hversu
lengi skyldi staðnæmast. Guðjón
Ólafur reifaði fyrst kostina við að
staldra við sem hann sagði vera að
væntanlega myndi hægja á þeirri
þenslu sem verið hefði í hagkerfinu,
auk þess sem það myndi að einhverju
leyti koma í veg fyrir umhverf-
isspjöll. Hvað galla varðaði benti
Guðjón m.a. á að uppbygging í sam-
félaginu yrði ekki eins mikil og hefur
verið að undanförnu. „Og ég tel eðli-
legt að sú orkuvinnsla sem hefur ver-
ið leyfð og samþykkt gangi áfram,“
sagði Guðjón og vísaði þar m.a. á
virkjun í neðri hluta Þjórsár.
Illugi Gunnarsson sagði m.a. að
honum þætti eðlilegt að ef Hafnfirð-
ingar tækju þá ákvörðun nk. laug-
ardag að samþykkja nýtt deiliskipu-
lag, sem væri m.a. forsenda þess að
af stækkun álversins í Straumsvík
yrði, þá væri eðlilegt að halda áfram
með þá framkvæmd. „Síðan næstu
árin tel ég bráðnauðsynlegt að menn
ræði vel og vandlega hvaða svæði það
eru sem við viljum ekki virkja á, sem
við viljum vernda. Ég tel að það sé
fyrst og fremst spursmál sem ekki er
pólitískt í eðli sínu, og við eigum að
komast að niðurstöðu sem samfélag.“
Illugi sagði jafnframt að honum
þætti ólíklegt að ef stækkað yrði í
Straumsvík, að einnig yrði af fram-
kvæmdum í Helguvík.
Rannsóknir haldi áfram
„Ég held að einmitt núna þurfum
við að staldra við og fresta þeim
áformum sem eru uppi, þeim stór-
iðjuáformum og virkjanaáformum,“
sagði Ingibjörg Sólrún.
Hún sagði jafnframt að þrátt fyrir
að hún teldi að staldra ætti við í fram-
kvæmdum væri í lagi að halda áfram
rannsóknum á vatnsafli og jarð-
varmavirkjunum á svæðum sem þeg-
ar væri búið að fara inn á. Hún sagð-
ist jafnframt enga trú á því hafa að
stöðnun yrði í efnahagslífinu ef
staldrað yrði við í stóriðju.
Kolbrún Halldórsdóttir sagði að
ekki ætti að staldra við heldur
sveigja af þeirri braut sem stjórnvöld
hefðu beint þjóðinni inn á. Hún sagði
álver bjóða upp á einhæft atvinnulíf
sem kæmi í veg fyrir fjölbreytni og
um leið og hætt yrði við álver myndu
hugmyndir fólksins í landinu fá víta-
mínsprautu. Það væri þá stjórnvalda
að sjá til þess að undirbúa jarðveg
fyrir hugmyndirnar. „Nú kann að
vera að ég hljómi eins og sjálfstæð-
ismaður því framtak einstaklingsins
hefur löngum verið merkt Sjálfstæð-
isflokknum. En við erum róttækur
umhverfisverndarsinnaður vinstri-
flokkur að prédika þetta. Við eigum
að treysta á hugmyndir fólksins í
landinu.“
Kann ekki við hótanir frá Alcan
Kristinn H. sagði það skyldu
stjórnmálamanna að ná tökum á
efnahagslífinu. „Ef ekki verður af
stækkun í Straumsvík hægir á fram-
kvæmdum í að minnsta kosti eitt ár.
En ég óttast að þunginn fari þá á ál-
ver í Helguvík og er ekki viss um að
seinkunin verði nægilega mikil til að
ná tökum á efnahagnum.“
Hann sagðist einnig vilja fá fram
hver arðsemin af orkusölu hefði verið
og vilja m.a. doka við þar sem hann
hefði rökstuddan grun um að orku-
verð ætti eftir að hækka. Einnig
sagðist hann kunna illa við að stjórn-
málamönnum væri stillt upp við
vegg. „Það þarf aðeins að tala við
þessa álfursta með tveimur hrúts-
hornum. Ég kann ekki við hótanir frá
Alcan, sem komu snemma fram í
kosningabaráttunni, um að ef stækk-
un yrði ekki samþykkt þá yrði ál-
verinu lokað fljótlega. Það þarf að
gera þeim það ljóst að jafnvel þó að
menn samþykki álver fyrir tiltekið
fyrirtæki þá geti það ekki stillt
stjórnmálamönnum upp við vegg síð-
ar og hótað að loka og flytja úr landi
fái þeir ekki stækkun.“
Síðastur til að lýsa skoðun sinni
var Ómar Ragnarsson, sem lýsti ferli
undanfarinna ára sem hraðlest. Ál-
fyrirtækin þyrftu sífellt stærri álver,
annars færu þau og nú væri kominn
tími til að segja stopp. Ómar vill setja
fullan þunga í rannsóknir á djúpbor-
un þannig að niðurstöður fáist sem
fyrst. Þá sé hugsanlega hægt að ná
orku með margfalt minni umhverfis-
áhrifum.
Fjórir af sex fulltrúum með
því að staldra við í stóriðju
Í HNOTSKURN
»Á milli þess sem fulltrúarstjórnmálaflokkanna svör-
uðu spurningum voru leikin
atriði úr leikritinu Drauma-
landið sem sýnt er í Hafn-
arfjarðarleikhúsinu.
»Óhætt er að segja að fleirigestir hefðu komist að en
mættu á fundinn og var skýr-
ingin m.a. sú að Ungir jafn-
aðarmenn í Hafnarfirði voru
einmitt með fund um fyrirhug-
aðar kosningar í Flensborg á
sama tíma.
Framtíðarlandið hélt
opinn umræðufund í
Hafnarfjarðarleikhús-
inu í gærkvöldi. Þar
voru mættir fulltrúar
stjórnmálaflokka og
þeir m.a. spurðir út í
hvort staldra ætti við.
Morgunblaðið/ÞÖK
Sáttmálinn lesinn? Kristinn H. Gunnarsson, Ómar Ragnarsson og Ingibjörg Sólrún Gísladóttir mættu sem
fulltrúar sinna flokka á fundinn í gær. Þau skemmtu sér vel yfir skemmtiatriðum á milli spurninga.
FLEST bendir til þess að fugla-
flensa dreifist ekki með villtum fugl-
um, að sögn Yanns Kolbeinssonar,
líffræðings hjá Náttúrustofu Suður-
lands.
Því óttast menn síður nú en áður
að þessi sjúkdómur berist með far-
fuglum hingað til lands.
„Flest tilfelli fuglaflensu má rekja
beint eða óbeint til alifugla sem þýðir
að hún dreifist milli landa aðallega af
mannavöldum,“ sagði Yann Kol-
beinsson.
Geta hugsanlega borið
veikina skemmri leið
Hann sagði að vissulega gætu
villtir fuglar smitast af veikinni og
borið hana skemmri leið. Margt
benti þó til þess að þeir væru ekki
aðalsmitberar fuglaflensu á milli
landa.
Þá benti Yann á að veikir fuglar
ættu væntanlega erfitt með að kom-
ast yfir hafið til Íslands. Því væri
landið á vissan hátt í sóttkví.
Í fyrravor var fylgst vel með far-
fuglunum þegar þeir komu til lands-
ins.
Ólíklegt að
villtir fugl-
ar beri smit
Blönduós | Grá-
gæs bættist í
hóp farfugla í
hádeginu í gær
en gæsin sú kom
ekki loftleiðis
heldur tók hún
sér far með
áætlunarbifreið
sem fer milli
Reykjavíkur og
Akureyrar. Gæs þessi hafði verið
send frá Hvammstanga á Blönduós
til sumardvalar hjá Jónasi Skafta-
syni en Vestur-Húnvetningar höfðu
heyrt af lagni Jónasar við uppeldi
þessa fugls. Jónas kom gæsinni fyrir
í gerði utan við hús sitt og ræddi við
hana örlitla stund og eftir þær sam-
ræður tók gæsin flugið út á Blöndu.
Reyndar er þessi gæs ættuð úr Mið-
firðinum en hafði strokið til
Hvammstanga og verið þar heldur
til leiðinda og þá helst gagnvart
börnum. Vestur-Húnvetningar hafa
talið það heillaráð að láta Jónas
Skaftason í Blöndubóli sjá um frek-
ara uppeldi sem tókst svo vel að
gæsin er farin frá Jónasi eftir stutta
dvöl og bíður nú eftir hinum gæs-
unum.
Tók sér far
með rútunni
SAMKOMULAGI milli Landsnets
og Alcan felur í sér að raflínur við
Vallarhverfið í Hafnarfirði verða
fjarlægðar ásamt stórum hluta
spennustöðvarinnar við Hamranes.
Aðrar loftlínur sem nú standa ofan
við byggðina verða settar í jörð við
Kaldárselsveg að spennustöðinni
en stöðin mun að loknum breyt-
ingum eingöngu þjónusta íbúðar-
byggð á svæðinu.
Sú lausn sem valin var er 800
milljónum krónum dýrari en ódýr-
asta lausnin sem hægt hefði verið
að fara. Kostnaðurinn liggur í jarð-
strengum, tengivirki og fleiru.
Ekki fengust upplýsingar frá
Landsneti um heildarkostnað við
framkvæmdirnar allar. Heildar-
lengd nýrra háspennuloftlína, sem
byggðar verða í lögsögu Hafnar-
fjarðar, er samtals tæplega 21 km.
Samtals verða lagðir um 9,3 km af
nýjum jarðstrengjum. Aflagðir
verða samtals rúmir 17 km í loft-
línum.
Tvær 245 kV loftlínur og ein 145
kV lína liggja í dag sunnan við
Vallahverfi. Þessar línur verða
teknar niður við Kaldárselsveg og
settar í jörðu. Lína sem liggur á
Suðurnes kemur aftur upp úr jörð-
inni sunnan við álverið. Lagningu
Búrfellslínu verður breytt þar sem
hún tengist álverinu. Hún mun
liggja í nýtt tengivirki við Hraun-
tungur og þaðan í álverið. Þessi
lína verður áfram loftlína.
Hafnarfjarðarbær mun ekki
bera kostnaðinn af breytingunum
en þær eru háðar því að stækkun
álversins verði að veruleika, enda
eru aukin raforkukaup álversins
forsenda þess að breytingin verði.
Með samkomulaginu er komið
mjög til móts við óskir bæjaryf-
irvalda og íbúa á svæðinu um að
lagðar verði raflínu í jörðu.
Þær raflínur sem liggja munu að
álverinu eftir breytingu verða mun
fjær byggðinni en nú er. Byggð
verður ný spennistöð við Hraun-
tungur, á landsvæði sem ráðgert
er að verði framtíðariðnaðarhverfi
Hafnarfjarðar, en að hinni nýju
spennustöð verður ein loftlína frá
Hamranesi. Vegna aukinna raf-
orkuflutninga til álversins þarf að
bæta við einni raflínu í flutnings-
kerfi Landsnets (Kolviðarhólslínu
2) sem liggja mun ofan af Hellis-
heiði samhliða Búrfellslínu 3 að
nýrri spennistöð við Hrauntungur.
Flutningsgeta Búrfellslínu 3 verð-
ur einnig aukin og umhverfisrask
þannig lágmarkað.
Kostnaður nemur 800 milljónum
Samkomulag Alcan og Landsnets um raforkuflutning til álversins í Straumsvík felur í sér að
kostnaður við framkvæmdir verður 800 milljónum meiri en ef ódýrasta lausnin hefði verið valin
!
"#
$$%$
&!
!
'
'
()'
*!+ "#
$$%$%
,
!! "#
$$%$-
'
*!
"#
$$%$
*!
"#
$$%$
♦♦♦