Morgunblaðið - 19.05.2007, Page 9

Morgunblaðið - 19.05.2007, Page 9
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 19. MAÍ 2007 9 FRÉTTIR Eftir Þuríði Magnúsínu Björnsdóttur thuridur@mbl.is VELFERÐARSJÓÐUR barna og ABC-barnahjálp hafa tekið hönd- um saman um að greiða götu barna í Líberíu í V-Afríku sem þurfa hjálpar við og var undirritaður samningur um samstarfið í gær. Um er að ræða stærsta styrkt- arsamning við ABC-barnahjálp til þessa en Velferðarsjóður barna mun styrkja barnahjálpina um 18 milljónir króna á þremur árum og var fyrsta framlagið, 6 milljónir, af- hent nú. „Þessi samningur verður til að ryðja brautina í Líberíu,“ segir Guðrún Margrét Pálsdóttir, for- maður ABC-barnahjálpar, um verkefnið sem lýtur að uppbygg- ingu skólastarfs í landinu en á tím- um borgarastyrjaldar, sem geisaði í rúman áratug allt til ársins 2003, lá nær allt skólastarf niðri og eru einungis 20% fólks 15 ára og eldri læs. ABC-barnahjálp hóf starf í landinu um síðustu áramót og á nú 33 ha. land sem utanríkisráðuneyti Íslands kostaði. Þar verður byggð aðstaða til að mennta munaðarlaus börn sem eru um 200 þúsund. „Við byggjum eina heimavist á þessu ári fyrir allt að tvö hundruð stúlkur, á næsta ári heimavist fyrir sama fjölda drengja og árið 2009 byggjum við síðan skólabyggingu. Byrjað verður að kenna strax í heimavistinni. ABC-barnahjálpin í Færeyjum kemur trúlega inn í verk- efnið líka.“ Guðrún segir verkefnið mjög verðugt. Forseti Líberíu, Ellen Johnson- Sirleaf, sem fyrir tveimur árum varð fyrst kvenna til að gegna forsetaemb- ætti í Afríku, hefur veitt verkefninu fulltingi sitt. „Undir hennar stjórn er hafin mikil uppbygging en úrræðin í landinu eru ekki mörg þannig að svona stuðningur er afar vel þeginn. Hún ætlar að vera viðstödd fyrstu skóflustunguna að heimavistinni en hún hvetur mjög til þessa starfs og leggur því lið á allan hátt. Þetta er bara byrjunin hjá okkur í landinu, því við stefnum að því að hjálpa þús- undum barna þarna,“ segir Guðrún, en ABC-barnahjálp sér þegar fyrir nálægt 8 þúsundum barna. Hún segir verkefnin ærin í Líberíu, t.a.m. sé nær hvergi rafmagn og víða vanti rennandi vatn, og þeim sé og tekið fagnandi. „Margir kvennahópar biðja reglulega fyrir því að ABC- barnahjálpin komist á í Líberíu. Það er kannski aðalstyrkurinn okkar – og þetta er örugglega bænasvar.“ Mikið hægt að gera fyrir 18 milljónir í Afríku Velferðarsjóður barna var stofn- aður fyrir sjö árum af Íslenskri erfða- greiningu. „Við höfum aðallega styrkt verkefni innanlands í þessi ár, fyrir nær 400 milljónir, en í fyrra ákváðum við að styrkja líka börn í Afríku og komum nú til móts við börn í Líberíu þar sem ástandið hefur verið skelfi- legt í áraraðir. Keppikeflið er að reisa nýtt barnaþorp fyrir allt að 600 börn,“ segir Ingibjörg Pálmadóttir, framkvæmdastjóri Velferðarsjóðs barna. „Undanfarin vor höfum við gefið íslenskum börnum sumargjöf og gefum nú fyrir um 12 milljónir. Það er mikil þörf fyrir að gera margt hérna heima en það er hægt að gera svo mikið fyrir 18 milljónir í Afríku.“ Ingibjörg segir starfsemina í kring- um ABC-barnahjálpina stórkostlega og hlakkar til samstarfs næstu ára. „Nú er bara að drífa þetta upp!“ Matthew T. Sakeuh, sem nýlega var birt viðtal við í Morgunblaðinu, mun stjórna framkvæmdunum í Líb- eríu. Fyrstu verkefni hans eru að leggja veg að landinu, slá upp skýli fyrir byggingarefni og hefja múr- steinagerð. Velferðarsjóður barna styrkir ABC-barnahjálp um 18 milljónir til uppbyggingar skólastarfs í Líberíu Fá bænasvar frá Íslandi Morgunblaðið/Eyþór Brautryðjendur í Líberíu Guðrún Margrét Pálsdóttir, formaður ABC-barnahjálpar, og Kári Stefánsson, stjórn- armaður í Velferðarsjóði barna, við undirritunina í húsakynnum Íslenskrar erfðagreiningar í gær. Eddufelli 2 Bæjarlind 6 sími 557 1730 sími 554 7030 Stutt pils Opið mán.-fös. kl. 10-18, lau. kl. 10-16 Opið virka daga frá kl. 10-18 laugardaga frá kl. 10-16 • Engjateigur 5 • Sími 581 2141 Léttir sumarkjólar og pils Glæsilegt úrval af bolum og toppum Glæsilegt úrval af kvartbuxum iðunn tískuverslun Laugavegi, s. 561 1680 Kringlunni, s. 588 1680 Skráning stendur yfir SUMARNÁMSKEIÐ UM HJÓNABAND OG SAMBÚÐ Í HAFNARFJARÐARKIRKJU Upplýsingar og skráning á thorhallur.heimisson@kirkjan.is og í síma 891 7562 • Samskipti hjóna. • Aðferðir til að styrkja hjónabandið. • Orsakir sambúðarerfiðleika. • Leiðir út úr vítahring deilna og átaka. • Ástina, kynlífið, hamingjuna og börnin. Á námskeiðunum er m.a. fjallað um: 10.000 þátttakendur frá árinu 1996. Leiðbeinandi á námskeiðinu er sr. Þórhallur Heimisson. Hverafold 1-3 (hjá Nóatúni), sími 562 6062 Troðfull búð af nýjum vörum frá 20% afsláttur af öllum vörum frá Opið hús í dag frá 14:00 til 17:00 uppl í síma 866-9954              ! " # $$   % &' %$ & % ($%  &) *'  & ) &'  )  + & %%* $  $$ , 866 9954 ) - & ./% , / 0%$ %* 1''$ 2 % &' 34 5  ) *' %)6 % $ Víðibrekka 11-13 Landssambandsþing sjálfstæðiskvenna 26. landssambandsþing sjálfstæðiskvenna verður haldið mánudaginn 21. maí í Valhöll, Háaleitisbraut 1, kl. 20.00. Fundurinn er opinn öllum sjálfstæðiskonum. Dagskrá: • Stjórnmálaviðhorfið • Venjuleg aðalfundarstörf • Önnur mál Stjórn Landssambands sjálfstæðiskvenna Fréttir á SMS Útsala 40% afsláttur Iðu-húsinu Lækjargötu 2, sími 552 7682 www.glingglo.is Fréttir í tölvupósti

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.