Morgunblaðið - 19.05.2007, Page 16
16 LAUGARDAGUR 19. MAÍ 2007 MORGUNBLAÐIÐ
VIÐSKIPTI/ATHAFNALÍF
! "##$
!"#$%& '(
)
!
")"$!*
"& )
'+*,
" &-%& '(
--#.&%& '(
/%& '(
%)$"$&0-$
1 $+-$(2)34)
5'(6$30-$
/ 0-$4)
&
)
$! $
"&'+'&7'&8&9 :9& 0
;'&
<$"
)3%& '(
=!
) $&%& '(1 ) $3
=!
) $!%& '(
>
&:$
?+$
&?33$3+$8".8$
@$)'".8$
!
)9"'&2)3'8'&) #
"
#
$
1%& $
1+($8:
% ! & '
(
1
$) &7
#$8-$("$
3$
$)0 8A) - 3B
5'()
C
C D
CD
CD
DC E E
C EC
E CE
DD EF
E ED CE
C F
F EF
F EED
D E C
CC FD FE
7
DE C D
7
DD
C E EE
7
F
7
FF
7
GF
FGF
GC
FG
EGC
EG
DFGE
DGC
FG
FFG
GD
FDG
G
DGF
G
DGE
DGD
DEG
G
EG
G
EGC
FG
GD
GF
GE
FEG
GC
FG
EGC
EG
DFGC
DEG
FG
CG
G
FDG
GC
DGC
G
DGF
DGDE
DEG
GE
GC
FGD
DG
DG
EG
@$8-$("$A-&H'+
1 I"'3'&)$"$ :.) $
#$8-$("
E
D
D
F
D
E
7
7
7
D
7
7
3
"$3
#$8- #
&8
F DE
F DE
F DE
F DE
F DE
F DE
F DE
F DE
F DE
F DE
F DE
F DE
F DE
F DE
F DE
F DE
DE
F DE
DE
F DE
DE
F DE
C DE
F DE
D DE
F DE
DE
● EJS og Skýrr hafa gert sam-
komulag um að sameina hluta af
starfsstöð Skýrr á Akureyri við
starfsstöð EJS í bænum. Starfs-
stöðin verður í eigu EJS og rekin
undir því heiti frá og með 1. júní
næstkomandi. Skýrr hyggst áfram
starfrækja starfsstöð á Akureyri fyrir
það starfsfólk fyrirtækisins er sinnir
þjónustu á sviði hugbúnaðar- og við-
skiptalausna. Fyrirhugað er að
styrkja þá starfsemi Skýrr á Akur-
eyri og fjölga fólki þar í hugbúnaðar-
þróun og tengdri ráðgjöf, segir Þór-
ólfur Árnason, forstjóri Skýrr, í
tilkynningu.
EJS tekur yfir hluta
af Skýrr á Akureyri
SJÓLASKIP hf.
og Samherji hf.
hafa gert sam-
komulag um að
Samherji kaupi
erlenda starf-
semi Sjólaskipa
og tengdra fé-
laga. Þessi félög
hafa gert út 6
verksmiðjuskip og tvö þjónustu-
skip í lögsögu Máritaníu og Mar-
okkó. Sjólaskip eru með höfuð-
stöðvar á Íslandi en með
bækistöðvar á Kanaríeyjum. Skip-
in veiða einkum makríl, hestamak-
ríl og sardínellu. Aflinn er unninn
um borð en skipin eru búin öfl-
ugum vinnslubúnaði og fiskimjöls-
verksmiðjum. Á hverju skipi eru
um eitt hundrað sjómenn.
Þorsteinn Már Baldvinsson, for-
stjóri Samherja, segir að starfsemi
fyrirtækisins erlendis verði nú um
70% af heildarveltunni.
Eftir þessi viðskipti eiga Sjóla-
skip hf. eitt skip, Delta, sem stund-
ar veiðar í landhelgi Marokkó og
landar ferskum fiski til vinnslu þar
í landi.
Samherji
með rekstur
í Marokkó
VEGNA tæknilegra mis-
taka í vinnslu vantaði
hluta af inngangi að
fréttaskýringu um
hausaveiðar, sem var í
síðasta Viðskiptablaði
Morgunblaðsins. Birtist
inngangurinn hér á ný,
um leið og beðist er vel-
virðingar á mistökunum:
„Síðustu ár hafa orðið
miklar breytingar á fjár-
málamarkaðinum hér
heima. Fjármálafyrir-
tæki hafa ekki aðeins
stækkað heldur hefur þeim líka
fjölgað og þar með hefur eftirspurn
eftir hæfu starfsfólki á þeim vett-
vangi aukist. Eins og vill verða, þeg-
ar eftirspurn eftir þeim hæfustu er
meiri en framboðið, er óhjákvæmi-
legt að farið sé að bítast um það sem
talið er besta fólkið. Innan fjár-
málageirans eru hausaveiðar sagðar
hafa skilað sér í launaskriði sem
veldur því að sumir tala um laun í
fjármálaheiminum á móti launum í
hinu venjulega vinnumarkaðs-
umhverfi.“
Inngangur að hausaveiðum
ÞETTA HELST ...
● HLUTABRÉF hækkuðu í verði í ís-
lensku OMX-kauphöllinni í gær. Úr-
valsvísitalan hækkaði um 0,16%
og er 7993 stig. Bréf Straums
Burðaráss hækkuðu um 1,95% og
bréf Exista um 1,53%.
Gengi íslensku krónunnar veikt-
ist um 0,17% í fremur dræmum
viðskiptum í gær. Gengi Banda-
ríkjadollars er nú 63,14 krónur,
gengi breska pundsins er 124,73
krónur og gengi evrunnar er 85,28
krónur.
Hækkun í kauphöllinni
● BAUGUR
Group hefur auk-
ið við hlut sinn í
danska fast-
eignafyrirtækinu
TK Develop-
ment, en Baugur
keypti í gær
293.000 hluti í
danska félaginu.
Nemur eignarhlutur Baugs í TK
Development því nú um 1,7 millj-
ónum hluta, eða um 6% af heildar-
hlutafé félagsins og er Baugur í
kjölfarið orðinn stærsti hluthafinn.
Gengi bréfa TK Development var
í gær 135 danskar krónur, sem
þýðir að eignarhlutur Baugs er um
230 milljóna danskra króna virði,
eða um 2,6 milljarða íslenskra
króna.
Baugur eykur við sig
í TK Development
Eftir Bjarna Ólafsson
bjarni@mbl.is
AÐILAR á markaði virðast horfa já-
kvæðum augum til hugsanlegrar rík-
isstjórnar Sjálfstæðisflokks og Sam-
fylkingar, en markaðurinn tók
fréttum af stjórnarmyndunarvið-
ræðum flokkanna með ró í gær.
Í samtali við Morgunblaðið sagði
Björn Rúnar Guðmundsson, for-
stöðumaður greiningardeildar
Landsbankans, að frammistaða
markaðanna í gær væri líklega vís-
bending um að markaðsaðilar væru
ekki með miklar áhyggjur vegna
stjórnarskiptanna. „Nær engar
sviptingar voru á hlutabréfa- og
skuldabréfamörkuðum í gær og
sömu sögu má segja af gjaldeyris-
markaðnum, sem er viðkvæmari en
hinir tveir fyrir breytingum á fram-
tíðarvæntingum,“ segir Björn.
Svipuð skattastefna
Ásgeir Jónsson, forstöðumaður
greiningardeildar Kaupþings, segist
ekki gera ráð fyrir því að stjórnar-
skiptin muni hafi mikil langtímaáhrif
á markaðina. „Það ríkir sátt í sam-
félaginu um ákveðin atriði í efna-
hagslífinu og staða hins frjálsa
markaðar nokkuð traust og í raun
óháð því hvaða flokkar fara með
stjórnina.“ Segist hann búast við því
að stjórn Sjálfstæðisflokks og Sam-
fylkingar verði með svipaða skatta-
stefnu og verið hefur, enda hafi það
sýnt sig að lægri skattar á fyrirtæki
hafi skilað meiri tekjum til ríkis-
sjóðs. „Þá verður að horfa til þess að
mörg fyrirtæki, sem orðin eru al-
þjóðleg, eru enn með höfuðstöðvar
sínar hér á landi vegna hagstæðra
aðstæðna og lagaumhverfis.“
Í Morgunkorni greiningardeildar
Glitnis í gær sagði að stjórn flokk-
anna tveggja myndi líklega reynast
fjármálamörkuðum nokkuð hagfelld.
„Ólíklegt er að skattar á fyrirtæki
eða fjármagnstekjur verði hækkaðir,
eða þrengt að atvinnulífinu með stíf-
ara regluverki.“ Þá segir í Morgun-
korninu að báðir flokkar hafi auk
þess haft uppi hugmyndir um aukinn
einkarekstur og einkavæðingu.
„Í heild ætti þó myndun hinnar
nýju stjórnar að hafa róandi áhrif á
markaði, þar sem einhverjir mark-
aðsaðilar hafa verið smeykir um að
fram gæti komið stjórnarmynstur
sem reynast myndi fjármálamörkuð-
um óþægur ljár í þúfu.“
Stjórnin fjármála-
mörkuðum hagfelld
Morgunblaðið/Ómar
Falla í kramið Mörgum markaðs-
aðilum hugnast stjórn Sjálfstæðis-
flokks og Samfylkingar.
HÁIR vextir á næstu misserum við-
halda áhuga fjárfesta á vaxtamun-
arviðskiptum með íslensku krónuna,
sem leiðir til gengisstyrkingar.
Kemur þetta fram í skýrslu grein-
ingardeildar Landsbankans um
gengi krónunnar. Segir þar að hæg
aðlögun hagkerfisins að jafnvægi nái
ekki að vega upp á móti áðurnefndri
styrkingu.
Gengi krónunnar hefur styrkst
með afgerandi hætti frá áramótum
og mun hraðar en greiningardeild
Landsbankans átti von á. Gengisvísi-
talan stóð í 127,9 stigum um áramót-
in en er nú komin í um 115 stig. Hef-
ur gengi krónunnar því styrkst um
rúm 11% á rúmum fjórum mánuðum.
Ný jöklabréf
„Helstu skýringar á þessari þróun
eru að nýr kraftur hefur færst í út-
gáfu jöklabréfa, það sem af er ári
hafa samtals verið gefin út jöklabréf
að upphæð 156 milljarða króna en
hrein útgáfa nemur 107 milljörðum
króna. Líkt og í fyrri útgáfuhrinum
hefur afleiðingin verið þrýstingur á
gengið til styrkingar. Þessu til við-
bótar hafa væntingar um vaxtaþróun
breyst þar sem nú er almennt gert
ráð fyrir því að Seðlabankinn lækki
ekki vexti fyrr en í fyrsta lagi í lok
þessa árs.“
Segir í skýrslunni að hagvísar síð-
ustu mánaða bendi til þess að full
þörf sé á áframhaldandi aðhaldi í
peningamálum. Þetta eigi ekki hvað
síst við um fasteignamarkaðinn, sem
sé að taka við sér á nýjan leik, auk
þess sem enn dragi úr atvinnuleysi.
Tölur um þróun utanríkisviðskipta
gefi þó til kynna að viðsnúningur til
hins betra hafi þegar átt sér stað.
Það sé því fyrirsjáanlegt að vaxta-
munur verði áfram umtalsverður og
viðhaldi áhuga erlendra fjárfesta á
að stunda vaxtamunarviðskipti með
íslensku krónuna.
„Við þessar aðstæður getur fátt
komið í veg fyrir að gengisstyrking
krónunnar haldi áfram þó svo að bú-
ast megi við töluverðum sveiflum í
báðar áttir,“ segir í skýrslunni.
Áhrif hárra vaxta á gengi krónunnar
Spá áframhald-
andi styrkingu
EKKERT lát virðist ætla að verða á
yfirtökum og samþættingu á mörk-
uðum heimsins. Nú hefur bandaríski
hugbúnaðarrisinn Microsoft greitt
um 378 milljarða króna fyrir aQuan-
tive, fyrirtæki sem sérhæfir sig í
netauglýsingamiðlun. Markmið kaup-
anna er einmitt að styrkja starfsemi
Microsoft á sviði netauglýsinga og má
ætla að þar sjái fyrirtækið mikla
vaxtarmöguleika því kaupverðið er
nær tvöfalt markaðsvirði aQuantive.
Samkvæmt fréttaveitunni Bloom-
berg eru kaupin svar Microsoft við
kaupum Google á einum helsta keppi-
naut aQuantive, DoubleClick, sem til-
kynnt var um í apríl en verðmæti
þeirra viðskipta er um 195 milljarðar
króna.
Vöxtur Google á undanförnum ár-
um hefur verið mörgum upplýsinga-
tæknifyrirtækjum þyrnir í augum og
eru Microsoft og Yahoo þar mest
áberandi.
Undanfarin misseri hefur Yahoo
þurft að lúta í lægra haldi fyrir
Google þegar kemur að yfirtökum, en
Yahoo hafði einnig hug á að kaupa
DoubleClick. Að því djásni horfnu
þurfti Yahoo að láta sér nægja fyrir-
tækið Right Media, sem er umtals-
vert smærra en DoubleClick.
Reuters
Kaupir aQuantive
ATORKA Group hefur gengið frá
sölu á vörustjórnunarfyrirtækinu
Parlogis hf. sem verið hefur í eigu fé-
lagsins frá árinu 2002. Parlogis sér
um vörustjórnun og dreifingu fyrir
fjölda fyrirtækja sem framleiða og
markaðssetja lyf og aðrar vörur
tengdar heilbrigðisgeiranum.
Kaupandi er eignarhaldsfélagið
Parlo en Guðný Rósa Þorvarðardótt-
ir verður áfram framkvæmdastjóri
félagsins.
Nýir eigendur Parlogis reka með-
al annars Transport toll- og flutn-
ingsmiðlun ehf. og DM Logistics
sem einnig starfa á vörustjórnunar-
markaði. Félögin verða rekin áfram
sem sjálfstæðar einingar með
óbreyttu sniði.
Atorka sel-
ur Parlogis
● YFIRTÖKUTILBOÐI Glitnis í alla
hluti og kauprétti í finnska fjár-
málafyrirtækinu FIM Group Corp-
oration er lokið. Samkvæmt
bráðabirgðaniðurstöðum yfirtöku-
tilboðsins hafa hluthafar í FIM sem
fara með 30,05% prósent hluta og
atkvæða í félaginu gengið að til-
boðinu og er hlutafjáreign Glitnis í
FIM samkvæmt því 98,16%. Auk
þess samþykktu allir kaupréttar-
hafar tilboðið.
Yfirtöku Glitnis á
FIM Group lokið