Morgunblaðið - 29.03.2007, Síða 25

Morgunblaðið - 29.03.2007, Síða 25
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 29. MARS 2007 25 Við lestur grein-arinnar „Leik-skólar og loft-gæði“ sem birtist í Morgunblaðinu laugardaginn 17. febrúar sl. kemur fram misræmi miðað við samtal sem blaðamaður Morgunblaðs- ins hafði við undirritaðan og birtist í Morgunblaðinu 14. febrúar sl. Eftirfarandi skrifum er ætlað að skýra frekar hvað bjó að baki orðum undirritaðs við blaðamann Morgunblaðs- ins. Mæliaðferð Árið 1997 rak Heilbrigð- iseftirlit Reykjavíkur eina loftmengunarmælistöð og var hún mest- an hluta ársins höfð við Grensásveg, en þó færð á aðra staði tvisvar til þrisvar á ári, í mislangan tíma eftir at- vikum. Í stöð- inni voru mælitæki sem uppfylltu kröf- ur ESB um skilyrði til við- miðunar við heilsuvernd- armörk og gefa út viðvaranir. Ljóst var orðið á þessum árum að loftmengun gat við viss veðurskilyrði orðið nokkuð mikil í Reykjavík og þar eð börn eru sérstaklega við- kvæm fyrir loftmengun var ákveðið að mæla loftmeng- andi efni á sem flestum leikskólalóðum í Reykjavík. Mæliaðferðin sem varð fyr- ir valinu, svonefnd „passive sampling“, er talin gefa góðar vísbendingar um styrk viðkomandi meng- unarefnis auk þess sem niðurstöður eru sam- anburðarhæfar í tíma og rúmi. Aðferðin er notuð vítt og breitt um heiminn ekki síst fyrir það hve hún er auðveld í framkvæmd, þarfnast ekki rafmagns og er ódýr. Mæliaðferðin „passive sampling“ var t.d. viðhöfð í rannsóknum Þór- arins Gíslasonar o.fl. sem getið var í Morgunblaðinu 30. janúar síðastliðinn. Í nefndri grein „Leik- skólar og loftgæði“ er sagt að árið 1997 hafi mælingar verið gerðar með tækni sem leyfði ekki samanburð við heilsuverndarmörk. Um mælingar af þessu tagi er getið í reglugerð nr. 251/2002 með breytingum í reglugerð nr. 288/2002, 7.3 gr.: „Til viðbótar mæl- ingum í föstum mælistöðv- um má nota aðrar aðferðir við mat á loftgæðum, s.s. líkanagerð, leiðbeinandi mælingar, og hlutlægar matsaðferðir. Á svæðum þar sem ekki er krafist fastra mælistöðva má nota slíkar aðferðir eingöngu.“ Og í Viðauka X með reglu- gerðinni er notað orðið vís- bendingarmælingar og ljóst að „passive sam- pling“-aðferðin er leyfileg við mat á loftgæðum, með meira fráviki þó en ná- kvæmari aðferðir. Auk mælinga á leikskólalóðum var „passive sampling“ notuð við að kanna dreif- ingu loftmengunar (NO2 og SO2) í íbúðahverfum í Reykjavík haustið 1998 og á Kjalarnesi (SO2) haustin 2000 og 2001 og ennfremur við Sundahöfn og nágrenni 2001. BTX-efnin (bensen- toluen-xylen) voru mæld með „passive sampling“ 1996 og 1997 og aftur 2000 og 2001. Bakgrunnsstyrkur ósons var jafnframt athug- aður með „passive sam- pling“ og var jafnan litið svo á að aðferðin skilaði til- ætluðum árangri. Svifryk á leikskóla- lóðum 1998–99 Í nefndri grein segir að svifryk hafi ekki verið mælt á leikskólalóð árin 1997–99. Það er misminni hjá sviðsstýru Umhverf- issviðs Reykjavíkurborgar því mælistöð Heilbrigð- iseftirlitsins var um tíma á einni leik- skólalóð árið 1998 og tveimur árið 1999 og var svifryk (PM10) mælt í öll skiptin. Árið 1998 var mælistöðin á lóð Hraun- borgar í Hraunbergi 12 og árið 1999 á lóðum Bar- ónsborgar á Njálsgötu 70 og Tjarn- arborgar á Tjarnargötu 33. Á þessum tíma voru við- miðunarmörk fyrir svifryk (PM10) 130 µg/ m3 en kom- andi lækkun var í um- ræðunni og ný heilsu- verndarmörk fyrir svifryk (PM10) 50 µg/ m3 tóku gildi 1. janúar 2002. Umræddar mælingar 1998 og 1999 sýndu að svifryk (PM10) var einu sinni yfir þágild- andi mörkum en væri mið- að við núgildandi mörk kemur í ljós að styrkur var einn eða fleiri sólarhringa yfir heilsuverndarmörkum á öllum þremur leik- skólalóðunum. Við Hraun- borg gerðist það einu sinni og meðalsólarhringsgildi á mælitímanum var 21,4 µg/ m3, við Tjarnarborg fimm sinnum og meðalsól- arhringsgildi 32,9 µg/ m3. Á lóð Barónsborgar fimm sinnum en þar reyndist meðalsólarhringsgildið vera 57,8 µg/ m3 eða svipað og samanlagt við Tjarn- arborg og Hraunborg. Þess ber að geta að mæl- ingarnar fóru fram á mis- munandi árstímum við mis- munandi veðuraðstæður sem ásamt fleiri þáttum gerir að verkum að nið- urstöður eru ekki að öllu leyti samanburðarhæfar milli leikskólanna. Í töflu 1 eru sýnd hæstu gildi þriggja mengunarefna köfnunarefnisdíoxíðs (NO2), svifryks (PM10) og kolmónoxíðs (CO) úr þess- um mælingum ásamt með- algildum efnanna og til samanburðar eru nið- urstöður úr „passive sam- pling“. Feitletrun táknar að viðkomandi gildi sé yfir núverandi heilsuvernd- armörkum. Börn dvelja einungis yfir daginn á leikskóla og eru að auki ekki í skólanum um helgar eða á tyllidögum þannig að ekki er hægt að horfa beint á mælt sólar- hringsgildi sem mengunar- álag er börn verða fyrir á leikskólum. Til frekari nálgunar voru á sínum tíma reiknuð gildi fyrir virka daga á milli klukkan 8 um morguninn til klukk- an 5 í eftirmiðdaginn. Reiknuð meðalgildi á þann hátt fyrir svifryk (PM10) eru birt í töflu 2, enn- fremur er sýnt hve oft þau voru yfir þáverandi og nú- verandi mörkum. Til að forðast misskilning skal tekið fram að útreiknuð gildi fyrir virka daga klukkan 8–17 hafa ekki stoð í lögum eða reglugerð- um til að bera saman við heilsuverndarmörkin sem eru fyrir sólarhringsgildi og jafnframt minnt á að með minni umferð á kvöld- in og um nætur dregur mjög úr loftmenguninni. Athugað var hvenær á skólatímanum mengunar- álagið væri mest og eru niðurstöður meðaltals- reikninga fyrir virka daga klukkan 8–17 sýndar á mynd 1. Á línuritinu sker Hraunborg sig úr í því að svifryksmengun fer hægar af stað um morguninn og er fremur svipuð yfir dag- inn. Aftur á móti mælist mikið svifryk strax um morguninn klukkan 8–9 við báða hina skólana en er minnkandi þar til líður undir hádegi að það fer að aukast á ný. Eftirtekt- arverður er mikill svif- ryksstyrkur frá þessum tíma við Barónsstíg klukk- an 13–14 en þar er um að ræða meðaltal 7 virkra daga. Ítrekað skal að mæl- ingarnar við leikskólana fóru fram á mismunandi árstímum við mismunandi veðuraðstæður og ber að skoðast í því ljósi. Frá því þær voru gerðar eru liðin 8–9 ár og þótt meng- unarmynstrið sé ef til vill ekki það sama núna og þegar mælingarnar voru gerðar þá hafa ytri að- stæður við umrædda leik- skóla lítið breyst. Í áðurnefndri grein sviðsstýrunnar er sagt að borgaryfirvöld hafi árið 2000 ákveðið að auka mæl- ingar og setja upp tölvu- búnað til að fylgjast með loftgæðum í rauntíma svo hægt væri að gefa út við- varanir. Vert er að árétta að allar götur frá því fyrsta mælistöðin var sett upp sumarið 1990 var í henni búnaður til að fylgjast með mælingum í rauntíma og gefa út viðvörun ef þurfa þótti og frá sama tíma hafa límmiðar og veggspjöld verið í boði. Hitt er rétt að haustið 2002 fjölgaði mæli- stöðvum úr einni í þrjár. Vonandi veitir þessi grein nokkra innsýn í nið- urstöður mælinga sem gerðar voru á leik- skólalóðum 1997 til 1999, loftmengun er nefnilega of alvarlegt málefni til að fara í feluleik með. Ánægjulegt er að fylgjast með hve vel hefur tekist að hemja svif- ryk með því að úða magn- esíumsaltlausn á götur og það er vel að mælingar séu framundan á kolmónoxíði (CO) við leikskóla í borg- inni, en það stakk mig þeg- ar hvatt var til göngu og hjólreiða á meðan svif- ryksmengunin var sem mest á nýliðnum dögum. Að endingu óska ég sviðs- stýru Umhverfissviðs Reykjavíkurborgar vel- farnaðar í starfi sem kom- andi forstjóri Umhverf- isstofnunar. Mælingar á hreinleika andrúms- lofts við leikskóla árin 1997–99 Eftir Jón Benjamínsson » Vonandi veitir þessi grein nokkrainnsýn í niðurstöður mælinga sem gerðar voru á leikskólalóðum 1997 til 1999, loftmengun er nefnilega of alvar- legt málefni til að fara í feluleik með. Höfundur er umhverfisfræðingur. TAFLA 1. Mæliniðurstöður við Hraunborg, Barónsborg og Tjarnarborg árin 1997-99. P.S. stendur fyrir “passive sampling” og M.S. fyrir mælistöð. Núverandi heilsuverndarmörk fyrir sólarhring eru 75 µg/ m3 fyrir NO2 og 50 µg/ m3 fyrir svifryk(PM10). Klukkustundarmörk fyrir CO eru 20 mg/m3 og 6 mg/m3 fyrir 8 klst. Köfnunar- efnisdíoxíð (NO2) Svifryk (PM10) Kolmónoxíð (CO) Sólarhrings- gildi Sólarhrings- gildi Klukku- stundargildi 8 klukku- stundagildi Meðal- gildi µg/ m3 Hæsta- gildi µg/ m3 Meðal- gildi µg/ m3 Hæsta- gildi µg/ m3 Meðal- gildi mg/m3 Hæsta- gildi mg/m3 Meðal- gildi mg/m3 Hæsta- gildi mg/m3 P.S. 10-14/11 ´97 15,0 P.S. 9-22/12 ´98 5,5 H R A U N - B O R G M.S. 15/6-10/7 ´98 21,5 27,0 21,4 50,1 0,2 0,4 0,1 0,2 P.S. 1-5/12 ´97 51,9 B A R Ó N S - B O R G M.S. 3/2-15/2 ´99 40,4 69,7 57,8 191,7 0,9 8,2 0,9 3,8 P.S. 1-5/12 ´97 57,2 P.S. 9-23/12 ´98 24,0 T JA R N A R B O R G M.S. 6/5-28/5 ´99 13,4 23,2 32,9 67,5 0,2 0,6 0,2 0,4 TAFLA 2. Niðurstöður svifryksmælinga á virkum dögum milli klukkan 08 og 17 við leikskólana Hraunborg Barónsborg og Tjarnarborg árin 1998 og 1999. Virkir dagar milli klukkan 08 og 17 Fjöldi virkra mælidaga Hve oft yfir 50 µg/ m3 Hve oft yfir 130 µg/ m3 Meðalgildi µg/ m3 Hraunborg 17 1 0 22,1 Barónsborg 7 3 2 80,0 Tjarnarborg 12 5 0 42,9 0 50 100 150 200 250 300 6 8 10 12 14 16 Klukkan u g /m 3 Barónsborg Tjarnarborg Hraunborg MYND 1. Meðaltalsniðurstöður svifryksmælinga (PM10) í µg/ m3 á milli klukkan 08 og 17 virka daga við Barónsborg (3. febrúar – 15. febrúar 1999), Tjarnarborg (6. maí – 28. maí 1999) og Hraunborg (15. júní - 10. júlí 1998). Jón Benjamínsson um hætti rlaugsson mafíósa- n og legg- séu heið- ki spilling uður-Afr- ð stöðva ki eigi að st sér og hvað sem gir hann. fjármála- jórinn í pp á aft- ðið: Svona ar nið sé ekki tboðs því við hönn- a við verk- ðaráætlun urinn hafi verkefnið a og finna l að gera og hag- kvæma í samstarfi við hönnuðina. Fasteign muni síðan í samráði við HR sjá um útboð eða samninga við verktaka. „Fyrir okkur var það ekki skynsamlegur valkostur að bjóða þetta út,“ segir hann. „Það er mjög ómaklegt og mjög gróft að ásaka Bjarna Ármannsson í þessu efni,“ segir Þorkell. „Hann hefur á engan hátt komið nálægt þessu verkefni,“ bætir hann við og vísar þessum og öðrum ummælum Stefáns Þórarinssonar í málinu á bug. „Yfirlýsingar hans eru alveg makalausar,“ segir Þorkell og bend- ir á að HR leigi byggingarnar með kauprétti sem sé virkur á fimm ára fresti. Auk þess njóti HR hag- stæðra leigukjara, Fasteign taki á sig hluta af áhættu vegna bygging- arkostnaðar og HR verði auk þess eignaraðili að félaginu með um þriðjungs eignarhlut. „Það skapar bæði arðsemismöguleika fyrir há- skólann og áhrif sem er mjög mik- ilvægt til framtíðar. Í þessu verk- efni kom ekkert annað til greina en að tryggja hagsmuni háskólans sem best.“ Teikning/Henning Larsen og Arkís ngja deildirnar. gu og nga HR Teikning/Henning Larsen og Arkís ksala, mötuneyti og opið þjónusturými.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.