Morgunblaðið - 19.05.2007, Page 11

Morgunblaðið - 19.05.2007, Page 11
Laugardag kl. 13:30 og 15:00 Eggert Þór Bernharðsson sagnfræðingur og Sveinbjörn Guðbjarnarson, sem er fjölkunnugur um sögu bankans, leiðbeina gestum um sýninguna og svara spurningum þeirra. Sunnudag Eggert Þór Bernharðsson sagnfræðingur og Svein- björn Guðbjarnarson verða á staðnum, leiðbeina gestum og svara spurningum. Eggert Þór segir m.a. frá miðbæjarbrunanum mikla árið 1915 og styðst við líkan sem er sérhannað fyrir Sögusýninguna. Á Sögusýningu Landsbankans er margt markvert að sjá og skoða, ekki aðeins úr bankasögunni heldur eru dregnar upp myndir úr þjóðlífi fyrri tíðar enda saga bankans og þjóðarinnar sam- tvinnuð á ýmsan hátt. Gestum er boðið upp á sögulegan fróðleik í máli og myndum. Leikmyndir og munir frá mis- munandi tímum vitna um ólíkan tíðaranda auk þess sem hljóðsetning, myndbönd, líkön o.fl. setja svip sinn á sýninguna. Á sýningunni má m.a. sjá skrifstofuherbergi frá árinu 1886, nýtt líkan sem sýnir miðbæinn eftir brunann mikla 1915, tækniþróunina allt frá pennastöng til samskiptatækja nútímans og líkan af framtíðarskipulagi miðborgarinnar. Athugið að Sögusýningunni lýkur á morgun, sunnudag. Misstu ekki af tækifærinu til að upplifa þessa einstöku sýningu. Sögusýning Landsbankans Aðalstræti 6 (húsnæði TM). Sími: 410 4300 Opið laugardag og sunnudag kl. 13:00-18:00 Enginn aðgangseyrir – Alltaf heitt á könnunni Landsbankinn 120 ára SÖGUSÝNING Síðasta sýningarhelgin ÍS L E N S K A S IA .I S L B I 37 68 7 05 /0 7

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.