Morgunblaðið - 10.04.2007, Page 21
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 10. APRÍL 2007 21
LANDIÐ
GRÁGÆS, sem ber einkennisstafina SLN og
var fyrst merkt á Blönduósi í júlí 2000 hefur
skilað sér á varpstöðvarnar á Blönduósi í átt-
unda sinn ásamt maka. Ferðir þessarar gæsar
hafa verið skráðar frá því hún var merkt og fer
hún að því er virðist sunnar á Bretlandseyjar
en margar Blönduósgæsirnar gera og velur sér
dvalarstað rétt sunnan við landamæri Skot-
lands, nánar tiltekið í Newton Pool í Norð-
ymbralandi.
Von er á fleiri merktum gæsum áður en
langt um líður en þessa dagana fjölgar gæsum
og öðrum farfuglum dag frá degi. Upphaflega
voru um 120 gæsir merktar á Blönduósi en í
gegnum tíðina hefur grisjast sá hópur og fer
þeim nú fækkandi sem skila sér heim en enn
eru eftir nokkrar gæsir sem hafa skilað sér yfir
hafið og heim.
Enn kemur „Íslandsvinurinn“ SLN
Morgunblaðið/Jón Sigurðsson
Blönduós | Sá merki áfangi náðist í
þéttbýli Blönduóss á miðvikudag að
starfsmenn trésmiðjunnar Stíganda
á Blönduósi luku við að gera tvær
íbúðir í parhúsi fokheldar en húsið
stendur við Smárabraut 6–8. Þetta
mun vera í fyrsta sinn síðan árið
1991 að byggt er nýtt íbúðarhús á
Blönduósi og voru menn að
vonum kátir með áfangann.
Bæjarstjórinn, Jóna Fanney Frið-
riksdóttir, heimsótti smiði er þeir
voru að leggja lokahönd á verkið
og færði þeim blómvönd í tilefni
dagsins. Eins og fyrr greinir er um
parhús að ræða og eru íbúðirnar
hvor um sig 90 fermetrar ásamt 25
fermetra bílskúr.
Byrjað var að steypa upp sökkul í
febrúar og daginn fyrir páskafrí
var húsið fokhelt. Hafþór Örn
Sigurðsson sagði í samtali við
Morgunblaðið að ekki væri búið að
selja íbúðirnar en mikið væri spurt
um þær og afar líklegt að þær seld-
ust fljótlega.
Fyrsta nýja
íbúðarhúsið
í 16 ár
Skagafjörður | Tvær útgangs-
kindur fundust á föstudaginn langa
á Ljótsstaðadal ofan við Hofsós.
Þarna var veturgömul ær sem nú er
raunar að verða tveggja vetra og
hrútlamb sem hún bar í fyrravor.
Brugðið var skjótt við og kallaðir
til menn og fjárhundur og gekk vel
að ná kindunum niður af dalnum og
handsama þær. Þær reyndust vera
frá bænum Vogum við Hofsós.
Birgir Þorleifsson bóndi þar sagði
að kindurnar hefðu verið í góðu
ástandi eftir útganginn. Hann sag-
ist hafa vantað tvær veturgamlar
ær í fyrrahaust og alltaf gert sér
vonir um að þær kæmu einhvers
staðar fram í vetur. Það væri því
hálfur sigur að fá aðra og ekki út-
lokað að hin sé á lífi því grunur er
um að einhvers staðar leynist enn
kindur í fjöllunum á þessu svæði.
Tvær úti-
gangskindur
fundust
NÁMSKEIÐ var haldið á Reykhól-
um á vegum Grænni skóga dagana
30. og 31. mars. Skógarbændur
víðsvegar af Vestfjörðum sóttu
námskeiðið eða alls um 20 manns. Í
námskeiðslok var haldið í skóg-
ræktina í Barmahlíð þar sem mæld
voru nokkur tré sem skógarbændur
telja vera hæstu tré á Vestfjörðum.
Það tré sem hæst mældist reyndist
vera 17,05 metrar. Trén voru gróð-
ursett á árinu 1955 og hafa því vax-
ið um 30 cm á ári að því er fram
kemur á vefnum strandir.is.
Hæstu trén
Fréttir
í tölvu-
pósti
smáauglýsingar
mbl.is