Morgunblaðið - 26.04.2007, Side 23

Morgunblaðið - 26.04.2007, Side 23
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 26. APRÍL 2007 23 Eftir Bergþóru Njálu Guðmundsdóttur ben@mbl.is VINSÆLIR inniskór hafa verið bannaðir sjúkrahúsi í Noregi og rætt er um að banna þá á sjúkrahúsi í Sví- þjóð. Ástæðan er sú að töfflurnar hafa verið tengdar uppákomum þar sem mikilvæg læknistæki hafa slegið út og hætt að virka. Skórnir, sem eru af gerðinni Croc’s, eru fáanlegir hér- lendis og eru vinsælir, bæði innan heilbrigðisgeirans sem og annars staðar. Að sögn Aðalsteins Pálssonar, framkvæmdastjóra tækni og eigna Landspítalans, hefur þó ekki orðið vart rafmagnstruflana inni á spít- alanum vegna þeirra. Að sögn sænska heilbrigð- isfréttaritsins Dagens Medicin virka töfflurnar, sem eru úr plastefni, eins og einangrun sem veldur því að fólkið sem klæðist þeim afrafmagnast ekki svo spennan sem þeir bera getur far- ið í allt að 25 þúsund volt. „Þetta hef- ur í för með sér alvarlega hættu fyrir sjúkrahús því þar eru fjölmörg við- kvæm rafmagnstæki,“ segir Björn Löfqvist við Blekinge-spítalann í Karlskrona í Svíþjóð. Hættunnar varð fyrst vart á vöku- deild sjúkrahússins þar sem tveir fyr- irburar lágu í hitakassa og önduðu með aðstoð öndunarvéla. Í báðum til- fellum slokknaði skyndilega á tækj- unum sem endurræstu sig og byrjuðu að keyra á öndunarkerfi sem var fyr- irfram skilgreint í vélunum. Hvorugt barnanna beið skaða. Skemmdi þriggja milljóna tæki Grunur beindist strax að Croc’s- inniskóm sem hafa slegið í gegn með- al heilbrigðisstarfsfólks. Löfqvist setti í gang rannsóknarverkefni til að kanna hvort rafmagnstruflanirnar væru Croc’s-töfflunum að kenna og sama dag birtust fréttir þess efnis að sjúkrahús í Noregi hefði bannað þær. Um svipað leyti urðu rafmagns- truflanir á röngtendeild Blekinge- spítalans þegar hár einnar hjúkr- unarkonunnar straukst lítillega við vélknúna sprautu sem kostar um þrjár milljónir íslenskra króna með þeim afleiðingum að hún eyðilagðist. Það var lán í óláni að atvikið átti sér ekki stað meðan á meðhöndlun stóð. Í framhaldi af því setti tæknideild sjúkrahússins upp nokkrar tilraunir þar sem ólíkt skótau kom við sögu. „Allir hlaðast rafmagni en venjulega afrafmagnast þeir aftur í gegnum skó eða annað,“ útskýrir Löfqvist en þeg- ar fólk var í Croc’s-töfflum var annað uppi á teningnum. „Spennan steig og steig og hvarf ekki. Þess vegna erum við nokkuð öruggir á að skórnir virki eins og einangrun sem hleypi raf- magninu ekki út aftur.“ Nær öll læknatæki eiga að þola spennu upp í 8.000 volt að því er fram kemur í grein Dagens Medicin. „En ef haft er í huga að töfflurnar geta or- sakað þrefalt þá spennu er ekki skrýtið að eitthvað gefi sig,“ segir Löfqvist. „Við munum mæla með því að banna þessa skó á sjúkrahúsinu,“ bætir hann við. „Það hafa eflaust orð- ið fleiri slík atvik, bæði hér og á öðr- um sjúkrahúsum, án þess að menn hafi tengt þau notkun þessara tafflna.“ Sérstaklega spennujöfnuð rými Að sögn Aðalsteins Pálssonar, framkvæmdastjóra tækni og eigna Landspítala – háskólasjúkrahúss, hefur ekki orðið vart rafmagnstrufl- ana á spítalanum sem tengdar eru ofangreindum skóm. Hann og starfs- menn hans fylgist hins vegar grannt með umræðunni sem er um þá á Norðurlöndum. „Ég veit þó ekki al- veg hvort þessir skór eru orðnir jafn vinsælir hjá okkar starfsfólki og þeir virðast vera í Svíþjóð,“ segir hann. Hann bendir á að öll aðgerðarrými, gjörgæslurými, þræðingarstofur og önnur rými þar sem viðkvæm starf- semi fer fram, séu sérstaklega spennujöfnuð. „Þá myndast ekki þetta statíska rafmagn t.d. þegar ein- hver keyrir hjólaborð á nælonhjólum á undan sér. Allajafna hleður það upp spennu í viðkomandi sem síðan losnar við það að við gefum frá okkur neista. Það getur skaðað fíngerðar æðar og taugar, t.d. þegar búið er að opna sjúkling á skurðarborði og því eru rýmin spennujöfnuð til að koma í veg fyrir þetta. Á móti kemur að skótauið á ekki að vera einangrandi heldur þannig að þegar fólk gangi um eigi þessi spennuútjöfnun sér stað.“ Hann segir aðallega talað um áhrif sem slík spenna geti haft á sjúk- lingana sjálfa því sjúkrahústækin séu yfirleitt öll jarðtengd og þoli því spennuna. „Hingað til höfum við ekki litið á þetta sem vandamál. Hins veg- ar er ljóst að við þurfum að skoða hvort einhver breyting hafi orðið þar á og hvort þessir skór séu verri en aðrir í þessu sambandi. Yfirleitt hefur fólk gengið í sérstökum skóm fyrir sjúkrastofnanir en svo kemur einhver vara á markaðinn sem öllum líkar vel við og kemst í tísku. Þá getur verið ástæða til að bregðast við.“ Vinsælir inniskór bannaðir á sjúkrahúsum Morgunblaðið/Ásdís Vinsælir Croc’s-inniskórnir hafa slegið í gegn á Íslandi og í Svíþjóð.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.