Morgunblaðið - 26.04.2007, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 26.04.2007, Blaðsíða 23
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 26. APRÍL 2007 23 Eftir Bergþóru Njálu Guðmundsdóttur ben@mbl.is VINSÆLIR inniskór hafa verið bannaðir sjúkrahúsi í Noregi og rætt er um að banna þá á sjúkrahúsi í Sví- þjóð. Ástæðan er sú að töfflurnar hafa verið tengdar uppákomum þar sem mikilvæg læknistæki hafa slegið út og hætt að virka. Skórnir, sem eru af gerðinni Croc’s, eru fáanlegir hér- lendis og eru vinsælir, bæði innan heilbrigðisgeirans sem og annars staðar. Að sögn Aðalsteins Pálssonar, framkvæmdastjóra tækni og eigna Landspítalans, hefur þó ekki orðið vart rafmagnstruflana inni á spít- alanum vegna þeirra. Að sögn sænska heilbrigð- isfréttaritsins Dagens Medicin virka töfflurnar, sem eru úr plastefni, eins og einangrun sem veldur því að fólkið sem klæðist þeim afrafmagnast ekki svo spennan sem þeir bera getur far- ið í allt að 25 þúsund volt. „Þetta hef- ur í för með sér alvarlega hættu fyrir sjúkrahús því þar eru fjölmörg við- kvæm rafmagnstæki,“ segir Björn Löfqvist við Blekinge-spítalann í Karlskrona í Svíþjóð. Hættunnar varð fyrst vart á vöku- deild sjúkrahússins þar sem tveir fyr- irburar lágu í hitakassa og önduðu með aðstoð öndunarvéla. Í báðum til- fellum slokknaði skyndilega á tækj- unum sem endurræstu sig og byrjuðu að keyra á öndunarkerfi sem var fyr- irfram skilgreint í vélunum. Hvorugt barnanna beið skaða. Skemmdi þriggja milljóna tæki Grunur beindist strax að Croc’s- inniskóm sem hafa slegið í gegn með- al heilbrigðisstarfsfólks. Löfqvist setti í gang rannsóknarverkefni til að kanna hvort rafmagnstruflanirnar væru Croc’s-töfflunum að kenna og sama dag birtust fréttir þess efnis að sjúkrahús í Noregi hefði bannað þær. Um svipað leyti urðu rafmagns- truflanir á röngtendeild Blekinge- spítalans þegar hár einnar hjúkr- unarkonunnar straukst lítillega við vélknúna sprautu sem kostar um þrjár milljónir íslenskra króna með þeim afleiðingum að hún eyðilagðist. Það var lán í óláni að atvikið átti sér ekki stað meðan á meðhöndlun stóð. Í framhaldi af því setti tæknideild sjúkrahússins upp nokkrar tilraunir þar sem ólíkt skótau kom við sögu. „Allir hlaðast rafmagni en venjulega afrafmagnast þeir aftur í gegnum skó eða annað,“ útskýrir Löfqvist en þeg- ar fólk var í Croc’s-töfflum var annað uppi á teningnum. „Spennan steig og steig og hvarf ekki. Þess vegna erum við nokkuð öruggir á að skórnir virki eins og einangrun sem hleypi raf- magninu ekki út aftur.“ Nær öll læknatæki eiga að þola spennu upp í 8.000 volt að því er fram kemur í grein Dagens Medicin. „En ef haft er í huga að töfflurnar geta or- sakað þrefalt þá spennu er ekki skrýtið að eitthvað gefi sig,“ segir Löfqvist. „Við munum mæla með því að banna þessa skó á sjúkrahúsinu,“ bætir hann við. „Það hafa eflaust orð- ið fleiri slík atvik, bæði hér og á öðr- um sjúkrahúsum, án þess að menn hafi tengt þau notkun þessara tafflna.“ Sérstaklega spennujöfnuð rými Að sögn Aðalsteins Pálssonar, framkvæmdastjóra tækni og eigna Landspítala – háskólasjúkrahúss, hefur ekki orðið vart rafmagnstrufl- ana á spítalanum sem tengdar eru ofangreindum skóm. Hann og starfs- menn hans fylgist hins vegar grannt með umræðunni sem er um þá á Norðurlöndum. „Ég veit þó ekki al- veg hvort þessir skór eru orðnir jafn vinsælir hjá okkar starfsfólki og þeir virðast vera í Svíþjóð,“ segir hann. Hann bendir á að öll aðgerðarrými, gjörgæslurými, þræðingarstofur og önnur rými þar sem viðkvæm starf- semi fer fram, séu sérstaklega spennujöfnuð. „Þá myndast ekki þetta statíska rafmagn t.d. þegar ein- hver keyrir hjólaborð á nælonhjólum á undan sér. Allajafna hleður það upp spennu í viðkomandi sem síðan losnar við það að við gefum frá okkur neista. Það getur skaðað fíngerðar æðar og taugar, t.d. þegar búið er að opna sjúkling á skurðarborði og því eru rýmin spennujöfnuð til að koma í veg fyrir þetta. Á móti kemur að skótauið á ekki að vera einangrandi heldur þannig að þegar fólk gangi um eigi þessi spennuútjöfnun sér stað.“ Hann segir aðallega talað um áhrif sem slík spenna geti haft á sjúk- lingana sjálfa því sjúkrahústækin séu yfirleitt öll jarðtengd og þoli því spennuna. „Hingað til höfum við ekki litið á þetta sem vandamál. Hins veg- ar er ljóst að við þurfum að skoða hvort einhver breyting hafi orðið þar á og hvort þessir skór séu verri en aðrir í þessu sambandi. Yfirleitt hefur fólk gengið í sérstökum skóm fyrir sjúkrastofnanir en svo kemur einhver vara á markaðinn sem öllum líkar vel við og kemst í tísku. Þá getur verið ástæða til að bregðast við.“ Vinsælir inniskór bannaðir á sjúkrahúsum Morgunblaðið/Ásdís Vinsælir Croc’s-inniskórnir hafa slegið í gegn á Íslandi og í Svíþjóð.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.