Morgunblaðið - 19.05.2007, Page 38
38 LAUGARDAGUR 19. MAÍ 2007 MORGUNBLAÐIÐ
MINNINGAR
✝ Hrefna Frí-mannsdóttir
fæddist á Óspaks-
eyri í Bitrufirði 29.
maí 1938. Hún lést
á sjúkrahúsi Akra-
ness 13. maí síðast-
liðinn. Foreldrar
hennar voru Jón
Frímann Sigurðs-
son, f. á Brekku í
Hún. 12. júlí 1903,
d. 26. febrúar 1979,
og Júlíana Guð-
bjartsdóttir, f. á
Melum í Kjalarnes-
hreppi í Kjósarsýslu 20. júní 1915,
d. 11. mars 1974. Systkini Hrefnu
voru Ingibjörg Signý Frímanns-
dóttir, f. 31. október 1932, d. 24.
júní 1988, Kristrún Ósk Kalmans-
dóttir, f. 23. mars 1934, Sigur-
bjartur Árni Frímannsson, f. 6.
janúar 1936, Emil Hólm Frí-
mannsson, f. 28. apríl 1937 og
Guðmundur Eyþór Guðmundsson,
f. 22. desember 1955. Hrefna ólst
upp á Neðri-Torfustöðum í Mið-
firði hjá fósturforeldrum sínum
Birni Benediktssyni, f. 27. apríl
1905, d. 5. maí 1964, og Önnu
Maríu Sigurvinsdóttur, f. 20. júní
1909, d. 29. nóvember 2001. Fóst-
ursystkini Hrefnu eru Benedikt
Guðmundur, Böðvar Sigurvin,
Katrín Ragnheiður og Guðrún
Aðalheiður. Eftir fermingu fór
Hrefna til föður síns og Rögnu
eiga þrjú börn og tvö barnabörn.
6) Kolbrún Bylgja, f. 18. febrúar
1964, gift Guðmundi Elíssyni, f.
29. nóvember 1955, þau eiga fjög-
ur börn og tvö barnabörn. Fyrir
átti Kolbrún eitt barn. 7) Edda
Bára, f. 25. október 1967. 8) Krist-
ín Heiðbrá, f. 19. október 1969,
sambýlismaður Friðjón Guð-
mundsson, f. 25. mars 1959, þau
eiga fimm börn. 9) Júlíus Daníel,
f. 25. september 1971. 10) Sævar
Örn, f. 12. maí 1979, sambýlis-
kona Katarzyna Katszukiewicz, f.
17. mars 1984. Hann á eina dótt-
ur.
Hrefna og Sveinbjörn hófu bú-
skap á Nesvegi í Reykjavík, Síðan
á Vesturgötu og þaðan fluttu þau
upp í Álftamýri. Þá eru börnin
orðin sex. 1966 flytja þau vestur á
Hellissand, fyrst á Grund og síðan
á Stóru-Hellu. Hrefnu féll aldrei
verk úr hendi og vann ýmis störf
svo sem beitningar, í saltfiski og
aðra fiskvinnu. Hún var mikil
hannyrðakona og saumaði fötin á
börnin sín áður en föt fóru að fást
í flestum búðum. Þá var saumað
upp úr gömlum fötum sem hætt
var að nota. Hún var ákaflega
bóngóð og vildi allt gera til að
hjálpa ef hún gat. Fljótlega eftir
að þau fluttu vestur fengu þau sér
kindur og hesta.
Útför Hrefnu verður gerð frá
Ingjaldshóli í dag og hefst athöfn-
in klukkan 14.
stjúpu sinnar í
Reykjavík og var hjá
þeim í tvö ár eða þar
til hún flutti til Júl-
íönu móður sinnar
sem býr líka í
Reykjavík. Stjúp-
systir Hrefnu er
Sonja Geirharðs-
dóttir.
Hrefna giftist 7.
september 1958
Sveinbirni Halldórs-
syni, síðast bónda á
Stóru-Hellu á Hellis-
sandi, f. 24. apríl
1918, d. 9. mars 1984. Börn
Hrefnu eru: 1) Jónfríður Birna
Sigurðardóttir, f. 8.9. 1956, gift
Aðalsteini Ólafssyni, f. 13. sept-
ember 1952, þau eiga fjögur börn
og þrjú barnabörn. 2) Guðlaug
Ingibjörg, f. 1. júní 1958, gift
Guðna Kristjáni Sævarssyni, f. 6
janúar 1957, d. 18. maí 1994, þau
eiga þrjú börn. 3) Halldór Viðar,
f. 24. júní 1959, sambýliskona
Auðbjörg Laufey Guðjónsdóttir, f.
3. desember 1966, þau eiga saman
einn son. Fyrir á Halldór tvö börn
og eitt barnabarn. 4) María
Hrönn, f. 13. júní 1960, sambýlis-
maður Sigurbjörn Karlsson, f. 27.
desember 1947, þau eiga þrjú
börn og tvö barnabörn. 5) Ragna
Sigurborg, f. 2. desember 1962,
sambýlismaður Þorsteinn Már
Kristjánsson, f. 1. ágúst 1955, þau
Elsku amma mín, þegar ég hugsa
til baka um liðna tíma er svo margt
sem kemur upp í huga minn. Allar
þær skemmtilegu stundir sem við
áttum saman. Allar þær áhugaverðu
samræður sem við áttum. Allt það
góða sem þú gerðir fyrir mig og nú, í
seinni tíð, börnin mín, langömmu-
börnin þín. Allir sokkarnir, vettling-
arnir, peysurnar úr lopa sem þú hef-
ur prjónað á okkur. Öll sú ást og
hlýja sem þú hefur gefið okkur. Þú
hefur alla tíð gætt líf mitt mikilli
gleði.
Ég veit að þú átt ekki eftir að
prjóna meira á okkur núna eða gefa
okkur að borða, og þú átt ekki eftir
að gróðursetja blómin sem ég kem
með til þín núna eða gefa mér ráða-
góð svör þegar ég tala við þig, en þú
átt alltaf eftir að lifa áfram í huga
mínum, hugum okkar allra. Þú hefur
alltaf gefið okkur allt það sem þú
hefur getað gefið okkur.
Þegar ég hugsa til baka er svo
margt sem ég er þakklát fyrir. Ég er
þakklát fyrir að hafa átt þig sem
ömmu. Ég er þakklát fyrir að þú
skulir hafa gefið þér tíma til þess að
eignast 10 börn og gefið mér allan
þennan flokk af skemmtilegum og
litríkum skyldmennum. Ég er þakk-
lát fyrir að þú skulir alla tíð hafa
haft mikið af dýrum; kindum, hest-
um, hænum, hundum, köttum, kan-
ínum, öndum og svo lengi mætti
telja, í kringum okkur öll, og kennt
okkur að elska og virða náttúruna.
Ég er þakklát fyrir það að ég skuli
hafa ákveðið að fara til þín upp á
sjúkrahús með lestrarefni og eitt-
hvað gotterí, og setið og talað við þig
í síðasta sinn, og greitt á þér hárið.
Það var skrítið að sjá þig svona
óhressa þegar maður hefur vanist
þér sem þessari hörkukonu sem að
ekkert hefur nokkurn tímann getað
bitið á. Alla tíð hefurðu unnið mikið,
amma mín, og oft hef ég hugsað,
eins og sennilega við öll, að ég vildi
geta gert meira fyrir þig svo að þú
gætir bara legið með „tærnar upp í
loftið“. Ég veit samt vel að þú hefur
aldrei getað gert það, og engu breyt-
ir þó svo að þú hefðir getað það. Þú
hefðir þá bara tekið upp saumadótið
eða prjónana og gert eitthvað fallegt
fyrir einhvern af afkomendum þín-
um.
Þennan síðasta dag á spítalanum
baðst þú mig um að finna fleiri fjöl-
ær blóm fyrir þig, og sagðir mér að
þau sem ég lét þig hafa í fyrra væru
að byrja að vakna til lífsins. Elsku
amma mín, ég mun finna fyrir þig
fullt, fullt af fjölærum blómum. Ég
skal gróðursetja þau hjá þér og afa.
Ég veit að þú hefur alltaf haldið mik-
ið upp á þrenningarfjólu og hana
skal ég setja hjá þér.
Elsku amma mín, ég vil þakka þér
kærlega fyrir allt það góða sem þú
hefur gert og alla þá ást og hlýju
sem þú hefur gætt líf mitt og okkar
allra með.
Erna Rós Aðalsteinsdóttir.
Mamma hringdi í mig fyrir augna-
bliki og spurði hversu hratt ég gæti
skrifað minningargrein. Ég virðist
vera í æfingu í því að skrifa slíkar,
svo það er beðið mig um það þrátt
fyrir að ég viti ekki hvað skal segja.
Ég get eingöngu tjáð tilfinningar
mínar sem dóttir og ég held ég skilji
hvernig mömmu líður þessa stund-
ina og sérstaklega þegar hún
hringdi í mig á sunnudagsmorgun-
inn til að láta mig vita að amma væri
dáin, ég veit ekki hvernig ég færi að
því að lifa ef mamma myndi láta lífið,
hún hefur verið mér klettur, en eru
það ekki allar mæður? Ég veit að ef
mamma væri að rita þessi orð myndi
hún skrifa „Ég elska þig mamma og
ég sakna þín, ég vildi að við hefðum
geta haft meira samband seinustu
árin. Ég bið að heilsa pabba og ég
vona að núna sértu hamingjusöm við
hlið hans. Við sjáumst einhvern tíma
aftur og ég bið að heilsa pabba
ásamt þeim öðrum sem hafa staðið
okkur nærri.“
Ég er kannski orðheppin en í raun
veit ég ekki hvað skal segja, það hef-
ur alltaf áhrif á mann þegar einhver
lætur lífið, hvort sem viðkomandi
hefur verið manni nákominn eða
ekki.
Lífið er stutt og ég vildi óska þess
að fólk gerði sér grein fyrir því og
myndi lifa því meira lifandi, reyna að
gera sem mest á þeim stutta tíma
sem við höfum. Kannski að þetta sé
áminning til okkar um það að við er-
um að gleyma okkur, að við ættum
að nota tímann betur.
Ég vona að amma skemmti sér
með afa og að þau séu að ræða mál
líðandi stundar, kannski þau séu í
reiðtúr?
Fyrir hönd fjölskyldunnar í Sæ-
lingsdal,
Sveinbjörg.
Hrefna Frímannsdóttir
AKRANESKIRKJA: | Guðsþjónusta í Kálfa-
tjarnarkirkju kl. 14.
AKUREYRARKIRKJA: | Guðsþjónusta kl.
11. Sr. Svavar A. Jónsson. Félagar úr Kór
Akureyrarkirkju leiða söng. Organisti: Ey-
þór Ingi Jónsson. Drengjakór Dómkirkj-
unnar í Niðarósi kemur fram í guðsþjón-
ustunni.
ÁSKIRKJA: | Guðsþjónusta kl. 14 í umsjá
sr. Maríu Ágústsdóttur héraðsprests. Kór
Áskirkju syngur, organisti Kári Þormar.
Kirkjukaffi Vestfirðingafélagsins í efri
safnaðarsal að athöfn lokinni. Kl. 16–20
sjá nemendur 10. bekkjar Langholtsskóla
um opið hús í neðri safnaðarsal til styrktar
Tsjernobyl-börnum.
BESSASTAÐASÓKN: | Vorhátíð Garða-
prestakalls í Vídalínskirkju kl. 11. Hljóm-
sveitin Exodus spilar. Barbara trúður og
sr. Jóna Hrönn Bolladóttir predika. Boðið
upp á pylsur og djús í safnaðarheimlinu á
eftir. Tónleikar til styrktar þrælabörnum á
Indlandi kl. 13. Söfnunin er í samstarfi við
Hjálparstarf kirkjunnar.
BREIÐHOLTSKIRKJA: | Messa kl. 11.
Prestur sr. Bryndís Malla Elídóttir. Félagar
úr Söngsveitinni Fílharmóníu leiða söng-
inn. Organisti Magnús Ragnarsson. Að-
alsafnaðarfundur eftir messu að loknum
léttum málsverði.
BRÆÐRATUNGUKIRKJA | Ferming-
armessa verður laugardag 19. maí kl. 14.
Fermd verður Anna Karítas Ómarsdóttir,
Heiðmörk, Biskupstungum.
BÚSTAÐAKIRKJA: | Guðsþjónusta klukk-
an 11. Sr. Pálmi Matthíasson þjónar fyrir
altari. Organisti Renata Ivan. Kór Bústaða-
kirkju syngur ásamt sönghópnum Tríólu.
Athugið breyttan messutíma. Sumarferð
og lok barnastarfsins. Farið verður í ferða-
lag upp á Akranes. Lagt verður af stað frá
kirkjunni kl. 10.30. Hafið með ykkur nesti.
Velkomið að hafa með útileikföng því
Langisandur er spennandi.
DIGRANESKIRKJA: | Messa kl. 11. Prest-
ur sr. Gunnar Sigurjónsson. Organisti
Kjartan Sigurjónsson. Kór Digraneskirkju,
B-hópur. Súpa í safnaðarsal eftir messu.
Kvennakirkjan kl. 20.30. Prestar sr. Auður
Eir Vilhjálmsdóttir og sr. Yrsa Þórðardóttir.
Organisti Aðalheiður Þorsteinsdóttir. Kór
Kvennakirkjunnar syngur.
DÓMKIRKJAN: | Kl. 11: messa, sr. Jakob
Ágúst Hjálmarsson predikar. Sr. Hjálmar
Jónsson þjónar fyrir altari. Dómkórinn
syngur, organisti er Marteinn Friðriksson.
Kl. 20: Æðruleysismessa, sr. Karl V. Matt-
híasson predikar. Sr. Anna Sigríður Páls-
dóttir og sr. Jakob Ágúst Hjálmarsson
þjóna fyrir altari.
FELLA- OG HÓLAKIRKJA: | Guðsþjónusta
og altarisganga kl. 11. Prestur sr. Guð-
mundur K. Ágústsson. Kór Fella- og Hóla-
kirkju flytur kafla úr Messu í G-dúr eftir F.
Schubert. Undirleik annast Peter Maté en
stjórnandi er Lenka Mateova. Eftir guðs-
þjónustuna verður boðið upp á léttar veit-
ingar í safnaðarheimili kirkjunnar. Velkom-
in.
FRÍKIRKJAN í Hafnarfirði: | Engin guðs-
þjónusta verður sunnudaginn 20. maí.
FRÍKIRKJAN í Reykjavík: | Sunnudagur
20. maí kl. 14: Fermingarguðsþjónusta.
Messuna leiða sr. Hjörtur Magni Jóhanns-
son og sr. Ása Björk Ólafsdóttir, en al-
mennan safnaðarsöng leiða Anna Sigríður
Helgadóttir og Carl Möller. Barn verður
borið til skírnar.
FRÍKIRKJAN KEFAS | Síðasti sunnudaga-
skólinn verður kl. 11. Pylsupartý, leikir og
óvæntur glaðningur fyrir alla krakka. Al-
menn samkoma kl. 20, ath. breyttan sam-
komutíma. Bryndís Svavarsdóttir predikar.
Lofgjörð, fyrirbænir í lok samkomu og
kaffisala að henni lokinni. Allir velkomnir.
GRAFARVOGSKIRKJA: | Guðsþjónusta kl.
11. Séra Bjarni Þór Bjarnason predikar og
þjónar fyrir altari. Kór Grafarvogskirkju
syngur. Organisti: Gróa Hreinsdóttir. Siglu-
fjarðarmessa kl. 13.30. Sr. Sigurður Æg-
isson predikar, sr. Vigfús Þór Árnason
þjónar fyrir altari. Kór Siglufjarðar syngur
ásamt kór Grafarvogskirkju. Organisti: Re-
nata Ivan.
GRENSÁSKIRKJA: | Messa kl. 11. Alt-
arisganga. Samskot til Hjálparstarfs kirkj-
unnar. Kirkjukór Grensáskirkju syngur.
Organisti Árni Arinbjarnarson. Prestur sr.
Ólafur Jóhannsson. Molasopi eftir messu.
GRUND, dvalar- og hjúkrunarheimili: |
Guðsþjónusta kl. 14. Sr. Björn Jónsson
messar. Organisti Kjartan Ólafsson. Félag
fyrrum þjónandi presta.
HAFNARFJARÐARKIRKJA: | Messa kl.11.
50, 60 og 70 ára fermingarbörn heim-
sækja kirkjuna. Prestur: Sr. Gunnþór Þ.
Ingason. Organisti: Guðmundur Sigurðs-
son, kantór. Fiðluleikari: Hjörleifur Vals-
son. Kór: Kór Hafnarfjarðarkirkju. Hádeg-
isverður og samsæti afmælisárganganna
í Hásölum Strandbergs eftir messu. Hlíf
Káradótttir syngur einsöng við undirleik
Guðmundar Sigurðssonar. Ólafur B. Ólafs-
son leikur létta tónlist og vorlög undir
borðum.
HALLGRÍMSKIRKJA: | Messa kl. 11. Sr.
Jón Dalbú Hróbjartsson predikar og þjónar
fyrir altari ásamt sr. Báru Friðriksdóttur og
messuþjónum. Organisti Björn Steinar
Sólbergsson. Félagar úr Mótettukór
syngja. Sögustund fyrir börnin.
Guðspjall dagsins:
Þegar huggarinn kemur.
Jóh. 15
Hátíðarhelgi í
Selfosskirkju
LAUGARDAGINN 19. maí kl. 16
verður „Maraþon-söngdagur“ Sel-
fosskirkju. Eldri deild Barnakórs
kirkjunnar syngur undir stjórn
Edítar Molnár. Unglingakór kirkj-
unnar og Hörpukórinn (kór eldri
borgara á Selfossi og nágrenni)
syngja undir stjórn organistans,
Jörgs E. Sondermanns. Að venju
verður kaffisala þegar hlé verður á
söngnum. Allir velkomnir. Sunnu-
daginn 20. maí verður „krossam-
essan“ svokallaða kl. 11. Félögum í
Unglingakór Selfosskirkju verður
þakkað og þeir heiðraðir með silf-
urkrossi. Kirkjukórinn og Ung-
lingakórinn syngja undir stjórn
organistans. Léttur hádegisverður
í safnaðarheimilinu eftir athöfnina.
Þennan sama dag verður „Næð-
isstund við orgelleik“ í kirkjunni kl.
17. Organistinn, Jörg E. Sonderm-
an, leikur falleg orgelverk á hljóð-
færi kirkjunnar.
Norðlensk og sunn-
lensk kórasumarveifla
KÓRAR Bústaðakirkju og Siglu-
fjarðarkirkju bjóða til sumar-
tónleika í Bústaðakirkju laugar-
daginn 19. maí klukkan 17.
Fjölbreytt og skemmtileg tónlist.
Fram koma, auk kóra Bústaða-
kirkju og Siglufjarðakirkju, Tríóla
söngtríó – Gréta Hergils, Sigurlaug
Knudsen Stefánsdóttir og Sibylle
Köll. Stjórnandi og undirleikari:
Renata Ivan. Aðgangur ókeypis.
Allir velkomnir. Frekari upplýs-
ingar á heimasíðu Bústaðakirkju,
http://www.kirkja.is.
Guðsþjónusta í
Víkurkirkju í Mýrdal
GUÐSÞJÓNUSTA verður í Vík-
urkirkju í Mýrdal sunnudaginn 20.
maí nk. kl. 14. Dagurinn er 6.
sunnudagur eftir páska. Léttir
sálmar og söngvar við allra hæfi.
Kórar Víkur- og Skeiðflatarkirkna
syngja undir stjórn Önnu Björns-
dóttur. Páll Rúnar Pálsson syngur
einsöng í einu lagi. Undirleikarar á
hljóðfæri eru Kristín Björnsdóttir á
orgel, Anna Björnsdóttir á gítar,
Hróbjartur Vigfússon á gítar og
Kristinn Jóhann Níelsson á gítar og
fiðlu. Fjölmennum til kirkju og eig-
um þar skemmtilega og notalega
stund áður en sumarleyfin hefjast
af fullum krafti.
Siglufjarðarmessa í
Grafarvogskirkju
SUNNUDAGINN 20. maí kl. 13.30,
á afmæli Siglufjarðarkaupstaðar.
Séra Sigurður Ægisson, sóknar-
prestur Siglufjarðar, predikar og
þjónar fyrir altari ásamt séra Vig-
fúsi Þór Árnasyni, sóknarpresti
Grafarvogskirkju. Kór Siglufjarðar
syngur ásamt kór Grafarvogs-
kirkju. Í messunni flytur kór Siglu-
fjarðar Hátíðarkantötu eftir Bjarna
Þorsteinsson, fyrsta heiðursfélaga
Siglufjarðar. Organisti er Renata
Ivan. Ritningarlestur annast fé-
lagar úr Siglufjarðarfélaginu. Eftir
messu verður Siglufjarðarfélagið
með kaffi og veitingar.
Vorferð Fella-
og Hólakirkju
TÓNLISTARMESSA með altaris-
göngu verður haldin sunnudaginn
20. maí kl. 11. Prestur sr. Guð-
mundur Karl Ágústsson. Kór Fella-
og Hólakirkju flytur kafla úr messu
eftir Franz Schubert. Undirleikari
er Peter Maté en stjórnandi er
Lenka Mátéová. Boðið er upp á létt-
ar veitingar í safnaðarheimili kirkj-
unnar eftir guðsþjónustuna.
Vorferð eldriborgarastarfs
Fella- og Hólakirkju verður þriðju-
daginn 22. maí. Farið verður frá
kirkjunni kl. 11. Verð er 2500 kr.
(allt innifalið). Keyrt verður til Þor-
lákshafnar, síðan verður Veiðisafn-
MESSUR Á MORGUN/KIRKJUSTARF
✝
Hjartans þakkir fyrir auðsýnda samúð og hlýhug
vegna andláts og útfarar móður okkar, tengda-
móður, ömmu og langömmu,
GUÐRÚNAR JÓNASDÓTTUR
frá Öxney,
(Guðrúnar í Galtarey).
Sérstakar þakkir fyrir frábæra umönnun færum við
starfsfólki Dvalarheimilis aldraðra í Stykkishólmi.
Hreinn Jóhannsson, Geirþrúður Kjartansdóttir,
Sigríður Jóhannsdóttir, Reynir Vilhjálmsson,
Brynja Jóhannsdóttir, Þorvaldur Ólafsson,
barnabörn og fjölskyldur þeirra.
✝
Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og hlýhug
við andlát og útför
ÞORBJÖRNS JÓNSSONAR
frá Grjótá,
Fljótshlíð.
Sérstakar þakkir viljum við senda starfsfólki Kirkju-
hvols fyrir frábæra umönnun og hlýhug.
Ágúst Þorbjörnsson,
Arnar Þorbjörnsson, Margrét Jónsdóttir,
Ásdís Þorbjörnsdóttir,
Ásrún Þorbjörnsdóttir,
Ásta Þorbjörnsdóttir,
barnabörn og langafabarn.