Morgunblaðið - 19.05.2007, Qupperneq 26
lifun
26 LAUGARDAGUR 19. MAÍ 2007 MORGUNBLAÐIÐ
Ég er búinn að fá algjörtógeð á þessum minimal-isma sem virðist vera ráð-andi hér á landi. Ég kann
ekki vel við heimili sem eru hvít og
köld. Ég hef tekið eftir að fólki sem
hingað kemur finnst gott að fá hvíld
frá naumhyggjunni. Því líður vel að
vera innan um allt þetta kraðak hjá
mér,“ segir Sigmar Magnússon sem
býr í pínulítilli íbúð í kjallara á Vest-
urgötunni þar sem hver einasti fer-
sentimetri er vel notaður, hvort sem
það eru veggir eða gólfflötur.
„Þetta eru innan við fjörutíu fer-
metrar en það dugar mér alveg. Hér
hef ég allt sem ég þarf. Vissulega á
ég fullar geymslur af málverkum og
antikmunum, en ég er svo mikið á
fartinni og bý ýmist hér á Íslandi eða
erlendis, þannig að það bíður betri
tíma að koma mér upp varanlegu
heimili.“
Það tekur skemmtilega langan
tíma að skoða allt sem prýðir heimili
Sigmars og nýir hlutir koma stöðugt
í ljós og allt á sína sögu. Allir veggir,
hvort sem það er í svefnrýminu eða á
baðinu, eru þaktir myndum í vegleg-
um römmum og eru það ýmist mál-
verk eða ljósmyndir og hver einasta
þeirra hefur einhverja sögu. Athygli
vekur að þó nokkuð er um myndir af
kóngafólki og öðru fyrirfólki, sem
tónar reyndar ágætlega við kon-
unglegt yfirbragð íbúðarinnar, þar
sem gyllti liturinn er ríkjandi og
gluggatjöldin eru þung og þykk.
Kristján, fyrrum Danakonungur,
sem heimsótti Ísland á sínum tíma
situr hest á stórri mynd sem gefin
var út í tilefni afmælis hans árið
1940. Mónakófurstinn og Grace
Kelly, prinsar, keisarar, íslenskir
forsetar og skáld, og Elísabet Breta-
drottning eiga öll sinn heiðursstað á
veggjum.
„Ég bjó í tíu ár í Bretlandi og þá
gerist það nánast sjálfkrafa að mað-
ur fær áhuga á kóngafólkinu. Auk
þess var ég að vinna á Langham Hil-
ton hóteli, sem er mjög virt hótel
byggt 1863 og aðalsfólkið sækir mik-
ið þangað. Ég var oft að þjóna þessu
fólki í veislum, meðal annars bland-
aði ég Martini fyrir Karl Breta-
prins.“
Sigmar hefur unnið sem þjónn og
veitingastjóri í mörg ár og núna er
hann rekstrar- og veitingastjóri á
nýjum stað sem opnaður verður í
gamla Naustinu um næstu mán-
aðamót. En í hjáverkum kaupir hann
og selur antikmuni, enda er hann
heillaður af gömlum munum og íbúð-
in hans ber þess sannarlega merki.
Sumt kom hann með frá Bretlandi
þegar hann flutti heim fyrir þremur
árum, annað hefur hann keypt á
fornsölum í Íslandi. Sumir hlutir
hafa fengið nýtt hlutverk, til dæmis
er eldgamall tveggja hæða kökud-
iskur inni á baði sem þjónar sem
hirsla undir rakspíra og aðrar snyrti-
vörur.
Og til að kóróna stemninguna ber-
ast frá útvarpinu fréttir á fallegri
bresku, en Sigmar kveikir ekki á
annarri stöð.
Blandaði Martini fyrir Bretaprins
Morgunblaðið/Golli
Konunglegt Sigmar hefur rammað pínulitlu gluggana inn með dragsíðum og íburðarmiklum gluggatjöldum sem gefur íbúðinni allt annan svip. Fyrir of-
an bækurnar hans er árituð mynd af Vilhelm, síðasta keisara Þýskalands og fyrir neðan er síðan stór mynd af Bismarck hershöfðingja.
Nýtt Tölvan hans Sigmars er nán-
ast það eina sem er ekki gamalt
heima hjá honum.
Stóll: Þegar inn er komið á vesturgötunni, þá taka íslensk málverk á móti
gestum og konunglegur stóll.
Gullið ráðandi: Gyðja á gylltri súlu, flúraður spegill og kertastjaki..
Dragsíð þung tjöld fyrir
gluggum, veggir þaktir
myndum og gamlir hlutir
með sögu allsráðandi.
Kristín Heiða Krist-
insdóttir heimsótti heim-
ili á Vesturgötunni þar
sem naumhyggjunni hef-
ur verið úthýst.