Morgunblaðið - 19.05.2007, Qupperneq 29
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 19. MAÍ 2007 29
Eftir Bergþóru Jónsdóttur
begga@mbl.is
Hann er hispurslaus,raunsær, talar hreintút, og er bless-unarlega laus við til
tilgerðarhógværðina sem hrjáir
marga listamenn.
Nei, Dimitri Hvoro-
stovsky er ekki feiminn
við að tala um vinsæld-
ir sínar og velgengni,
og engum þarf að
blandast hugur um að
innstæða sé fyrir slíku
tali hjá söngvara sem
nýtur jafnmikilla vin-
sælda og hann. Hvoro-
stovsky er einfaldlega
einn allra besti bari-
tonsöngvari samtím-
ans.
Nú er hann kominn
hingað með eistneska
píanóleikaranum Ivari
Ilja, og flytur okkur
rússnesk sönglög, þar á
meðal hina gríð-
arfallegu Söngva og
dansa dauðans eftir
Mússorgskí. Og við er-
um sannarlega heppin,
því þótt Hvorostovsky
sé eftirsóttur og gríð-
arvinsæll óperusöngv-
ari, þá finnst honum
ekki síðra að syngja á
einsöngstónleikum, þar
sem nándin milli tón-
listar flytjenda og
áheyrenda er miklu meiri.
Líður eins og ég sé risaeðla
„Þótt óperan og stærri tón-
leikar hafi yfirtekið söngferil
minn, þá reyni ég alltaf að eiga
einhvern tíma afgangs fyrir ein-
söngstónleika, þótt ekki sé nema í
örfá skipti á ári. Mér finnst
ómögulegt að þetta skuli hafa
æxlast svona, en staðreyndin er
nú bara sú, að ljóðatónlistin geld-
ur þess að tónleikahús hafa æ
minna fé til tónleikahalds, og það
er meiri áhætta fyrir þau að bjóða
upp á ljóðatónlist heldur en aðra
vinsælli tónlist. Fólk er ekki eins
spennt fyrir ljóðatónleikum í dag
og áður var, en það er ekki bara
það. Það eru æ færri listamenn
sem nenna að leggja það á sig að
eiga í handraðanum prógramm
fyrir einsöngs- eða einleiks-
tónleika. Mér líður stundum eins
og ég sé risaeðla í þessari grein
tónlistarinnar, því ég er einn
fárra óperusöngvara sem vilja
halda fast í þá hefð að vera jafn-
vígir á ljóðasönginn.“
Hvorostovsky talar um kreppu
klassísku tónlistarinnar; hljóm-
sveitir og tónleikahaldarar veðji
miklu frekar á viðburði sem hafa
skemmtunina að leiðarljósi; list-
rænt gildi og listræn upplifun sé í
öðru sæti. „Þetta á bæði við um
Bandaríkin og Evrópu. Framlög
til menningar og lista eru stöðugt
að minnka, og úrræðið sem tón-
leikahaldarar hafa er að tjalda því
sem víst er að selst vel.“
Hvorostovsky er hvorki mærð-
arlegur né tregafullur þegar hann
talar um þetta – svona er einfald-
lega raunveruleikinn. En samt
sem áður kveðst hann ætla að
standa áfram föstum fótum í
hefðinni, og kallar það glæp, ef
ljóðasöngurinn liði undir lok.
„Já, það væri glæpur af verstu
sort. Það sem ég geri er að halda
mínu striki og syngja einsöngs-
tónleika þegar ég mögulega get.
Hitt er svo annað mál, að ég fæ
stöðugt spennandi og áhugaverð
hlutverk í óperunni að glíma við,
og það er það sem ég lifi fyrir. Ég
neita því ekki að ég er eftirsóttari
sem óperusöngvari en ljóðasöngv-
ari. En vissulega er hægt að sam-
ræma þetta tvennt.“
En hvers má sín lítið lag, and-
spænis sívinsælum óperuaríum?
„Það er nú það. Sönglagið er
svo sterkt í mannskepnunni – þetta
er hefð okkar allra – alls staðar. Og
klassísku tónskáldin, – líka óp-
erutónskáldin, sömdu lítil falleg
lög, sem hafa glatt fólk óendanlega.
Það er undir okkur sjálfum komið
hvernig við geymum þennan arf og
hvernig við höldum honum lifandi.
Einsöngstónleikar eru fyrir mig
eins konar tilraunastofa, þar sem
ég get reynt mig við ýmislegt í
túlkun og tækni sem kemur að not-
um á óperusviðinu. Ég hef aldrei
nokkurn tíma reynt að fela þetta,
og vil hafa tónleika mína sem eins
konar one man show – „svona geri
ég“. Á einsöngstónleikum hefur
maður miklu meira svigrúm til að
bæta sig, til að impróvisera og til
að þroskast. Þessi seigla í mér
snýst því líka um faglega forvitni
mína, um það hvers ég er megn-
ugur, en auðvitað snýst þetta þó
fyrst og fremst um ánægjuna af því
að syngja fyrir fólk. Ég er þekktur
um allan heim, fólk þekkir nafn
mitt og ég er vinsæll. Það gefur
mér tækifæri til að vera sá sem ég
vil vera, hvað varðar val á verk-
efnum.“
Reynir á liti og skugga
Hvorostovsky kveðst hafa mikla
ánægju af því að undirbúa ein-
söngstónleika, og sá undirbúningur
geti verið allt öðruvísi fyrir röddina
en að undirbúa óperuhlutverk. „Í
ljóðasöngnum þarf að láta reyna á
fleiri liti, skugga í röddinni og yf-
irtóna. Í óperuhúsi þarf allt að vera
margfalt stærra í sniðum – líka
röddin. Í ljóðunum er túlkunin
náttúrlegri; þú getur hvíslað þegar
það á við og öskrað ef ljóðið krefst
þess. Þú þarft ekki eingöngu að
hugsa um að í þér heyrist gegnum
hljóm kórs og stórrar hljóm-
sveitar.“
Hvorostovsky segir mikinn mun
á áheyrendum eftir því hvers konar
hefðir og menningu þeir eru aldir
upp við, og kveðst ímynda sér að í
norðrinu á Íslandi séu áheyrendur
svalari og rólegri en til dæmis á
Spáni eða á öðrum heitum stöðum.
„En ætli þetta velti nú samt ekki
fyrst og síðast á söngvaranum, og
hvernig honum tekst að kynda
mannskapinn með list sinni. En
það er nú samt sama hvert maður
fer. Það er alltaf fyrsta verkefni
listamannsins á tónleikum að skapa
traust, skapa stemningu, skapa
tengslin við salinn og þetta er mjög
ögrandi verkefni. Þetta er enn mik-
ilvægara á stöðum sem maður hef-
ur sjaldan eða aldrei heimsótt áð-
ur. Þarna er ábyrgð listamannsins
mikil,“ segir Dimitri Hvorostovsky.
Tónleikar eru
tilraunastofa
Dimitri Hvorostovsky Sönglagið er
svo sterkt í mannskepnunni – þetta
er hefð okkar allra – alls staðar.
Þeir segja réttilega, að mesta púðr-
ið fari í það hjá þeim þessa dagana
að beina spjótum sínum og reiði að
Sjálfstæðisflokknum. Menn þurfi
einfaldlega að fá að blása. Síðan
taki við ákveðið sorgarferli þar sem
framsóknarmenn sleikja sárin. Það
verði upphafið að nýju tímabili hjá
Framsókn.
Flokksmenn og forysta Fram-
sóknar viti sem er að flokkurinn
fékk herfilega útreið í kosning-
unum og tapaði fimm þingsætum.
Flokkurinn verði bara að horfast í
augu við þá staðreynd, hvort sem
útkoman hafi verið verðskulduð eða
ekki. Vart þarf að geta þess að
framsóknarmenn telja að útreiðin
hafi verið óverðskulduð.
Flestir viðmælendur úr Fram-
sókn líta þannig á að nýtt tímabil sé
nú að hefjast hjá Framsókn-
arflokknum; tímabil í stjórnarand-
stöðu, eftir 12 ára stjórnarsetu, þar
sem þau verkefni munu blasa við
nýrri flokksforystu að fara í gagn-
gera naflaskoðun og endurskoðun.
Forystan þurfi fyrst og fremst að
efla flokksstarfið um land allt,
byggja upp sjálfstraust flokks-
manna, leita nýrra leiða og
áherslna til þess að efla stuðning
við flokkinn í þéttbýli, án þess að
vanrækja sín sterkustu vígi, dreifð-
ari byggðir landsins.
Framsóknarmenn, sama hvar í
flokki þeir standa, virðast gera sér
fulla grein fyrir því að þeir eiga líf-
róður fyrir höndum því flokkur sem
ekki nær neinu fylgi í þéttbýlinu
hér á suðvesturhorninu, hann eigi
enga framtíð fyrir sér.
varaformaðurinn, Guðni Ágústsson
einfaldlega við formennskunni og
situr sem slíkur fram að flokks-
þingi. Þetta hugnast Siv engan veg-
inn því með því að sitja sem for-
maður í ákveðinn tíma, þá mun
Guðni, að flestra mati, styrkja
stöðu sína mjög fyrir formannskjör.
Hann er af flestum talinn standa
sterkast að vígi sem formann-
skandídat Framsóknar þótt einnig
sé rætt um aðra kandídata.
Staða Sivjar er engan veginn
jafnsterk í dag og hún var fyrir
flokksþingið í fyrra. Hún er nú 10.
þingmaður Suðvesturkjördæmis,
með lélega kosningu; hún verður
ekki ráðherra þegar flokksþing
kemur saman, líklega seint í haust
eða snemma vetrar; og það hefur
kvarnast talsvert úr stuðnings-
mannaliði hennar og hún átt í erj-
um við framsóknarmenn innan eig-
in kjördæmis, samkvæmt
heimildum Morgunblaðsins. Til
dæmis sneri hennar gamli aðstoð-
armaður, Einar Sveinbjörnsson,
baki við henni.
Fleiri kandídatar nefndir
Þá eru til framsóknarmenn sem
telja að hvorki Guðni né Siv eigi að
taka við formennsku í Framsókn-
arflokknum. Nú þurfi nýtt blóð,
nýja forystu. Er þá m.a. rætt um
Birki Jón Jónsson, sem einhverjir
telja sig sjá framtíðarforingja í og
vilja að Jón segi ekki af sér á mið-
stjórnarfundinum heldur sitji fram
að flokksþingi. Telja þeir að hægt
væri að nota tímann fram að því til
þess að undirbúa Birki fyrir slíkan
slag. En, frómt frá sagt, telur sú
sem þetta ritar að talsmenn þessa
séu afar fáir, og að slíkar hug-
myndir hafi fallið í grýttan jarðveg,
að ekki sé meira sagt. Fullyrt er að
Jón Sigurðsson muni aldrei ljá máls
á slíkum millileik.
Naflaskoðun og reiðilestur
Einnig hefur nafn Valgerðar
Sverrisdóttur verið orðað og það
nefnt að hún, sem vann ákveðinn
varnarsigur í sínu kjördæmi, ætti
að standa mun betur að vígi en Siv.
Ekki er þó talið líklegt að Val-
gerður hafi hug á að sækjast eftir
formennsku, þótt það sé ekki held-
ur útilokað.
Framsóknarmenn eru flestir
raunsæir og í ágætu jarðsambandi.
hennar
ekið mið
ókn best
nnar
gefnu að
Fram-
ja af sér
fundi
dinn eigi
að halda
r að
stjórn-
ekki kjöri
engan
ann var
stjórn og
áli um
ekki
aður.
eifingar
þar sem
un nokk-
sig fram
Ágústs-
ður næst
komin á
ingi. En
ón segir
þá tekur
dóttir
fyrir
engan
og
amt að
» Birkir Jón JónssonSumir sjá framtíð-
arforingja í Birki
og vilja að Jón sitji
áfram enn um hríð.
Framsókn
Morgunblaðið/Sverrir
þau Jón Sigurðsson og Siv Friðleifsdóttir eftir að Jón var kosinn formaður Framsókn-
ur að teljast að annað slíkt faðmlag þeirra tveggja sé í kortunum.
Í HNOTSKURN
»Jón Sigurðsson mun segjaaf sér formennsku á mið-
stjórnarfundi Framsóknar í
júní.
»Guðni Ágústsson, varafor-maður mun taka við for-
mennsku fram að flokksþingi
Framsóknarflokksins.
»Framsóknarmenn eru æfirút í Sjálfstðisflokkinn og
tala um trúnaðarbrest.
»Reiði Framsóknar beinistfyrst og fremst að Þorgerði
Katrínu Gunnarsdóttur.
»Framsókn telur að það hefðiverið gerlegt, en erfitt að
halda stjórnarsamstarfi áfram.
»Um hríð efaðist Framsóknum að Barni Harðarson
myndi ekki hlaupa út undan
sér. En þær efasemdir hurfu.
»Fullyrt er að Siv Friðleifs-dóttir sé komin á fulla ferð í
að undirbúa þátttöku í for-
mannsslag Framsóknar.
» Valgerður Sverrisdóttir
Hún vann ákveðinn
varnarsigur og gæti ef
hún vill blandað sér í
formannsslaginn.
mennsku á miðstjórnarfundi í júní
na í Framsókn milli Guðna og Sivjar
» Bjarni HarðarsonVar alltaf andvígur
áframhaldandi stjórn-
arsamstarfi við Sjálf-
stæðisflokk, en lofaði
stuðningi.