Morgunblaðið - 13.05.2007, Blaðsíða 49
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 13. MAÍ 2007 49
FASTEIGNASALA
STÓRHÖFÐA 27
Sími 594 5000
Halla Unnur Helgadóttir
löggiltur fasteignasali.
Sumarhús til sölu
Gott 47,8 fm. Björt stofa með stórum gluggum, eldhús með góðum tækj-
um og borðstofa. 2 svefnherb. og 20 fm svefnloft. Stór verönd.
Stutt í alla afþreyingu. Leiguland. Vel staðsett eign. Verð 12,8 millj.
Nánari upplýsingar hjá
Ásdísi sölufulltrúa s. 898 3474.
Sumarhús í Öndverðarnesi
Skógivaxið land með útsýni. Eldhús
og stofa með parketi. 2 svefnh. með
auk svefnlofts. Snyrting með hand-
klæðaofni. Stór ca 30 fm verönd. Nýtt
brunnhús. Húsið stendur á 5.490 fm eignarlóð.
Einnig er möguleiki að samliggjandi lóð geti fylgt
2745 fm, byggingarréttur fylgir. Verð 12 millj.
Nánari upplýsingar gefur
Ásdís sölufulltrúi s. 898-3474.
Vel staðsett 44 fm sumarhús
í landi Jarðlangsstaða í Borgarfirði
Atvinnuhús ehf • Atli Vagnsson hdl., lögg. fasteignasali • Skúlagata 30 • 101 Reykjavík
Sími: 561 4433 / 698 4611 • Fax: 561 4450 • atli@atvinnuhus.is
Tunguháls 2.484 m2
Til sölu er hluti fasteignarinnar Tunguháls 10
Byggt ári› 2000 • Alls 2.484 m2 • Gó› lofthæ›
Vöruhús
vi› Sundahöfn
4000 m2 til leigu
Til leigu 4.000 m2 í n‡ju vöruhúsi vi›
Sundahöfn. Afhending vori› 2008.
Topp fjárfesting!
Vesturbær
– verslun og fljónusta
Til leigu allt a› 2000 m2 í
væntanlegum n‡byggingum í
nágrenni vi› BYKO í Fiskisló›.
Skútuvogur
– Til leigu lager og skrifstofur
Lager samtals 1.350 m2 og
skrifstofur 285 m2
Laust í sumar
1000–1500m2
Atvinnuhúsnæ›i me› gó›ri
lofthæ› og útiplássi óskast
til leigu e›a kaups.
Nor›lingabraut 6: Stær› húss allt a› 4.200 m2 og ló› 6.076 m2
Nor›lingabraut 8: Stær› húss allt a› 4.800 m2 og ló› 6.813 m2
Nor›lingabraut 10: Stær› húss allt a› 5.500 m2 og ló› 7.995 m2
Auk fless eru áætla›ir bílakjallarar undir húsunum.
Atvinnuhúsnæ›i vi› Rau›avatn
Enn óseldar flrjár n‡byggingar fyrir atvinnu-
húsnæ›i í Nor›lingaholti.
6 8 10
óskast í Ártúnshöf›a
Sú umbreyting sem átt hefur sér
stað á fasteignamarkaði á Íslandi frá
opnun lánsfjármarkaðar á haust-
mánuðum 2004 með 90% lánum hef-
ur stuðlað að mikilli hækkun fast-
eignaverðs.
Fasteignaeigendum til
heilla, en nýjum kaup-
endum til mikillar
skapraunar. Sam-
keppni bankanna og
Íbúðalánasjóðs á lána-
markaði kynti undir
hækkun íbúðaverðs
með þeim afleiðingum
að nú er orðið erfitt
fyrir ungt fólk að hefja
sinn búskap í eigin
húsnæði.
Góður ásetningur
fylgdi þeirri ákvörðun
að hækka lánshlutfall í
90% úr 65%. Þetta átti að auðvelda
fólki að koma sér upp þaki yfir höf-
uðið og þá sérstaklega þeim yngri
sem ekki eru búnir að byggja upp
mikið sparifé. Niðurstaðan varð hins
vegar sú að þessi aukni aðgangur að
fjármagni varð að eignaaukningu
hjá þeim sem þegar áttu húsnæði.
Nú vaknar því spurningin: „Hvaða
leið dugir til að gera ungu fólki fært
að festa kaup á húsnæði, án þess að
því fylgi ófyrirséðar afleiðingar sem
hækka íbúðaverð enn frekar?“
Þeir sem skilja hvernig markaðs-
lögmálin virka vita að það er nokkuð
sama hvernig reynt er að nið-
urgreiða tiltekna vöru, að það er á
endanum markaðurinn sjálfur sem
ákveður verðið. Ef verð á fjármagni
er lækkað, eykst eftirspurn eftir
húsnæði og verð þess hækkar. Verð
ákvarðast út frá framboði og eft-
irspurn. Það eina sem mun vega á
móti þeirri hækkun húsnæðis sem
komin er fram er aukið framboð.
Aukin lánafyrirgreiðsla
til þeirra sem ráða ekki
við kaup á tveggja her-
bergja íbúð í dag, eins
og t.d. 100% lánveiting,
myndi trúlega hækka
verð þeirra íbúða enn
frekar. Það er því ekki
góð leið til að styðja við
bakið á unga fólkinu.
En hvað er þá til ráða?
Stóraukið framboð
lóða til húsbygginga
gæti leitt til almennrar
lækkunar húsnæðis, en
nú þegar hafa margir
skuldsett sig verulega
við kaup á dýru húsnæði. Hröð
lækkun íbúðaverðs hefði þjóðhags-
lega óhagkvæmar afleiðingar í för
með sér og gjaldþrotahrina ein-
staklinga gæti komið í kjölfarið. Við
viljum ekki að ungt fólk hætti að
flytja að heiman og því þarf prakt-
íska lausn. Lausn markaðarins er að
þeir sem minnst fjármagnið eiga
hafi einungis kost á lélegasta hús-
næðinu. Stór hópur ungra Reykvík-
inga væri þá nú orðinn „fátækari“ en
hann var áður í þeim skilningi að
hann hefur ekki efni á sómasamlegu
húsnæði.
Eina raunhæfa lausnin hlýtur því
að felast í auknu framboði húsnæðis
fyrir þennan hóp. Það mætti sam-
hliða sjá fyrir sér sérstaka lánafyr-
irgreiðslu við þá sem kaupa ódýr-
ustu íbúðirnar, í því skyni að allir
eigi möguleika á mannsæmandi lifn-
aðarháttum á Íslandi, en sú fyr-
irgreiðsla má alls ekki teygja sig upp
verðskalann og keyra verðlagið enn
frekar upp.
Til að draga lausnina saman þá
felst hún í því að skipulagsyfirvöld
sjái fyrir nægu framboði lóða til að
tryggja að skortur á húsnæði nái
ekki að keyra upp íbúðarverð. Lyk-
ilatriðið hér er framboð. Óhjá-
kvæmilega munu eignir á svæðum
næst miðborginni vera áfram dýrar,
því þar er síður hægt að byggja nýtt
húsnæði, en ungu fólk gefst þá þó
kostur á sæmilegum húsakosti í út-
hverfum á skikkanlegu verði.
Framhjá lögmálum framboðs og eft-
irspurnar verður ekki siglt sama hve
góður ásetningurinn er og það er
dýrt spaug að gæla við leiðir sem
ekki virka. Það ætti að vera fullsýnt
að hærra lánshlutfall dugir ekki til
að auðvelda ungu fólki fyrstu kaup
húsnæðis.
Villi, fleiri lóðir takk!!
Hvernig tryggja má öllum
húsnæði á viðráðanlegu verði
Ólafur Kr. Valdimarsson skrif-
ar um lóða- og lánamarkaðinn »Eina leiðin til aðgera ungu fólki auð-
velt að kaupa húsnæði á
viðráðanlegu verði er að
tryggja nægt framboð
lóða undir húsnæði.
Ólafur Kr. Valdimars-
son
Höfundur er hagfræðingur og vinnur
við lánastýringu.