Morgunblaðið - 29.03.2007, Side 35
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 29. MARS 2007 35
Félagsstarf
Aflagrandi 40 | Vinnustofan opnuð kl. 9. Jóga kl. 9.
Boccia kl. 10. Útskurður kl. 13. Myndlist kl. 13. Vídeó-
stund kl. 13.30.
Árskógar 4 | Kl. 9.30 bað. Kl. 8–16.30 handav. kl. 9–
16.30 smíði/útskurður. Kl. 9.30 Boccia. Kl. 10.30
helgistund. Kl. 11 leikfimi. Kl. 13.30 myndlist.
Bólstaðarhlíð 43 | Fræðsluerindi hjúkrunarfræði-
nema kl. 14–14.30 um byltur og byltuvarnir, svefn og
svefnvandamál, þvagleka og meðferðarúrræði. Allir
velkomnir. Félagsvist á morgun kl. 13.30. Hár-
greiðsla, böðun, leikfimi, myndlist, handavinna, dag-
blöð, fótaaðgerð, hádegisverður, bókband, kaffi.
Uppl. s. 535-2760.
Bústaðakirkja | Foreldramorgunn kl. 10. Boðið upp á
hressingu á mjög vægu verði í vinalegu og eflandi
umhverfi kirkjunnar.
Dalbraut 18–20 | Fjölbreytt félagsstarf alla daga.
Fimmtudaga söngur með harmonikkuundirleik. Heitt
á könnunni og meðlæti.
Félag eldri borgara, Reykjavík | Brids í dag kl. 13.
Félag kennara á eftirlaunum | Bókmenntaklúbbur í
KÍ-húsi kl. 14–16. EKKÓ-kórinn æfir í KHÍ kl. 17–19.
Félagsheimilið Gjábakki | Leikfimi kl. 9.05 og kl.
9.55. Rammavefnaður kl. 9.15. Málm- og silfursmíði
kl. 9.30. Bókband kl. 13. Myndlistarhópur kl. 16.30.
Stólajóga kl. 17.15. Stólajóga kl. 18.
Félagsmiðstöðin, Gullsmára 13 | Kl. 9 handavinna,
kl. 10 ganga, kl. 11.40 hádegisverður, kl. 13 handa-
vinna og brids, kl. 18.15 jóga.
Félagsstarf aldraðra, Garðabæ | Gler- og leirsmiðja
kl. 13 í Kirkjuhvoli. Karlaleikfimi kl. 13 og boccia kl. 14 í
Ásgarði. Vatnsleikfimi kl. 13 í Mýri. Handavinnuhorn
eftir hádegi í Garðabergi. Tölvur kl. 17 í Garðaskóla.
Vorfagnaður Oddfellow og FAG kl. 19.30 í Kirkjuhvoli.
Félagsstarf eldri borgara í Mosfellsbæ | Handa-
vinnustofan í Hlaðhömrum er opin alla virka daga
eftir hádegi. Fjölbreytt föndur.
Félagsstarf Gerðubergs | Helgistund fellur niður,
guðsþjónusta í Fella- og Hólakirkju kl. 14 á vegum
Ellimálaráðs Reykjavíkurprófastdæma, m.a. syngur
Gerðubergskórinn. Frá hádegi vinnustofur opnar,
leiðsögn í myndlist fellur niður vegna veikinda. Uppl.
á staðnum og s. 575-7720.
Hraunbær 105 | Kl. 9–12.30 postulín III. Kl. 10–11
boccia. Kl. 11–12 leikfimi, (frítt). Kl. 12–13 hádeg-
ismatur. Kl. 14–16 félagsvist. Kl. 15 kaffi.
Hraunsel | Moggi, rabb og kaffi kl. 9. Leikfimi kl.
11.20. Glerbræðsla kl. 13. Bingó kl. 13.30.
Hvassaleiti 56–58 | Hannyrðir hjá Þorbjörgu kl. 9–
16. Boccia kl. 10–11. Félagsvist kl. 13.30, páskaegg í
vinning, allir velkomnir. Böðun fyrir hádegi. Fótaað-
gerðir s. 588-2320. Hársnyrting s. 517-3005.
Hæðargarður 31 | Hefurðu heyrt um leikfimina,
ferðina að Hala, skapandi skrif, myndlistina, fram-
sögnina, tölvufræðsluna, bútasauminn og Dísirnar
og Draumaprinsana sem ætla að hittast í dag kl.
13.30? Páll Bergþórsson kemur í Sparikaffi kl. 14 á
föstudag og ræðir um hafísinn o.fl. S. 568-3132.
Korpúlfar, Grafarvogi | Á morgun föstudag er sund-
leikfimi í Grafarvogssundlaug kl. 9.30 og listasmiðja
á Korpúlfsstöðum kl. 13.
Langahlíð 3, félagsmiðstöð | Sögustund kl. 10.30.
Boccia kl. 10.30. Handavinnustofur kl. 13. Boccia kl.
13.30. Kaffiveitingar kl. 14.30. Uppl. í s. 552–4161.
Norðurbrún 1 | Kl. 9 smíði, kl. 9–12 leirnámskeið, kl.
10 boccia, kl. 9–16.30 opin vinnustofa, kl. 13 upp-
lestur, kl. 13–16 leirnámskeið.
Vesturgata 7 | Kl. 9–16 hárgreiðsla og fótaaðgerðir.
Kl. 9–10 boccia. Kl. 9.15–14 aðstoð v/böðun. Kl. 9.15–
15.30 handavinna. Kl. 10.15–11.45 spænska. Kl. 11.45–
12.45 hádegisverður. Kl. 13–14 leikfimi. Kl. 12.30–
14.30 kóræfing. Kl. 13–16 glerbræðsla. Kl. 14.30–
15.45 kaffiveitingar.
Vitatorg, félagsmiðstöð | Smiðja kl. 8.30–12, bók-
band kl. 9–13, hárgreiðslu- og fótaaðgerðarstofur
opnar frá kl. 9, morgunstund kl. 9.30, boccia kl. 10–11,
handavinnustofan opin allan daginn og allir velkomn-
ir, glerskurður kl. 13–17, frjáls spilamennska.
Þórðarsveigur 3 | Kl. 10 bænastund og samvera. Kl.
13 opinn salurinn. Kl. 13.15–14 leikfimi, (frítt). Kl. 14.30
bingó/félagsvist.
Kirkjustarf
Akureyrarkirkja | Kyrrðar- og fyrirbænastund kl. 12.
Léttur hádegisverður á eftir. Emmaus-námskeið kl.
20. Krossinn sem sigurtákn yfir illsku í mannlegu
samfélagi.
Áskirkja | Kl. 10–12 foreldramorgunn. Tónlistar-
kennsla með Suzuki-aðferð. Gyða og Berglind tón-
listarkennarar. Kl. 14 Kári Þormar organisti með
samsöng. Kaffi á eftir. Kl. 17 8–9 ára klúbbur, kl. 18
TTT-starf: páskaeggjaleit.
Breiðholtskirkja | Biblíulestur kl. 20. Biblían, stjórn-
mál og staðleysur. Kennari: Dr. Sigurjón Árni Eyjólfs-
son. Textar sem fjalla um hugmyndir um samskipti
trúar og stjórnmála, veraldlegs og andlegs valds
teknir fyrir. Sérstaklega fjallað um útópíur eða stað-
leysur í tengslum við trú og stjórnmál.
Digraneskirkja | Leikfimi ÍAK kl. 11.15. Foreldra-
morgnar kl. 10 í fræðslusal. Bænastund kl. 12. Barna-
starf 6–9 ára kl. 17.15. Unglingastarf fyrir 13 ára kl.
19.30–21.30. www.digraneskirkja.is
Dómkirkjan | Kvöldkirkjan opin kl. 20–22. Bæna-
stundir kl. 21 og 22. Komið í kyrrðina og takið þátt í
bænastund eða kveikið á bænakerti. Allir velkomnir.
Grafarvogskirkja | Foreldramorgunn kl. 10–12. Ýmiss
konar fyrirlestrar. Heitt á könnunni, djús og brauð
fyrir börnin. TTT fyrir 10–12 ára í Víkurskóla kl. 17–18.
Lesið úr Passíusálmum séra Hallgríms Péturssonar. Í
dag kl. 18 les Dagný Jónsdóttir.
Hjallakirkja | Opið hús fyrir eldri borgara í dag kl. 12–
14. Farið verður í heimsókn í kirkju á höfuðborg-
arsvæðinu. Lagt af stað með rútu frá Hjallakirkju kl.
12. Allir velkomnir. Kirkjuprakkarar, 6–9 ára starf, kl.
16.30–17.30.
KFUM og KFUK | Holtavegi 28. Fundur í AD KFUM í
kvöld kl. 20. Fallnir stofnar – Magnús Runólfsson.
Þorgeir Arason sér um fundarefnið. Kaffi eftir fund-
inn. Allir karlmenn eru velkomnir.
Laugarneskirkja | Engin samvera eldri borgara í
Laugarneskirkju í dag, en minnt er á sameiginlega
guðsþjónustu eldri borgara í Fella- og Hólakirkju kl.
14 í dag. Minnum einnig á ferð okkar að Gljúfrasteini
– húsi skáldsins hinn 12. apríl kl. 14. Skráning hjá
kirkjuverði eða framkvæmdastjóra. Kyrrðarstund kl.
12. Gunnar Gunnarsson leikur ljúfa tóna á orgelið og
Sigurbjörn Þorkelsson les upp úr Biblíunni, hugleiðir
textann og leiðir bænir. Að stundinni lokinni er hægt
að fá máltíð á 500 kr. Allir velkomnir. Kl. 17 Adrenalín
gegn rasisma, unglingastarf. Umsjón: Sr. Hildur Eir
Bolladóttir. Gospelskvöld í Hátúni 10 kl. 20.30. Fram
koma Þorvaldur Halldórsson, Guðrún K. Þórsdóttir
djákni o.fl. AA-fundur í safnaðarheimilinu kl. 21.
Vídalínskirkja, Garðasókn | Kyrrðar- og fyrirbæna-
stund í kvöld kl. 21. Tekið við bænarefnum af prest-
um og djákna. Boðið upp á kaffi í lok stundarinnar.
80ára afmæli. Í dag, 29.mars, verður áttræður
Jón Hnefill Aðalsteinsson,
próf. emeritus, Einarsnesi 32.
Af því tilefni tekur hann á
móti gestum í Norræna hús-
inu í Reykjavík, laugardaginn
31. mars, milli kl. 14 og 17.
70og 75 ára afmæli. Syst-urnar Helga Sigríður
og Ása Árnadætur verða sjö-
tíu ára og sjötíu og fimm ára
31. mars. Í tilefni tímamót-
anna bjóða þær ættingjum og
vinum í miðdagskaffi sunnu-
daginn 1. apríl kl. 15 til 18 í
Tjarnarsal Stóru-Vogaskóla.
Orð dagsins: Vaknið því, þér vitið eigi, hvaða dag Drottinn yðar kemur. (Matth. 24, 42.)
Tónlist
DOMO Bar | Ómar Guðjóns-tríó í
kvöld kl. 21. Tríóið skipa þeir Ómar
Guðjónsson á gítar, Valdimar Kol-
beinn Sigurjónsson á rafbassa og
Snorri Páll Jónsson á trommur.
Leikið verður nýtt efni gítarleik-
arans.
Salurinn, Kópavogi | Sjaldheyrð-
ar ljóðaperlur: Jónas Guðmunds-
son tenórsöngvari og Anna
Guðný píanóleikari kl. 20. Á efnis-
skrá eru verk eftir Beethoven,
Liszt, Respighi og Rachmaninoff.
Miðaverð: 2.000/1.600 kr. á sal-
urinn.is og í s. 570-0400 Nánar á
www.salurinn.is
Söfn
Landsbókasafn Íslands, Há-
skólabókasafn | Garðurinn – Jar-
din er bóklistaverk með listaverk-
um eftir franska
myndlistarmanninn Bernard Allig-
and og ljóðum eftir Sigurð Páls-
son. Aðeins voru prentuð sjötíu
eintök og engin tvö eins. Sam-
kvæmt hefð árita skáldið og
myndlistarmaðurinn öll verkin.
Einnig sýnir Bernard Alligand 43
málverk. Sölusýning.
Uppákomur
Bókasafn Kópavogs | Í dag kl.
17.15 verður síðasta erindið um
Furður. Þá talar Hermundur Rós-
inkrans um talnaspeki og spá-
dóma tengda henni. Missið ekki af
þessum fróðleik. Allir velkomnir,
enginn aðgangseyrir, heitt á könn-
unni.
Fyrirlestrar og fundir
Bústaðakirkja | Fyrirlestur um
unglingamenningu í kvöld kl. 20.
Kjartan Þór Ragnarsson mennta-
skólakennari og Ólafur Jóhann
Borgþórsson prestur og æsku-
lýðsfulltrúi flytja fyrirlestur og
innlegg. Allir velkomnir.
Háskóli Íslands, VRII, Hjarð-
arhaga 2–6, stofa 157 | Málstofa
á vegum verkfræðideildar HÍ kl.
16.45. Fjallað um forðafræði há-
hitasvæða, innri gerð há-
hitasvæða og hvernig rannsóknir
á yfirborði og með borunum leiða
í ljós sérkenni og nýtingarmögu-
leika. Sérstaklega fjallað um rann-
sóknir í megineldstöð Hengils,
virkjanirnar á Nesjavöllum og
Hellisheiði.
Sögufélag, Fischersundi 3 | Á
rannsóknarkvöldi Félags íslenskra
fræða í kvöld kl. 20, flytur Mar-
teinn H. Sigurðsson erindið: Ein-
hendr áss: Um goðið Tý og sam-
nefnda rún. Þar verður fjallað um
guðinn Tý og helstu heimildir um
hann. Reynt verður að varpa ljósi
á söguna um handarmissi Týs í
tengslum við samnefnda rún.
Fréttir og tilkynningar
Ættfræðifélagið | Fundur í kvöld
kl. 20.30 í sal Þjóðskjalasafnsins,
Laugavegi 162. Fyrirlesari er Árni
Indriðason sagnfræðingur og
menntaskólakennari, fyrirlest-
urinn er um Reynistaðarbræður –
Hjátrú sem tengist fólki af Reyni-
staðarætt og tengsl við örlög
bræðranna.
Auglýstu
atburði
á þínum
vegum
hjá okkur
Hafðu samband við
auglýsingadeild
Morgunblaðsins
í síma 569 1100
• Tónleika
• Myndlistar-
sýningar
• Leiksýningar
• Fundi
• Námskeið
• Fyrirlestra
• Félagsstarf
• Aðra mann-
fagnaði
árnað heilla
ritstjorn@mbl.isdagbók
Í dag er fimmtudagur 29. mars, 88. dagur ársins 2007
Rannsóknastofa í kvenna- ogkynjafræðum við Háskóla Ís-lands hefur staðið fyrir fyr-irlestraröð í vetur. Í dag,
fimmtudag, kl. 12:15 í stofu 132 í Öskju,
munu Andrea Ólafsdóttir nemi í uppeld-
isfræði og Hjálmar Sigmarsson mann-
fræðingur flytja fyrirlesturinn Þetta er
út um allt. Upplifun og viðhorf unglinga
til kláms.
„Við munum kynna rannsóknarverk-
efni sem unnið var í fyrrasumar, og
hlaut styrk úr Nýsköpunarsjóði, þar
sem skoðað var viðhorf unglinga til
kláms, hvernig þeir upplifa og túlka
klám í umhverfi sínu,“ segir Andrea en
rætt var við kynjaskipta hópa 14 og 16
ára unglinga og blandaðan hóp 17–18
ára ungmenna.
„Samræðurnar voru opnar og fengu
unglingarnir að tjá skoðanir sínar ótrufl-
að og skilgreina klám á eigin forsendum,
en ýmislegt áhugavert kom í ljós,“ segir
Andrea. „Áberandi var að þeim fannst
klám birtast mjög víða, bæði í fjöl-
miðlum, auglýsingum, tónlistar-
myndböndum og kvikmyndum. Netið
var sérstaklega nefnt sem miðill þar
sem ekki var hægt að komast hjá því að
sjá klám, og því beinlínis þröngvað upp á
þau, því allskyns sakleysislegir tenglar
og „popp-upp“-gluggar vísa á klámefni.
Auk þess nefndu þau strippstaði í al-
menningsrýminu sem þeim fannst
óþægilega nálægt þeim.“ Andrea segir
ungmennin almennt hafa litið á klám
sem óraunverulegt: „Unglingunum þótti
flestum klám vera niðurlægjandi, þá
sérstaklega fyrir konur, og mörgum
þeirra fannst klám jafnvel ógeðslegt.
Viðhorf stelpnanna var meira afgerandi,
en strákarnir voru þó vel meðvitaðir um
valdamismuninn milli kynjanna sem
birtist í klámi, þar sem konan er iðulega
sýnd í þjónustu- eða þrælshlutverki við
karlinn,“ segir Andrea. „Mátti greina
áhyggjur af því að þetta fordæmi smit-
aðist út í samfélagið, hefði áhrif á sjálfs-
mynd unglinga, samskipti kynjanna og
jafnréttismál.“
Áberandi var sú skoðun ungmenn-
anna að þörf væri á aukinni fræðslu: „Þá
ekki með þeim hætti sem nú er í skólum,
þar sem aðaláherslan er á líffræði kyn-
færanna og getnaðarvarnir, heldur
fræðslu um kynlíf og samskipti
kynjanna, þar sem nemendur fá að tjá
upplifanir sínar og viðhorf og eiga al-
vöru samræður um kynlíf.“
Samfélag| Fyrirlestur um upplifun og viðhorf unglinga til kláms í dag
Vilja alvöru samræður
Andrea Ólafs-
dóttir fæddist á
Húsavík 1972. Hún
lauk stúdentsprófi
frá Framhalds-
skólanum í Húsa-
vík 1993 og leggur
nú stund á nám í
uppeldisfræði við
Háskóla Íslands.
Andrea hefur m.a. starfað við bók-
haldsstörf og er sjálfboðaliði hjá
Rauða krossi Íslands og situr í stjórn
RKÍ. Andrea er í framboði fyrir VG í
SV-kjördæmi Hún á einn son.
KRÓNIKUR dags og nætur er yf-
irskrift á sýningu til heiðurs
franska höfundinum Xavier Durr-
inger. Sýningin er byggð á bók
Durringers, Les chroniques des
jours entiers et des nuits entiéres,
og inniheldur fjölmarga stutta
prósatexta og samtöl. Flytjendur
eru: Ásta Ingibjartsdóttir, kenn-
ari í frönsku við háskólann, Gunn-
ar Gunnsteinsson leikari, Jóhann
Meunier leikari og Margrét Ósk-
arsdóttir, leikari og frönskunem-
andi, en hún þýddi verkið ásamt Ástu. Leikstjóri er Ingi-
björg Þórisdóttir.
Frumsýningin er í kvöld Borgarleikhúsinu klukkan
20:00. Næstu sýningar eru á morgun og laugardag kl. 20.
Aðeins þessar þrjár sýningar. Sýningin er samstarfsverk-
efni menningarhátíðarinnar Franskt vor á Íslandi og Há-
skóla Íslands.
Frönsk leiksýning í Borgarleikhúsinu
Krónikur dags og nætur
Xavier Durringer