Morgunblaðið - 19.05.2007, Síða 24

Morgunblaðið - 19.05.2007, Síða 24
daglegt líf 24 LAUGARDAGUR 19. MAÍ 2007 MORGUNBLAÐIÐ að vinna á sínu sviði í Bandaríkjunum. Fyrir þetta merka starf var Anna Kissel- goff sæmd íslenzku Fálkaorðunni fyrir nokkrum árum. Það er athyglisvert að kynnast því hvernig gagnrýnendur á heims- mælikvarða, eins og Anna Kisselgoff, vinna. Milli þeirra Helga Tómassonar voru engin samskipti í 15 ár til þess að enginn gæti sagt að vinátta á milli þeirra hefði áhrif á skrif hennar og umfjöllun um sýn- ingar, sem hann dansaði í. Það er erfiðara fyrir gagnrýn- endur í okkar litla samfélagi að vinna á þann veg. Það var vel til fundið hjá Listahá- tíð að bjóða Önnu Kisselgoff hingað til lands til þess að kynnast því um- hverfi, sem Helgi Tómasson er sprottinn úr. Hún skrifar enn um ballett, þótt hún hafi látið af störfum sem gagn- rýnandi New York Times. Þessi hógværa kona byggir á mik- illi reynslu og þekkingu. Hún er þriðja kynslóð sinnar fjölskyldu, sem hefur sýnt ballett áhuga. Þessa dagana erstödd hér á landi bandarísk kona að nafni Anna Kisselgoff. Henni var boðið hingað á vegum Listahátíðar og ekki að ástæðu- lausu. Anna Kisselgoff var í áratugi aðal- ballettgagnrýnandi bandaríska stórblaðs- ins New York Times. Raunar má segja að hún hafi borið höfuð og herðar yfir aðra ball- ettgagnrýnendur á Vesturlöndum. Í starfi sínu hjá New York Times fylgdist Anna Kisselgoff með dans- ferli Helga Tómassonar, fyrst sem dansara í New York og síðar sem stjórnanda San Francisco- ballettsins, sem sækir Ísland heim á Listahátíð nú. Morgunblaðið sagði reglulega frá umsögnum Önnu Kisselgoff um þær sýningar, sem Helgi Tómasson dansaði í. Þannig má segja, að ís- lenzka þjóðin hafi fylgzt með ferli Helga Tómassonar í gegnum skrif Önnu Kisselgoff. Þessi athygl- isverða kona hefur því átt mikinn þátt í að opna augu Íslendinga fyrir þeim miklu afrekum, sem Helgi var         víkverji skrifar | vikverji@mbl.is Ég lærði að segja nei ítengslum við uppsetn-ingu þessarar sýningaren það var oft mjög erf- itt,“ segir Guðrún Lilja Gunnlaugs- dóttir sýningarstjóri Magma/ Kvika, sem opnar í dag á Listasafni Reykjavíkur á Kjarvalsstöðum á Listahátíð í Reykjavík. ,,Gróskan er svo mikil í íslenskri hönnun um þessar mundir en heiti sýning- arinnar vísar einmitt til þess mikla sköpunarkrafts sem þar ríkir, hug- myndaauðgi og framkvæmda.“ Þegar gengið er um sali Kjar- valsstaða er óhjákvæmilegt annað en að staldra við marga skemmti- lega hluti. Ósjaldan á skoðandinn í innri samræðum við sjálfan sig: „Hvernig í ósköpunum datt hönn- uðinum þetta eiginlega í hug?“ seg- ir hann við sjálfan sig og svarar: „Þetta er nú sniðugt!“ Stundum finnst honum hönnunin skemmtileg en myndi ef til vill ekki beinlínis hafa hana heima hjá sér. „Þetta myndi hins vegar falla eins rós í vasa hjá Gunnu frænku.“ Það er svo ótalmargt sem kemur á óvart á Kjarvalsstöðum. Eins og teymið sem rekur hönnunarstofuna Karlssonwilker Inc. í New York og hannað hefur þrjár grafískar út- færslur á skó fyrir Puma. Hjalti Karlsson og Jan Wilker heita hönn- uðirnir sem m.a. skrifuðu hvor sína smásöguna á eitt skóparið, skemmtilegar aflestrar. Fjöllum Íslands hefur löngum verið sómi sýndur bæði í myndum og máli en það er óhætt að segja að aldrei fyrr hefur þeim verið lýst á jafn bragðgóðan hátt og í hönnun þeirra Brynhildar Pálsdóttur og Hafliða Ragnarsson, súkku- laðimeistara í Mosfellsbakaríi. Súkkulaðifjöllin, Jökull, Drangar, Stapi og Eldborg eru byggð á ljúf- fengri jarðfræði: Kvikuhólfin eru úr karamellu, bólstrabergið er hnetufylling, hvítt súkkulaðið tákn- ar snjóalögin og dökkt súkkulaði svarta hamra. „Molarnir eru stórir enda er lágmark að fólk finni fyrir því að borða heilt fjall,“ segir hönn- uðurinn Brynhildur í léttum tón. Þetta eru aðeins tvö brot af verk- um rúmlega 80 framsæknustu hönnuða á Íslandi sem taka þátt í Magma/Kvika. Ótalinn er fjöldi þeirra og eins og ætlunin er varpar sýningin ljósi á mikilvægi hönn- unar í umhverfinu. Hver einasti hlutur á sér sögu og samhengi sem sjaldnast er skráð utan á þá. Á sýn- ingunni drýpur af íslenskri hönnun og nýsköpun – eins og súkku- laðifjöllum. Ullarstóll Nýstárlegt en virkar hjá Hildi Helgu Zoega Naumhyggja Skemmtilegt ljós frá Guðlaugu Friðgeirsdóttur og Elle Kunnos. Blómastell Þóra Breiðfjörð nefnir form sín eftir blómum eins og Baldursbrá og Hvönn. Grafísk íþrótt Það er kímni í grafískum út- færslunum á Puma skónum. Morgunblaðið/G.Rúnar Gróska Guðrún Lilja Gunnlaugsdóttir sýningarstjóri Magma/Kvika er ánægð með gróskuna sem er í íslenskri hönnun um þessar mundir. Súkkulaðifjöll á Kjarvalsstöðum Súkkulaðifjöll Íslensk náttúra hefur aldrei verið eins bragðgóð og í hönn- un Brynhildar Pálsdóttur og Hafliða Ragnarssonar.uhj@mbl.is Á KJARVALSSTÖÐUM verður í tengslum við sýninguna Magma/ Kvika starfrækt verslun þar sem kennir ýmissa grasa, sem reyndar sum má finna á sýningunni sjálfri. Margt þar er svo dásamlega ís- lenskt eins og brennivínssokkurinn úr lopanum handa gumum lands og þjóðar, hraunhringurinn, sem er dramatískur á fósturlandsins freyj- um og selshamurinn sem ætti að verja kornabörnin fyrir kuldabola norðursins. Á ættarmótum sumars- ins er svo tilvalið að grípa í hrúta- eða goðaspilin, sigurvegarana má verðlauna, leyfa börnunum að leika sér með leggi og skel í völuskríninu og líta svo endrum og eins tímann, sem bókstaflega hefur verið upp- stoppaður á svalasta tölvuúrinu í sumar. Íslensk hönnun er svo tilvalin í útskriftar- og brúðkaupsgjafir, en boð í slíkar viðhafnir eru árviss við- burður hjá flestum og jafnan sami höfuðverkurinn hvað hæfi nú að gefa af því tilefni. Íslenskt úr- val í Kjar- valsbúðinni Sýningin verður opnuð í Listasafni Reykjavíkur á Kjarvalsstöðum, á Listahátíð í Reykjavík, laugardag- inn 19. maí kl. 16 og stendur til 26. ágúst. Í hádeginu á fimmtudögum verður boðið upp á leiðsögn um sýninguna. ÞAÐ getur vissulega verið gott og heilsusamlegt að fá sér hreinan ávaxtasafa endrum og sinnum. Hinsvegar kemur hreinn ávaxtasafi ekki í staðinn fyrir þá ávaxta- neyslu, sem talin er mannslíkam- anum bæði holl og nauðsynleg. Þrátt fyrir að hreini safinn geti auðvitað verið góður, telja sérfræð- ingar að hann komi ekki í staðinn fyrir hreina ávexti. Það er því enn mælt með því að fólk reyni að inni- byrða að lágmarki fimm ávaxta- og grænmetisskammta á dag til að freista þess að stuðla að góðri heilsu og til varnar langvarandi kvillum á borð við hjartasjúkdóma og krabbamein, að því er segir ný- lega í vefmiðli NBC. Bandarískar neyslukannanir sýna að aðeins innan við fjórðungur Bandaríkjamanna mætir lágmarks- viðmiði um daglega ávaxta- og grænmetisþörf líkamans. Menn hafa því ætlað að bæta úr með því að skella í sig nokkrum glösum af ávaxtasafa yfir daginn. Það hjálpar vissulega og sýnir sig í því að an- doxunarefnin í líkamanum aukast og það minnkar líkur á hjartasjúk- dómum, krabbameini, augn- sjúkdómum og jafnvel elliglöpum. Rannsóknir hafa á hinn bóginn sýnt að í velflestum ávöxtum og grænmeti er andoxunarefnin helst að finna í berki og hýði og ná því ekki að fara í safann, nema að litlum hluta til, þegar hann er pressaður úr hýðislausum ávöxt- unum. Safinn gerir ekki sama gagn Morgunblaðið/Eggert Umbo›s- og sölua›ili Birkiaska ehf. sími: 551 9239 www.birkiaska.is Vali› fæ›ubótarefni ársins 2002 í Finnlandi Minnistöflur

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.