Morgunblaðið - 19.05.2007, Side 32
32 LAUGARDAGUR 19. MAÍ 2007 MORGUNBLAÐIÐ
UMRÆÐAN
Á FYRSTA áratug 20. aldar
markaði ungmennafélagshreyf-
ingin sín fyrstu spor í sögunni.
Fyrsta ungmenna-
félag landsins var
stofnað á Akureyri 7.
janúar 1906 og fyr-
irmyndin var sótt til
æskufólks í Noregi.
Hin nýja vakning
fékk afar góðar við-
tökur og breiddist
hratt út um byggðir
landsins. Fyrsta ung-
mennafélagið í A-
Skaft. var stofnað í
Nesjahreppi 27. jan-
úar 1907 og á því nú
um þessar mundir
100 ára afmæli.
Ávallt þarf nokkuð
til þess að halda utan
um félagsskap, svo að
hann lifi af og njóti
sín í nokkra áratugi,
hvað þá um eina öld.
Það er afrek. Fyrsti
formaður Ungmenna-
félagsins Mána var
Bjarni Guðmundsson
f.1886, síðar kaup-
félagsstjóri á Höfn,
formaður ti1 1910.
Hann var í skóla á
Akureyri og hefur orðið vitni að
stofnun ungmennafélagsins þar.
Hjalti Jónsson, f.1884, var formað-
ur árin 1910-1925. Í lok stofnfund-
arins 1907 flutti hann félögum sín-
um kvæði. 1. og 4. erindi hljóða
svo:
Vér erum ungir, lífið lítið þekkjum
og lítum naumast á þess dökku hlið.
Vort æskufjör er engum bundið hlekkj-
um,
og oss til dáða hvetur fram á við.
Það hvetur oss að elska fósturlandið
og á þess framtíð glæðir vora trú.
Það fremur öðru treystir tryggðabandið,
sem tengir hér í dag vér erum nú.
Látum nú bilbug aldrei á oss finna
þótt erfiðleikar séu á vorri leið,
en munum að vér ætlum þá að vinna
og í því trausti byrjum þetta skeið.
Og á þeim líka unnið bug vér getum
ef eindreginn og sterkur viljinn er.
Svo áfram djarft með heilum huga fet-
um
og hinu setta marki náum vér.
Þeir þættir sem haldið hafa
Ungmennafélaginu Mána síungu í
heila öld eru meðal annars leik-
listin, sem verið hefur drjúgur
þáttur allt frá stofnun félagsins,
ásamt hvers kyns íþróttaiðkunum,
þar sem frjálsar
íþróttir hafa lengst af
verið stærsti þátt-
urinn. Þar hefur hver
kynslóðin tekið við af
annarri. Stephan G.
segir svo í ljóði:
„Aldrei deyr úr sögu
sigurvon sem á stöð-
ugt nýjan mann í
skarðið.“
Ef fólkið hér í
byggðarlaginu eignast
stöðugt nýja ein-
staklinga í skarðið,
sem láta ekki merkið
falla, fremur bæta við
eins og sannast núna
á afmælisárinu með
áhrifamikilli upp-
færslu Ingunnar
Jensdóttur á Fiðl-
aranum á þakinu, þar
sem mörg ný andlit
verma huga áhorf-
enda, mun aldrei
deyja sigurvonin úr
sögu þess.
Það var mikil eft-
irvænting í loftinu í
salnum í Mánagarði sunnudags-
kvöldið 4. febrúar s.l. þegar sýning
Leikhóps Mána og Leikfélags
Hornafjarðar var að hefjast. Eft-
irvæntingin var ef til vill hjá sum-
um blandin örlitlum ótta og spurn.
Var hægt að koma slíku stórvirki
fyrir á litla sviðinu í sveitaleikhús-
inu, með litlu af þeim nútíma-
tæknibúnaði sem stóru leikhúsin
ráða yfir? Var hægt að safna sam-
an í fremur fámennu samfélagi
tugum hæfileikafólks, sem væri
tilbúið að leggja á sig í launalausri
eftirvinnu og næturvinnu allt það
erfiði sem slíku fylgir? Voru Horn-
firðingar nú kannski að fara örlítið
fram úr sjálfum sér? Hafi slíkar
hugsanir og aðrar af svipuðum
toga gert vart við sig, þá gufuðu
þær upp eins og dögg fyrir sólu
þegar leiksýningin byrjaði.
Í einni svipan voru leikhúsgestir
orðnir heimamenn í litla sveita-
þorpinu Anatevka austur í Evr-
ópu, þátttakendur í daglegu amstri
íbúanna þar, gleði þeirra og sorg-
um, sigrum og ósigrum, því hér
sönnuðust sem oftar orð skáldsins
„að hjörtum mannanna svipar
saman í Súdan og Grímsnesinu“
Ingunn Jensdóttir leikstjóri er
okkur Austur–Skaftfellingum að
góðu kunn og hefur nú enn einu
sinni leyft okkur að njóta list-
rænna hæfileika sinna og hjálpað
til við að auðga menningu og
mannlíf hér eystra. Sýningin hafði
að yfirbragði þann töfrandi
sjarma, sem einkennir góða sýn-
ingu áhugaleikara. Leikgleðin var
áberandi, hvert hlutverk skipti
máli og allir skiluðu sínu með mik-
illi prýði, enginn hlekkur í keðj-
unni brást. Leikendahópurinn var
frábær blanda fólks á öllum aldri
og það var eins og hver og einn
væri einmitt í sínu óskahlutverki.
Gamalreynt leikhúsfólk naut sín
vel innan um hóp ungra leikara,
sem svo sannarlega stóð fyrir sínu.
Í því sambandi er líklegt að Magn-
ús J. Magnússon skólastjóri, hafi
séð blómin spretta á þeim akri
sem hann hefur af elju og fórnfýsi
plægt á undanförnum árum. Við
sem eldri erum sáum þarna líka
afrakstur leiklistarstarfs sem Rafn
Eiríksson lagði mikla rækt við í
Heimavistarskólanum í Nesjum á
árum áður en þarna voru þó
nokkrir leikarar sem fyrst stigu á
fjalirnar undir hans stjórn.
Tónlistarfólkið okkar er ein af
meginstoðum þessarar sýningar
og minnir okkur á mikilvægi þess
starfs sem hér fer fram bæði í
tónskóla og einnig í því fjölbreytta
kórastarfi sem hér blómstrar.
Hér verða einstökum persónum
ekki gerð skil en verður þó að
nefna aðalhlutverk leiksins mjólk-
ursalann Tevye. Sr. Sigurður Kr.
Sigurðsson túlkar þessa marg-
slungnu og yndislegu persónu á
þann veg að tæpast verður betur
gert.
Hér hefur margt fólk lagt hönd
á plóginn til þess að við lands-
byggðarfólkið fáum notið góðrar
leiklistar í heimabyggð.
Hafi það allt heiður og þökk.
Ungmennafélaginu Mána óskum
við til hamingju með aldarafmælið.
Afmæliskveðja í tilefni aldaraf-
mælis Ungmennafélagsins Mána
Þorsteinn Geirsson
og Aðalheiður Geirsdóttir
fjalla um aldarafmæli
Ungmennafélagsins Mána
»U.m.f. Máni er meðelstu ungmenna-
félögum landsins. Starf-
semi þess hefur aldrei
fallið niður. Nú á árinu
er afmælisins minnst á
veglegan hátt.
Aðalheiður Geirsdóttir
Þorsteinn er rithöfundur og fyrrver-
andi kennari. Aðalheiður er húsmóðir.
Þorsteinn Geirsson
Bréf til blaðsins
Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík Bréf til blaðsins | mbl.is
NÚ þegar sumarið er að koma með
ljósið, gróðurinn, andarungana og
ylinn er tilvalið að fara í æðruleys-
ismessu í Dómkirkjunni. Gott er að
vera í húsi Guðs og uppbyggjast þar,
taka á móti orði hans og vera á stað
þar sem von og gleði er nóg. Við
mætum mörgu í lífinu og oft þurfum
við að takast á við erfið verkefni, en
einnig hljótum við líka ýmist happ
eða lán. En hvernig sem lífið er og
dagar okkar þá er nauðsynlegt að
búa við jafnvægi, innri styrk og
kraft. Boðskapur kirkjunnar er ein-
mitt til þess fallinn að byggja upp
fólk, auka þakklæti þess, von og
gleði. Það er reynsla þúsunda, jafn-
vel mjög margra sem mætt hafa
miklu andstreymi og mótlæti í lífinu.
Þess vegna hvet ég sem allra flesta
til að koma í æðruleysismessu sem
verður í Dómkirkjunni sunnudaginn
20. maí kl. 20.00. Þeir Ástvaldur
Traustason píanóleikari, Birgir
Bragason kontrabassaleikari og
Hjörleifur Valsson fiðluleikari ann-
ast tónlistarflutninginn og Anna Sig-
ríður Helgadóttir mun líka koma í
messuna og syngja einsöng og leiða
sönginn. Einnig verðu einhver til að
segja reynslusögu sína, sem verið
hefur í þessum messum.
Sr. Ólafur Jens Sigurðsson mun
leiða messuna, sr. Karl V. Matthías-
son mun predika og sr. Jakob Ágúst
Hjálmarsson mun fara með bæn.
Allir eru hjartanlega velkomnir í
æðruleysismessurnar, en þær eru
fullar af gleði og von og kærleika.
Karl V. Matthíasson,
prestur og þingmaður.
Æðruleysismessa
í upphafi sumars
Frá Karli V. Matthíassyni:
FRAMUNDAN eru mikilvægar
kosningar innan Sjúkraliðafélags
Íslands. Kosið er um það hver skuli
gegna formennsku í félaginu næstu
þrjú árin.
Mikið er í húfi fyrir stéttina í
þessum kosningum þar sem sótt er
að Kristínu Á. Guðmundsdóttur,
núverandi formanni Sjúkraliða-
félagsins. Við viljum þess vegna
eindregið hvetja sjúkraliða til að
fylkja sér um hana og tryggja
henni endurkjör, félaginu til heilla.
Það hefur verið gæfa okkar
sjúkraliða að hafa hana sem for-
mann félagsins í erfiðri baráttu
okkar fyrir réttindum og bættum
kjörum.
Sjúkraliðastéttinni til sóma
Kristín Á. Guðmundsdóttir hefur
ávallt verið sjúkraliðastéttinni til
mikils sóma. Hún hefur sem for-
maður sýnt fádæma kjark og áræði
í baráttunni fyrir hærri launum
okkar sjúkraliða, auknum rétt-
indum og viðurkenningu á mik-
ilvægi þeirra starfa sem við vinnum
á sjúkrahúsum og öðrum heilbrigð-
isstofnunum þjóðarinnar.
Þetta hefur skilað okkur sjúkra-
liðum ótrúlegum árangri á síðustu
árum. Sjúkraliðafélagið hefur
breyst úr veikburða fagfélagi í öfl-
ugt stéttarfélag. Kjör okkar hafa
batnað mikið sem hlutfall af laun-
um annarra heilbrigðisstétta.
Sjúkraliðafélagið hefur einnig sam-
ið um margvísleg réttindi sem eru
mikilvæg fyrir okkur öll í daglega
lífinu. Undir forystu Kristínar hef-
ur Sjúkraliðafélagið orðið sterkara
og kraftmeira en nokkurn gat
dreymt um fyrr á árum þegar við
höfðum ekki einu sinni samnings-
rétt.
Sjúkraliðastéttin getur í dag bor-
ið höfuðið hátt vegna einarðrar bar-
áttu félagsins okkar undir forystu
Kristínar Á. Guðmundsdóttur.
Kjósum Kristínu!
En það er ekki einungis vegna fyrri
afreka sem við hvetjum sjúkraliða
til að kjósa Kristínu í formanns-
kjörinu og tryggja okkur forystu
hennar næstu árin, heldur líka
vegna þess sem framundan er.
Þótt mikilvægum áföngum hafi
verið náð á liðnum árum þarf
sjúkraliðastéttin áfram að berjast
af krafti og einurð fyrir bættum
kjörum og auknum réttindum og
viðurkenningu. Sú barátta tekur
aldrei enda.
Það er mjög mikilvægt fyrir okk-
ur sjúkraliða að reynsla, þekking,
áræði og dugnaður hennar fái
áfram að njóta sín í forystu félags-
ins í þeirri baráttu sem framundan
er. Við hvetjum því sjúkraliða ein-
dregið til þess að tryggja endurkjör
Kristínar.
Sjúkraliðar! Greiðum Kristínu Á.
Guðmundsdóttur atkvæði í póst-
kosningunni 21.–23. maí næstkom-
andi. Hvetjum vinnufélaga okkar til
að gera slíkt hið sama og leggjum
þannig okkar af mörkum til þess að
félagið okkar verði áfram sterkt og
öflugt og sjúkraliðastéttinni til
sóma.
SIGURÐUR H. GÍSLASON,
LÁRA H. ÁRNADÓTTIR
OG ÞÓRUNN ÓLAFSDÓTTIR,
sjúkraliðar á Landspítala
í Fossvogi.
Kjósum Kristínu
til forystu á ný
Frá Sigurði H. Gíslasyni,
Láru Hrönn Árnadóttur
og Þórunni Ólafsdóttur
HANN vissi flestum betur að
margt er manna bölið. Liðagigt,
lungnasjúkdómar, hjarta-
sjúkdómar, blóðtappar, horm-
ónasjúkdómar og bólgu-
sjúkdómar í meltingarvegi og
æðum höfðu, þrátt fyrir óbilandi
kjark og starfslöngun, bundið
hann í hjólastól og gert hann háð-
an súrefni bróðurpartinn úr sóla-
hringnum. Eitt sinn, þegar hann
kom til mín, mat ég það svo að
hann þyrfti að hitta hjartalækni
sinn sem allra fyrst vegna nýtil-
kominnar hjartsláttaróreglu. Að
öllu eðlilegu hefði þetta átt að
vera auðvelt því hjartalæknirinn
var með móttöku á sama tíma og í
sama húsi og ég. En nú var komið
babb í bátinn. Frá því að skjól-
stæðingur minn hitti hjartalækni
sinn síðast var komin tilvís-
unarskylda til hjartlækna. Sam-
kvæmt reglugerð nr. 241/2006 eru
heimilislæknar einir færir um að
meta hvort sjúklingar þurfi á
hjartalækni að halda. Mér, aum-
um sérfræðingi, var ekki treyst til
að meta hvort þessi skjólstæð-
ingur minn, sem ég hafði þekkt og
meðhöndlað í nærri þrjá áratugi,
væri í þörf fyrir skoðun hjá
hjartalækni. Vandamálið var tor-
leystara fyrir þá sök að hann hafði
engan heimilislækni. Nú tóku við
hringingar og samtöl við Heilsu-
gæslu höfuðborgarsvæðis og bið
eftir viðtali hjá heimilislækninum
nýja, sem hafði þann eina tilgang,
að sá góði maður skrifaði tilvísun
til hjartalæknisins. Að skoðun og
meðferð hjartalæknis lokinni lá
svo leiðin niður í Trygg-
ingastofnun til að fá endurgreitt.
Eftir þessa reynslu sótti sá grun-
ur að mér, og skjólstæðingi mín-
um, að reglugerð nr. 241/2006
væri ekki samin fyrir sjúklinga,
heldur beinlínis í þeim tilgangi að
leggja stein í götu þeirra sem
virkilega þurfa á læknisaðstoð að
halda og spara með því útgjöld
fyrir ríkissjóð. Við ætluðum í
sameiningu að skrifa litla grein
um þessa reynslu okkar. Hann
lést þó áður en af því gat orðið.
Davíð Gíslason
Örlítil sjúkrasaga
Höfundur er læknir og sérfræð-
ingur í lyflækningum og ofnæm-
islækningum.
AFTUR og aftur les ég í Morg-
unblaðinu, í Staksteinum og
Reykjavíkurbréfi og nú síðast í
dag, föstudag, í leiðara blaðsins,
um „þau djúpstæðu vandamál
sem eru á ferðinni í forystusveit
(Samfylkingarinnar)“.
Ég hef tekið virkan þátt í kosn-
ingabaráttu Samfylkingarinnar,
setið að ráðum með foringjum
flokksins sitt á hvað og öllum í
einu og nú síðast á þingflokks-
fundum og einkasamkvæmum og
ekkert fundið eða heyrt nema ein-
drægni og samhljóm í forystu-
sveit Samfylkingarinnar. For-
maðurinn, Ingibjörg Sólrún,
hefur notið óskoraðs trausts og
fengið einróma stuðning í öllum
málatilbúnaði í aðdraganda þeirr-
ar stjórnarmyndunar sem nú er í
spilunum.
Það er dæmalaus og ósmekk-
legur kjaftagangur að þar séu á
ferðinni djúpstæð vandamál. Þau
eru akkúrat engin. Morgunblaðið
á að sjá sóma sinn í að láta af
þessum spuna og gróusögum.
Morgunblaðið á ekki að haga sér
eins og Gróa á Leiti. Það hæfir
ekki vönduðu blaði.
Ellert B. Schram
Hættu nú,
Gróa á Leiti
Höfundur er alþingismaður.
Fréttir
í tölvupósti