Morgunblaðið - 29.03.2007, Qupperneq 48

Morgunblaðið - 29.03.2007, Qupperneq 48
FIMMTUDAGUR 29. MARS 88. DAGUR ÁRSINS 2007 » MEST LESIÐ Á mbl.is »VEÐUR mbl.is 5 6 9 1 1 0 0 Ritstjórn: ritstjorn@mbl.is Auglýsingar: augl@mbl.is Áskrift: askrift@mbl.is | sími 5691100 mbl.is: netfrett@mbl.is Í LAUSASÖLU 200 ÁSKRIFT 2650 HELGARÁSKRIFT 1600 PDF Á MBL.IS 1700 SPARIÐ MEIRA EN HELMING MEÐ ÁSKRIFT Morgunblaðið bíður eftir þér þegar þú vaknar á morgnana ÞETTA HELST» Áhugaverð tillaga  Sturla Böðvarsson samgöngu- ráðherra fagnar áhuga fjárfesta og verktaka á að koma að vegagerð á forsendum breyttra vegalaga. Hann telur tillögu Ístaks og Sjóvár varð- andi Suðurlandsveg áhugaverða. » 2 64.000 frístundahús  Dæmi er um tæplega 500 m2 frí- stundahús með gestahúsi og bílskýli að auki. Skipulagðar frístundabyggð- ir á Suður- og Vesturlandi geta rúm- að allt að því 64.000 frístundahús. » 4 Ekki hægt að refsa  Gestur Jónsson, verjandi Jóns Ás- geirs Jóhannessonar, sagði í Héraðs- dómi Reykjavíkur að ekki væri hægt að refsa einstaklingi fyrir brot á 104. grein hlutafélagalaga og því ætti að sýkna Jón Ásgeir af öllum ákæruefn- um sem tengjast meintum ólöglegum lánveitingum Baugs til tengdra aðila. »12-13 Naumt tap gegn Spáni  Íslenska landsliðið í knattspyrnu tapaði fjórða leiknum í röð í und- ankeppni Evrópumótsins þegar það lá fyrir Spánverjum, 1:0, í ausandi rigningu á Mallorca. » Íþróttir SKOÐANIR» Ljósvaki: Amerískar uppfinningar Staksteinar: Umhugsunarefni Forystugreinar: Um orðhengilshátt lögfræðinga | Börn, íþróttir og jafnræði UMRÆÐAN» Fyrirkomulag og fjármögnun … Pistill á Útvarpi Sögu veldur ólgu Umræðan á blog.is Hafnfirðingar kjósa Frystitogaranum Atlas breytt … British Airways hefur fulla trú … Veðja á myndleigu framtíðarinnar Erlend starfsemi í nýja byggingu … VIÐSKIPTI» 2 $8#& -  #* $ 9   ## 0# #   . . .  .     . . . . .  , : 7 &   . . .  . . ;<==>?@ &AB?=@C9&DEC; :>C>;>;<==>?@ ;FC&:#:?GC> C<?&:#:?GC> &HC&:#:?GC> &3@&&C0#I?>C:@ J>D>C&:A#JBC &;? B3?> 9BC9@&3*&@A>=> Heitast 8 °C | Kaldast 3 °C  Vestlæg átt, 8–13 m/s, hægir síðdegis. Skýjað en þurrt að kalla vestanlands, létt- skýjað austan til. » 8 Sæbjörn Valdimars- son rifjar upp gaml- ar bíóferðir og lýsir yfir ánægju með endurnýjun lífdaga Tjarnarbíós. » 43 AF LISTUM» Tvennir tímar TÓNLIST» Blonde Redhead fær inn- blástur á Íslandi. » 38 Ímyndunarveikin eða þögn Moliéres þykir leiðinleg í leik- stjórn Nauzyciel þrátt fyrir skemmti- legan efnivið. » 41 LEIKHÚS» Ekki, ekki hlæja KVIKMYNDIR» Clooney er flottur í Þjóð- verjanum góða. » 40 TÓNLIST» Bandarísk blússveit túlk- ar þrjú íslensk lög. » 47 reykjavíkreykjavík VEÐUR» 1. Sýknaður af ákæru fyrir að … 2. 700 miðar seldust … 3. Spánverjar sigruðu Íslendinga … 4. Ísbjarnarhúnninn sagður … Eftir Björn Jóhann Björnsson bjb@mbl.is EINNOTA mynddiskar, sem ís- lenska fyrirtækið Intus hefur látið þróa og dreifa á íslenskum markaði, eru komnir í dreifingu á vel á annað hundrað sölustaði hér á landi. Ár er liðið síðan þeir fóru fyrst í dreifingu. Diskarnir eru þannig hannaðir að efni á þeim eyðist 48 tímum eftir að þeir eru fyrst settir í dvd-spilara, ekki er hægt að afrita þá og ekki þarf að skila þeim að lokinni leigu. Innan 48 tíma má horfa á efnið oftar en einu sinni. Intus hefur gefið út um 70 kvikmyndatitla og í sumar er stefnt að því að þeir verði komnir í um 100 talsins. Um það leyti hefst markaðs- setning á diskunum á Norðurlönd- unum, í samstarfi við Scanbox, fyr- irtæki í eigu Sigurjóns Sighvats- sonar. Samningar hafa tekist við eigendur 1.100 myndbandaleigna um að taka við diskunum og Scanbox stefnir að því að gefa sínar kvik- myndir út eingöngu á þessu formi. Diskarnir kosta 500 krónur í leigu, en algengt verð á nýjum hefðbundn- um diskum á myndbandaleigum er 600–650 krónur. Að sögn eigenda Intus, hjónanna Árna Jensen og Karenar Lindu Eiríksdóttur, vildu myndbandaleigur hér á landi ekki taka við diskunum og því var gengið til samninga við matvöruverslanir, bensínstöðvar og söluturna. Hafa diskarnir m.a. verið til leigu í versl- unum 10–11, Olís, Hagkaupa, Sam- kaupa-Strax og á völdum Select- stöðvum Skeljungs. Áform eru uppi um að stækka svæði í verslunum 10– 11 og Olís og setja þar upp sérstaka veggi með 48DVD-mynddiskum eins og Intus markaðssetur þá. Intus hefur tekið að sér að safna saman notuðum diskum, með það fyrir augum að koma þeim í endur- vinnslu. Enn sem komið er hafa end- urvinnslustöðvar hér á landi ekki getað endurunnið diskana, aðeins urðað þá. Bensínsparnaður Árni og Karen benda á það í sam- tali við Viðskiptablað Morgunblaðs- ins í dag að með því að þurfa ekki að skila diskunum að leigu lokinni, líkt og með hefðbundna diska, sparist töluverður bensínkostnaður. Miðað við 45–50 milljónir skilaferða í mynd- bandaleigurnar á Norðurlöndunum geti sparast um 22 þúsund tonn af bensíni. | Viðskipti Einnota diskar slá í gegn  Íslensk fyrirtæki veðja á að einnota mynddiskar leysi af hólmi hefðbundna diska  Efni á diskunum eyðist eftir 48 tíma og þarf ekki að skila að notkun lokinni Morgunblaðið/G. Rúnar Ný tækni Intus hefur gefið út um 70 kvikmyndatitla og fleiri á leiðinni. Í HNOTSKURN »Intus var stofnað af hjón-unum Árna Jensen og Kar- en Lindu Eiríksdóttur. »Þau kynntust tækninnifyrst í Bandaríkjunum fyr- ir þremur árum og létu Frakk- ann Patrick Larroche þróa hana áfram fyrir sig. »Þau vildu geta leigt diskaán þess að skila þeim og eiga sektir yfir höfði sér. „ÞAÐ er búið að vera mjög fínt í dag, góð aðsókn og frábærar aðstæður,“ sagði Grétar Hallur Þórisson, for- stöðumaður skíðasvæðisins í Bláfjöllum, í gærkvöldi. Í gær var 17. dagurinn sem opið var fyrir almenning í Bláfjöllum það sem af er vetri. Fimm lyftur voru opnar fyrir almenning, skíðaæf- ingar í öðrum lyftum og lagður 10 km hringur fyrir gönguskíðafólk. Grétar sagði snjóalög mjög örugg og góð. Hann taldi að dagurinn í dag yrði þokkalegur en veðurspá helgarinnar væri ekki hagstæð. Hann var vongóður um að hægt yrði að vera á skíðum um páskana en veðrið gæti þó breyst í báðar áttir. Morgunblaðið/Golli Frábærar aðstæður í Bláfjöllum í gær Á SKÍÐUM SKEMMTI ÉG MÉR BÓKAKÁPAN á seinustu Harry Potter-bókinni var afhjúpuð í gær. Þar sést hinn heimsþekkti galdra- strákur detta um fjársjóðshrúgu. Bestu vinir Potter, Ron Weasley og Hermione Granger, eru með Potter á kápunni sem er á barnaútgáfu bók- arinnar í Bretlandi. Á útgáfunni fyrir fullorðna sést hangandi nisti skreytt með upphleyptu S-i. Þetta er sjöunda og seinasta bókin í röðinni og hefur hún fengið nafnið Harry Potter and the Deathly Hal- lows. Höfundurinn J.K. Rowling hef- ur sagt að tvær persónur muni láta lífið í lokabókinni, en textinn á bóka- kápunni gefur ekkert upp um inni- haldið. Á baki fullorðinsútgáfunnar segir: „Harry hefur verið íþyngt með myrku, hættulegu og að því virðist óleysanlegu verkefni. Hann verður að yfirgefa öryggi The Burrow og fylgja, án ótta, hinni miskunnarlausu braut sem er lögð fyrir hann.“ Bókin kemur út 21. júlí. Potter Barna- og fullorðinsútgáfa seinustu Harry Potter-bókarinnar. Potter í fjár- sjóðshrúgu

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.