Morgunblaðið - 19.05.2007, Síða 27
daglegt líf
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 19. MAÍ 2007 27
EF HEIMILIÐ ÞITT FÆR
EKKI ATHYGLI
EKKI KENNA OKKUR UM
Fáðu frían vörulista í verslun okkar
BoConcept®Íslandi
Faxafeni 8, 108 Reykjavík.
Sími 577 1170 - Faxnúmer 577 1172
www.boconcept.is
Hvar fást húsgögn sem sameina notagildi og frábæra hönnun?
Jú, hjá BoConcept® þar sem við leggjum metnað okkar í að ná fram því besta í öllum
framleiðsluvörum okkar - allt frá heildarhönnun til minnstu smáatriða.
Þú munt einnig sjá að verðið er jafn úthugsað og húsgögnin og aukahlutirnir.
Urban design
Verð 105.655 kr
Hallmundur Kristinsson fylgdistmeð atganginum við myndun
nýrrar ríkisstjórnar, þar sem
brúnin var þung á framsóknar-
mönnum:
Hjá framsóknarmönnum var hiti í
heyinu.
Hitnaði Jóni og viðræðum sleit.
Þá var nú hundur í Guðna karlgreyinu
sem gelti og urraði og klóraði og beit.
Frjálslyndi flokkurinn hafði
raunar boðið fram krafta sína til að
ríkisstjórnin héldi. Hjálmar
Freysteinsson sér skemmtilegu
hliðina á þeirri þróun:
Er þraukaði stjórn við þunga nauð
þrotið var afl og kraftur,
góðhjartaður Guðjón bauð
að gefa þeim sleggjuna aftur.
Limra barst frá karli af
Laugaveginum:
Löng var setan, lítið fjör,
lúið tryggðabandið.
Ingibjörg með bros á vör
býður Geir í dansinn snör,
Guðni segir: „Loft er lævi blandið.“
Friðrik Steingrímsson í
Mývatnssveit orti:
Heldur er nú Framsókn fúl
Frjálslyndir og Vinstri grænir.
Ingibjörg svo ofsa kúl
með ástarsvip á Haarde mænir.
Erlendur Hansen á Sauðárkróki
sendir inn vísu með yfirskriftinni:
„Til Evrópu agenta!“
Allt er landið einskis virt
út við norðurhjara
Schengen hefur svæðið girt
sekir koma og fara?
Annars má ýmislegt um
stjórnarsamstarf segja. Sigurður
Björnsson, trésmiður á Seyðisfirði,
hafði ekki mikla trú á því:
Stjórnarkænan mastramjóa
mjakast út á hlið.
Þegar einn vill áfram róa
annar leggur við.
VÍSNAHORNIÐ
Sleggja og
Framsókn
pebl@mbl.is
Hér í Skagafirði er allt að færast í eðlilegt horf
eftir kosningarnar, lömbin leika sér á ört
grænkandi túnunum, folöldin skoppa léttfætt á
eftir mæðrum sínum, krían er komin og skól-
arnir eru senn hvað líður að verða búnir, öllum
prófum að verða lokið og eftir eru aðeins útivist-
ardagar, skólaferðir og annað það sem fylgir
vordögunum.
Flest ummerki eftir aurskriðurnar sem féllu í
gamla bænum fyrr í vor eru horfin eða að
hverfa, aðeins eru eftir djúp gapandi sár í Nöf-
unum, sem sjálfsagt verða seint grædd eða
hverfa. Ótrúlegt hvílík heppni það var, að engin
slys urðu á fólki þegar ósköpin dundu yfir.
Þá hafa verktakarnir sem eru að vinna í end-
urbyggingu vegarins yfir Þverárfjall hafist
handa við síðasta spölinn sem eftir var og lenti
utan útboðs, en gengið hefur verið frá samn-
ingum um lok þessarar endurbyggingar og virð-
ist sem jafnvel nú um mitt sumar verði þessi
mikla samgöngubót orðin eins og gert er ráð
fyrir, en hún styttir leið okkar Sauðkrækinga til
nágranna okkar í vestri og suðri um tæpa fjöru-
tíu kílómetra.
Stutt er í að gólfið á brúna yfir Gönguskarðs-
ána verði steypt og ætti þá að vera unnt að fara í
vegtenginguna frá brúnni og inn í bæinn.
Mikil umsvif eru á hafnarsvæðinu, þó að flutn-
ingaskipin séu nánast
hætt að koma hér inn á
fjörðinn þá koma þó
togararnir stöðugt og
færa björg í bú, og enn
róa trillukarlar þó
þeim fari fækkandi.
Hið nýja vísindasetur
Verið, þar sem í sam-
starfi eru m.a. Hóla-
skóli – háskólinn á Hól-
um, Fisk Seafood og
Matís hefur þegar sprengt utan af sér það hús-
rými sem það hefur til afnota á hafnarsvæðinu.
Fyrirsjáanlegt er að öll aðstaða til rannsókna og
vísindastarfa er aðþrengd og byggja þarf nýjar
og stórar kæli- og frystigeymslur.
Vegna þessa er því með ólíkindum að sveit-
arstjórn skuli hafa heimilað byggingu bíla-
verkstæðis á einum
besta stað á hafnarsvæð-
inu, þar sem ætla má að
öll sú matvæla-
framleiðsla sem á svæð-
inu er þarfnist alls rýmis
sem á Eyrinni finnst og
líklega gott betur ef
fram heldur sem horfir.
Sjúkrahúsið á Sauð-
árkróki hélt á dögunum upp á eitthundrað ára
afmæli sitt með samkomu og sýningu í Gamla
spítalanum. Þar má skoða hluta hússins sem
færður hefur verið í það horf sem var, á síðustu
öld, ásamt tækjum og tólum sem þeir snillingar
sem gættu lífs og lima Skagfirðinga á þeirri tíð
notuðu. Hefur aðsókn að sýningunni verið góð,
en hún verður opin fram undir næstu mán-
aðamót.
Gamli spítalinn á Sauðárkróki.
SAUÐÁRKRÓKUR
Björn Björnsson fréttaritari
Ljósmynd/Björn Björnsson
AUGLÝSINGADEILD
netfang: augl@mbl.is eða sími 569 1111