Morgunblaðið - 19.05.2007, Qupperneq 4
4 LAUGARDAGUR 19. MAÍ 2007 MORGUNBLAÐIÐ
FRÉTTIR
ÍS
L
E
N
S
K
A
/S
IA
.I
S
/H
S
K
3
75
91
0
5/
07
INNRITUN
www.hi.is
Umsóknarfrestur
í grunnnám
er til 5. júní
Allt sem þú vilt vita og rafrænar umsóknir á www.hi.is
FORMAÐUR Framsóknarflokks-
ins, Jón Sigurðsson, segir að
vinnulag sjálfstæðismanna undan-
farna daga hafi ekki aðeins ein-
kennst af tvöfeldni heldur marg-
feldni. Forystumenn í
Sjálfstæðisflokknum hafi skipt sér
í nokkra flokka eftir kosningar,
einhverjir hafi farið að tala við
Samfylkingu og Vinstri græna á
meðan flokksformaðurinn, Geir H.
Haarde, hafi rætt við sig. Í pistli,
sem birtist á vef Framsóknar-
flokksins, xb.is í gær, rekur Jón
aðdraganda stjórnarslitanna og
stjórnarmyndunarviðræðna Sjálf-
stæðisflokks og Samfylkingar. „Á
þingflokksfundi árdegis á upp-
stigningardag var ljóst að nýjar
aðstæður voru komnar upp. Miklar
sögur gengu af viðræðum annarra
flokka. Staðfestar fregnir voru af
miklum áhuga og framgangi í við-
ræðum sjálfstæðismanna og Sam-
fylkingar …,“ segir Jón í pistli sín-
um og kveður að í kjölfarið hafi
þingflokkur Framsóknarflokksins
falið formanni og varaformanni
flokksins að ganga á fund for-
sætisráðherra og tilkynna að ekki
yrði af frekara samstarfi milli
flokkanna um sinn. Jón sakar Geir
H. Haarde einnig persónulega um
að hafa gengið á bak orða sinna
með því að segja við sig á viðræðu-
fundi í stjórnarráðinu síðar sama
dag að sjálfur tæki hann ekki þátt
í viðræðum við aðra flokka, en þó
hafi Geir aldrei viljað þoka málum
af frumstigi meðal annars með vís-
an til naums þingmeirihluta. Að
kvöldi uppstigningardags hafi hins
vegar komið upp úr kafinu að við-
ræður hafi átt sér stað á milli Ingi-
bjargar Sólrúnar Gísladóttur, for-
manns Samfylkingarinnar, og
Geirs Haarde, á meðan stjórnar-
flokkarnir sátu við samningsborð-
ið.
Harmar framgöngu
þeirra Jóns og Guðna
„Ég harma mjög þessi ummæli
sem fram hafa komið og tel þau
ekki eiga við rök að styðjast,“ seg-
ir Geir Haarde spurður um afstöðu
sína til ummæla þeirra Jóns og
Guðna Ágústssonar, varaformanns
Framsóknarflokksins um trúnað-
arbrest milli flokkanna tveggja.
Hann vill þó ekki láta ummælin
skyggja á stjórnarsamstarf flokk-
anna sem hafi verið gjöfult og ár-
angursríkt. Aðspurður hvort við-
ræðuferlið við Samfylkinguna hafi
verið eðlilegt segir Geir að eftir
kosningar hefjist opið ferli og þó
að menn séu í viðræðum hvor við
annan séu þeir ekki bundnir og
ekki sé bannað að spjalla við aðra
flokka.
Í pistli Jóns Sigurðssonar kveð-
ur Jón þá ríkisstjórn sem nú virð-
ist vera í burðarliðnum vera óska-
barn eigenda eins stærsta
auðfélags landsins, eins og berlega
hafi komið fram í sérblaði DV sem
gefið hafi verið út í kosningavik-
unni, Framsóknarflokknum til
ófrægingar.
Sakar Geir um ósannsögli
Jón Sigurðsson gagnrýnir vinnulag Sjálfstæðisflokksins Geir Haarde
harmar ummæli formanns Framsóknarflokksins og segir ekki flugufót fyrir þeim
Jón
Sigurðsson
Geir H.
Haarde
HÆSTIRÉTTUR hefur staðfest
gæsluvarðhaldsúrskurð héraðs-
dóms yfir pilti sem grunaður er um
átta auðgunarbrotamál, þar af til-
raun til ráns í versluninni Pét-
ursbúð síðla októbermánaðar 2006.
Lagði á flótta
Pilturinn er sakaður um að hafa
komið inn í búðina með nælonsokk
yfir höfði og skipað afgreiðslukonu
að setja peninga í poka. Af-
greiðslukonan neitaði því og taldi
sig þekkja manninn í gegnum sokk-
inn. Lagði hann á flótta þegar hún
setti viðvörunarkerfi í gang. Sak-
borningurinn var handtekinn sama
kvöld og yfirheyrður daginn eftir
þar sem hann neitaði sök.
Héraðsdómur telur rökstuddan
grun um aðild piltsins að málunum
og tekur Hæstiréttur undir þá nið-
urstöðu. Situr pilturinn í gæslu til
12. júní að kröfu lögreglustjóra höf-
uðborgarsvæðisins.
Gæsluvarðhald
var staðfest í
Hæstarétti
SIGURÐUR Helgason, fyrrverandi
stjórnarformaður Flugleiða, hlaut á
fimmtudag Harry Edmonds-
verðlaunin sem samtökin Int-
ernational House veita. Eru verð-
launin veitt fyrir glæsilegt lífsstarf í
anda samtakanna. Hlaut Sigurður
verðlaunin fyrir framlag sitt til sam-
takanna en hann hefur veitt öflugt
liðsinni við fjáraflanir. Kathleen
Burns veitti Sigurði verðlaunin.
International House eru um 80
ára gömul samtök sem stuðla að
samskiptum háskólastúdenta frá
fjarlægum heimshornum með því að
veita þeim tækifæri á að búa saman
á meðan þeir stunda nám í ýmsum
borgum þar sem samtökin ráða yfir
húsakynnum. Skapast þannig fjöl-
þjóðlegt andrúmsloft þar sem nem-
endum er einnig boðið upp á ýmiss
konar námskeið og þjálfun samhliða
námi sínu. Styrkja samtökin í þessu
skyni nemendur og þykir vistin
stuðla að tengslum nemenda á milli
sem endast lengi. Sjálfur dvaldi Sig-
urður hjá International House á
námsárum sínum í New York.
Verðlaunin sem Sigurður hlaut í
vikunni þykja afar virt og má nefna
að Richard C. Holbrooke, fyrrver-
andi sendiherra og sáttasemjari
Bandaríkjanna á Balkanskaga, hef-
ur hlotið þau. Einnig má geta Wass-
ily Leontief, nóbelsverðlaunahafa í
hagfræði, og Carlo Rubbia, nób-
elsverðlaunahafa í eðlisfræði. Meðal
heiðursfélaga eru einnig þekktir ein-
staklingar, s.s. Henry Kissinger, frv.
utanríkisráðherra Bandaríkjanna,
David Rockefeller og Paul Volcker,
fyrrverandi seðlabankastjóri.
Sigurður var einn af hvatamönn-
um þess að stofnað var ráð útskrift-
arnema samtakanna en hann er að-
stoðarframkvæmdastjóri þess nú.
Hann tók sæti í stjórn samtakanna
árið 1969.
Veitt viðurkenning
Sigurður Helgason, fyrrverandi stjórnarformaður
Flugleiða, heiðraður fyrir starf í þágu International House
Verðlaunahafi Sigurður Helgason
og Kathleen Burns.
FORMENN Sjálfstæðisflokksins og Samfylk-
ingarinnar, þau Geir H. Haarde og Ingibjörg
Sólrún Gísladóttir, segja góðan anda einkenna
stjórnarmyndunarviðræður og telja að þeim
miði vel áfram. Fyrsti formlegi stjórnarmynd-
unarfundurinn fór fram í Ráðherrabústaðnum
við Tjörnina í gær, nokkru eftir að forseti Ís-
lands, Ólafur Ragnar Grímsson, hafði veitt
Geir Haarde umboð til að hefja viðræður um
myndun nýrrar meirihlutastjórnar Sjálfstæð-
isflokks og Samfylkingar. Þorgerður Katrín
Gunnarsdóttir, varaformaður Sjálfstæðis-
flokks, og Össur Skarphéðinsson, þingflokks-
formaður Samfylkingar, sátu fundinn með for-
mönnunum.
Góðar líkur á að niðurstaða
náist innan skamms
„Við höfum farið yfir nokkur mál og teljum
að það séu góðar líkur á við náum niðurstöðu
innan ekki allt of langs tíma,“ sagði Ingibjörg
að fundi loknum en kvað þó ómögulegt að svara
til um það hvort ný ríkisstjórn tæki við völdum
upp úr helgi; algjör óþarfi væri að rasa um ráð
fram og mestu máli skipti að andinn væri góð-
ur. Ingibjörg Sólrún hafði fyrir fundinn sagt að
mikill stuðningur væri innan Samfylkingarinn-
ar við þessar stjórnarmyndunarviðræður og
hún gengi til þeirra bjartsýn og vonglöð. Geir
Haarde sagði að á fundinum hefði verið hafist
handa við að fara yfir málefnastöðuna og und-
irbúa þá vinnu sem fram mundi fara næstu
daga.
Össur Skarphéðinsson segir stjórnarmynd-
unarviðræðurnar snúast um það með hvaða
hætti hægt sé að sameina það helsta og besta
úr stefnu þessara tveggja flokka í þessum
kosningum og hvernig hægt sé að greiða úr
þeim vandamálum sem upp komi við samræm-
ingu þeirra. „Það sem við erum að gera núna
felst meðal annars í ákveðinni textavinnu og þó
að henni sé ekki lokið lít ég ekki svo á að það
ríki nein óvissa um þetta,“ segir Össur og held-
ur áfram. „Það er mjög góður andi í þessum
viðræðum og ég met það svo, sem nokkuð sjó-
aður stjórnmálamáður, að okkur miði hratt og
vel áleiðis enda er greinilegt að það er fullur
vilji til að greiða úr þeim vandamálum sem upp
koma.“ Össur sagðist ekki hafa heyrt neinar
umræður um skiptingu ráðuneyta eða nein
nöfn nefnd í slíku samhengi. Þá sagðist hann
ekki telja skiptingu ráðuneyta þurfa að tengj-
ast málefnasamningi ríkisstjórnar með beinum
hætti enda hlytu samstarfsflokkar að líta svo á
að þeir væru bundnir af stefnu þeirrar stjórn-
ar, sem þeir ættu aðild að, burtséð frá því hver
væri í forsvari fyrir hvert ráðuneyti.
Miðar hratt
og vel áleiðis
Morgunblaðið/G.Rúnar
Rekspölur Viðræðum Ingibjargar Sólrúnar Gísladóttur og Geirs H. Haarde um myndun nýrr-
ar meirihlutastjórnar Samfylkingar og Sjálfstæðisflokks miðar vel að sögn Ingibjargar.
Formenn flokkanna segja bjartsýni og góðan
anda einkenna stjórnarmyndunarviðræðurnar
Í HNOTSKURN
»11:00: Geir Haarde fer á fund forsetaÍslands og fær umboð til stjórn-
armyndunar
»14:00: Fyrstu formlegu viðræðurSjálfstæðisflokks og Samfylkingar
hefjast
»15:45: Fundi Ingibjargar SólrúnarGísladóttur og Geirs Haarde lýkur.
»Formenn flokkanna ásamt þeim Þor-gerði Katrínu Gunnarsdóttur og Öss-
uri Skarphéðinssyni ganga brosandi nið-
ur tröppur Ráðherrabústaðarins og eru
samdóma um að viðræður hafi gengið vel
Eftir Friðrik Ársælsson
fridrik@mbl.is